SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 44
44 14. mars 2010 Ein fyrsta kynningarmyndin af Newsom. Joanna Newsom, sem er fædd árið 1982 í Nevada City, Kaliforníu, hljóðritaði fyrstu lög sín á Fisher Price-tæki (nema hvað!). Þessar tónsmíðar voru svo hljóðritaðar með örlítið öflugri tækni og gefnar út á tveimur stutt- skífum. Sú fyrri, Walnut Whales, kom út 2002 en sú síðari, Yarn and Glue, árið 2003. Ekki stóð til að dreifa diskunum til almennings en upptökumaðurinn og kærasti Newsom á þeim tíma, Noah Georgeson, sannfærði hana um að brenna nokkur stykki til að selja á tón- leikum. Rataði einn þeirra til Íslandsvinarins Will Oldham sem varð svo hrifinn að hann bað hana um að koma með sér og hita upp fyrir sig á tónleikaferðalagi. Hann gaf svo eiganda hinnar virtu útgáfu Drag City eintak sem síðan gaf út fyrstu breiðskífu hennar, The Milk-Eyed Mender (2004). Fisher Price-tæki brúkað í upphafi Fyrsta plata Joönnu Newsom hljómar líkt og hún hafi verið tekin upp í einhverjum und- urblíðum handanheimi þar sem ekkert illt getur eða hef- ur þrifist. Hún er sveipuð dulúð, borin upp af barnslega heillandi rödd Newsom og töfrum slegnum hörpuslætti. Röddin, já röddin fremur en nokkuð annað dregur mann að og seyðir, hún er ástríðufull, leyndardóms- full, brothætt og ægifögur. Hún ber með sér einlægni barnsins um leið og hún er nánast stingandi, svo skýr og skörp er hún. Torræðir textarnir auka þá enn á ævintýrablæinn. Heimi jaðarrokkara, neðanjarðarrotta og allra þeirra sem myndast við að vera svalir og með puttann kirfilega á púlsinum var snúið á hvolf; pæjur og stælgæjar afvopnuð með hreinleika sannferðugrar tónlistar sem var svo auðheyranlega sköp- uð á réttum forsendum. Lög plötunnar eru öll eftir Joönnu utan að eitt þeirra er þjóðlag af Appalasíukyni. Það var unnusti Joönnu, Noah Georgeson, einnig samverkamaður í hljómsveitinni The Pleased, sem hljóð- ritaði. Upptökur fóru fram í stofunni hjá Newsom. Plötunni var vel tekið af biblíunum sem máli skipta, þó að sumar ættu fullerfitt með einstaka rödd Newsom. Um þetta leyti var mikið rætt um nýja gerð þjóð- lagatónlistar, nokkurs konar uppfærslu sem var einatt nefnd „freak-folk“. De- vandra Banhart og Vetiver, sem áttu eftir að starfa nokkuð með Newsom, voru nefnd til í þeirri umræðu. Það er svo sem hægt að tiltaka vissar lagasmíðar hér og slengja þeim í þann flokk en um leið er maður að teygja sig nokkuð. Newsom sýndi enda strax á næstu plötu að hún væri sannanlega sólkerfi út af fyrir sig, um hana og hennar tónlist giltu lögmál sem ómögulegt væri að heimfæra upp á aðra. arnart@mbl.is Poppklassík Joanna Newsom – The Milk-Eyed Mender Af himnum ofan B andaríska tónlistarkonan Joanna Newsom komst á allra varir með skífuna The Milk Eyed Mender, sem getið er hér á síðunni, enda höfðu menn ekki heyrt annað eins; grípandi þjóðlagakennd poppmúsík með hörpuundirleik og hrífandi söng. Textarnir voru snúnir og inni- haldsríkir en það geislaði líka af þeim sakleysi og einlægni sem menn áttu ekki að venjast. Frá því sú fína plata kom má segja að Newsom hafi gætt sín á því að fara ekki eftir bókinni; hún hefur ekki hagað sér eins og hin dæmigerða sveimhuga indístjarna og ekki heldur eins og hringhuga poppblaðra. Gott dæmi um hið síðarnefnda var þegar hún sendi frá sér breiðskífu númer tvö, Ys, þar sem lögin voru allt upp í sautján mínútur að lengd og textarnir svo samansúrr- aðir að erfitt var fyrir dauðlega að grípa. Ævintýraleg spilamennska Lagasmíðarnar á Ys sýndu það og sönnuðu að fáir standa New- som á sporði í frumleika, en spilamennska hennar á skífunni er líka ævintýraleg. Í skemmtilegu viðtali í New York Times fyrir stuttu segir Newsom frá því er hún komst í tæri við upptökur af korahörpuleik, en kora er afrískt hljóðfæri. Ólíkt því er hörpu- leikari fléttar saman takti með hægri hendi og þeirri vinstri spilar koraleikari sinn taktinn með hvorri hendi og því líkast sem tveir, eða fleiri, séu að spila þegar færustu spilarar leggja fingur á strengina. Þetta varð Newsom þvílíkur innblástur að gerbreytti spilamennsku hennar og afstöðu til hljóðfærisins, enda má segja að hún sé nú á þeim stalli sem hörpuleikari að líkja má við gítarhetjur í rokkinu. Íburður og skraut var aðal Ys en á Have One on Me er annað upp á teningnum; í stað íburðarmikilla útsetninga Van Dyke Parks er allt einfaldara og tærara, en að sama skapi venjulegra, ef svo má segja. Dæmi um það er lagið „Good Intentions Paving Company“ sem er fjórða lag fyrstu plötunnar, rúmar sjö mín- útur að lengd og fjallar um ástina. Framan af er píanó í aðal- hlutverki, orgel gefur bardúnstón, slagverk og bassi stinga sér inn eftir því sem færi gefst, en undir lokin undirstrikar ást- sjúkur trompet tregann í röddinni. Talsvert frábrugðið því sem gerðist á Ys en orðin eru enn í aðalhlutverki og Newsom syngur án afláts í laginu, viðlagslaust og fer um víðan völl í laglínunni. 24 tímar felldir í átján lög Newsom hefur látið þau orð falla í viðtölum að hún hafi ekki ætlað sér að semja svo mörg lög sem raun ber vitni, en þegar upp var staðið var hún komin með átján lög, flest ríflega sex mínútur að lengd og ljóst að ekki dygði minna en þrjár plötur til að koma öllu fyrir. Það rímar líka vel við þema pakkans, að því hún segir; morgunn, dagur og nótt, 24 tímar felldir í átján lög. Hörpuhetjan mikla Joanna Newsom segir sögu sólarhrings, morgunn, dagur g nótt, á þrefaldri breiðskífu sem kemur út í vikunni. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Joanna Newsom, 2010. Joanna Newsom kom hingað til lands og hélt tónleika í Fríkirkjunni fyr- ir tæpum fjórum árum. Þá voru liðin tvö ár frá fyrstu breiðskífunni, The Milk Eyed Mender, og hún var á kafi í upptökum vegna næstu plötu sem fékk síðar heitið Ys. Á tónleikunum var hún líka með hugann við Ys og í stað popplaganna sem skreyttu The Milk Eyed Mender fengu áheyrendur lög af Ys, langar flóknar orðafléttur sem fóru um víðan völl og laglínan ekki alltaf sýnileg. Ys var gríðarlega vel tekið og þótt ekkert lag á henni falli að útvarps- spilun seldist skífan í hátt í hálfri milljón eintaka. Umslag Ys var ekki síður ævin- týralegt en tónlistin á plötunni. Ævintýraleg Ys Tónlist Ímynd Joönnu Newsom er af brothættri skógardís sem fannst nakin úti í skógi, leik- andi á gullbryddaða hörpu. Undanfarið hefur hún verið að storka þessari ímynd og fyrir stuttu tók hún þátt í tískuljósmyndatöku fyrir vorlínu Armani. Aðrir listamenn sem lögðu hönd á þann tízkuplóg voru m.a. Hugh Dancy, Peter Sarsgaard, Sophie Auster og Meredith Monk. Nei, þessi mynd af Joönnu Newsom er ekki „fótó- sjoppuð“. Ofurgellan Joanna Newsom Hin dularfulla Newsom virðist álengdar vera ónæm fyrir tilfinningaróti ástarlífsins en svo er að sjálfsögðu ekki. Á tímabili var hún orð- uð við annan viðkvæmnislegan söngvasmið, Bill Callahan (sem er jafnan kenndur við Smog). Seint á árinu 2007 fór hún að vera með Andy Samberg, sem er kunnastur fyrir að koma fram í gamanþáttunum Saturday Night Live. Eins og sjá má er Newsom rækilega skotin. Þegar ástin knýr dyra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.