SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 20
20 14. mars 2010
M
agnús Ingvason hefur kom-
ið sér makindalega fyrir
innan um blaðabunka og
skræður á skrifstofu sinni í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, þar sem
hann hefur kennt fjölmiðlafræði und-
anfarin átján ár. Á borðinu fyrir framan
hann rýkur upp úr Manchester City-
könnunni. Magnús er einn harðasti
stuðningsmaður þeirra heiðbláu á Íslandi
– og þótt víðar væri leitað – og er sann-
færður um að City mun fljótlega tefla
fram besta knattspyrnuliði í heimi. Það sé
hvorki spurning um mánuði né ár – að-
eins daga.
Magnús er kunnur fyrir uppátæki sín í
vinahópnum. „Maður fær ýmsar hug-
myndir. Sumar fljóta hjá en öðrum er
hrint í framkvæmd,“ segir hann glott-
andi. Þegar einhver á afmæli er Magnús
jafnan fenginn til að koma viðkomandi á
óvart með frumlegri gjöf. Það kom því
engum sem þekkja hann í opna skjöldu að
Magnús hefði áform um að fagna
fimmtudagsafmæli sínu síðar á árinu með
eftirminnilegum hætti. Fæstir hafa þó
líklega átt von á því að hann myndi gera
það með því að taka á árinu 2010 þátt í
mótum í öllum 27 greinum sem stund-
aðar eru innan vébanda Íþróttasambands
Íslands (ÍSÍ). Verkefnið kallar Magnús
einfaldlega Íþróttaárið.
Hefur mismikla reynslu
Magnús hlær þegar hann er spurður
hvort þetta uppátæki sé ekki bara á færi
brjálaðra manna. „Eflaust,“ segir hann
eftir að hafa jafnað sig. „Ég man eftir
manni sem fagnaði fimmtugsafmæli sínu
um árið með því að klífa fimmtíu tinda og
langaði að gera eitthvað í þeim dúr. Mun-
urinn á okkur er hins vegar sá að hann
gjörþekkti sitt sport en ég hef mismikla
reynslu af því sem ég mun taka mér fyrir
hendur.“
Þegar Magnús fór yfir listann yfir
greinar sem stundaðar eru á vegum ÍSÍ
kom honum raunar á óvart hvað hann
hafði „fiktað“ við margar þeirra gegnum
árin. Knattspyrna og golf eru einu grein-
arnar sem hann stundar að staðaldri en
hann hefur á einhverjum tímapunkti í líf-
inu æft eða prófað níu aðrar. Inni í því eru
ein handboltaæfing þegar hann var tólf
ára, nokkrar körfuboltaæfingar á svip-
uðum aldri og fáeinar ferðir niður skíða-
brekkur. Ekki fylgdi sögunni hvort þær
brekkur væru í Danmörku.
Aðrar greinar eru Magnúsi framandi.
„Ég hef til dæmis aldrei stundað lyft-
ingar. En hversu erfitt getur það verið, að
lyfta einhverri stöng? Ég set þá bara þrjá-
tíu kíló á hana til að lenda ekki í vand-
ræðum.“
Magnús er heldur ekki mikið fyrir
slagsmál enda þótt hann vogi sér ekki að
tala um greinar eins og júdó, karate og ta-
ekwondo með þeim hætti. „Ég kvíði ekki
júdóinu. Það mætir bara einhver ham-
rammur maður til leiks og hendir mér í
gólfið. Þá er það búið.“
Vel mætt á pallana
Hann er smeykari við dans, skautadans
og fimleika. „Áhugi minn og geta í þess-
um greinum er frekar lítil en þeir sem
þekkja mig bíða víst mjög spenntir. Það
er útlit fyrir að vel verði mætt á pallana.
Fólk er sannfært um að þarna fái það mest
fyrir peninginn. Ég skil ekkert í því.“
Raunar er ekki útséð um að Magnús
keppi yfir höfuð í skautadansi enda er
ekki gert ráð fyrir fullorðnum á mótum í
þeirri grein. „Það mál er í skoðun en í
versta falli verð ég bara að halda mitt eig-
ið mót. Mætir þú og keppir?“
Blaðamaður hrekkur í kút við þetta
óvænta útspil viðmælandans. Svarið
kemur honum ennþá meira á óvart enda
með afbrigðum vanhugsað: Að sjálfsögðu!
Þá er það frágengið.
Þegar Magnús er spurður í hvaða grein
fimleika hann muni keppa stendur ekki á
svarinu: „Gólfæfingum. Þær henta mér
betur en bogahesturinn og hringirnir.
Það er bara spurning hvort ég verði með
bolta eða borða.“
Í frjálsum íþróttum setur Magnús
stefnuna á 200 og 400 metra hlaup enda
var hann frár á fæti. Fyrirgefið tíða-
brenglið – er frár á fæti. Spjót og stöng
hyggst hann láta vera.
Magnús er líka viss um að íshokkí eigi
eftir að reynast erfið grein. „Ég fór stund-
um á skauta sem barn en hversu langt það
fleytir mér á eftir að koma í ljós.“
Hann hyggst keppa í sjósundi á árinu
og gerir ráð fyrir að þurfa tíma til að búa
sig undir þá grein. „Vegalengdirnar sem
keppt er í eru á bilinu 1 til 4 kílómetrar.
Það er svolítið langt fyrir mann sem kann
best við sig í heita pottinum.“
Hjá landsliðsþjálfaranum
Sumar greinarnar þarf Magnús að læra frá
grunni. Hann hefði til dæmis aldrei getað
keppt í karate án leiðsagnar.
Magnús er víðast hvar í góðum hönd-
um en hvergi eins og í badminton. Sjálfur
landsliðsþjálfarinn í greininni, Árni Þór
Hallgrímsson, hefur tekið hann að sér og
Magnús er nú skráður í Badmintonfélag
Akraness, þar sem fremsti badmin-
tonspilari Íslandssögunnar, Broddi Krist-
jánsson, ræður ríkjum.
Ekki þarf að taka fram að Magnús mæl-
ir með íþróttaiðkun, bæði vegna hreyf-
ingarinnar og ekki síður félagsskaparins.
„Það hefur verið afskaplega gaman að
mæta á æfingar í hinum ólíkustu greinum
og ég fór að velta fyrir mér hversu sniðugt
þetta er fyrir fólk sem misst hefur vinn-
una. Því hættir til að einangrast og ég er
ekki í vafa um að íþróttir geta gert margt
fyrir þetta fólk, unga sem aldna.“
Magnúsi hefur verið ótrúlega vel tekið
hvarvetna sem hann hefur borið niður í
íþróttahreyfingunni. „Viðtökurnar eru
vonum framar. Menn vilja allt fyrir mig
gera. Ég sendi tölvupóst á öll sérsambönd
innan ÍSÍ og fékk ótrúlega fljótt viðbrögð
frá flestum. Margir útskýrðu meira að
segja í ítarlegu máli hvernig þeir gætu
orðið að liði. Ég er mjög þakklátur fyrir
það.“
Að hlæja með eða að?
Magnús er nýbyrjaður að senda frá sér
fréttabréf, þar sem hann gerir grein fyrir
Íþróttaárinu og framvindu þess og eru
um tvö hundruð manns á póstlistanum. Í
vikunni var heimasíða verkefnisins síðan
tekin í notkun á slóðinni 272010.is.
„Ég hef fengið mikil viðbrögð frá vin-
um og vandamönnum en ekki eru allir
klárir á því hvort þeir eiga að hlæja að eða
Magnús Ingvason kennari við FB lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Íþrótta-
(f)árið
Magnús Ingvason framhaldsskólakennari bindur
ekki bagga sína sömu hnútum og förunautarnir.
Hann heldur upp á fimmtugsafmæli sitt á árinu
með því að taka þátt í mótum í öllum 27 greinum
sem stundaðar eru innan ÍSÍ. Magnús hefur litlar
áhyggjur af lyftingum og júdói en kvíðir mest
fyrir dansi, skautadansi og fimleikum.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Magnús á karateæfingu hjá Þórshamri, kominn í rétta gallann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg