SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 48
48 14. mars 2010 É g er ekki alveg viss um hvenær áhugi minn á íslenskri stafsetn- ingu vaknaði. Víst er þó að það var löngu eftir að ég tók fyrsta stafsetningarprófið mitt á 7. áratugnum í Kópavogsskóla hjá Guðmundi gamla Vernharðssyni. Þegar ég fékk úrlausnina aftur í hendurnar var strikað undir fjölda orða með rauðum penna. Samvisku- samleg, pen, rauð strik. Við nánari athug- un sá ég að orðið um var skrifað með tveimur emmum í annarri hverri línu. Og alls staðar var strikað undir seinna emmið. Það gerði ansi margar villur allt í allt. Áhrifarík sjokkmeðferð og áhrifin varanleg – ég skrifaði aldrei aftur villu í þessu orði! Sem atvinnuáhugamanneskja um ís- lenska stafsetningu hef ég lengi fylgst með því hvernig Íslendingar skrifa og hef að sjálf- sögðu haft áhyggjur af stöðu mála eins og alvöru áhugamenn hafa jafnan. Ég hef tekið eftir því að sömu villurnar koma gjarnan fyrir aftur og aftur. Villur þeirra sem eru slakir í stafsetningu eru af margvíslegum toga en villur þeirra sem eru þokkalegir í stafsetningu eru nokkuð einhæfari. Ég kalla þær stundum hversdagsvillur, villur sem fólk myndi til dæmis ekki láta frá sér að yfirveguðu máli eða villur sem auðvelt ætti að vera að forðast. Dæmi um þannig villur eru í eftirfarandi upptalningu. á næsta leiti en ekki á næsta leyti fimmleytið en ekki fimmleitið annarra en ekki annara allan og stóran en ekki allann og stórann Maður lifandi en ekki Maður Lifandi jarðarför en ekki jarðaför jarðarber en ekki jarðaber sólarhringur en ekki sólahringur nýi en ekki nýji fjörutíu en ekki fjörtíu báðum megin en ekki báðu megin fjölbrautaskóli en ekki fjölbrautarskóli þátttaka en ekki þáttaka aðallega en ekki aðalega anddyri en ekki andyri skírteini en ekki skýrteini Mér finnst að með öllum þeim úrræðum sem fólk hefur aðgang að í dag þurfi enginn að láta frá sér texta sem inniheldur villur af þessu tagi. Slíkt er bara trassaskapur. En það eru ekki aðeins stafsetningarvillur sem þarf að forðast. Ýmsar ambögur og villur tengdar lé- legri máltilfinningu eru líka áhyggjuefni. Ég nefni hér örfá dæmi úr texta sem rak á fjörur mínar nýlega. Vandað mál Krakkarnir í skólanum hjálpa hver öðrum. Hún fór í leikhús ásamt vinkonum sínum. Þau fór til Bjargar Maríu og Sóleyjar Hrundar. Ég tel að fleiri rannsóknir séu mikilvægar. Hún hefur lítið nám að baki sér. Fyrst þú segir það. Hún arfleiddi dóttur sína að eigum sínum. Þar er mikill skortur á húsnæði. Óvandað Krakkarnir í skólanum hjálpa hvort öðru. Hún fór í leikhús ásamt vinkonum hennar. Þau fóru til Björg Maríu og Sóley Hrund. Ég tel að fleiri rannsóknir eru mikilvægar. Hún hefur lítið nám á baki sér. Víst þú segir það. Hún erfði dóttur sína að eigum sínum. Þar er mikil vöntun á húsnæði. En hvað er þá til ráða? Í raun er hægt að gera svo ótalmargt án þess að hafa mikið fyrir því. Ég nefni hér örfá atriði sem ég tel skipta máli. Fyrsta skrefið er hins vegar að láta sig málið varða.  Vera vakandi fyrir hlutverki sínu sem málfarsfyrirmynd.  Vera jákvæður fyrir gagnrýni eða ábendingum.  Biðja aðra að lesa yfir texta sem þarf að senda frá sér og lesa yfir fyrir aðra.  Skoða skrif um málnotkun.  Vera gagnrýnin(-n) á eigin skrif, umorða og betrumbæta eins og þarf.  Nota villuleitarforrit.  Hafa orðabækur og handbækur um íslenskt mál tiltækar á hverju heimili, á hverjum vinnu- stað, í hverri skólastofu.  Hengja upp minnismiða eða spjöld með gagnlegum ábendingum eða vandrituðum orðum. Meðal gullmola Guðmundar Finnbogasonar í bók hans Lýðmenntun frá 1903 eru eft- irfarandi orð sem alltaf eiga við: „Vér Íslendingar, sem eigum svo fagurt og þróttauðugt mál, megum ekki vanrækja það, ata það með útlendum köguryrðum, en láta ónotuð máttug og hljómþýð íslensk orð, af þekkingarleysi og leti.“ Hversdagsvillur Morgunblaðið/RAX Skólakrakkar að leik við Árbæjarsafn og hver hjálpar öðrum. Tungutak Svanhildur Kr. Sverrisdóttir svansver@hi.is ’ Ég hef tekið eftir því að sömu villurnar koma gjarnan fyrir aftur og aftur. Þ að getur verið mjög forvitnilegt fyrir hönnuði að horfa á heim- inn með augum barnsins, það getur smitað skemmtilega inn í heim okkar fullorðna fólksins, ekki síður en að okkar hugmyndir smiti inn í heim barnanna,“ segir Tinna Gunnarsdóttir hönnuður. Hún er sýningarstjóri sýning- arinnar Í barnastærðum sem verður opnuð um helgina á báðum hæðum Hafnarborgar. Gestir fá að kynnast leik- föngum og húsgögnum sem eru sér- staklega hönnuð fyrir börn og sækja inn- blástur í leiki þeirra og hugmyndaheim. Í tilefni sýningarinnar hafa þrír ung- ir hönnuðir unnið nýsköpunarverkefni og er árangurinn sýndur. Þá er einnig sýnd vinna nemenda Tinnu í vöruhönn- un við Listaháskóla Íslands, en þeir smíðuðu kassabíla innblásnir af hug- myndum þekktra hönnuða. Óplægður akur Í aðalsal Hafnarborgar hefur Tinna komið hönnunargripum fyrir í tveimur löngum röðum; í annarri eru gripir frá 20. öld en í hinni hönnun frá síðasta áratug. Tinna segir að áður en henni var boðið að setja sýninguna saman hafi hún ekki skoðað hönnun fyrir börn neitt sér- staklega. „Vissulega hefur margt skemmtilegt verið gert og skoðað á þessu sviði en nið- urstaða mín er engu að síður sú að þetta sé óplægður akur,“ segir hún. „Á síðustu áratugum hefur mikil áhersla verið á hönnun, það hefur verið horft til stof- unnar, á sófa, stóla, á eldhúsið, en það er mikið svigrúm til að stíga inn í heim barnanna, sækja sér þangað næringu og hugmyndir. Við sem erum fullorðin get- um til að mynda unnið þar út frá fantasíu og leik, velt fyrir okkur hvernig barn fer gegnum þroskaferlið. Þetta er spennandi viðfangsefni.“ Tinna segir það hafa verið meginmark- mið að skoða hvað hefur verið gert á þessu sviði á Íslandi. Stór hluti þess sem gert hefur verið af þessu tagi hér eru hús- gögn og leikföng sem hönnuðir, arki- tektar og listamenn hafa gert fyrir eigin börn og hefur fæst af því komist í al- menna framleiðslu. Eldri hluti sýning- argripanna hefur því lítið verið sýndur opinberlega. Þá eru á sýningunni verk eftir marga unga og kraftmikla íslenska hönnuði. Einnig eru á sýningunni verk eftir vel þekkta erlenda hönnuði sem hafa ýmist haft áhrif á íslenska hönnun eða sækja í svipaðar hugmyndir. „Ég set hlutina í línulegt samhengi og það er forvitnilegt að sjá hvernig tíð- arandinn, til dæmis í efnisnotkun, end- urspeglar tímann. Þegar krossviðurinn kom inn varð hann til að mynda strax mjög áberandi. Hann er ennþá sterkur í hönnun fyrir börn. Um miðja síðustu öld var strigi talsvert notaður en hann sést ekki lengur. Sýningin veitir gestum innýn í þennan heim, hönnun fyrir börn, og fólk getur gengið kringum hlutina og velt þeim fyr- ir sér, auk þess sem hægt er að leika sér með þá suma.“ Skyldi vera aukin áhersla í samtím- anum á að hanna sérstaklega fyrir börn? Tinna segir að vissulega hafi stór hönn- unarfyrirtæki gert áhugaverða hluti á þessu sviði en það er aðallega einn og einn hlutur á stangli, þetta er ekki mark- viss hönnunarstefna. „Þegar húsgögn hafa verið framleidd fyrir börn eru það oft smækkanir á hlut- um fyrir fullorðna. Ég sæki frekar í hönnun þar sem farið er inn í þankagang og þroskaferli barnsins.“ Þegar Tinna er spurð að því hvort hún telji mikilvægt að allt nærumhverfi barna miðist við þroska þeirra, segist hún telja að umhverfið eigi að vera fjölbreytilegt. „Ég held að hönnunin eigi að koma úr öllum áttum. Mér finnst þannig gaman að sjá leikföngum barna blandað saman, að sjá þau koma úr ólíkum áttum. Í dag er mikið til af leikföngum sem eru á til- tölulega afmörkuðu sviði, eins og Barbie- dúkkur, en ég held það sé líka mikilvægt að börnin hafi leikföng þar sem þau geta virkjað ímyndunaraflið á annan hátt. Börn eru skapandi fólk.“ Hönnuðir í heimi barnanna Sýningin Í barnastærðum verður opnuð í Hafnarborg nú um helgina. Þar er til sýnis fjölbreytileg og frumleg íslensk og alþjóðleg hönnun fyrir börn, bæði leikföng og húsgögn. Sýningarstjóri er Tinna Gunnarsdóttir hönnuður. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.