SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 37
14. mars 2010 37
kistur úr pappamassa m.a rætt við útfarastjóra og biskup
og hjá öllum hefur þetta fallið mjög vel í kramið. Við
höfum líka verið í samvinnu við verkfræðing til að fá
styrk og burðarþol.“
Ruglukollar
Guðrún segir að hún hafi alltaf haft áhuga á endur-
vinnslu og að nýta endurunnin efni í hönnun sína. Því er
ekki að undra að hún skuli vera með annað hönn-
unarverkefni tengt endurvinnslu á prjónunum.
„Það er verið að endurvinna rúllubaggaplast í Gufu-
nesi. Plastið er kurlað niður og flutt úr landi í stórum
sekkjum og selt erlendis. Íslenska plastið er töluvert
hreinna en það sem er endurunnið erlendis því þeir hafa
orkuna til að þvo plastið áður en það er unnið og þá eru
meiri gæði í efninu. Það eru til fyrirtæki í landinu sem
geta framleitt úr þessu efni, þannig að maður þarf að
finna hugmyndir og koma með til þeirra,“ segir Guðrún.
Hún hefur nú hannað Ruglukoll úr endurunnu rúllu-
baggaplasti. „Þetta er kollur en getur líka verið rusla-
fata, karfa fyrir prjónadótið, hliðarborð eða hvaðeina.
Ég er tilbúin með hönnunina að Ruglukollunum en
vantar fjármagn til að gera mótin sem eru það dýrasta,
því bæði hráefnið í kollana og framleiðsluaðferðin er
ekki dýrt,“ segir Guðrún sem á sér háleita drauma um
nýtingu á endurunna plastinu. „Ég sé fyrir mér að sorp-
tunnur hérlendis yrðu gerðar úr því; endurvinnslu-
tunnur úr endurunnu efni, almenningur myndi tengja
betur við þær,“ segir Guðrún. „Framtíðarsýnin er að
koma með fullt af hugmyndum sem passa inn í endur-
vinnsluþorpið – hugmyndir að margskonar vörum,
þessar tvær eru bara hluti af því sem koma skal og fram-
leiðslan á þeim fellur vel inn í endurvinnsluþorpið.“
Ruglukollarnir eru ekki komnir í framleiðslu frekar en
líkkisturnar og duftkerin en vonandi verður þess ekki
langt að bíða að hægt verði að láta brenna sig í umhverf-
isvænni líkkistu úr pappamassa, grafa öskuna í duft-
kerinu og vera orðinn hluti af jarðveginum stuttu síðar.
www.bility.is
Rúllubaggaplastið heldur litnum í gegnum endurvinnsluferl-
ið. Rör, ruslatunnur og annað sem er endurunnið úr plasti
verður brúnt að lit þegar það er kurlað í eina súpu.
Guðrún segir Studiobility vera hálfgerða útungunarstöð hugmynda og
þeirra sé að finna hugmyndunum farveg. Á vinnustofunni er tilraunastofa
hólfuð af og þar er margt skemmtilegt að sjá.
„Við erum m.a. að þróa bindiefni úr náttúrulegum efnum. Við gerum til-
raunir með áferðir og blöndur. Hönnun er tilraun, sumt tekst og annað
ekki,“ segir Guðrún og leiðir blaðamann áfram.
Á stofunni er líka plönturæktun. „Við erum að prófa að rækta plöntur í
pappamassa, pappi er t.d. notaður í landgræðslu og erum við að athuga
hvað dafnar best í honum. Svo erum við líka hérna með býfluguvélmenni
sem mun sjá um að flytja frjóin á milli þegar býflugurnar deyja út,“ segir
Guðrún kankvís.
Á Hönnunarmars sem fer fram um næstu helgi, 18. til 21. mars, verð-
ur Studiobility með sýningu í húsakynnum sínum. Þar verður kynning á
verkefnum og fólk getur skoðað prufueintak af duftkeri úr pappamassa
og kynnt sér endurunna rúllubaggaplastið ásamt fleiri áhugaverðum verk-
efnum.
Stúdíóbility er staðsett á Grandagarði 2 á 2. hæð, fyrir ofan Hug-
myndahús háskólanna.
Útungunarstöð hugmynda
Í
slendingar hafa á sér orð-
spor fyrir að vera yfir sig
hrifnir af óléttu. Í al-
þjóðlegri Gallup-könnun
kom í ljós að Íslendingar vilja
eignast stóra fjölskyldu, u.þ.b.
69% þeirra sem svöruðu vildu
eignast þrjú eða fleiri börn. En
þrátt fyrir þennan þjóðaráhuga
á barnsfæðingum er erótískur
þáttur upplifunarinnar sjaldan
ræddur. Fjölmörg pör hafa
ekki hugmynd um hversu
mikið óléttan getur aukið á
ánægju konunnar – og þeirra
beggja.
Í fæstum þjóðfélögum minnir
hið þrýstna form hinnar óléttu
konu á fullnæginguna. Þrátt
fyrir það getur meðgangan
verið nautnalegasta og kyn-
ferðislegasta tímabilið í lífi
konunnar. Hugum bara að því
hvað er að gerast í líkama
hennar. Í fyrsta lagi valda
hormón því að ástand á húð
konunnar, hári og nöglum
batnar svo um munar, sem oft
veldur því að henni finnst hún
fegurri en nokkurn tímann áð-
ur. Margar þeirra bókstaflega
ljóma og verða í fyrsta sinn
öruggar með líkama sinn og
mjúkar línur.
Auknar kynferðislegar hvatir
Í öðru lagi: hvort sem um er að
ræða fyrsta þriðjung meðgöng-
unnar eða annan, upplifa
margar konur auknar kynferð-
islegar hvatir. Á öðrum þriðj-
ungi sérstaklega, komast þær
við af ástæðum sem þær ráða
ekkert við. Píkan virðist hafa
eigin vilja. Móðir náttúra setur
kynlöngun konunnar í efsta
gír; meiri vökvamyndun verð-
ur í leggöngunum, brjóstin
stækka og blóðflæði til kynfær-
anna eykst, stundum svo mikið
að konur verkjar í snípinn.
Í þriðja lagi: konur dreymir
oft meira á meðgöngu og
draumarnir verða oft kynferð-
islegri. Barnshafandi konur
upplifa oft erótískari, lík-
amlegri og fjölbreyttari
drauma, og þar sem þær sofa
léttari svefni en ella, muna þær
frekar eftir þeim og fullnæg-
ingunum sem fylgja. Með því
að deila draumum sínum með
makanum er hægt að gera
draumana raunverulega. Þessar
breytingar á löngunum og
draumum konunnar koma oft
á óvart og geta verið eitthvað
til að leika sér með og hlæja að.
Upp úr þurru
Allar þessar breytingar auð-
velda konunni að fá fullnæg-
ingu. Margar konur upplifa
sína fyrstu fullnægingu eða fá
margfaldar fullnægingar í
fyrsta skipti á þessu tímabili,
bæði alveg upp úr þurru og á
meðan á ástarleikjum stendur.
Það að konan á auðveldara
með að fá fullnægingu er oft
ástæða þess að pör sem finnst
kynlíf á meðgöngu óviðeigandi
af einhverjum ástæðum, líta
framhjá því og stunda kynlíf
engu að síður.
Mörg pör hafa líka uppgötv-
að að kynlíf er góð leið til að
endurnýja sambandið og vera
náin, andlega og líkamlega, á
meðgöngunni. Þetta er mjög
mikilvægt, sérstaklega með til-
liti til þess að rannsóknir hafa
sýnt að þó að ánægjan í sam-
bandinu aukist að jafnaði á
meðgöngunni, minnkar þessi
ánægja eftir fæðingu, og kyn-
ferðisleg nánd er í sérstakri
hættu á að hverfa. Pör sem
rækta nándina, í hvaða formi
sem er, alla meðgönguna, eiga
auðveldara með að endur-
heimta hana aftur eftir fæð-
ingu.
Mörg pör upplifa sitt besta
kynlíf á meðan á meðgöngunni
stendur, hin ómótstæðilega
verðandi móðir er í kynferð-
islegum blóma. Þessi sömu pör
leggja reynsluna að baki sterk-
ari en nokkru sinni fyrr. Móðir
náttúra veit hvað hún syngur.
Kynlífsfræð-
ingurinn
Dr. Yvonne Kristín Fulbright
kyn@mbl.is
Meðganga og
fullnægingin