SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 45
Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F 14. mars 2010 45 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 11/4 kl. 16:00 Sun 18/4 kl. 16:00 Fös 23/4 kl. 20:00 Fös 30/4 kl. 20:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Gunni Þórðar - Lífið og lögin (Söguloftið) Lau 13/3 kl. 14:00 Ö Lau 13/3 kl. 17:00 Ö Fim 18/3 kl. 14:00 U Fös 19/3 kl. 20:00 Lau 27/3 kl. 17:00 Ö Fim 1/4 skírdagur kl. 20:00 Fös 9/4 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 17:00 Lau 24/4 kl. 17:00 Jón Gnarr. Lifandi í Landnámssetri (Söguloftið) Lau 20/3 kl. 20:00 Ö Fös 26/3 kl. 20:00 Lau 3/4 kl. 20:00 páskahelgin Lau 10/4 kl. 20:00 Fös 16/4 kl. 20:00 Lau 24/4 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Hádegistónleikar Óp-hópsins með Jóhanni Smára Sævarssyni Þri 23/3 kl. 12:15 Miðaverð aðeins 1.000 kr. ! Hellisbúinn Lau 27/3 kl. 20:00 Vinsælasti einleikur allra tíma! Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Ufsagrýlur (Hafnarfjarðarleikhúsið) Lau 13/3 kl. 20:00 Fim 18/3 kl. 20:00 sýðustu sýningar Á daginn er Heiðar Ingi Svansson mark- aðsstjóri Forlagsins „eða bara verka- maður í víngarði drottins“. En á kvöld- in er hann bassaleikari í hljómsveitinni Trúboðunum. – Af hverju þetta nafn? „Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Laugarnes- kirkju á fertugsafmæli mínu, þannig að nafngiftin átti vel við,“ segir Heiðar Ingi. „Í öðru lagi boðum við sannleikann í víðasta skilningi þess orðs. Og í þriðja lagi boðum við trúna sjálfa, að hafa trú á því, komnir á þennan aldur, að menn eigi að vera að stofna hljómsveit og spila rokk og ról.“ – Þið spilið rokk og ról? „Þetta er melódískt rokk, þar sem reynt er að forðast að láta poppskrímslið éta sig með húð og hári. En svo er þetta kannski, þegar öllu er á botn- inn hvolft, bara helvítis popp. En það er farið af stað með að þetta sé rokk og ról.“ – Eru lögin frumsamin? „Já, já, já, allt frumsamið. Nóg af sköpunargáfu. Það alveg vella frá okkur lögin. Og merkilegt við það, að framan af mínum tónlistarferli samdi ég kannski eitt tvö lög, en svo gerðist ekkert, kom aldrei neitt. En svo, eftir að ég varð fertugur, þá gubbast út úr mér lögin. Kannski það sé trúboðið? Í Trúboðunum voru menn kallaðir! Enda var eng- inn ráðinn í hljómsveitina – menn fengu bara köllun. Þeir áttuðu sig á því misfljótt, en það kom!“ – Um hvað eru lögin? „Við höfum gert tilraunir í textamálunum. Að sjálfsögðu er trúboð í öllum þessum textum, en þetta er ekki trúboð um daginn og veginn. Hall- grímur Helgason hefur samið fyrir okkur texta, annar fjallar um ástandið og hitt er skörp ádeila á Davíð Oddsson og heitir Krónukallinn. Svo höfum við prófað Fjölni tattú. Ég fékk hann til að gera texta og hann er nánast óskiljanlegur, en við þykjumst vita að djúp meining búi undir. Hann skilur textann reyndar ekki sjálfur, en hann er samt mjög fínn. Svo er einn eftir Gísla Ein- arsson, Vantrúboð, sem fjallar um trúboð þeirra sem enga trú hafa að eigin sögn. Ég hef líka fiktað við textagerð sjálfur og Karl Örvarsson söngvari. Honum tókst að gera mjög fínan texta um skelfilegt málefni um daginn, um Fritzl-viðbjóðinn. Þar kom hann sjálfum sér á óvart og okkur líka. Textinn passar vel við lagið, er dúndurrokkari, og auðvitað er ekki hægt að fjalla um þetta mál öðruvísi en að fyllast viðbjóði. En trúboð er ekki heilagt. Það fjallar um sannleik- ann, hvort sem hann er ljótur eða fallegur. Og það er ekki bara á miðjunni. Það er á öllum köntum.“ pebl@mbl.is Morgunblaðið/hag Trúboðar rokksins og poppskrímslið Hin hliðin Föstudagur Bryndís Sveinsdóttir: pokak- lemmurnar úr IKEA hafa ger- breytt lífi mínu Marsibil Sæmundardóttir stefnir í gauragang með stelpunum í kvöld … Ásdís Ásgeirsdóttir var að kveðja þurrkara-viðgerðarmann sem spurði, er ég ekki sá al- sterkasti sem þú hefur séð? uhh … jú, svaraði ég … híhí … hvað getur maður sagt? Kári Sturluson býr við þver- pólitíska harmstöðu. Fimmtudagur Svanhildur Hólm Valsdóttir vildi að hún væri á Dalvík. Þorvaldur Örn Kristmundsson sestur við skriftir … með Hem- ingway-andblæ í farteskinu :) Hrafnhildur Mooney: Amma Sísí áttræð í dag!! Eins og annað átt- rætt fólk fagnar amma með skíða- og djammferð til Akureyr- ar. Og já … afi fékk að koma með:) Ingibjörg Rósa – is it just me or is Joe Biden hot? Miðvikudagur Hermann Guðmundsson: Kóng- urinn kom á Old Trafford en allt- of seint – stórsigur United stað- reynd. Fésbók vikunnar flett Ekki er með öllu ljóst hvað telst vera fyrsti hjólastóllinn eða hver fann hann upp. Fyrsti hjólastóllinn sem vitað er um með vissu var búinn til árið 1595 fyr- ir Filippus II Spán- arkonung. Sextíu árum síðar bjó hinn lamaði úrsmiður Stephen Farfler til sjálfknúinn stól á undirvagni með þremur hjól- um. Það var svo ekki fyrr en árið 1783 sem Bretinn John Dawson fann upp hjólastól sem kenndur var við heimabæ hans Bath. Stóllinn var nýstár- legur að því leyti að hann hafði tvö stór hjól og eitt lítið og varð mest seldi hjólastóllinn fram á fyrri hluta nítjándu aldar. Bath-hjólastóllinn var hins veg- ar ekki sérlega þægilegur svo hann fór í gegn um margskonar endurbætur á síðari hluta ald- arinnar. Árið 1869 var fyrst gefið út einkaleyfi fyrir hjólastól þar sem gert var ráð fyrir tveimur stórum hjólum að aftan þannig að notandinn gæti ýtt sér sjálfur áfram handvirkt og tveimur litlum hjólum að framan. Á svip- uðum tíma bættu uppfinning- armenn við holum gúmmídekkj- um svipuð þeim sem notuð voru undir reiðhjól. Árið 1881 bætt- ust svo við sérstakar grindur ut- an á hjólin sem auðvelduðu not- andanum að ýta stólnum áfram og árið 1900 var farið að nota gjarðir með teinum undir hjóla- stóla. Það var svo strax árið 1916 sem fyrsti vélknúni hjólastóllinn var framleiddur í London og árið 1932 varð nokkur bylting með tilkomu fyrsta samanbrjótanlega hjólastólnum sem verkfræðing- urinn Harry Jennings átti veg og vanda af. Var þar komin fyrsta gerð nútímahjólastóla sem not- aðir eru um allan heim í dag. Saga hlutanna Hjólastóllinn Smíðaður fyrir Spánarkonung „Í bandinu eru Maggi Rún trommuleikari, gamall rokk- hundur að norðan, sem spilaði meðal annars í einu af mínum uppáhaldsböndum í gegnum tíðina, Hún and- ar, dúndurrokkhljómsveit að norðan. Snorri Barón Jónsson, gítarleikari sem er ekki hægt að lýsa með orðum, það verður að hafa mynd af hon- um eða horfa á hann til að geta lýst honum; það er gæinn sem á Vatikanið, einhver róttækasti framsókn- armaður sem ég þekki. Svo kemur Karl Örvarsson út úr poppskápnum. Það vita það fáir að í Karli blundar fól, rokkfól, sem loksins er að komast upp á yfirborðið. Ég er búinn að vera að reyna að særa rokkskrímslið upp lengi, en poppófétið hefur alltaf haft betur þangað til núna.“ Heiðar Ingi spilar á bassann í forgrunni og lýsir þannig félögum sínum: 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Upplýsingar um sýningar á Borgarleikhus.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Mbl., GB Mbl., IÞ Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 GERPLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.