SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 15
14. mars 2010 15 bæjarstjórnar um tíma – eftir að veikindi Erlings upp- götvuðust reyndar, í óteljandi stjórnum, nefndum og ráð- um og haustið 1987 hafði hún meira að segja tekið slag við Ólaf Ragnar Grímsson í formannskjöri í flokknum, eftir að Svavar Gestsson hætti. Ólafur Ragnar varð formaður: Auðvitað voru það henni vonbrigði að bíða lægri hlut en stóra höggið kom nokkrum mánuðum síðar. Sigríður segist aldrei gleyma þeirri stundu þegar eig- inmaðurinn sagði henni tíðindin í bílnum á leið heim frá flugvellinum, þegar Erlingur kom úr læknisrannsókn í Reykjavík. „Það hafði lengi verið augljóst að eitthvað var að, en parkinsonsveiki – var það ekki sjúkdómur sem bara gamalt fólk fékk? Hvað þýddi þetta eiginlega? Hvernig yrði þróunin? Var þetta banvænt? Ég man enn eftir högginu og hvað mér brá,“ segir Sigríður nú. „Ég var búinn að finna fyrir þessu í tvö eða þrjú ár áður en ég fékk greiningu; fann að ekki fúnkeraði allt eins og það átti að gera en fannst ég talinn móðursjúkur,“ segir Erlingur. Hann fann fyrir óþægindum í skrokknum, þróttleysi og skynjaði að áræðið var ekki hið sama og áður. „Við keyrð- um oft austur í Mývatnssveit um helgar en ég fór að hlífa mér við að leggja í slíka för ef óvissa var með færð eða veður.“ Erlingur ekur þrátt fyrir allt enn um eins og herforingi og segir það ganga slysalaust. Að öðru leyti en því að þau Sigríður lentu út af í Aðaldalshrauni í haust, en voru reyndar í fullum rétti. Bíll sem kom á móti fór yfir á öfug- an vegarhelming, lenti á jeppa Erlings með þeim afleið- ingum að eitt hjólið fór undan og jeppinn staðnæmdist ekki fyrr en langt utan vegar. Sigríður segist hafa fengið töluverðan hnykk á bakið, en Erlingur að hann sé hvorki verri né betri en áður! „Lappi var haltur í tvo daga,“ segir Sigríður brosandi og hundurinn sperrir eyrun þegar hann er nefndur. Erlingur segist ekki gera sér grein fyrir þróuninni dag frá degi á sínum tíma en ein fyrstu merkin hafi líklega verið þau að fólk nefndi hve horaður hann væri orðinn. „Þegar ég leit í spegil sá ég að útlitið á mér var orðið hel- víti tuskulegt,“ segir hann nú. Sigríður man, þegar hún lítur til baka, að eiginmaður hennar var hættur að sveifla annarri hendinni þegar hann arkaði um. „Þetta eru dæmigerð einkenni en ég hafði bara ekki hugmynd um það.“ Henni fannst Erlingur reyndar óeðlilega oft í vondu skapi og sýna lítil svipbrigði. „Þá fór ég að spyrja sjálfa mig hvað ég hefði nú gert! Og spurði hvort hann gæti ekki verið glaðlegri. Hvers vegna hann væri svona daufur?“ Erlingur kannaðist hins vegar ekki við að neitt sérstakt væri að … Skildu í tvö ár Hann segir það hafa verið ákveðinn létti þegar honum var tilkynnt hvers kyns var, eins einkennilega og það kann að hljóma. Óvissan var svo slæm. En þau undrast hve litla vitneskju var að fá. „Fyrst þegar ég fór með Erlingi til læknis eftir greininguna vissi ég ekkert um hvað ætti að spyrja og við fengum mjög litlar upplýsingar. Læknirinn sagði okkur að vera ekki að hugsa mikið um þetta, sem er að vissu leyti ágætt vegna þess að það má ekki láta sjúk- dóminn taka yfir lífið; það þýðir ekki að sökkva, en samt sem áður vakna margar spurningar þegar fólk í blóma lífsins lendir í svona áfalli. Því fylgir vanlíðan og kvíði og það eiga læknar að vita.“ Lífið hefur sannarlega ekki verið dans á rósum. Erling- ur og Sigríður skildu meira að segja fyrir 10 árum en tóku saman á ný tveimur árum síðar. „Þetta var hræðilegur tími en erfitt að segja hvað var sjúkdómnum að kenna og hvað einhverju öðru. Það þýðir heldur ekki að vera að velta sér stanslaust upp úr því heldur hugsa sem svo að maður lærir og þroskast á öllu. Sér heiminn í svolítið nýju ljósi,“ segir Sigríður. Erlingur botnar: „Maður metur lífið öðruvísi eftir svona áfall. Finnst það meira virði en ella. Lífið er of dýrt til að lifa því ekki.“ Síðustu setninguna lét hann falla fyrir allmörgum ár- um, og segir hana líklega þá gáfulegustu sem honum hafi dottið í hug um ævina! Á svipuðum tíma orti hann lítið, magnað ljóð. Hann kallar það Líf? Landið: Tötrar. Ljósið: Blekkingin. Leiðindi marka leiki barnanna. Líkaminn: Fjötrar. Lygi: Þekkingin. Lífið: Harka. Langt til stjarnanna. Morgunbaðið/Skapti Hallgrímsson „Þó að ég sé alvön að tala um hvað sem er og hvernig sem er var það meira átak en ég hélt að standa upp og ræða þetta mál.“ Sigríður og Erlingur heima í stofu í Suðurbyggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.