SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 21
14. mars 2010 21
Magnús Ingvason hefur þegar lokið keppni í
tveimur greinum af 27, keilu og körfuknatt-
leik. Í dag ráðgerði hann keppni í þriðju grein-
inni, karate, en hefur þurft að fresta keppni í
íþróttinni um mánuð vegna smávægilegrar
tognunar. Í stað Íslandsmótsins í þessari göf-
ugu sjálfsvarnaríþrótt sem fram fer í dag, þá
keppir hann á Grand Prix–móti sem haldið
verður um miðjan apríl. Í karate keppir Magn-
ús í KATA sem eru talsvert flóknar og erfiðar
hreyfingar að hans mati. Búið er að dagsetja
mót í fjórtán greinum til viðbótar.
Magnús mætti á sína fyrstu karateæfingu í
síðustu viku og viðurkennir að hafa verið
„eins og viðrini“ í íþróttabol og stuttbuxum
meðan aðrir voru í þar til gerðum búningum.
Það tekur tíma að ná tökum á karate og
Magnús varð fyrir því óláni á fyrstu æfingunni
að slá óvart konu sem stóð við hlið hans í
samhæfðu atriði. Honum var fyrirgefið.
Magnús hafnaði á dögunum í öðru sæti í C-
flokki í móti á vegum keiludeildar ÍR og hlaut
að launum átta lítra af Pepsi Max. Margir sem
fengið hafa fréttabréf Magnúsar hafa spurt
hversu margir keppendur hafi verið í C-flokki
þetta kvöld. Í 2. fréttabréfi sínu, dagsettu 8.
mars, svarar hann þeim fullum hálsi: „Því er
til að svara að fólki kemur það alls ekkert við
og upplýsingar um fjölda keppenda tek ég
með mér í gröfina! Það er þó óhætt að segja
að keppendur hafi a.m.k. verið tveir – og
kannski fleiri?!“
Eftir mótið ræddi Magnús, eins og vera
ber, við fréttamenn og lét hafa eftir sér:
„Fyrsta mótið og verðlaun. Ég er ekki viss um
að það verði á öllum – en hver veit?“
Nokkrum dögum síðar lék Magnús með Val
B gegn ÍR í utandeildinni í körfubolta í Voda-
fonehöllinni. Valsliðinu (og þar af leiðandi
okkar manni) gekk vel og vann leikinn 82:69.
Magnús var inni á vellinum í 2 mínútur og 17
sekúndur en komst ekki á blað. „Ég fékk
samt villu og er nokkuð ánægður með það.“
Klemmdi taug eftir sturtu
Það var með naumindum að Magnús náði
leiknum enda varð hann fyrir því óláni að
klemma taug þegar hann var að þurrka sér
eftir sturtu um morguninn, jafn einkennilega
og það hljómar. Hann segir svo frá í frétta-
bréfi sínu: „Ég datt niður og gat ekki hreyft
mig í góðar 5 mínútur. Það tók mig svo 15
mínútur að klæða mig í fötin. Síðan tók við
heitur bakstur í klukkutíma og svo sjóðheiti
potturinn í Árbæjarlaug í tvo tíma. Síðan fékk
ég sérstakt bakbelti og túpu af hitakremi sem
ég bar á bakið og lærin. Loks gleypti ég dálítið
magn af löglegu dópi (voltaren og íbúfen).
Þrátt fyrir allt þetta var ég ekki viss um að ná
að spila neitt og var frekar aumur í alla staði á
meðan leiknum stóð. Þetta skánaði þó að-
eins þegar ég fór inn á völlinn og eflaust hefur
adrenalínið og meiri hiti í kroppinn haft sitt að
segja. Nóttin var þó erfið og ég vaknaði ca.
73 sinnum upp með verki.“
Næsta verkefni Magnúsar er bogfimi í opn-
um flokki á Íslandsmóti fatlaðra, þá hand-
boltaleikur í Mosfellsbæ og svo Íslandsmótið
í badminton og í maí keppir hann í dansi, sigl-
ingum, íshokkí og blaki. Golf og fótbolti verða
í júlí og skylmingar og Taekwondo í október.
Magnús með viðurkenningu sína eftir keilu-
mótið, átta lítra af Pepsi Max.
Vann átta lítra
af Pepsi Max
með mér í þessu verkefni. Þegar menn
setja sig betur inn í málið hlæja þeir hins
vegar með mér enda er ég að þessu í fullri
alvöru. Þarna á milli er þó mjög fín lína.“
Virkilega?
„Algjörlega. Væri ég 130 kíló og hreyfði
mig aldrei væri þetta alfarið grín en svo er
ekki. Ég er í ágætu líkamlegu formi miðað
við aldur og fyrri störf og stefni að því að
gera eins vel og ég get í öllum þessum
greinum.“
Magnús segir nemendur sína almennt
ekki vita af uppátækinu en einhverjir hafi
þó frétt af því. „Sumir veittu því athygli
þegar ég var haltur um daginn og fóru að
spyrja. Ég held að þeim lítist ágætlega á
þetta en sé út undan mér að þeir mæla
mig út og hugsa: Getur hann þetta?“
Markmiðið er að keppa aldrei tvisvar
fyrir sama félagið. Magnús hyggst m.ö.o.
verja heiður 27 félaga á árinu. Hann er
Skagamaður í grunninn en hjartað slær
líka í Árbænum enda spyrnir hann knetti
með Old Boys-liði Fylkis. Nú er Magnús
hins vegar genginn í fimm félög til við-
bótar, Keiludeild ÍR, Badmintonfélag
Akraness, Akstursíþróttafélag Akureyrar,
Karatefélagið Þórshamar og körfuknatt-
leiksdeild Vals. Þá er hann á leið í Dans-
félag Reykjavíkur og glímudeild KR.
„Samkennari minn hérna í FB, mikill
Valsari, kallar mig aldrei annað en Vals-
arann þessa dagana.“
Spurður hvort hann óttist ekki að fé-
lagsgjöld komi til með að setja hann á
höfuðið svarar Magnús neitandi. „Ég á
ekki von á því að verða krafinn um full
félagsgjöld. Karatefélagið Þórshamar lítur
til dæmis á þetta sem part af útbreiðslu-
starfsemi sinni og rukkar mig ekki um
krónu.“
Álagið er þegar orðið mikið og Magnús
gerir sér fulla grein fyrir því að það mun
síst minnka er líður á árið. „Sjúkraþjálf-
arinn minn, Sveinn Sveinsson, vill helst
gera við mig samning, reiknar greinilega
með því að ég verði með annan fótinn hjá
honum til áramóta,“ segir hann sposkur
og viðurkennir að þessa dagana gangi
hann með bólgueyðandi lyf í vasanum.
„Það hafa margir beðið mig um að passa
upp á líkamann, móðir mín er þar fremst
í flokki, eins og lög gera ráð fyrir.“
Styrkir fatlaða íþróttamenn
Hægt er að heita á Magnús vegna uppá-
tækisins og rennur ágóðinn óskiptur til
Íþróttafélags fatlaðra. Hefur hann eink-
um í huga að styrkja ungmenni til keppni
en Norðurlandamót fatlaðra í aldurs-
flokknum tólf til sextán ára fer fram í
Finnlandi á næsta ári. Mótið er haldið
annað hvert ár og þar stígur afreksfólk
framtíðarinnar í flokki fatlaðra og sín
fyrstu skref.
Íþróttaár Magnúsar verður kvik-
myndað og hafa þremenningarnir Hrafn
Garðarsson, Gunnar B. Guðbjörnsson og
Jóhann Þ. Þorleifsson veg og vanda af því.
Ágætlega gengur að fjármagna myndina
enda þótt því verkefni sé ekki lokið og
Magnús segir drög að býsna skemmtilegu
handriti liggja fyrir. Hann segir ekki
endilega stefnt að því að sýna myndina
opinberlega en á endanum veltur það lík-
ast til á eftirspurn.
Hér skal fullyrt að hún verður ekki lítil.
Morgunblaðið/Kristinn
Magnús í eldlínunni með Val gegn ÍR í utandeildinni í körfubolta. Hann átti eitt misheppnað
skot, lét stela af sér boltanum einu sinni og náði engu frákasti.