SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 25
14. mars 2010 25
sem ég hafði tekið til að geta gert plötuna. Ég varð næst-
um því gjaldþrota. Ég rétt slapp af því ég fór að vinna
eins og jarðýta.“
Það hlýtur að hafa verið hræðilegt!
„Það var ekki jafn hræðilegt og að vera einangraður og
ófær um að mynda nokkur tengsl við annað fólk. Öll
mín tengsl voru á sviði sem listamaður. Sem manneskja
var ég hræddur við karlmenn og óttaðist að verða hafn-
að. Hugsanir mínar voru á stöðugri ringulreið. Ef það
komu einhver augnablik þar sem mér leið vel þá var
ég ekki lengi að rifja upp eitthvað ömurlegt sem
hafði gerst í fortíðinni eða fór að hafa áhyggjur af
framtíðinni. Ég gat ekki lifað í núinu.“
Hamingjan er ákvörðun
Eru þessir erfiðleikar sem þú hefur verið að
lýsa að baki?
„Ég vona það. Ég skapa mér ekki erfiðleika í
dag. Ég vinn úr þeim ef þeir koma upp. Í dag er
ég mjög sáttur og það er aðalatriðið. Ég sit
ekki heima hjá mér og heimta að fá kærasta í
verðlaun fyrir að hafa verið svona duglegur
strákur. Ef almættið vill að ég eignist kærasta
þá gerist það. Ef fyrir mér liggur að pipra þá
er það allt í lagi. Ég á eftir að hafa það mjög
gott á Grund.
Eitt af því mikilvægasta sem hefur gerst á
þessum tíu árum er að ég hef lært að láta
mér líða vel einum. Það var magnað að
læra það. Ég vissi ekki áður að það væri
nauðsynlegt að maður þyrfti að geta ver-
ið einn og ánægður.
Fyrir tíu árum ætlaðist ég til þess að
aðrar manneskjur eða utanaðkomandi að-
stæður myndu gera mig hamingjusaman:
Fullkominn kærasti, fullkominn íbúð,
fullkominn ferill, fullkominn bíll. Peningar
áttu að gera mig hamingjusaman. Kynlíf
átti að gera mig hamingjusaman. Rétt eld-
húsinnrétting átti að gera mig hamingju-
saman. Svo fékk ég þetta allt – nema kær-
astann – og hvað gerðist þá? Þá vildi ég losna
við þessi fjögur kíló sem mynda bumbuna
framaná mér og þá yrði ég hamingjusamur.
Passaðu þig, listinn lengist bara. Hamingjan er
ákvörðun. Þú ákveður að vera hamingjusamur,
nákvæmlega eins og þú ert.
Þótt ég myndi eignast kærasta og barn með
kærastanum þá myndi ég ekki ætlast til að barn-
ið gerði mig hamingjusaman. Ég myndi aldrei
leggja þær kröfur á barnið því það gæti ekki
staðið undir þeim.
Hamingjan er ákvörðun. Eymd er valkostur.
Manneskjan á alltaf val. Ég er búinn að velja.“
Ég vissi ekki áður að það væri
nauðsynlegt að maður þyrfti að
geta verið einn og ánægður.
’
Ég fór að upplifa karlmennina í klámbransanum
allt í senn sem hetjur og kærastana mína.
Ég leit upp til þeirra. En ég notaði hommaklám,
ekki bara sem kærasta heldur einnig sem plástur á sárið.
Klámið var líka nokkuð sem ég gat treyst, það var alltaf
til staðar þegar ég vildi og hafnaði mér ekki. Það besta
var að ég gat stjórnað því með fjarstýringunni.
Morgunblaðið/Golli