SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 14
14 14. mars 2010 um í hvaða sporum við værum ef þetta hefði ekki gerst. Kannski breyttist lífið líka á jákvæðan hátt; það getur vel ver- ið að við hefðum drepið okkur úr stressi og sókn eftir vindi ef Erlingur hefði ekki veikst. Það er mikilvægt að benda fólki á að þetta er ekki bara svartnætti. Það er eðlilegt að fólk sé kvíðið og hrætt en það má ekki vera aðalatriðið.“ Hún lýsir þeirri skoðun sinni að mjög mikilvægt sé að gera greinarmun á manninum með sjúkdóminn og persónunni. „Ég ákvað strax að passa mig á því að líta ekki á Erling bara sem sjúkling. Hann er maðurinn minn; persóna sem verður að fá að halda reisn sinni þrátt fyrir sjúkdóminn, og ekki bara innan fjölskyldunnar heldur í þjóðfélaginu sem heild.“ Eitthvað var að, en hvað? Titringur er þekktasta einkenni sjúklinga með parkinsons- veiki, aðrir stífna upp og Erlingur er í þeim hópi. Hann telur stífnina að aukast og hún hefur áhrif á jafnvægisskynið. „Óskýrmæli og slappleiki í máli,“ svarar hann þegar ég spyr hvað sé erfiðast við veikindin núna. „Röddin er hljóm- lítil.“ En hann segist misjafn: „Ég get verið ágætlega skýr á köflum og get farið vel með texta ef ég þekki hann. Það er allt annað að svara spontant; þá vefst manni oft tunga um tönn.“ Hjónin kenndu bæði við MA þegar sjúkdómurinn upp- götvaðist. Þau voru jafnframt á kafi í pólitísku starfi með Al- þýðubandalaginu. Sigríður sat lengi í bæjarstjórn, var forseti ur. „Þó að ég sé alvön að tala um hvað sem er og hvernig sem er var það meira átak en ég hélt að standa upp og ræða þetta mál, af því að ég vildi gera það hreinskilnislega og af einlægni. Það kom mér á óvart. Fyrirfram þótti mér það bara fínt; gott skref og þarft – sem það er – en það tók dálítið á.“ Viðbrögð fundarmanna voru afar góð og ekki þótti síst mikilvægt að Sigríður tjáði sig sem aðstandandi. „Fólk þakkaði mér innilega fyrir. Það er oftar talað um sjúk- dóminn og sjúklinginn, sem er nauðsynlegt enda snýst málið um það, en fólki þótti gott að heyra talað persónu- lega um hlið aðstandandans,“ segir hún. Sjúkdómurinn hefur vitaskuld ekki bara áhrif á sjúk- linginn heldur alla fjölskylduna, segir Sigríður, og það á mörgum sviðum. „Aðstandendur ganga í gegnum sorg og reiði, gera mis- tök, verða þreyttir og skammast sín en þora ekki alltaf að segja það. Líf aðstandenda er oft fjandi erfitt og þess vegna skiptir miklu máli að einhver tali um það; það er gott að fólk hittist og spjalli og átti sig á því að það er ekki eitt í heiminum. Að það geti fengið stuðning frá jafningjum, ekki bara frá sérfræðingum.“ Heilsubresturinn sjálfur er hin augljósa breyting en Sigríður nefnir fleiri atriði. „Atvinnuþátttaka skiptir fólk miklu máli. Ég vann alltaf mikið utan heimilis og við vor- um vön að gera hlutina saman; Erlingur gekk í það sem þurfti að gera varðandi börnin og húsverkin ekki síður en ég en eftir því sem getan minnkar riðlast ýmislegt. Við lif- um ótrúlega ólíku lífi nú miðað við það sem áður var.“ Hún segir oft talað um að þegar fólk fái bráðasjúkdóma, t.d. hjartaáfall eða krabbamein, myndist þéttur hópur fjölskyldunni til stuðnings, sem sé vitaskuld stórkostlegt en hún telur minna um þetta þegar sjúkdómurinn er þess eðlis að þróunin er hægari. „Þá fjarlægist fólk frekar. Við eigum að vísu enn mjög góða vini en sumir hurfu á braut.“ Sigríður segir þó nauðsynlegt að halda því til haga að lífið geti verið ágætt þrátt fyrir svona sjúkdóm. „Maður getur ekki lifað í þáskildagatíð; það þýðir ekki að hugsa E rlingur Sigurðarson fór gjarnan upp bratta stig- ana í Menntaskólanum á Akureyri í nokkrum stökkum; engum duldist þegar klossarnir hans nálguðust. Höfundur þessarar greinar sat í tímum hjá Erlingi á suðursal fyrir aldarþriðjungi og þá höfðu nemendur á norðursal stundum á orði að kennari væri óþarfur þeim megin í húsinu. Auðveldlega væri hægt að læra af Mý- vetningnum raddsterka þótt fáeinir veggir skildu að. Síðar í þessum mánuði eru 22 ár liðin frá því Erlingur greindist með parkinsonsveiki, einungis 39 ára að aldri. Varð ekki fertugur fyrr en um sumarið. Eftir það varð hann smám saman að hægja á. Kenndi raunar áfram í tæpan áratug en sneri sér síðan að öðru og hætti end- anlega að vinna og fór á eftirlaun árið 2003. Þarft skref, en tók á … Erlingur er heimilisvinur landsmanna enda hefur hann verið gestur í stofum þeirra annað veifið, bæði í spurn- ingaþættinum Meistaranum hjá Loga Bergmann á Stöð 2 á sínum tíma og Útsvari RÚV þar sem hann er nú í liði Ak- ureyrar. Sigríður Stefánsdóttir, eiginkona Erlings, kveðst lengi hafa talið þörf á mun opnari umræðu en raun ber vitni og segir þau aldrei hafa verið í feluleik með sjúkdóminn. Sjónvarpið er enda ekki heppilegur felustaður og hjónin telja mikilvægt að sýna fram á að þótt fólk sé líkamlega veikt megi ekki afskrifa það. Ekki síst þess vegna taki Er- lingur þátt í Útsvari og hafi fengið gríðarlegar þakkir fyrir. „Ég lít svo á að það sé eitt það besta sem ég get gert fyrir parkinsonsjúklinga, að vera með í þessum þætti. En ég býst reyndar við að þetta verði mín síðasta keppni,“ segir Erlingur þegar Morgunblaðið hitti þau að máli í stofunni heima í Suðurbyggð. Hjónin komu fram á fundi Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis á dögunum og ræddu á persónulegum nót- um um baráttuna við sjúkdóminn og ýmislegt það sem honum fylgir. Tilfinningin var sérstök við upphaf fundar, segir Sigríð- Viðtal Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Lífið er of dýrt til að lifa því ekki Afar fróður maður og minnugur, Erlingur Sigurðarson, en hann gengur ekki heill til skógar líkamlega eins og augljóst er þeim sem fylgjast með Útsvari í Ríkissjónvarpinu. Erlingur krækir ólina í hálsgjörð á Lappa uppi í hesthúsi. Það er erf- iðara þegar kalt er í veðri; þá láta fingurnir verr að stjórn en ella. ’ Aðstandendur ganga í gegnum sorg og reiði, gera mistök, verða þreyttir og skammast sín en þora ekki alltaf að segja það. Líf aðstandenda er oft fjandi erfitt og þess vegna skiptir miklu máli að ein- hver tali um það; það er gott að fólk hittist og spjalli og átti sig á því að það er ekki eitt í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.