SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Qupperneq 55
14. mars 2010 55
Í
D-sal Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur
sýnir Katrín Elvarsdóttir ljósmyndir undir yf-
irheitinu Hvergiland. Þar fer þó lítið fyrir
fljúgandi krökkum eða úrillum sjóræningjum
því Hvergiland Katrínar miðast við ævintýralega
stemningu fremur en ævintýralega frásögn. Eitt-
hvað hefur jú gerst og eitthvað mun aftur gerast,
en akkúrat á þessu augnabliki sem ljósmyndin
fangar er ekkert að gerast.
Katrín ræðst fyrst og fremst í að fanga dulrænt
andrúmsloft og hefur gert það allavega síðan ég sá
fyrst sýningu frá henni í Galleríi Skugga, Mórar/
Nærvídd, fyrir 8 árum. Hún hefur ofurnæmt auga
fyrir dramatísku augnabliki óvissunnar og því
kann heilmikið að hrærast innra með manni þótt,
eins og ég segi, myndirnar skrásetji augnablik þar
sem ekkert gerist. Maður skal jú aldrei vanmeta
það hvernig ímyndunarafl manns bregst við því
sem ósýnilegt er. Jafnvel gömul hjólhýsi fá á sig
dulrænt yfirbragð, innantóm og yfirgefin, eins og
eftir hljóðlátan dómsdag. Eru þau kannski þetta
„Hvergiland“ sem vísað er til í titlinum eða er það
náttúran í kringum þau? Þessi föllnu furutré um-
kringd þéttri þoku eða reyk.
Katrín fangar í raun tímalausa stund, þegar allt
verður að engu og maður drepur á sínu eigin
„Hvergilandi“. Smekkleg og látlaus framsetning,
sem treður engu upp á mann, hjálpar líka til.
Sýningarröð D-salar hlaut Menningarverðlaun
DV nú á dögunum vegna framlagsins til myndlistar.
Sýning Katrínar er í fínu framhaldi af því sem á
undan er gengið nema hvað ég staldra við eina
spurningu. Þegar sýningarröðinni var hrint af stað
fyrir þremur árum var það yfirlýst stefna safnsins
að hún yrði tileinkuð verkum listamanna af yngri
kynslóðinni og til þessa hafa listamenn með mun
skemmri feril en Katrín sýnt í salnum. Katrín, sem
lauk listnámi frá Boston árið 1993, á að baki
fjöldann allan af sýningum og hefur lengi verið í
framlínusveit samtímaljósmyndara á Íslandi. Máski
er það óttalegur sparðatíningur hjá mér að minnast
á þetta, en allavega finnst mér það skjóta skökku
við yfirlýsta sýningarstefnu að hafa jafn reynda
listakonu og Katrínu sem hluta af sýningarröðinni í
D-sal. Maður spyr sig þá hvar mörkin á þessari svo-
kölluðu „yngri kynslóð“ enda?
Á sýningu sinni Hvergilandi fangar Katrín Elvarsdóttir í raun tímalausa stund, þegar allt verður að engu.
Þegar allt
verður að engu
MYNDLIST
Katrín Elvarsdóttir
bbbbn
D-salur, Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur
Opið alla daga frá kl. 10-17, fimmtudaga til 22. Sýningu
lýkur 11. apríl. Aðgangur ókeypis.
Jón B.K. Ransu
Árið 1995 keypti Bill Drummond, úr hljómsveit-
inni KLF, verk eftir listamanninn Richard Long,
titlað A Smell of Sulphur in the Wind. Verkið sýnir
texta og ljósmynd af steinhring gerðum af Long á
gönguferð hans þvert yfir Ísland.
Drummond borgaði 20.000 dollara fyrir verkið,
hengdi það upp í svefnherbergi sínu en varð að
lokum þreyttur á því og ákvað þá að gera eigið
verk, byggt á verki Long. Hann hefur ákveðið að
selja verkið fyrir nákvæmlega sömu upphæð og
hann keypti það á, setja upphæðina í viðarkassa
sem hann ferðast með til Íslands, ganga að stein-
hringnum, grafa kassann í miðju hans og taka nýja
mynd af hringnum sjálfur. Sú mynd mun fá nafnið
A Smell of Money Under Ground og hanga á sama
stað og mynd Long gerði á heimili Drummond.
Drummond hefur farið óvenjuleg leið í selja verk
Long, hann klippti það niður í litla búta og selur nú
hvern bút á 1 dollara stk. á ferðalagi um Bretland.
Drummond segir að hann hafi enga hugmynd um
hvenær hann selji síðasta bútinn og verði ferðafær
með peningakassann til Ísland til að grafa hann. En
hann segist hlakka til að geta hengt A Smell of Mo-
ney Underground á vegginn í svefnherberginu
sínu.
Grotnandi dollarar
Richard Long vinnur að uppsetningu verksins Hraun-
línu í Gerðarsafni 1995.
Morgunblaðið/Einar Falur
LISTASAFN ÍSLANDS
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðbúningadagur
Sunnudaginn 14. mars. kl. 14.
Ókeypis aðgangur fyrir alla sem mæta í safnið á búning
Sunnudaginn 14. mars kl. 14:
Leiðsögn á ungversku um sýninguna Þjóð verður til
Március 14-én vasárnap 14 órakor:
Tárlatvezetés magyar nyelven az Izlandi Nemzeti Múzeumban
Opið alla daga nema mánudaga 11-17
Aðgangur ókeypis fyrir börn
www.thjodminjasafn.is – s. 530 2200
Söfnin í landinu
13. mars - 2. maí 2010
Í barnastærðum
Sunnudag 14. mars kl. 14
- Örnámskeið
og sýningarstjóraspjall kl. 15
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
í samstarfi við Listasafn Íslands
ÍSLENSK MYNDLIST
hundrað ár í hnotskurn
Kaffistofa – leskró
barnahorn
OPIÐ: Fim.–sun. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
ANGURVÆRÐ Í MINNI
11.3.-2.5.
LISTAMANNASPJALL sunnudaginn 14. mars kl. 14
Amelie von Wulffen, Birgir Snæbjörn Birgisson, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson,
Helgi Þorgils Friðjónsson fjalla um sýninguna og ræða við safngesti.
VINNUSTAÐIR ALVÖRU KARLA
11.3.-11.4.
SAFNBÚÐ
Mikið úrval af listaverkabókum, listaverkakortum,
íslenskum listmunum og gjafavöru.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR • www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009.
Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
„Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og
Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta.
Póstkortaár. Vingjarnleg póstkort frá Veru og Jarþrúði
til ókunnugs fólks úti í heimi.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Ljósmyndasýningin Spegilsýnir:
Bára Kristinsdóttir, Einar Falur,
Jónatan Grétarsson,
Katrín Elvarsdóttir,
Spessi, Þórdís Erla Ágústdóttir.
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com