SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 34
Karl Blöndal kbl@mbl.is É g held að það skipti máli máli fyrir blaðamann, ljósmyndara að gera hluti, sem skipta máli, geta breytt einhverju,“ segir Páll. „Ég er að ljúka við Afríkubók í samvinnu með Halldóri Lárussyni og Kristjáni B. Jónassyni, bók sem ég ákvað að gera eftir að ég hafði verið í Afríku í mánuð fyrir þremur árum. Sú Afríka, sem ég sá þar, er allt önnur en hefur verið stimpl- uð inn í okkur í gegnum fjölmiðla – vegna þess að það koma engar góðar fréttir frá Afríku, bara hungur, ham- farir, styrjaldir og átök. Ég fór að hugsa um það hvernig ég gæti komið réttari mynd af Afríku til skila og áttaði mig þá á því að það er fótbolti alls staðar.“ Páll hefur unnið að bókinni Fótbolti í Afríku í tvö og hálft ár og hún er nú væntanleg á réttum tíma fyrir heims- meistaramótið í Suður-Afríku. Þegar hann var farinn að sjá fyrir endann á Afríkuverkefninu varð á vegi hans listi yfir tíu menguðustu staði heims og þá kviknaði ný hug- mynd. Hvernig maðurinn fór fram úr sjálfum sér „Það höfðu verið skrifaðar blaðagreinar um hvern stað fyrir sig, en aldrei verið tekið saman í bók og sett fram hvernig maðurinn fór fram úr sjálfum sér: tíu verstu staðir jarðar,“ segir hann. „Yfirleitt talar fólk um að það verði að sjá tíu mikilfenglegustu staði jarðar áður en það deyr, píramídana og svo framvegis, en enginn setur sér það takmark að sjá tíu verstu staðina.“ Páll hefur þegar farið á tvo staði. Í nóvember fór hann í Andesfjöllin og heimsótti bæinn La Oroya í Perú, sem er í tæplega fjögur þúsund metra hæð. Þar búa um 33 þúsund manns. Bærinn lifir á námagreftri og málmbræðslu. Mengunin er gríðarleg og 99% barna eru með of mikið blý í blóðinu, þrefalt meira en talið er öruggt í stöðlum WHO. Bandarískt fyrirtæki reisti bræðsluna árið 1922 og byggði stromp, sem þá var sá hæsti í heimi, til að blása eiturefnunum í burtu. Það dugði hins vegar skammt því að alltaf er logn í La Oroya og segir Páll að ekki vaxi stingandi strá í kringum borgina. Bræðslan var ríkisvædd 1974 og rak ríkið hana næstu 23 árin. Bandarískt fyr- irtæki, Doe Run, sem er í eigu auðkýfingsins Ira Rennert, keypti málmbræðsluna þegar hún var einkavædd árið 1997. Íbúarnir í La Oroya eru í erfiðri aðstöðu. Mengunin veldur sjúkdómum og er sérstaklega hættuleg fyrir börn þeirra, en mengunarvaldurinn sér þeim fyrir salti í graut- inn. Næsti áfangastaður var Sumgait í Aserbaídsjan. Þar var Páll fyrir nokkrum dögum og var tvisvar handtekinn af lögreglu eins og hann lýsti í viðtali við mbl.is. „Þeir skildu ekki hvað ég var að gera þarna,“ segir hann. „Vildu ekki skilja það.“ Hann lýsir því hvernig Stalín flutti efnaiðn- aðinn til Aserbaídsjan til að hann yrði öruggur fyrir inn- rásarherjum vegna þess að þar var orka til að knýja verk- smiðjurnar. Hann ætlaði að læra af reynslunni. Herir Hitlers og Napóleons höfðu komist alla leið til Moskvu. Afmarkað svæði fyrir börn í kirkjugarðinum 1939 voru íbúar Sumgait sex þúsund, en nú eru þeir 350 þúsund. Sumgait átti að vera borg tækifæranna og hvergi var minnst á hættuna af menguninni og úrganginum, sem losaður var óunninn og rann meðal annars út í Ka- spíahafið og breytti ströndinni á stórum kafla í dautt svæði. Mörgum tegundum eiturefna hefur verið sleppt út í umhverfið í Sumgait og ekki er nokkur leið að segja hvaða áhrif þau hafa haft á íbúana. Í kirkjugarðinum í borginni er frátekið horn fyrir jarð- neskar leifar barna. Þar eru mörghundruð grafir, flestar ómerktar. Læknar segja að mikið fæðist af vansköpuðum börnum. Af hverjum þúsund fæddum börnum deyja 27 áður en þau verða eins árs, en í iðnríkjunum á það við um sex börn af hverjum þúsund. Ekki hefur verið rannsakað hvort tengslu séu á milli vanskapaðra barna og meng- unarinnar í Sumgait, til þess hafa ekki verið til peningar. Vill gefa rétta mynd Ferðin til Aserbaídsjan var erfiðari en Páll átti von á. Hvar sem hann kom í Afríku þegar hann var að vinna bókina um fótboltann var tekið vel á móti honum. Eftir að hann var fyrst handtekinn í Sumgait var hann eltur á röndum og þegar hann var handtekinn öðru sinni var um skipu- lagða aðgerð að ræða, níu menn komu á þremur bílum og stöðvuðu Pál þar sem hann stóð og myndaði tré við Ka- spíahafið. Honum var gefið til kynna að allur hans ljós- myndabúnaður og filmur yrðu gerð upptæk og þráspurð- ur hvað hann væri að gera. Að endingu var Páli þó sleppt með allan sinn búnað og hann komst óáreittur úr landi. „Þegar ég kom frá La Oroya var ég fullur af skít,“ segir hann. „Þegar ég kom frá Aserbaídsjan var ég fullur af hræðslu.“ Páll segir að bókin um tíu menguðustu staði heims eigi ekki að vera umhverfisklám. „Það er svo auðvelt að fara þá leið, finna ógeðslegasta myndefnið og blása það upp,“ segir hann. „En ég vil gera þetta með öðrum hætti, gefa réttari mynd af þessum stöðum. Nóg er samt. Ég held að það skipti máli að vekja athygli á þessum stöðum.“ Og áhuginn virðist vera fyrir hendi. Útgáfan Crymogæa gefur bókina út og þegar eru farnar að berast fyrirspurnir. José á leið í vinnu í Doe Run-málmbræðsluna í La Oroya, þar sem 122 þúsund tonn af blýi eru brædd árlega, auk fjölda annarra efna eins og arsenik og kopar. Uzvi Sintex er ein af fjölmörgum efnaverksmiðjum í Sumgait í Aserbaídsjan. Á tímum Sovétríkjanna var 120 tonnum af eiturefnum dælt út í umhverfið á ári, þar á meðal kvikasilfri. Vagif Abbasov við vinnu sína á olíu- og gassvæðinu, sunnan við Sumgait, tæp- um 30 metrum fyrir neðan sjávarmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.