SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Síða 43

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Síða 43
14. mars 2010 43 A llir sem hafa einhverntíma verið edrú innan um fólk sem hefur áfengi um hönd kannast við þá áráttu þeirra ölvuðu að reyna með hinum ýmsu brögðum að koma áfengi ofan í hina allsgáðu. Sá sem sýgur ekki ofan í sig áfengi af sömu áfergju og þeir á von á því að vera vændur um tepruskap. Í hann er jafnvel hreytt ónotum og hann sagður þykjast vera eitthvað betri en aðrir. Af einhverjum ástæðum grípur um sig undarlegt frið- leysi hjá þeim ölvuðu vegna þess að einhver vogar sér að vera ekki alveg í takt við ríkjandi hegðunarmunstur (þeirra eigið). Getur verið að þeim stafi jafnvel einhver ógn af því að einhver með fulla meðvitund sé meðal þeirra? Þeim finnist þeir kannski berskjaldaðir gagnvart þeim sem horfa þokulausum augum á framferði þeirra og hlusti alls ódofnum eyrum á það sem hrýtur af vörum þeirra. Hún er ekki ósvipuð upplifun þeirra einhleypu í sam- félagi þar sem normið er að fólk sé í sambandi eða hjóna- bandi. Hinir harðgiftu reyna allt hvað þeir geta til að koma hinum óútgengnu í samband. Rétt eins og þegar saman koma fullir og ófullir virðist hún vera mjög sterk þessi þörf hjá fólki að hafa alla í sama liðinu (og þeir sjálfir eru í). Það veldur einhverjum titringi að einhverjir séu á skjön við fjöldann. Hvers vegna þurfa giftir sífellt að reyna að koma ógift- um út og tönglast í tíma og ótíma á kostum þess að vera í föstu sambandi? Eins og allt annað sé ómögulegt. Eru hinir giftu kannski með þessu aðallega að sannfæra sjálfa sig um að þeir séu á réttum stað í lífinu? En þetta er ekkert síður á hinn veginn. Hinir einhleypu eru líka stöðugt að dásama kosti þess að vera ekki í sambandi. En hvers vegna þarf fólk alltaf að vera að réttlæta stöðu sínu í lífinu? Hjónaband er ekkert minna virði þó að einhver sé alsæll án þess að eiga maka. Og líf hins einhleypa verður ekkert ómerkilegra þó að aðrir blómstri í sambandi við aðra manneskju. Það þurfa ekki allir að vera í sama liðinu. Það getur orðið þónokkuð ergilegt þegar hjón skilja eða par slítur sambandi að þá er ekki óalgengt að fólk upplifi að við það að verða einhleypt virðast það ekki passa leng- ur inn í paraheiminn. Þeim er ekki boðið í matarboðin, ferðalögin eða annað sem pör gera saman í hópum. Hvers vegna? Stafar pörum einhver ógn af einhleypum vinum sínum? Óttast hinir pöruðu kannski að einhleypingurinn ræni þá makanum? Að einhleypi vinurinn geti ábyggilega ekki séð í friði sælu þeirra pöruðu og hljóti því að gera hvað sem er til að fá að vera hluti af henni? Er sá ótti ekki miklu frekar hrópandi vantraust gagnvart makanum heldur en einhleypa vininum? Eða aðallega augljóst merki um eigið óöryggi. Hættum að lifa í þessum ótta og leyfum okkur að hrist- ast saman í lífsins ólgusjó, ein eða pöruð. Hristumst saman stök og pöruð Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín I ngibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri menning- arhússins Hofs á Akureyri, býr í Reykárhverfi á Hrafna- gili í Eyjafjarðarsveit. Ingibjörg og Karel Rafnsson byrjuðu að byggja hús sitt 2004 og fluttu inn í febrúar árið eftir. „Það er yndislegt fyrir barnafjölskyldur að vera hérna,“ segir Ingibjörg, en hjónin eiga þrjú börn; þau eru Arna Ýr, Andrea Björk og Stefán Daði. Fjölskyldan býr í húsinu númer 5 við Skógartröð. Við götuna eru ein- ungis fimm hús en alls 15 börn, þannig að oft er líf og fjör á svæð- inu. Ingibjörg og Karel eru bæði úr Eyjafirði, en áin sem kennd er við fjörðinn skildi þau þó lengi að. „Ég er af austurbakkanum en maðurinn minn bjó á vesturbakkanum. Við gengum í sinn hvorn grunnskólann og áin var ekki brúuð hér við Hrafnagil fyrr en svo seint að við hittumst ekkert fyrr en við vorum orðin fullorðin,“ segir Ingibjörg. „Systir mín giftist líka strák af vesturbakkanum. Mamma og pabbi hlæja stundum að því hvað hefði eiginlega gerst ef ekki hefði verið brúað við Hrafnagil!“ Yndislegt samfélag Ingibjörg og Karel bjuggu á sínum tíma í kjall- aranum á Vökulandi, hjá ömmu hennar á aust- urbakkanum, en voru á Akureyri um skeið. „Við fórum úr póstnúmeri 601 í 603 um tíma en fund- um fljótt að það átti ekki við okkur og fluttum því aftur í sveitina.“ Enginn sér eftir því í dag en Ingibjörg segist við- urkenna að ef hún væri ein byggi hún líklega „í ennþá meiri sveit“ eins og hún tekur til orða. En getur ekkert sagt nema gott um Hrafnagil. „Hér er allt til alls; leikskóli, skóli, skólavistun, Tónlist- arskóli Eyjafjarðar, sundlaug og íþróttahús … Við þurfum ekki að fara annað að sækja þjónustu.“ Samfélagið sé, í einu orði sagt, yndislegt. „Hér þekkjast allir, skólastarf er ótrúlega metnaðarfullt, tónlistarlífið mjög blómlegt og krakkarnir geta farið á íþróttaæfingar alla virka daga.“ Ingibjörg segir kyrrðina og friðinn við Skógar- tröð dásamlega. Aftan við húsið hennar er skógur og þar sem lóðinni sleppir heitir Aldísarlundur; heitir í höfuðið á Aldísi gömlu á Stokkahlöðum, einum margra Eyfirðinga sem plantað hafa trjám af ástríðu í gegnum tíðina. Framan við hús er mal- bikuð gata en handan hennar eru engin íbúðarhús heldur Reykáin sem hverfið heitir eftir. Ekki dónalegt að hafa skóg öðrum megin við húsið og á hinum megin! Það kallar maður að búa úti í nátt- úrunni. „Margir á okkar aldri eru að fá sér sum- arbústað en við þurfum ekki að gera það; það er ótrúlega magnað að geta átt heimili og sumar- bústað á sama stað,“ segir Ingibjörg. Handan við Reykána er tónlistarhúsið kunna Laugarborg og neðan við veginn, Eyjafjarðarbraut vestri, er grunnskólinn góði og íþróttamiðstöðin. Í fjarska sér Ingibjörg yfir að Punkti, æskuheimili sínu hinum megin við Eyjafjarðará. „Það finnst mér skipta miklu máli.“ skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ösp í Skógartröð 2 1 3 4 5 Til Akureyrar Ey ja fja rð ar á Miðbraut Ey ja fja rð ar br au t e ys tri Skógartröð Hrafnagil 1. Hrafnagilsskóli. Þekktur fyrir gæði. „Það er ekkert leyndarmál að skólinn var ein af stærstu breyt- unum þegar við ákváðum að flytja hingað,“ segir Ingibjörg Ösp. 2. Jólagarðurinn. Jól allt árið. 3. Blómaskálinn Vín. „Það er yndislegt að fara í göngutúr að sumri til, koma við í Jólagarðinum og fá sér svo ís í Vín; hinn rómaði Vínarís í blómaskál- anum bregst aldrei.“ 4. Dásamlegt að ganga meðfram bökkum Eyjafjarð- arár eða fara út að hlaupa um svæðið. „Það er æð- islegt að geta bara hlaupið þarna um en þurfa ekki að vera á götum og stoppa við gangbrautir.“ 5. Punktur, æskuheimili Ingibjargar Aspar. Foreldrar hennar búa enn á bænum. Uppáhaldsstaðir Ingibjargar Aspar

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.