SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Síða 11

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Síða 11
14. mars 2010 11 Skoðaðu Ævintýrakort Reykjanesbæjar á reykjanesbaer.is 1 Skessan í hellinum Skessan hefur komið sér vel fyrir í helli við smábátahöfnina í Keflavík. Skessunni þykir gaman að fá krakka í heimsókn og fá bréf frá krökkum sem hún reynir að svara eftir bestu getu. Sjá nánar á skessan.is 2 Duushús Duushús eru menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar. Þar má sjá Bátasafn Gríms Karlssonar, sýningar byggðasafnsins og listasafnsins, og elsta bíósal landsins. 3 4 Byggðasafn Reykjanesbæjar Sýningar byggðasafnsins eru í Stekkjarkoti, Njarðvík og Duushúsum. Sögusýningin Völlurinn í Duushúsum fjallar um áhrif Kanans á byggðina á Reykjanesi. Vatnaveröld – fjölskyldusundlaug Í Vatnaveröld eru fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, kastalar, rennibrautir, sveppir og selir. Vatnið er upphitað og þægilegt fyrir lítil kríli. Krakkar á grunnskólaaldri fá frítt í sund. 5 Falleg gönguleið Frá helli skessunnar liggur gönguleið meðfram strandlengjunni í átt að Stapa í Innri-Njarðvík. Þar má sjá fjölbreytt fuglalíf og fróðleik um fuglana sem sjást á leiðinni. 6 Fitjar Við Fitjarnar í Innri-Njarðvík er fjölbreytt fuglalíf og þar er tilvalið að gefa fuglunum brauð. 7 Orkuverið Jörð Orkuverið Jörð er sýning sem segir frá 10 helstu orkugjöfum jarðar. Sýningin hefst á Miklahvelli og svo er saga alheimsins rakin í máli og myndum með sérstakri áherslu á sólkerfið. Sjá nánar á powerplantearth.is 8 Víkingaheimar Býr víkingur í þér? Víkingaskipið Íslendingur er í öndvegi í Víkingaheimum. Þar er líka hluti sýningar Smithsonian safnsins Vikings: The North Atlantic Saga. Sjá nánar á vikingaheimar.com Þau voru ófá ungmennin sem fóru aftur og aftur í kvik- myndahús í lok áttunda áratug- arins til að berja augum blá- eygðan glókoll sem barðist fyrir frelsi og réttlæti úti í allt- umlykjandi geimnum. Á meðan ungmeyjar voru andaktugar yfir fegurð þessa svipbjarta manns fengu ungpiltar glýju í augum yfir þeirri birtu sem stafaði frá geislasverðinu hans. Jú, rétt til getið, þarna var enginn annar á ferðinni en Logi geimgengill, í Stjörnustríðsmyndunum fyrstu. Logi hinn fagri birtist heim- inum í líki Marks nokkurs Ha- mill, ungs bandarísks leikara sem skaust upp á stjörnuhim- ininn (í orðsins fyllstu merk- ingu) þegar honum bauðst aðal- hlutverkið í Star Wars myndum Spielbergs árið 1977. Svo mikill varð vegur hans að ekki var óal- gengt að sjá kappann í fullri lík- amsstærð á plakötum í heima- húsum á litla Íslandi. Hamill lék í þremur Stjörnu- stríðsmyndum á árunum 1977 til 1983 en eftir það var engu líkara en að geimurinn hefði gleypt hann. Sú var ekki raunin en þær kvikmyndir sem á eftir komu færðu honum hvorki mikla frægð né frama. Hamill átti hins vegar feril sem sviðs- leikari á Broadway á níunda áratugnum og lék þar í verkum á borð við Amadeus og Fíla- manninn og hlaut bæði verð- laun og jákvæða dóma fyrir. Sömuleiðis kom hann fram í sjónvarpsþáttum og vakti t.a.m. athygli þegar hann var gestur Prúðuleikaranna ásamt félögum sínum úr Stjörnustríðsmynd- unum, þeim C3PO, Chewbacca og R2-D2. Hamill hefur lítið sést á hvíta tjaldinu hin síðari ár en heyrst þeim mun meira. Hann hefur léð hinum ýmsu karakterum rödd sína en frægastur þeirra er án efa Jókerinn í Emmy- verðlaunuðum teiknimynda- þáttum um Batman sem gerðir voru á árunum 1992 til 1995. Þykir Hamill hafa sýnt sér- staklega góða spretti í and- styggilegum hlátursrokum Jó- kersins, en hann hefur haft lifibrauð af því að raddsetja ill- mennið aftur og aftur í hinum ýmsu þáttaröðum, kvikmynd- um, tölvuleikjum og DVD- myndum. Framganga hans í því hlutverki hefur aftur fært hon- um vinnu við að raddsetja aðra fanta í kvikmyndum og sjón- varpi, gjarnan í ævintýramynd- um um kynjakvikindi á borð við Hulk, Kóngulóarmanninn og fleiri. Þrátt fyrir að hinn sviphreini Logi sjáist varla lengur á hvíta tjaldinu er Hamill enn í fullu fjöri við talsetningu. Stundum ljær hann einni og einni hetju rödd sína svo hver veit nema að næst þegar setningin: „Ég er kominn til að bjarga þér,“ kveður við af skjánum, komi hún úr barka hins bjarta geim- gengils. ben@mbl.is Hvað varð um … Mark Hamill? Fáir stóðust sverðið bjarta og blá augu Hamills árið 1977 er hann var í gerfi Loga. Spurning hvort sjarminn hafi eitthvað fölnað í áranna rás.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.