SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 11
14. mars 2010 11 Skoðaðu Ævintýrakort Reykjanesbæjar á reykjanesbaer.is 1 Skessan í hellinum Skessan hefur komið sér vel fyrir í helli við smábátahöfnina í Keflavík. Skessunni þykir gaman að fá krakka í heimsókn og fá bréf frá krökkum sem hún reynir að svara eftir bestu getu. Sjá nánar á skessan.is 2 Duushús Duushús eru menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar. Þar má sjá Bátasafn Gríms Karlssonar, sýningar byggðasafnsins og listasafnsins, og elsta bíósal landsins. 3 4 Byggðasafn Reykjanesbæjar Sýningar byggðasafnsins eru í Stekkjarkoti, Njarðvík og Duushúsum. Sögusýningin Völlurinn í Duushúsum fjallar um áhrif Kanans á byggðina á Reykjanesi. Vatnaveröld – fjölskyldusundlaug Í Vatnaveröld eru fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, kastalar, rennibrautir, sveppir og selir. Vatnið er upphitað og þægilegt fyrir lítil kríli. Krakkar á grunnskólaaldri fá frítt í sund. 5 Falleg gönguleið Frá helli skessunnar liggur gönguleið meðfram strandlengjunni í átt að Stapa í Innri-Njarðvík. Þar má sjá fjölbreytt fuglalíf og fróðleik um fuglana sem sjást á leiðinni. 6 Fitjar Við Fitjarnar í Innri-Njarðvík er fjölbreytt fuglalíf og þar er tilvalið að gefa fuglunum brauð. 7 Orkuverið Jörð Orkuverið Jörð er sýning sem segir frá 10 helstu orkugjöfum jarðar. Sýningin hefst á Miklahvelli og svo er saga alheimsins rakin í máli og myndum með sérstakri áherslu á sólkerfið. Sjá nánar á powerplantearth.is 8 Víkingaheimar Býr víkingur í þér? Víkingaskipið Íslendingur er í öndvegi í Víkingaheimum. Þar er líka hluti sýningar Smithsonian safnsins Vikings: The North Atlantic Saga. Sjá nánar á vikingaheimar.com Þau voru ófá ungmennin sem fóru aftur og aftur í kvik- myndahús í lok áttunda áratug- arins til að berja augum blá- eygðan glókoll sem barðist fyrir frelsi og réttlæti úti í allt- umlykjandi geimnum. Á meðan ungmeyjar voru andaktugar yfir fegurð þessa svipbjarta manns fengu ungpiltar glýju í augum yfir þeirri birtu sem stafaði frá geislasverðinu hans. Jú, rétt til getið, þarna var enginn annar á ferðinni en Logi geimgengill, í Stjörnustríðsmyndunum fyrstu. Logi hinn fagri birtist heim- inum í líki Marks nokkurs Ha- mill, ungs bandarísks leikara sem skaust upp á stjörnuhim- ininn (í orðsins fyllstu merk- ingu) þegar honum bauðst aðal- hlutverkið í Star Wars myndum Spielbergs árið 1977. Svo mikill varð vegur hans að ekki var óal- gengt að sjá kappann í fullri lík- amsstærð á plakötum í heima- húsum á litla Íslandi. Hamill lék í þremur Stjörnu- stríðsmyndum á árunum 1977 til 1983 en eftir það var engu líkara en að geimurinn hefði gleypt hann. Sú var ekki raunin en þær kvikmyndir sem á eftir komu færðu honum hvorki mikla frægð né frama. Hamill átti hins vegar feril sem sviðs- leikari á Broadway á níunda áratugnum og lék þar í verkum á borð við Amadeus og Fíla- manninn og hlaut bæði verð- laun og jákvæða dóma fyrir. Sömuleiðis kom hann fram í sjónvarpsþáttum og vakti t.a.m. athygli þegar hann var gestur Prúðuleikaranna ásamt félögum sínum úr Stjörnustríðsmynd- unum, þeim C3PO, Chewbacca og R2-D2. Hamill hefur lítið sést á hvíta tjaldinu hin síðari ár en heyrst þeim mun meira. Hann hefur léð hinum ýmsu karakterum rödd sína en frægastur þeirra er án efa Jókerinn í Emmy- verðlaunuðum teiknimynda- þáttum um Batman sem gerðir voru á árunum 1992 til 1995. Þykir Hamill hafa sýnt sér- staklega góða spretti í and- styggilegum hlátursrokum Jó- kersins, en hann hefur haft lifibrauð af því að raddsetja ill- mennið aftur og aftur í hinum ýmsu þáttaröðum, kvikmynd- um, tölvuleikjum og DVD- myndum. Framganga hans í því hlutverki hefur aftur fært hon- um vinnu við að raddsetja aðra fanta í kvikmyndum og sjón- varpi, gjarnan í ævintýramynd- um um kynjakvikindi á borð við Hulk, Kóngulóarmanninn og fleiri. Þrátt fyrir að hinn sviphreini Logi sjáist varla lengur á hvíta tjaldinu er Hamill enn í fullu fjöri við talsetningu. Stundum ljær hann einni og einni hetju rödd sína svo hver veit nema að næst þegar setningin: „Ég er kominn til að bjarga þér,“ kveður við af skjánum, komi hún úr barka hins bjarta geim- gengils. ben@mbl.is Hvað varð um … Mark Hamill? Fáir stóðust sverðið bjarta og blá augu Hamills árið 1977 er hann var í gerfi Loga. Spurning hvort sjarminn hafi eitthvað fölnað í áranna rás.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.