SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Síða 53

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Síða 53
14. mars 2010 53 Bandaríski rithöfundurinn Dav- id Foster Wallace svipti sig lífi í september fyrir tveimur árum eftir glímu við þunglyndi. Hann var aðeins 46 ára og talinn með framsæknustu rithöfundum Bandaríkjanna, gjarnan kallaður „rödd X-kynslóðarinnar“. Fyrir stuttu keypti rann- sóknamiðstöð í bókmenntum við háskólann í Austin í Texas mikið safn skjala sem Wallace lét eftir sig, allt frá ljóðum sem hann samdi sem barn í handrit að skáldverkum hans á ýmsum stigum, en með í kaupunum fylgdi einnig bókasafn hans og ýmisleg gögn sem hann nýtti við skrif bóka sinna. Elst í skjala- safninu er ljóð sem hann skrifaði aðeins sex ára gamall, meðal annars má nefna handritið að þekktustu bók hans, Infinite Jest, sem stytt var úr 1.500 síð- um í 1.079 blaðsíður.David Foster Wallace Skjalasafn aðgengilegt Eymundsson 1 Gone Tomorrow - Lee Child 2 Roadside Crosses - Jeffery Deaver 3 Breaking Dawn - Stephenie Meyer 4 Evidence - Jonathan Kellerman 5 The Girl Who Kicked the Hornet́s Nest - Stieg Larsson 6 Red Bones - Ann Cleeves 7 The Price of Love - Peter Robinson 8 The Winner Stands Alone - Paulo Coelho 9 Twenties Girl - Sophie Kinsella 10 Meltdown Iceland - Roger Boyes New York Times 1 Fantasy in Death - J. D. Robb 2 The Help - Kathryn Stockett 3 Black Magic Sanction - Kim Harrison 4 Split Image - Robert B. Parker 5 Big Girl - Danielle Steel 6 Worst Case - James Patter- son and Michael Ledwidge 7 The Man From Beijing - Henning Mankell 8 The Lost Symbol - Dan Brown 9 Winter Garden - Kristin Hannah 10 The Postmistress - Sarah Blake Waterstone’s 1 The Girl with the Dragon Tattoo - Stieg Larsson 2 The Lost Symbol - Dan Brown 3 Eclipse - Stephenie Meyer 4 Twilight - Stephenie Meyer 5 New Moon - Stephenie Meyer 6 Breaking Dawn - Stephenie Meyer 7 The Girl Who Played with Fire - Stieg Larsson 8 Driven to Distraction - Jeremy Clarkson 9 Wolf Hall - Hilary Mantel 10 Delia’s Happy Christmas - Delia Smith Bóksölulisti J ames Patterson er meistari markaðs- setningarinnar og hann hefur líka sannað að fáir standa honum á sporði þegar reyfarar eru annars vegar. Víst eru bækur hans formúlukenndar, en kemur ekki að sök þegar sóst er eftir formúlu; það tekur enginn bók eftir Patterson upp í leit að lausn á hinstu rökum tilverunnar heldur leita lesendur hans að afþreyingu, spennu og smá óhugnaði sem allt má finna í Póst- kortamorðunum. Þó þau séu skrifuð fyrir bókinni tvö Marklund og Patterson, er hlutur Pattersons þó heldur stærri, söguþráðurinn er eins og runninn undan rifjum hans og eins grodda- leg morðin, en Marklund leggur til umhverfi bókarinnar að mestu, því hún gerist að stórum hluta í Stokkhólmi þar sem sænsk blaðakona fær óhugnanlega sendingu frá raðmorðingjum. Fljótlega kemur til sög- unnar hörkuleg amrísk lögga á miðjum aldri og eltingarleikur hefst við geðtruflaða morðingja. Framvinda í sögunni er býsna hröð að hætti Pattersons, en manni finnst þó stund- um eins og spennan sé ekki nógu samfelld, rétt eins og Marklund gægist yfir öxlina á meistaranum og segi: Nú má ég. Nú er því ekki að neita að það getur verið gaman að lesa um ofurskipulögð möppudýr sænsku lögreglunnar og vanmátt þeirra í glímu við alvöru glæpamenn, en það hefði mátt draga aðeins meira úr því og leyfa spennunni að ráða. Að því sögðu þá er þetta samstarf þeirra Lizu Marklund og James Patterson hin fín- asta skemmtun, blóðug og hörð, en líka rómantísk. Afþreying, spenna og smá óhugnaður Bækur bbbnn Póstkortamorðin Póstkortamorðin, skáldsaga eftir Lizu Marklund og James Patterson. JPV gefur út. 318 bls. Kilja. Árni Matthíasson Liza Marklund og James Patterson Ég er forfallinn jólabókaflóðslesari og oftast les ég tilfallandi reyfara yfir hátíðarnar, gjarnan þá sem ég fæ í jólagjöf. Það er þó hluti af desember-ritúalinu mínu að fara á bókasafnið og ná mér í nýjar íslenskar skáldsögur. Sú sem í mínum huga stendur langhæst upp úr eftir síðustu törn er Gæska Eiríks Arnar Norðdahl, og tel ég að henni hafi hreinlega ekki verið gefinn nægur gaumur. Mér hugnast sjaldnast að vita nokkuð um bækur áður en ég les þær og eins var farið með Gæsku. Ég vissi bara að þetta var „kreppubók“ en þær komu nokkrar út á síðasta ári, og líkast til er von á holskeflu til viðbótar á næstu árum. Gæska fer þó óvenjulegar leiðir í að fjalla um efnahags- hrunið og leyfir sér alla þá krákustíga og út- úrdúra sem góð bók þarf að hafa til að vera spennandi lesning. Yfirleitt er Eiríkur Örn afslappaður í skrif- um sínum, og þá meina ég að mér finnst hann ekki ritskoða texta sinn það mikið að hugarflug sé horfið í lokaútgáfu. Það er eins og honum sé bara slétt sama hvort lesendur „fíli“ hann eða ekki, og það finnst mér hollt og gott viðhorf. Of mikil sjálfsritskoðun í hvaða listgrein sem er skilar sér nefnilega í söluvænum og „seif“ listaverkum, einmitt þeim sömu og oftast rata í jólapakka lands- manna. Til að skapa ódauðleg og eft- irminnileg listaverk hjálpar ekki til að vanda sig við að finna leið frá a til ö sem móðgar engan og stígur ekki á neinar tær. Þvert á móti þurfa höfundar, og listamenn allir, að skemmta og ögra sjálfum sér til að neyt- endur finni að hér sé komið verk, unnið af heilum hug. Þetta tel ég að Eiríkur Örn hafi tvímælalaust náð að gera. Sagan er á köflum í anda súrrealista sem láta söguþráð flæða áfram og hafa ekki mikl- ar áhyggjur af því hvar og hvernig allt end- ar, og verð ég að viðurkenna að þannig bók- menntir toga í mig af fullum krafti. Það er einmitt þetta sama element sem hefur togað í mig í bókum Sjón í gegn um tíðina, allavega fyrri verkum hans. Eiríkur Örn siglir öruggt upp á við og verður áhugaverðari með hverri bók sem líður. Hann nær, með Gæsku, að skemmta lesendum með frumleika og óvæntum at- burðum, en gagnrýnir á sama tíma íslenskt samfélag og þann súrrealisma sem má í al- vörunni finna hér á landi. Lesarinn Ragnheiður Eiríksdóttir nemi Forfallinn jóla- bókaflóðslesari Gæska Eiríks Arnar leyfir sér alla þá krákustíga og útúrdúra sem góð bók þarf að hafa. Morgunblaðið/Svavar Skáldsagan Játningar Noa Weber eftir ísraelska rithöfundinn Gail Hareven hlaut í vikunni verðlaun sem best þýdda skáldsaga sem kom út í Bandaríkjunum á síðasta ári, en verðlaunin eru með helstu bókaverðlaunum vestanhafs. Bókin, sem heitir The Confessions of Noa Weber, segir frá miðaldra rithöfundi sem gengur að eiga mið- aldra mann til þess að komast undan herþjónustu, en elskar hann síðan alla ævi þótt hann hefji nýtt líf í öðru landi með nýrri konu. Gail Hareven hefur gefið út sex skáldsögur og þrjú smásagnasöfn, samið barnabækur, heimildarrrit og leikrit. Játningar Noa Weber hlaut bókmenntaverðlaun í Ísrael. Ísraelski rithöfundinn Gail Hareven. Best þýdda skáldsagan

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.