SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 42
42 14. mars 2010 S tærsta stund kvikmyndaársins er í hugum flestra kvikmynda- áhugamanna, afhendingarhátíð verðlauna Bandarísku kvik- myndaakademíunnar (AMPAS), en hún hefur verið að fjarlægjast sinn breiða áhorfendahóp síðustu áratugina. Fram- leiðendur hátíðarinnar, sem er send út til allra heimshorna, fá ómælt fé, mann- skap, skemmtiatriði, leikmynda- og búningahönnuði, hvað sem nöfnum tjáir að nefna til liðs við sig, en allt kemur fyrir ekki. Heimsins bestu uppistandarar með bestu brandarasmiði, sem völ er á, tala fyrur daufum eyrum: áhorfendum hefur farið sífækkandi. AMPAS hefur gripið til flestra ráða til að snúa undanhaldinu í sókn og nú til róttækra ráða og þá loks fór Eyjólfur að sýna batamerki. Allt sem sneri að útlit- inu var tilkomumikið og ekkert til spar- að en það má segja að verðlaunahafarnir hafi engu að síður verið í látlausari og listrænni kantinum. Þessi blanda virk- aði, handritinu var breytt fram á síðustu stund og tilraunin tókst: Gerði þver- sögnin galdurinn? Aðalbreytingarnar, fjölgun tilnefninga í flokki Bestu mynda ársins um helming (úr 5 í 10), breytti heildarsvipnum í gleðskap sem minnti á sumarsmell. Myndavélunum var mikið beitt að Cloo- ney, það var greinilega engin tilviljun frekar en sú margþætta áhersla sem lögð var á Avatar á meðan minnstu „Bestu myndir ársins“, á borð við An Educa- tion, virtust vera að flækjast fyrir há- körlunum. Opnunaratriðið var í tilkomumiklum Las Vegas-stíl. Prýtt öllum sætustu smástirnum kvikmyndaborgarinnar, á borð við Kristen Stewart og Taylor Lautner, hvað er heppilegra til að glenna upp augu áhorfenda? Árangurinn lét ekki á sér standa, 41 milljón áhorfendur horfðu á afhend- inguna, sem er 14 % aukning frá síðasta ári og mesti fjöldi síðan 2005, þegar 42 milljónir fylgdust með sigurgöngu Crash. Sigurvegararnir í ár voru yfirleitt í ósamræmi við íburðinn og hástemmdar væntingarnar, útkoman var verðlaun og sýning frekar en verðlaunasýning. Margir hafa saknað dramans sem ein- kennt hefur mörg bestu Óskarskvöldin, líkt og þegar Titanic og The Lord of the Rings: Return of the King, hreinsuðu af borðunum, eða þegar The Aviator byggði upp spennu árið 2005 með því að vinna hver minni háttar verðlaunin á eftir öðrum, til þess eins að springa á endasprettinum þegar Crash hirti rús- ínurnar. Á þessum kvöldum voru það verðlaunin sjálf sem hristu upp í mann- skapnum. Á hinn bóginn virkuðu verð- launin ekki beinlínis sem skemmtiefni þegar myndir eins og Up In the Air stóðu uppi tómhentar þrátt fyrir sex veigamiklar tilnefningar og höfðinglega meðhöndlun. Ósamræmið var í sviðsljósinu. The Hurt Locker, aðalsigurvegari kvöldsins, með sex styttur, þar af verðlaun fyrir bestu mynd og leikstjórn, var einnig ein verst sótta „Besta mynd“ sögunnar. Á hana seldust aðeins 14.7 milljónir að- göngumiða í Norður-Ameríku og tæpar 7 milljónir til viðbótar um heim allan. Yfir frumsýningarhelgina stóð handrits- höfundurinn (nú Óskarsverðlaunahafi), Mark Boal, á götuhorninu við annað bíóið af þeim tveim sem sýndu verkið hans í NewYork. Í þeim tilgangi einum að áhorfendur yrðu það margir að bíóin héldu áfram sýningum The Hurt Locker viku til viðbótar! Á meðan var lokað á Fox-myndina Avatar, sem er búin að raka inn hátt í 3 milljarða dala, þegar kom að að- alverðlaunaflokkunum. Hún hlaut að- eins þrenn minniháttar verðaun og Inglorious Basterds, sem hlaut 8 tilnefn- ingar, bar aðeins ein úr býtum. Sumir gamalreyndir akadem- íumeðlimir telja að með því að dreifa verðlaununum sem mest fari Ósk- arsafhendingin að draga dám af Golden Globe-hátíðinni sem er í höndum er- lendra blaðamanna í Hollywood og er fræg fyrir að spreða Gullhnettinum vítt og breitt til að draga sem mest að af fræga fólkinu – sem tryggir áhorfið. Framleiðendur Up In the Air, hinnar lofuðu og prísuðu gæðamyndar, hrista enn höfuðið yfir úrslitunum sunnudag- inn var. Yfir hverju skyldu framleið- endur hrista sinn haus að ári? Oprah Winfrey og Gabourey Sidibe kampakátar á Óskarsverðlaunahátíðinni á dögunum. Reuters Tímarnir breytast og Óskar- inn með Áhorf afhendingar- hátíðar Óskarsverð- launanna hefur farið hnignandi að undanförnu, jákvæðar breytingar mátti merkja í ár. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Kvikmyndaheimurinn bjóst ekki við jafn höfðinglegum móttökum endurgerðar Lísu í Undralandi – Alice In Wonderland og raun bar vitni um liðna helgi. Áhorfendur flykktust á þrívíddar-ævintýrið í öllum heimshornum og létu ekki á sig fá miðlungsdóma gagnrýnenda. Þeir Tim Burton, Johnny Depp – og þrívíddin (sem Avatar er búin að pikkfesta í sessi) stungu keppinautana af, en Lísa tók inn rúmlega 100 milljónum dala meira en næsta mynd yf- ir fyrstu sýningarhelgina. Lísa bætti ófá met með því að hesthúsa yfir 200 millj- ónir dala á heimsvísu á þessum þrem dögum og eru menn þegar lagstir yfir tölurnar til að reyna að lesa úr þeim hvar hún endar dollaravís. Aðeins mikið fall í aðsókn (71%), frá sunnudegi til mánudags, bendir til þess að ofuraðsóknin hægi mun fyrr á sér en t.d. hjá Avatar (sem hafði þvílíkt úthald að hún féll ekki niður fyrir milljón dala dagstekjur fyrr en eftir 80 sýningardaga). Lísu er samt sem áður spáð því að komast jafnvel í þriðja sætið yfir mest sóttu myndir allra tíma, á eftir kassastykkjum Camerons, Avatar og Tit- anic. Það væri ekki slælegur árangur. Nú ber að hafa í huga að Avatar skapar nýtt viðmið hvað aðsóknartölur snertir og vonir um að slá því við verða áberandi næstu misserin. Hvað Lísu og aðra keppinauta varðar, skiptir samkeppnin höfuðmáli og Lísa virðist eiga náðuga daga fram undan, eða til 2. apríl, þegar næsti Avatar-áskorandinn, The Clash of the Titans, verður frumsýnd. saebjorn@heimsnet.is Kvikmyndafréttir Undrandi yfir Undralandi Lísa í Undralandi fékk höfðinglegar móttökur um liðna helgi. Sunnudagur 14.03 (RUV) kl. 21:35 Sem oftar býður RUV upp á úrvalsmynd frá Evrópu á sunnudag. Philibert (Stocker), er ungur hefðarmaður sem býr tímabundið í sama húsi og ræstingakonan Camille. Hjá honum leigir upprennandi matreiðslumeist- ari, einfari og kvennabósi sem heitir Franck (Canet). Þegar Camille veikist krefst Philibert þess að hún flytjist inn til þeirra svo að hann geti sinnt henni í veikindunum. Og þótt Camille og Franck eigi ekki alltaf skap saman tekst þremenningunum að þrauka í sambúðinni og læra hver af öðrum. Leikstjóri: Claude Berri. Aðalleikendur: Audrey Tatou, Laurent Stocker, Guillaume Canet. Ensemble, c’est tout Laugardagur 13.03. kl. 23.05. (RUV) Cronenberg heldur áfram á svipuðum nótum í Eastern Promises og í þeirri þrælmögnuðu A History of Violance. Hún var besta mynd þessa jafnan athyglisverða leikstjóra um langt skeið, nú bætir hann um betur með grimmilegum, ofbeldisfullum og jafnvel enn miskunnarlausari glæpatrylli. Cronenberg hefur flutt sig yfir hafið ásamt eftirlætisleik- aranum sínum, Mortensen. Baksvið Eastern Promises er grá og köld veröld rússnesku mafíunnar í Lundúnaborg. Lítt þekkt utan innvígðra og af afspurn, en uppgangur henn- ar hefur verið með ólíkindum og blossað upp líkt og djöflaveira um hinn vestræna heim eftir að Sovétið hrundi. Ath. Hér eru atriði sem ofbjóða viðkvæmum sálum. Aðalleik- endur: Viggo Mortensen, Vincent Cassel, Armin Mueller-Stahl, Naomi Watts og Sinéad Cusack. bbbb Myndir vikunnnar í sjónvarpi Eastern Promises Kvikmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.