SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 22
22 14. mars 2010 F ólk verður ekki hamingjusamt vegna þess að það nær árangri heldur þvert á móti; það nær árangri vegna þess að það er hamingjusamt. Þetta er rauði þráðurinn í því sem Tal Ben-Shahar hefur fram að færa. Ben-Shahar er Ísraelsmaður sem nam í Bandaríkjunum, sló í gegn sem fyr- irlesari í Harvard en fluttist síðan á ný til heimalandsins. Hann hefur fjallað mikið um jákvæða sálfræði, og þar með hið merka fyrirbæri hamingjuna, und- anfarin ár og er nú vinsæll fyrirlesari um málefnið víða um heim. „Ég fæddist í Ísrael og ólst hér upp. Var svo 15 ár í burtu við nám og kennslu en sneri heim á ný og einbeiti mér að- allega því að kenna jákvæði sálfræði í skólum,“ sagði Ben-Shahar, sem stadd- ur var heima í landinu helga þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Hann fæst einnig við að breiða út boð- skap hinnar jákvæðu sálfræði fyrir kaupsýslumenn og stjórnvöld sé þess óskað. Gekk sjálfum vel, en var óhamingjusamur „Leyndardómur daglegrar gleði og var- anlegrar lífsfyllingar“ var undirtitill bókar hans og Ísraelsmaðurinn segir mörg lítil, hversdagsleg atriði skipta meginmáli í þessu samhengi. „Fólk hefur mikinn áhuga á jákvæðri sálfræði; það þyrstir í fróðleik og þannig var einmitt með mig. Ég var lengi leit- andi þegar ég var í skóla. Á meðan ég var í Harvard gekk mér nefnilega mjög vel í námi, ég átti góðu gengi að fagna í íþróttum, en var jafnframt afskaplega óhamingjusamur!“ sagði Ben-Shahar í samtali við Morgunblaðið. „Í mínum huga gekk þetta ekki upp því fólk talaði þannig að manni í mínum sporum ætti að líða einstaklega vel. Þess vegna hóf ég að leita svara.“ Hann komst að niðurstöðu og segir að vegna þess að honum leið eins og raun ber vitni á sínum tíma, á meðan leitin fór fram, gefi það honum örugglega enn meira en ella að stuðla að aukinni ham- ingju um veröld víða. „Jákvæðu sálfræðinni er hvarvetna vel tekið; hvort sem er í háskólum, fyr- irtækjum og samtökum hvers konar.“ Hann segir þau fræði skipta miklu máli þegar hugað er að hamingjunni. Vísinda- og háskólasamfélagið geti þá mátað hugmyndir um jákvæða sálfræði við daglegt líf, hvort sem er námshóps, við ráðgjöf í fyrirtækjum eða jafnvel á landsvísu á vettvangi ríkisstjórna. „Þegar við leitum hamingjunnar er það í sjálfu sér ekki hið eina; um leið og við hugum að eigin velsæld aukum við þrautseigju okkar og verðum betur undir það búin að glíma við erfiðleika af ýmsu tagi sem við lendum hugsanlega í á lífsleiðinni. Verðum tilbúin að takast á við þá þegar með þarf. Hin jákvæða sál- fræði nýtist nefnilega hvenær sem er; ekki síst þegar erfiðleikar steðja að eins og nú víða um heim.“ Hann tekur Íslendinga sem dæmi og nefnir að hið mikilvægasta, þegar á móti blæs, sé að takast á við erfiðar tilfinn- ingar og byrja á því að freista þess að sætta sig við að þær séu eðlilegur þáttur af því að vera manneskja. „Þegar mönn- um tekst það leiðir það gjarnan til þess að hið neikvæða verður auðveldara við- fangs en áður og okkur á að geta liðið betur. Og niðurstaðan er jafnan sú að eina leiðin til úrlausnar sé að takast á við erfiðleikana; að byrja á því að sætta sig við þá og vinna síðan í vandamálunum.“ Hann segir erfiða tíma, eins og mann- kynið upplifir nú, vitaskuld geta sundr- að en þegar grannt sé skoðað geti erf- iðleikarnir líka gert samfélögin sterkari. „Rannsóknir í jákvæðri sálfræði og tengdum greinum hafa sýnt fram á hvernig hægt er að komast í gegnum slík tímabil og rísa upp úr þeim sterkari en fyrr. Von mín er að mér takist að kynna sem flestum rannsóknirnar, tólin og tækin sem gera sem flestum kleift að nýta sér þau til að sigrast á erfiðum að- stæðum,“ segir hann í bókinni sem áður var nefnd, Meiri hamingja. Ben-Shahar kenndi fyrst námskeið í jákvæðri sálfræði í Harvard árið 2002. Hann segir svo frá í bókinni: „Átta nem- endur skráðu sig; tveir gáfust upp. Í hverri viku könnuðum við í tímum það sem mér fannst vera spurning spurninganna: Hvernig getum við gert sjálfum okkur og öðrum kleift – ein- staklingum, hópum og samfélaginu – að öðlast meiri hamingju? Við lásum fræði- legar tímaritsgreinar, létum reyna á hugmyndir, deildum persónulegum sögum, fundum jafnt fyrir vonleysi og ofsakæti og komum undan vetri með ljósari skilning á því hvað sálfræðin get- ur kennt okkur um hamingjuríkara og fyllra líf.“ Fjölgaði stöðugt Ári síðar var kúrsinn gerður opinber ef svo má segja. „Philip Stone, lærifaðir minn, sem fyrstur kynnti greinina fyrir mér og var líka fyrsti prófessorinn til að kenna jákvæða sálfræði við Harvard, hvatti mig til að bjóða upp á námskeið með fyrirlestrum um þetta efni. Þrjú hundruð og áttatíu nemendur skráðu sig. Í mati sínu í árslok sögðu 20 prósent „námskeiðið eykur lífsgæði manns“,“ segir Ben-Shahar í bókinni. „Næst þegar ég bauð upp á nám- skeiðið skráðu sig 855 nemendur og þar með varð það fjölmennasti kúrsinn í há- skólanum. William James, sem var frumkvöðull í sálfræði í Ameríku fyrir rúmri öld, hélt mér við efnið með því að minna mig á að halda mig við hagnýta hluti og leita að „verðgildi sannleikans á grundvelli reynslunnar.“ Verðgildið sem ég leitaðist við að færa nemendunum var ekki í beinhörðum gjaldmiðli og heldur ekki í gjaldmiðli velgengni eða metorða, heldur í því sem ég vil kalla hinn eina sanna gjaldmiðil, það markmið sem öll önnur markmið miðast við: hamingjunni. Þetta var ekki bara námskeið í kenn- ingunni um „hið góða líf“. Auk þess að lesa og fræðast um rann- sóknirnar í greininni var ætlast til þess af nemendum að þeir beittu aðferð- unum. Þeir skrifuðu ritgerðir þar sem þeir tókust á við ótta sinn og veltu fyrir sér styrkleikum sínum, settu sér metn- aðarfull markmið fyrir vikuna og fyrir áratuginn framundan; þeir voru hvattir til að taka áhættu og finna teygjusvæðið sitt (heilbrigða millistigið á milli þæg- indasvæðis og skelfingarsvæðis). Sjálfum tókst mér ekki alltaf að finna þetta heilbrigða millistig. Ég er feiminn og innhverfur og leið þokkalega vel í fyrsta skiptið þegar ég kenndi sex nem- endum. Það tók töluvert á mig að halda fyrirlestra fyrir hátt í fjögur hundruð stúdenta árið eftir. Þegar hópurinn rúmlega tvöfaldaðist þriðja árið var ég Hann fann ham- ingjuna Bókin Meiri hamingja eftir Tal Ben-Shahar seld- ist meira en aðrar hér á landi fyrir síðustu jól og „hamingjukúrs“ hans við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum er einn sá vinsælasti í sögu skól- ans. Höfundurinn heldur síðar í mánuðinum fyrirlestur á Íslandi um jákvæða sálfræði. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Á meðan ég var í Harvard gekk mér nefnilega mjög vel í námi, átti góðu gengi að fagna í íþróttum, en var jafnframt afskaplega óhamingjusamur! segir Tal Ben-Shahar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.