SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 31
14. mars 2010 31 É g lít svo á að það sé eitt það besta sem ég get gert fyrir parkinsonsjúklinga, að vera með í þessum þætti. En ég býst reyndar við að þetta sé mín síðasta keppni,“ segir Erlingur Sigurðarson, sem greindist með parkinsonsveiki fyrir 22 árum, aðeins 39 ára að aldri, og hefur verið farið á kostum í Útsvari, þar sem hann keppir fyrir Ak- ureyri. Þau hjónin, Erlingur og Sigríður Stefánsdóttir, hafa lengi talið þörf á mun opnari umræðu en raun ber vitni og aldrei farið í felur með sjúkdóminn. Þau ræddu til að mynda á persónu- legum nótum um baráttuna á fundi Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis á dögunum og lýsa reynslu sinni í viðtali Skapta Hallgrímssonar í Sunnudagsmogganum. Það er átak og krefst æðruleysis að stíga fram fyrir skjöldu og ræða einkalíf sitt með þessum hætti. En mikilvægt er það! Sigríður segir í viðtalinu að tilfinningin hafi verið sérstök við upphaf fundarins fyrir norð- an. „Þó að ég sé alvön að tala um hvað sem er og hvernig sem er var það meira átak en ég hélt að standa upp og ræða þetta mál, af því að ég vildi gera það hreinskilnislega og af einlægni. Það kom mér á óvart. Fyrirfram þótti mér það bara fínt; gott skref og þarft – sem það er – en það tók dálítið á.“ Alvarlegir sjúkdómar á borð við parkinsonsveiki reyna ekki aðeins á manneskjuna sjálfa, heldur einnig aðstandendur. Þess vegna er mikilvægt að einnig þeir miðli reynslu sinni. Það má draga lærdóm af orðum Sigríðar er hún segir: „Ég ákvað strax að passa mig á því að líta ekki á Erling bara sem sjúkling. Hann er maðurinn minn; persóna sem verður að fá að halda reisn sinni þrátt fyrir sjúkdóminn, og ekki bara innan fjölskyldunnar heldur í þjóðfélaginu í heild.“ Þetta er viðhorf sem allir ættu að tileinka sér gagnvart manneskjum sem glíma við erfiða sjúkdóma eða fötlun af einhverjum toga. Annað er virðingarleysi. Því miður hefur borið nokkuð á því. Ef til vill vegna þess, að hraðinn og áreitið er svo mikið í nútímasamfélagi. Það hefur til dæmis viljað brenna við, að yngra fólk líti ekki á eldra fólk sem jafningja sína, aðeins vegna þess að það hefur tapað af kröftum sínum. Þjóðfélag sem útilokar hluta þjóð- arinnar með þessum hætti er fátækara eftir. Þá fer reynsla og þekking kynslóðanna fyrir lítið. Enginn skyldi vanmeta Erling Sigurðarson. Það fer ekkert á milli mála í Útsvari að hann á sér fáa jafnoka. Og það er fróðlegt að heyra Sigríði tala um það, þrátt fyrir allt, að kannski hafi líf þeirra Er- lings breyst á jákvæðan hátt. „Það getur vel verið að við hefðum drepið okkur úr stressi og sókn eftir vindi ef Erlingur hefði ekki veikst. Það er mikilvægt að benda fólki á að þetta er ekki bara svartnætti. Það er eðlilegt að fólk sé kvíðið og hrætt en það má ekki vera aðal- atriðið.“ Að síðustu er vert að hafa í huga orð Erlings þegar hann talar um áfallið er hann greindist með parkinsonsveikina: „Maður metur lífið öðruvísi eftir svona áfall. Finnst það meira virði en ella. Lífið er of dýrt til að lifa því ekki.“ Gott skref og þarft „Grundvallaratriði í okkar huga er að fá féð til baka.“ Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, um viðræður um lausn Icesave-deilunnar. „Þau hafa öll beint eða óbeint stutt þann þrýsting, sem Bret- land og Holland hafa beitt Ís- land. Það er ekki notalegt að segja þetta en það er samt staðreynd.“ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, gagnrýndi Norðurlöndin í við- tali við Aftenposten. „Verst var að hús- ið sveiflaðist í lokin á skjálftanum til um marga metra, það fannst mér að minnsta kosti. En tímaskynið ruglast og erfitt að lýsa þessu með orðum.“ Ragnar Ingólfsson, flugvirki og rafeindavirki, sem lenti í jarð- skjálfta í Chile. „Hún telur sig bara vera leikstjóra, hefur ekki viljað láta skilgreina sig sem kvenleikstjóra.“ Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi um Óskarsverðlaunahafann Kathryn Bigelow. „Farrah Fawcett var stórstjarna og þekkt á hverju heimili.“ Ryan O’Neill, vonsvikinn fyrrverandi eig- inmaður leikkonunnar heitinnar, sem ekki var minnst á Óskarsverðlaunaafhendingunni. „Ég var orðinn feitur og þung- lyndur áður, en svo bættist ofan á það hugsun um að ég gæti dáið þá og þegar og mér fannst það bara svalt.“ Söngvarinn Robbie Williams, sem var langt leiddur vegna eitur- lyfjaneyslu á sínum tíma. „Maður þarf svo að hugsa um öll smáu atrið- in, borða rétt, sofa nóg og fara í ísbað.“ Stefán Hrafnsson, nýbakaður Íslands- meistari í íshokkíi með SA. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal þriðja sinn og hóað yrði í ljósmyndara af því tilefni? Að vísu náðist á dögunum mynd af íslenska ut- anríkisráðherranum þar sem hann sat við hlið hins sænska starfsbróður síns. Það hefði verið betra að þeirri mynd hefði verið sleppt. Og besta leiðin og sú heilladrýgsta hefði verið sú að sá íslenski hefði haldið sig heima. Því blaðamaður var að spyrja sænska utanríkisráðherrann út úr og fá skýringar á fjandsamlegri framgöngu í garð Íslands. Ráð- herrann sagði að Svíar hefðu þegar látið Íslendinga hafa milljarða ofan á aðra milljarða af sænskum skattpeningum. Svo þeir skyldu bara hafa sig hæga. Um þessa skattpeninga hafði enginn heyrt. Íslenski utanríkisráðherrann sat þegjandi hjá hinum sænska og staðfesti með þögn sinni og viðveru þessar sérkennilegu fullyrðingar. Svíar hafa ásamt hinum Norðurlandaþjóðunum vissulega lofað lán- um, sem þeir hafa skilyrt með óboðlegum hætti. Þau lán verða á vöxtum sem eru ekki lægri en þeir vextir sem Svíar geta fengið við varðveislu gjald- eyrisvarasjóðs síns erlendis. Þessi lánsloforð er auðvitað þýðingarmikil, en fyrirvararnir sem hengdir eru á þau hækka vextina í raun upp í mestu okurvexti sem þekkjast, þótt þeir myndu ekki greiðast til Svía nema að litlu leyti. Sannir vinir Ís- lands eins og Færeyingar og Pólverjar létu sér ekki detta í hug neina slíka óþurftargerð. Myndi nokkur annar stjórnmálamaður í forystu þjóðar hafa setið þegjandi hjá þegar mynd af aðstoð við landið hans var afskræmd með slíkum hætti á fjölsóttum blaða- mannafundi? Nú vill svo til að í hlut átti einhver kjaftagleiðasti stjórnmálamaður sem Ísland hefur alið og er þó Steingrímur J. talinn með. Maður sem svo ótal sinnum áður mátti að skaðlausu þegja. En ekki þarna og ekki þá. Hver er skýringin á þessari hegðan? Er hún sú að ráðherrann hafi metið það svo að héldi hann fram málstað þjóðar sinnar gæti það hugsanlega skaðað áform Samfylkingar um að- ild að Evrópusambandinu? Því miður er sú skýring líklegust. Sú óráðsgerð verður sífellt dýrkeyptari. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.