SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Side 2

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Side 2
2 14. mars 2010 4-8 Vikuspeglar Sveltu sjö ára dóttur sína í hel, tilraunir með ofskynjunarlyf á saklausu fólki og lifir evran af? 12 Sáuð þið hana systur mína? Birna Ingimarsdóttir Wæhle á Akureyri er eitt hundrað ára í dag. Langamma hennar var systir Jónasar Hallgrímssonar. 22 Hamingusamir ná árangri Rætt við rithöfundinn Tal Ben-Shahar en „hamingjukúrs“ hann við Harvard nýtur mikillar hylli. Hann er væntanlegur til landsins. 28 Ópalið festist í tönnum hestsins Ragnar Axelsson segir söguna bak við myndina af Grána Gamla í Fær- eyjum og eiganda hans sem var nýkominn úr augnaðgerð. 32 Að spúa burt eitrinu Páll Stefánsson, ljósmyndari Iceland Re- view, vinnur nú að því að festa tíu meng- uðustu staði jarðar á filmu. 38 Skottúr í aðra veröld Steinar Þór Sveinsson fór í ævintýralega göngu á fjallið Toubkal í Marokkó og kynntist fjölskrúðugu mannlífi í landinu. Lesbók 48 Skírteini en ekki skýrteini Svanhildur Kr. Sverrisdóttir sér um Tungutak vikunnar. 50 Örlæti er besta orðið Hugleiðingar Aðalsteins Ingólfssonar um myndlist Tryggva Ólafssonar sem verður sjötugur á árinu. 52 Fórnarlömb óreiðunnar Samsæriskenningar eru legíó eins og David Aaronovitch rekur er í bókinni Voodoo Histories. 20 36 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Golli af Páli Óskari Hjálmtýssyni. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið S jaldséðir! hrópar Víðir Sigurðsson á bíla- planinu þegar blaðamaður skýtur upp kollinum. Fyrsta æfingin í tæpt ár. – Er farið að vora? kallar Jón Örn Guðbjartsson þegar komið er í búningsherbergið við gervigrasið í Laugardal. – Vorboðinn? spyr Bjarni Halldórsson glottandi. Það þykir ekki bera vott um karlmennsku að láta lítið á sér kræla yfir háveturinn, en skríða fram í sólskinið á vorin. – Hvert er leyniorðið? spyr Gísli Eyjólfsson tor- trygginn. Hann heldur utan um mannabókhaldið og þar eru engin lausatök. Mönnum er farið að leiðast þófið. Klukkan er orðin tólf. – Klæddu þig úr og talaðu ekki svona mikið! hrópar Ingimar Einarsson. Blaðamaður veit upp á sig skömmina, þó að hann hafi ekki sagt orð, gengur þögull að snaga í horninu og byrjar að klæða sig úr, svo lítið beri á. – Hvað ert þú að gera við minn snaga?! Jón Emil Árnason er mættur í klefann og ryðst að blaðamanni, sem er kominn hálfur í síðbrók- ina, og ýtir honum til hliðar með öllum sínum plöggum. – Þú sérð að það hefur ekkert breyst frá því þú komst síðast; við erum alveg jafnkurteisir, segir Guðbrandur Lárusson og hlær. Það er ríghaldið í hefðirnar í hádegisboltanum hjá Lunch United. Nema hvað, annars hefði félagið varla verið starfrækt í fleiri áratugi. Æft er undir berum himni þrisvar í viku og fullyrt að æfingar hafi aldrei fallið niður. Ekki eins og íslenska vetr- arveðrið sé tilefni til slíks ístöðuleysis. – Sælir! drynur í Einari Kárasyni sem mættur er til leiks. – Nárinn mættur, er kallað að bragði. – Mér þykir þið gamansamir, piltar, svarar Ein- ar og gengur að sínum snaga. Annars svara menn ekki sínum venjulegu nöfn- um í þessum hádegistímum; menn leggja þau til hliðar og eru þess í stað kallaðir „gulir“ eða „rauð- ir“. Það er skipt í lið mánaðarlega og metingurinn mikill. – Þú verður rauður Pétur minn, hvíslar Friðrik Þór Friðriksson og laumar til blaðamanns treyju Manchester United með áletruninni Freddi fantur. Einn helsti aðdáandi United á Fróni, Eiríkur Jóns- son, sér treyjuna og segir: – Svona treyja kostar 15 þúsund í Útilífi! Það er aldrei lognmolla fyrir leiki, enda mikið í húfi. Á leiðinni út á gervitorfuna segir Ívar Páll Jónsson, sem er yngstur þennan daginn: – Þetta lengir lífið hjá þessum mönnum. Á móti kemur að þetta eyðileggur líkamann. En það er bara fínt að vera hnjáliðalaus á elliheimilinu. Gísli hleypur hjá og kallar til blaðamanns: – Leyniorðið er snillingur! Það á vel við. Enginn hógvær í þessum hópi. Enn er leikurinn ekki byrjaður. pebl@mbl.is Einar Kárason fer sjaldnast aftar á völlinn en sem nemur vítateigslínu mótherjanna. Morgunblaðið/Kristinn Leyniorðið er … 18.-21. mars Næstkomandi fimmtudag hefst HönnunarMars 2010 í Reykjavík. Dag- skráin er ótrúlega yfirgripsmikil og fjölbreytt og ótal margt að sjá og gera. Á meðal hápunkta má nefna fyrirlestur David Carson sem er víðfrægur grafískur hönnuður, Reykjavík Fashion Festival sem verður á föstudeg- inum og laugardeginum, 10+ húsgagnasýningu og fleira og fleira. Dagskrána má finna á slóðinni www.honnunarmidstod.is Hönnunar Mars 2010 Við mælum með … 14. mars Í dag kl. 14 hefst örnám- skeið fyrir fjöl- skyldur í Hafn- arborg í tengslum við sýninguna Í barnastærðum. Á sýningunni má sjá íslenska og erlenda hönnun á leikföngum og húsgögnum fyrir börn, en á námskeiðinu verður sett upp sköpunarsmiðja fyrir börnin og fullorðna í fylgd með þeim. Þátttaka er ókeypis. 19. mars Í kvöld verður Gauragangur Ólafs Hauks Sím- onarsonar frum- sýndur á Stóra sviði Borgarleik- hússins. Í leikrit- inu kynnumst við töffaranum og erkiunglingnum Ormi Óðinssyni, vinum hans og óvinum. Tónlistina í leikritinu samdi Nýdönsk. Af sýningu fatahönnuðarins Ricardo Preto á tískuviku í Lissabon á föstu- dag. Sumarlegri gerast kjólarnir ekki. Reuters Veröldin Líður að sumri

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.