Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 7. F E B R Ú A R 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
48. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Sunnudags Mogginn
er nú borinn út með
laugardagsblaðinu
«LISTAPISTILL
MJÓRÓMA KONUR OG
STERKIR STRÁKAR
«BREIÐSKÍFA
Pönkaðir Buxna-
skjónar að norðan
6
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
DJÚPSTÆÐUR klofningur er
kominn upp í Vinstri hreyfingunni –
grænu framboði. Í flokknum er mik-
ill málefnalegur ágreiningur um að-
ildarumsókn Íslands að Evrópusam-
bandinu, um vinnubrögð öll og
málatilbúnað tengdan Icesave-mál-
um, um aðgerðir vegna skuldavanda
heimilanna og um hlutverk Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins hér á landi.
Þetta kemur fram í fréttaskýr-
ingu um málefni VG í Sunnudags-
mogga í dag.
Þar kemur fram að tvær öndverð-
ar fylkingar séu nú í VG. Önnur er
hópur þingmanna í kringum Ög-
mund Jónasson, fyrrverandi heil-
brigðisráðherra, þau Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir, Jón Bjarnason sjáv-
arútvegsráðherra, Atli Gíslason,
Lilja Mósesdóttir og Ásmundur
Einar Daðason.
Kjarninn á bak við Steingrím J.
Sigfússon sé á hinn bóginn Álfheið-
ur Ingadóttir heilbrigðisráðherra,
Árni Þór Sigurðsson, Björn Valur
Gíslason og Svandís Svavarsdóttir.
Þingmennirnir sem styðja Ög-
mund og eru gagnrýnir á störf
Steingríms J. eru þeirrar skoðunar
að brýnt sé að Ögmundur taki á nýj-
an leik sæti í ríkisstjórninni og óvíst
sé hversu lengi stjórnin haldi velli
óbreytt.
Steingrímur J. Sigfússon hefur
líklega aldrei orðið fyrir jafnharðri
gagnrýni úr röðum eigin flokks-
manna. Einn þingmaður VG orðaði
það þannig í gær, að hann óttaðist
að Steingrímur hefði tekið eigin
hagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni
og var þar að vísa til þess hvernig
Steingrímur hefur unnið í Icesave-
málinu.
Djúpstæður klofningur kom-
inn upp hjá Vinstri grænum
Steingrímur J.
Sigfússon
Ögmundur
Jónasson
» Steingrímur og Ög-
mundur talast ekki við
» Stirt er milli Vinstri
grænna og Samfylkingar
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
og Ómar Friðriksson
ÞÓTT ekki hafi verið boðað til frek-
ari funda um Icesave útilokar ríkis-
stjórnin ekki að frekari viðræður
fari fram. Bæði erlendir fjölmiðlar
og stjórnarandstaðan segja hins
vegar útilokað að eitthvað gerist í
málinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu,
sem á að fara fram eftir viku.
„Hollendingar og Bretar hafa tek-
ið fram að menn geti enn talað sam-
an, og ég hef ítrekað að símalínur til
Íslands virka vel og að hér sé gott
netsamband,“ sagði Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra að lokn-
um fundi með fulltrúum úr íslensku
samninganefndinni.
Til stóð að gefin yrði út sameigin-
leg tilkynning landanna þriggja. Að
sögn Steingríms var það slegið út af
borðinu þar sem engu sameiginlegu
var frá að segja. Hann segist ekki
geta spáð fyrir um hvort eitthvað
gerist í málinu fyrir atkvæðagreiðsl-
una. Þá sagði hann að óvíst væri
hvort hann myndi sjálfur kjósa.
„Það gengur hreinlega ekki að
ráðherrar tali í hálfkveðnum vísum
um það hvort hér fari fram þjóðar-
atkvæðagreiðsla og hvort þeir ætli
að taka þátt í henni,“ segir Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins.
„Ríkisstjórnin ber ábyrgð á því að
framkvæma lög, og henni ber að
taka af öll tvímæli um það hvernig
að þjóðaratkvæðagreiðslunni verður
staðið.“
Halda enn í vonina um viðræður
Morgunblaðið/Ómar
Staðan metin Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, kem-
ur til fundar í Stjórnarráðinu í gær.
Fjármálaráðherra segir ekki víst að hann kjósi í fyrirhugaðri þjóðaratkvæða-
greiðslu Erlendir fjölmiðlar segja að ekkert muni gerast fyrir atkvæðagreiðslu
Vakta síma og netpóstinn | 8
NÓG var að gera við að hreinsa snjó af flugvöllum landsins í gær og þessi
vél, sem ber einkennisstafina TF-KAF, var ekki fyrr farin í loftið á Reykja-
víkurflugvelli en dráttarvél fór af stað til að skafa snjó og halda brautinni
auðri. Sá sem hefur setið undir stýri á moksturstækinu hefur eflaust
skemmt sér vel þar sem hann nánast hvarf í púðrið. Ófært var loftleiðina til
Ísafjarðar, en aðrar tafir urðu ekki á innanlandsflugi vegna ofankomu.
TF-KAF TEKUR Á LOFT Í KÓFINU
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jóhannes Jónsson í Bónus keypti
620 fermetra hús á Flórída sex vik-
um fyrir bankahrunið haustið 2008.
Kaupverðið var 1,5 milljónir doll-
ara er jafngilti þá um 150 millj-
ónum króna. Jóhannes keypti húsið
í gegnum einkahlutafélagið Sunnu-
björg ehf. en 11. nóvember 2009 var
félagið hins vegar fært yfir í banda-
rískt félag að nafni The Johannes
Jonsson Trust. Samkvæmt banda-
rískri löggjöf er eigandi hússins þar
með í skjóli frá kröfuhöfum vegna
skuldbindinga í öðrum löndum en
Bandaríkjunum. »22
Setti hús í bandarískt félag
Glæsilegt Einbýlishús Jóhannesar
Jónssonar á Flórída.
Lífeyrissjóðir töpuðu háum fjár-
hæðum á fjárfestingum í hlutabréf-
um eða skuldabréfum fyrirtækja
tengdum Baugi. Þegar tekin er
saman skuldabréfaútgáfa Baugs
Group, 365 hf. (nú Íslensk af-
þreying), Teymis og Mosaic Fash-
ion hleypur hún á samtals 80-90
milljörðum króna. Til viðbótar
bætast svo við 190 milljarða skuld-
ir FL Group og gríðarháar skuldir
Glitnis. Í tilviki síðarnefndu félag-
anna tveggja er hins vegar um að
ræða samtölu skuldabréfa og
bankalána. »22
Lífeyrissjóðir töpuðu
tugum milljarða á Baugi
Jarðskjálfti upp á 7 stig á Richter
varð sunnan við Japan í gærkvöldi.
Upptök jarðskjálftans mældust
vera á 22 km dýpi og var miðja upp-
takanna um 81 km aust-suðaustur
af Naha í Okinawa. Japanska veð-
urstofan varaði við mögulegri flóð-
bylgju. Viðvörunin var afturkölluð
og aðeins sáust litlar öldur. Engar
fregnir höfðu borist af manntjóni
vegna skjálftans í gærkvöldi.
Kröftugur jarðskjálfti
undan ströndum Okinawa