Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 41
Minningar 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
✝ Unnur Bjarna-dóttir fæddist í
Reykjavík 2. janúar
1920. Hún lést á Sól-
vangi í Hafnarfirði 15.
febrúar sl.
Foreldrar Unnar
voru Amalía Gísla-
dóttir frá Helgadal í
Mosfellssveit og
Bjarni Vilhelmsson
frá Neskaupstað.
Amalía giftist Hall-
dóri Guðmundssyni
frá Hellu í Hafnarfirði
og eignuðust þau 7
syni, sem Unnur ólst upp með. Þeir
eru allir látnir, þeir hétu Gunnar,
Guðmundur, Sigurgeir, Halldór,
Hafsteinn, Ásgeir og Baldur.
Hálfsystkini Unnar samfeðra voru
19, þau heita Indiana, látin, Hans
Einar, látinn, Gísli, látinn, Fanney,
látin, Hulda, Stefán, látinn, Sigríður,
Guðfinna, látin, Fjóla, látin, Bjarni,
Þuríður, Lilja, látin, Lilja, Olga,
Ingvar, látinn, Guð-
rún, Kolbeinn, Halldór
og Þórður.
Þann 9. nóvember
1946 giftist Unnur
Stefáni Pálssyni frá
Ásólfsstöðum í Þjórs-
árdal. Bjuggu þau þar
allan sinn búskap, ut-
an fyrsta árið, þá
bjuggu þau á Skriðu-
felli. Unnur og Stefán
eignuðust fjögur börn
þau eru Amalía, Páll,
Guðný og Hafsteinn.
Barnabörnin eru 8 og
langömmubörnin 10. Unnur missti
Stefán 30. janúar 1989 og var hún
ein fyrir austan í 3 ár, seldi þá jörð-
ina og keypti sér íbúð á Sólvangs-
vegi 1 í Hafnarfirði og átti mjög góð
ár þar með góðu fólki.
Útför Unnar fer fram frá Stóra-
Núpskirkju í Gnúpverjahreppi í dag,
27. febrúar 2010, og hefst athöfnin
kl. 14.
Elsku amma mín. Aldrei hefur
mér fundist ég vera eins langt í
burtu og núna þegar þú varst veik
því ég komst ekki til þín að kveðja
nema í huganum. Það er sárt að
kveðja, þú hvíldist og undirbjóst
brottferð þína og núna veit ég að þú
ert komin til afa og saman hefst
ferðin á ný hjá ykkur. Ég hef misst
yndislega góða ömmu.
Það er svo margt sem brýst fram í
huga mér um það á ég ótal margar
líflegar og skemmtilegar minningar
og á ég eftir að sakna þess alls. Ég
var svo heppin að fá að vera mikið
hjá þér og afa í sveitinni. Samband
okkar var gott og ég bar alltaf virð-
ingu fyrir ykkur afa, sem var líka
yndislegur og góður.
Alltaf hlakkaði ég til sunnudag-
anna því í hádeginu var borðaður
veislumatur, lambalæri eða hryggur,
ís og ávextir í eftirrétt og gamla guf-
an hljómaði undir. Andrúmsloftið
var afslappað og þægilegt allir slök-
uðu á. Amma mín, ég kveð þig með
söknuði og virðingu og vil þakka þér
fyrir allar stundirnar og allt sem þú
hefur gert fyrir mig og mína fjöl-
skyldu. Ég mun aldrei gleyma þér,
elsku amma mín.
Hvíl þú í friði.
Kveðja.
Stefán Bryde og fjölskylda.
Þegar mikilvægar manneskjur
kveðja þennan heim er margs að
minnast fyrir okkur sem eftir stönd-
um. Amma Unnur var titluð hús-
freyja á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal
en mér finnst sá titill hljóma aðeins
of grunnur, það að vera húsmóðir í
sveit snýst ekki eingöngu um að
sinna heimabakstri, uppeldi og mat-
argerð alla daga, amma gekk í öll
verk bústarfanna, hvort sem það var
að mjólka, reka beljurnar eða hey-
skap, jafnframt því að halda mynd-
arlegt heimili.
Fyrir mig var ómetanlegt að hafa
þau forréttindi í æsku að vera hjá
þeim í sveitinni og kynnast lífinu þar
þó að mér hafi nú ekkert verið þræl-
að út í vinnu, var víst alltaf prins-
essan í augum ömmu og þurfti mest
lítið að gera nema leyfa henni að
dekra við mig, það er bróðir minn að
minnsta kosti óþreytandi að segja
mér. Oft vorum við saman fyrir aust-
an hjá ömmu og afa, ég, Hrabbi
frændi og Stefán bróðir, þeir voru
vinnumenn hjá afa á hverju sumri og
ég þóttist stundum vera ómissandi
vinnukona hjá ömmu þótt ég hafi nú
líklega mest þvælst fyrir. Við getum
endalaust rifjað upp saman atvik og
ævintýri frá þessum frábæru árum
sem við áttum í sveitinni hjá ömmu
og afa.
Minnisstætt er mér hversu of-
boðslega músahrædd amma var og
þegar einu sinni þvældist ein pínu-
lítil hagamús inn í fjós þegar við vor-
um þar með afa varð hún frávita af
hræðslu og róaðist ekki fyrr en afi
hafði náð músinni, ég sat uppi á stí-
unni, og veltist um af hlátri, mér
fannst þetta svo ofboðslega fyndið
að nokkur gæti verið hræddur við
jafnræfilslegt grey og mús.
Á sumrin var oft margt um mann-
inn á Ásólfsstöðum og heldur betur
líf á bænum, margir komu til að-
stoðar í heyskapnum sem ekki var
eins tæknivæddur og nú þykir sjálf-
sagt, en tekið var á móti öllum sem
höfðingjum af afa og ömmu, veislu-
matur lagður á borð og hjá þeim leið
öllum vel. Þegar ég eltist var alveg
sama hversu lítið ég afrekaði alltaf
var amma stoltust af mér og þreytt-
ist ekki á að hæla hverju sem ég
gerði þótt stundum hafi henni nú
þótt nóg um annríkið hjá nöfnu
sinni.
Eftir fráfall afa Stebba fluttist
amma í yndislega íbúð í Hafnarfirði
á Sólvangsvegi 1, þar endurnýjaði
hún kynni við gamla kunningja úr
firðinum þar sem hún ólst upp og tók
glöð þátt í félagsstarfi íbúa hússins.
Amma var einstaklega barngóð og
þótti best af öllu að fá að umgangast
langömmubörnin sín sem mest og
átti alltaf til eitthvert gotterí handa
þeim þegar þau komu í heimsókn og
endalausa þolinmæði og áhuga á að
spjalla við þau um allt sem þau tóku
sér fyrir hendur.
Elsku amma, í minningu minni ert
þú brosmildasta, fallegasta og ljúf-
asta amma í heimi
Þín
Unnur.
Mig langar að minnast hennar
Unnar í nokkrum orðum. Ég kynnt-
ist henni fyrst þegar ég byrjaði að
fara með Ásgeiri, stórvini mínum og
uppáhaldsfrænda, bróður Unnar, á
Ásólfsstaði í Þjórsárdal.
Þar bjó Unnur ásamt Stefáni og
þangað var alltaf svo gaman að
koma. Ég fór aldrei í sveit svo ferð-
irnar mínar þangað voru mín sveita-
upplifun. Það var frábært að fá að
taka þátt í heyskapnum með öllu
genginu, Hadda, Hrabba, Stebba,
Unni Láru og stundum fleirum. Þá
var sko fjör í heyskapnum og menn
kepptust við að koma heyinu inn áð-
ur en fór að rigna. Svo auðvitað að
gefa svínunum, keyra Zetor-traktor-
inn og allt sem sveitinni fylgir.
Oft skruppum við Ásgeir líka bara
um helgar og fengum svo hennar
gómsæta lambalæri með öllu til-
heyrandi í hádeginu á sunnudegin-
um og skruppum í sund í lauginni í
Þjórsárdal.
Það eru margar góðar minningar
sem tengjast Unni og sveitinni henn-
ar og slíkar minningar fylgja manni
alla ævi. Dagbjört, konan mín, og
strákarnir mínir tveir fengu aðeins
að kynnast Unni og heimsóttum við
hana á Sólvang nokkur jól. Svona
hlý og góð sál sem Unnur var hlýtur
að fá góðan stað eftir að hafa lokið
dvöl sinni á þessari jörð. Guð geymi
þig og blessi og alla þá sem þig
syrgja og sakna. Kær kveðja,
Ásgeir Stefánsson
og fölskylda.
Unnur
Bjarnadóttir
leiksríku verðmætum sem munu
varðveitast í hjartasjóði vorum í
kærri minningu um þig.
Leó Reynir Ólason.
Vinkona mín Geirrún Viktors-
dóttir eða Rúna eins og við köll-
uðum hana hér í Siglufirði er fallin
frá. Við Rúna vorum ágætir vinir þó
örugglega hafi stundum slegið í
brýnu eins og gerist á milli vina.
Fyrst man ég eftir henni sem strák-
ur þar sem hún var nágranni okkar,
síðan alla tíð, þar sem hún var ein af
þeim sem settu svip á bæinn, en því
miður fækkar þeim ört eins og íbú-
unum yfirleitt. Ég á ekkert nema
góðar minningar um Rúnu og okkar
samskipti, þegar ég var í bæjarmál-
um og bæjarstjórn var hún oftast
stuðningsmaður minn, einnig kitlaði
það hégómagirnd mína þegar hús
sagði að loknum athöfnum í kirkj-
unni: Það var auðheyrt að þú varst
að syngja í kórnum, eða síðar ef við
hittumst: Þú varst ekki að syngja,
það var auðheyrt. Þetta var
skemmtilegt að heyra og sagði ég
félögum mínum í Kirkjukórnum
óspart að Rúna væri langbesti
gagnrýnandi kórsins.
Rúna vann hin ýmsu störf eins og
gengur og gerist sjávarplássum,
hún rak um tíma myndbandaleigu,
vann í sjoppu og ekki síst var hún
ákaflega hjálpleg við samborgarana,
því kynntist ég einnig eftir að hún
flutti að Skálarhlíð, þar sem móðir
mín var fyrir, Rúna hafði tekið
tölvutæknina í sínar hendur og
prentaði út myndir sem hún sá og
vörðuðu einhverja sem bjuggu í
Skálarhlíð eða einhverja þeim ná-
komna, þetta kunni móðir mín vel
að meta, svo ég tali nú ekki um allar
þær stundir sem þær spiluðu á spil
ásamt öðrum vinum í Skálarhlíð,
fyrir þetta þakka ég af heilum hug
nú á kveðjustund. Rúna hugsaði vel
um sína og hafði góða yfirsýn yfir
það hvar þeir voru á hverjum tíma
og hvað þeir voru að gera. Ég kveð
vinkonu mína með virðingu og mun
leggja mitt af mörkum við sönginn í
kirkjunni og fyrir hana syngjum við
Rósina eins vel og við mögulega
getum.
Fjölskyldu Geirrúnar votta ég
samúð mína.
Björn Jónasson.
hún hefur bara alltaf verið þarna, ef
ekki úti í garði þá uppi í gróðurhúsi.
Hún og Ingólfur voru, þau ár sem ég
þekkti þau, mjög samhent í garð-
ræktinni enda fengu þau viðurkenn-
ingu fyrir fegrun umhverfis í tví-
gang.
Þegar ég byrjaði að koma lagi á
garðinn í kringum húsið okkar var
gott að getað leitað til Pálínu og
fengið ráðleggingar. Hún var alltaf
tilbúin að aðstoða, já stundum fannst
mér hún vilja ráða of miklu, en oftast
komumst við að sameiginlegri nið-
urstöðu sem hentaði báðum.
Garðurinn í Höfn bar því vitni að
hugsað var um hann af alúð og natni.
Pálínu þótt gaman að reyna við nýjar
tegundir blóma og trjáa, sumt tókst
en annað ekki, það gerði ræktunina
skemmtilega og spennandi. Í garð-
inum í Höfn er furutré sem getur
orðið 3.000 ára gamalt, Pálína hló
mikið þegar hún sagði mér að eflaust
mundi hún ekki lifa það tré.
Í garðinum mínum eru mörg
minnismerki um samskipti okkar
Pálínu, við hlóðum saman steinbeð
og hún gaf mér fjólubláu blómin í
beðið. Runnarnir fyrir ofan húsið,
sem við gróðursettum saman, eru úr
garðinum hennar Pálínu. Greinin
sem brotnaði og Pálína tók í fóstur,
varð að öspunum í hlíðinni fyrir ofan
bæinn minn.
En núna ræktar hún Pálína mín
annan garð á öðrum stað og ég er
vissum að hún fær viðurkenningu
fyrir þann garð líka. Þakka þér fyrir
samfylgdina, Pálína mín, ég geymi í
huganum mynd af þér og Ingólfi að
brasa í garðinum eða gróðurhúsinu.
Já, þannig endar lífsins sólskinssaga.
Vort sumar stendur aðeins fáa daga.
En kannske á upprisunnar mikla morgni
við mætumst öll á nýju götuhorni.
(Tómas Guðmundsson.)
Ásdís og Björn.
✝ Garðar Eðvalds-son fæddist í Mjóa-
firði 13. júní 1932.
Hann lést í Neskaup-
stað l7. febrúar 2010.
Foreldrar hans voru
Eðvald Jónsson, f. 19.
maí 1904, d. 21. júní
1964, og Hólmfríður
Einarsdóttir, f. 23. maí
1912, d. 28. mars 1994.
Garðar var elstur 9
systkina 6 þeirra eru
nú látin. Hann flutti
með fjölskyldu sinni
frá Mjóafirði til Seyð-
isfjarðar árið 1944. Faðir Garðars
stundaði þar sjósókn og börnin
gengu í skóla. Garðar átti þess kost
að stunda nám við Hérðasskólann á
Eiðum í þrjú ár. Árið 1952 fór hann í
Sjómannaskólann í Reykjavík og
lauk þaðan prófi 1953.
Garðar kvæntist Dagmar Ósk-
arsdóttur á Seyðisfirði árið 1957.
Foreldrar hennar voru Olga Joh-
ansen og Óskar Árnason, rafveitu-
stjóri á Seyðisfirði. Þau eru bæði lát-
in. Dagmar og Garðar eignuðust 5
börn. Fyrst fæddist á Seyðisfirði
dóttirin Hólmfríður f. 18. júlí 1957,
en börnin Olga Lísa, f. 23. mars
1960, Arna, f. 6. desember 1962, og
Eðvald, f. 12. nóv-
ember 1966, fæddust á
Djúpavogi. Yngsti son-
ur þeirra hjóna, Óskar,
f. 9. desember 1968,
fæddist á Eskifirði.
Barnabörnin eru 15, 8
stúlkur og 7 piltar.
Garðar fetaði í fót-
spor föður síns og hóf
snemma sjósókn. Allt
hans ævistarf laut að
sjómennsku, útgerð og
fullvinnslu sjávarafla.
Árið 1955 réðst hann
skipstjóri á vertíð-
arbátinn Valþór frá Seyðisfirði og
árið 1957 var hann ráðinn skipstjóri
á Sunnutind sem gerður var út frá
Djúpavogi. Árið 1968 fluttust þau
hjón til Eskifjarðar eftir að Garðar
tók við skipstjórn á síldarbátnum
Guðrúnu Þorkelsdóttur, sem hann
síðar keypti ásamt félaga sínum og
nefndi Sæberg SU 9. Garðar gegndi
auk þessa ýmsum trúnaðarstörfum á
farsælli starfsævi, m.a. í Lionsklúbbi
Eskifjarðar og í málum hjá Sjórétti
þegar hann var ítrekað kallaður til
sem sérfræðingur og umsagnaraðili.
Útför Garðars verður gerð frá
Eskifjarðarkirkju í dag, 27. febrúar
kl. 14. Jarðsett verður á Eskifirði.
Jæja frændi, þú kvaddir með þín-
um stíl. Ekkert vesen í kringum
þetta, ferð hress að heiman að morgni
í smárannsókn og ert allur upp úr há-
degi. Eftir stendur fjölskylda þín,
ættingjar og vinir, okkur er brugðið.
Þú varst kletturinn sem maður hélt
víst að myndi standast allt.
Hugurinn reikar til þess tíma þeg-
ar maður var patti heima í foreldra-
húsum og þú varst heimagangur þar,
þegar þú varst í Stýrimannaskólan-
um. Maður tók eftir því hve mömmu
þótti alltaf vænt um þig frá þessum
tíma. Það segir manni hvaða mann þú
hafðir að geyma. Ég naut þessarar
vináttu ykkar mömmu þegar ég á
skólaárum mínum var plásslaus í
byrjun sumars, mamma hringdi í þig
en þú hafðir þá um veturinn tekið við
skipstjórn á Guðrúnu Þorkelsdóttur.
Svarið sem mamma fékk var: „Sendu
strákinn“. Þetta reyndust mér mikill
happafengur og var ég hjá þér næstu
sumur.
Á milli okkar skapaðist vinátta
þetta sumar 1968 sem síðan hefur
verið náin. Segja má að vinátta okkar
og frændrækni hafi svo aukist til
muna eftir að við Olga fluttum aftur
austur á Eskifjörð. Þrátt fyrir að
starfsvettvangur okkar væri mjög
mismunandi þá náðum við vel saman.
Við áttum okkar góðu stundir saman
og það varð eitthvað mikið að vera á
seyði hjá öðrum hvorum okkur svo
tíminn á milli kaffis og kvöldmatar á
laugardögum væri ekki frátekinn fyr-
ir okkur tvo. Þá hringdir þú: „Ég er
búinn að kveikja undir“. Þetta þýddi
að „gufan“ var tilbúin. Þarna krufðum
við síðan málin, bæjarmálin, lands-
málin eða jafnvel heimsmálin. Oftast
sáum við hvað verið var að gera rangt
og vorum hjartanlega sammála um
lausnir.
Þú varst mikill skíðamaður og ekki
slepptir þú mörgum dögum úr um
helgar ef hægt var að fara í fjallið.
Olga og börnin okkar nutu góðs af
þessu eftir að við fluttum austur. Þú
dreifst þau með þér í fjallið og ef vant-
aði búnað fannst þú hann heima hjá
þér. Ég var sá eini í fjölskyldunni sem
þú hafðir ekki að draga í brekkurnar.
Ef mikil biðröð var í lyftuna fékk ég
að vera bílstjóri þegar þú renndir þér
niður Norðfjarðarmegin og ég keyrði
þér aftur upp í skarð. Ekki varst þú
sáttur við ákvörðun okkar Olgu þegar
við fluttum suður til Reykjavíkur.
Hjálpsemi þín var ótakmörkuð og
ófá voru handtökin sem þú réttir mér,
sumarið sem ég var að lagfæra Ekru
fyrir Dagnýju, við leystum þetta allt
einhvern veginn. Þegar Dagný mín
hafði aðsetur á Eskifirði um nokkurra
ára skeið, þá tókuð þið Damma hana
algerlega upp á ykkar arma og gerð-
uð allt fyrir hana sem hægt var. Einn
ágætur Eskfirðingur sem ég hitti
sagði við mig, hvað er að Gæsa
frænda þínum, hann er allt í einu orð-
inn þrælpólitískur og ver jafnvel
Framsókn. Já, það var eins gott fyrir
fólk að vera ekki að hallmæla henni
frænku þinni þannig að þú heyrðir til.
Minningarnar eru margar en nú er
mál að linni. Missir Dömmu, barna
ykkar, tengdabarna og barnabarna er
mikill og vottum við Olga ykkur öllum
dýpstu samúð. En við vitum líka öll að
þú hefðir einmitt viljað fara svona.
Bestu þakkir fyrir samfylgdina, far
þú í friði, frændi kær.
Jón Ingi og Olga.
Ég trúði vart mínum eigin eyrum
þegar pabbi hringdi og sagði okkur að
Garðar væri látinn. Garðar, þessi
maður sem einhvern veginn átti bara
alltaf að vera til staðar. Frá því ég var
lítil hefur alltaf verið mikill samgang-
ur milli fjölskyldna okkar. Minnis-
stæðar eru án efa skíðaferðirnar í
Oddskarðið, en Garðar á heiðurinn af
því að hafa dregið okkur í fjallið og
bauðst alltaf til að kippa okkur með
uppeftir.
Það var síðan fyrir sjö árum þegar
ég fór í framboð í Norðausturkjör-
dæmi að þau Garðar og Damma buðu
mér íbúð til að vera í á Eskifirði og að-
stoðuðu mig á ómetanlegan hátt. Þeg-
ar ég keypti hús fyrir austan eftir
kosningar, aðstoðaði Garðar pabba
við að koma því í stand. Það var
ósjaldan sem ég leitaði til hans, hvort
sem var til að setja saman húsgögn
með mér eða fá eitthvað lánað. Alltaf
brást hann vel við. Ég man t.d. þegar
við vorum að setja saman hornsófa
sem ég keypti, það var ekki auðvelt
verk. Ég var orðin frekar óþolinmóð
yfir þessu en hann kláraði málið af
sinni alkunnu rósemd og hló bara
þegar ég byrjaði að bölsótast.
Heimili þeirra Garðars og Dömmu
var fastur viðkomustaður á ferðum
mínum austur. Mér þótti mjög heim-
ilislegt og notalegt að heimsækja þau.
Þær voru ófáar máltíðirnar sem ég
snæddi hjá þeim, en ég veit ekki hvort
þau vissu hversu dýrmætar þessar
stundir voru. Þær voru mér ómetan-
legar.
Garðar var ótrúlega yfirvegaður
maður og það var gaman að spjalla
við hann. Við áttum ófá samtölin um
samgöngumál og landsmálin al-
mennt. Hann sýndi því sem maður
hafði að segja áhuga og hafði sjálfur
ákveðnar skoðanir. Garðar var ein sú
traustasta manneskja sem ég hef
kynnst og það voru forréttindi að fá
að umgangast hann og kynnast hon-
um svona vel síðustu ár.
Nú er komið að leiðarlokum. Góður
maður er skilinn við. Maður sem vann
sína vinnu alla ævi af heiðarleika og
vinnusemi. Garðar átti yndislega fjöl-
skyldu og þótti honum gaman að
segja frá barnabörnunum. Við Atli
vottum Dömmu og fjölskyldu, okkar
innilegustu samúð. Minning um ein-
stakan mann lifir.
Dagný Jónsdóttir.
Garðar Eðvaldsson