Morgunblaðið - 27.02.2010, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.02.2010, Qupperneq 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 HÓPUR fótboltastráka frá Ísafirði, þjálfari þeirra og fararstjórar komu til Akureyrar um klukkan tvö í gær eftir óvenjulangt ferðalag. Þeir fóru frá Ísafirði síðdeg- is í fyrradag en gripu til þess ráðs að gista á leiðinni vegna veðurs og ófærðar. „Það var snarvitlaust veður og mjög lélegt skyggni,“ sagði Veigar Jónsson bílstjóri um aðstæðurnar í Broddanesi, töluvert sunnan Hólma- víkur, þar sem ákveðið var að snúa við. Þeir hugleiddu að fara Ennishálsinn en gerðu ekki og það var lán í óláni, segir Veigar. Tveir flutningabílar voru þar fast- ir, rútan hefði örugglega ekki getað snúið við og hóp- urinn þá þurft að hafast við þar um nóttina. Þess í stað var snúið við og haldið til Hólmavíkur á ný og þar fékk hópurinn inni í íþróttahúsinu eftir sjö tíma keyrslu. Strákarnir taka um helgina þátt í Goðamóti Þórs í Bog- anum þar sem eru um 600 strákar, víða af landinu. Voru 12 tíma á keyrslu frá Ísafirði til Akureyrar Hressir eftir langa ferð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Full búð af glæsilegri vorvöru • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Str. 40 - 56 Opið Bæjarlind 10-16 Opið Eddufelli 10-14 Renndir skokkar Námskeið um Opinberunarbókina Tími endurkomu Jesú Krists er í nánd 8 fyrirlestrar verða haldnir um þessi efni á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00 í Loftsalnum að Hólshrauni 3 (við Fjarðar- kaup) HAFNARFIRÐI. Fyrsti fyrirlesturinn verður þriðjudaginn 2. mars og sá síðasti fimmtudaginn 25. mars. Myndasýning til skýringar fylgir öllum fyrirlestrunum. Aðgangur er ókeypis. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða. Björgvin Snorrason flytur fyrirlestrana, en undanfarin 25 ár hefur hann haldið fyrirlestra hér heima, á Norðurlöndum, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Ein merkasta bók Biblíunnar og jafnframt sú síðasta er Opinberunarbókin. Biblían sjálf túlkar ríkulegt myndmál hennar. Hún er öllum mikil uppörvun. Jesús Kristur segir: „Sæll er sá, er les þessi spádómsorð, og þeir, sem heyra þau og varðveita það, sem í þeim er ritað, því að tíminn er í nánd“. Bókin fjallar um deiluna miklu milli góðs og ills, uppruna hennar og lyktir. Hún greinir frá sögu kristinnar kirkju og þátttöku hennar í þeirri baráttu. Henni lýkur með sigri Krists yfir illskunni þegar hann kemur öðru sinni og vinnur bug á ranglætinu og ber réttlætið fram til sigurs. Þá mun Guð búa meðal mannanna og dauðinn mun ekki framar til vera, allt er orðið nýtt. Fremri í atvinnufasteignum | S: 590 7600 Fasteignasala • Atvinnuhúsnæði •Skúlatún 2 • 105 Rvk 1.620 fm heil húseign við Keflavíkur- flugvöll sem er hluti af tollgirðingunni með beinum aðgangi að flugvellinum. Um er að ræða stálgrindarhús sem áður var nýtt sem flugskýli og búið er að breyta í skrifstofur og lagerhúsnæði. Húsið er í útleigu að mestum hluta. Traustur leigutaki. Lóðin er 5.680 fm. að stærð með fjölda af malbikuðum bílastæðum. Íslandsdagur var haldinn í Mílanó í gær að tilstuðlan borgarstjórans, Letizia Moratti. Af því tilefni er sendinefnd íslenskra fyrirtækja stödd í Mílanó, undir forystu Krist- jáns L. Möller, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra. Fyrirtæki og samtök sem tóku þátt í Íslandsdeg- inum eru 23 talsins. Skipulagning ferðarinnar var í höndum utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráðs Íslands, samkvæmt fréttatilkynningu. Málþing var hald- ið sem utanríkisráðuneytið skipu- lagði en á dagskrá voru kynningar á samskiptum landanna, svo og á ís- lenskri hönnun og nýsköpun. Þá hafði Útflutningsráð skipulagt viðskiptafundi með sérstakri áherslu á ferðaþjónustu á sviði funda og ráð- stefna, auk þess að skapa tækifæri fyrir þau íslensku fyrirtæki sem eru áhugasöm um að hasla sér völl á ítalska markaðinum, til að koma sér á framfæri og funda með líklegum samstarfsaðilum. Í lok dagsins var opnuð ljós- myndasýning með myndum frá Ís- landi í einni fjölförnustu göngugötu Mílanóborgar, Corsa Vittario Em- anuel, sem um 900 þúsund manns fara um í viku hverri. Íslandsdagur Þórir Ibsen sendiherra, Kristján L. Möller samgönguráð- herra og Júlíus Hafstein, forstöðum. útflutningsþjónustu utanríkisráðun. Íslandskynning í Mílanó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.