Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16 Listmunauppboð á næstunni Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 551-0400, 896-6511 (Tryggvi), 845-0450 (Jóhann) Erum að taka á móti verkum núna í Galleríi Fold við Rauðarárstíg FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is EFTIR bankahrunið ríkti nokkur óvissa um eignarhald á listaverkum bankanna. Niðurstaðan var sú að þau væru eign kröfuhafa bankanna en ekki íslensku þjóðarinnar jafnvel þótt bankarnir væru komnir í ríkis- eigu. Í kjölfarið var ráðist í faglega úttekt á listaverkasöfnunum með því sjónarmiði að leggja mat á hvaða verk ættu heima í þjóðareign. Samkomulag hefur nú náðst milli og mennta- og menningarmálaráðu- neytisins og Arion-banka um að Listasafn Íslands, og þar með ís- lenska ríkið, hafi 12 ára kauprétt að 193 mikilvægustu listaverkum hans. Á annað hundrað milljónir Þar sem Landsbankinn verður áfram í meirihlutaeigu ríkisins er að óbreyttu ekki talið nauðsynlegt að gera slíkar ráðstafanir með lista- verkasafn hans, sem er hið stærsta af bönkunum þremur, en stefnt er að því að ná sem fyrst fram álíka sam- komulagi um verk Íslandsbanka. „Þetta þýðir að það verður ekkert gert með þessi verk af hálfu bankans á þessu tímabili og við getum keypt þau hvenær sem er, en óski þeir eftir að selja þau eftir 12 ár þá á ríkið for- kaupsrétt,“ segir Katrín Jakobs- dóttir mennta- og menningar- málaráðherra. Þannig hefur ríkið tryggt að verkin verði ekki seld fyr- irvaralaust úr landi. Ekki var lagt verðmat á verkin en í gögnum bank- ans er þó að finna upplýsingar um kaupverð, sem teljast trúnaðar- upplýsingar á milli bankans og fyrri eigenda verkanna. Katrín segir að heildarkaupverð sé áætlað á annað hundrað milljónir króna. „Það hefði getað komið til greina að setja auka fjárhæð inn í fjár- mögnun bankanna og fá verkin í staðinn, en þau eru í raun geymd og ég vonast til að þegar betur árar þá verði hægt að ráðast í þau kaup.“ Bankinn varðveiti verkin? Eins og áður segir fylla 193 verk í eigu Arion-banka fyrsta flokk sam- kvæmt listfræðilegu mati og teljast þau því til þjóðardýrgripa. Það þýðir að þau hafi mikla þýðingu fyrir ís- lenska listasögu eða séu mikilvæg viðbót við listaverkaeign Listasafns Íslands til að hún gefi sem besta mynd af þróun íslenskrar listasögu. Auk þessara verka eru í eigu bank- ans uppstoppaðir fuglar og safn ljós- mynda sem ekki var tekin afstaða til. Verði verkin keypt á næstu árum á eftir að semja um með hvaða hætti þau verða varðveitt. Hugsanlegt er að bankinn muni áfram varðveita mörg verkanna þrátt fyrir að eignar- hald verði á hendi Listasafnsins. Aftur í þjóðareigu  Listræn úttekt var gerð á listaverkasöfnum bankanna  Samið um kaup á verkum sem teljast þjóðardýrgripir Listasafn Íslands annaðist matið á listaverkunum undir yfirstjórn mennta- málaráðuneytisins. Alls voru 193 verk Arion-banka eftir á áttunda tug listamanna metin í fyrsta flokki, þ.e. talin að eigi að vera þjóðareign. Um er að ræða 6 grafíkverk, 3 ljósmyndir, 80 málverk, 11 höggmyndir og skúlptúra, 1 textílverk og 91 verk á pappír. Í tilefni samkomulagsins gaf Arion-banki Listasafni Íslands tvö þessara verka: Flosagjá eftir Þórarin B. Þorláksson og Mansöng eftir Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur. Á listanum eru auk þess m.a. nokkur verk eftir Jóhannes Kjarval, Nínu Tryggvadóttur, Ólaf Elíasson, Gunnlaug Scheving, Snorra Arinbjarnar, Erró, Svavar Guðnason, Huldu Vilhjálmsdóttur, Þorvald Skúlason o.fl. 193 verk eftir yfir 70 listamenn Morgunblaðið/Sverrir Listaverk Í húsakynnum bankanna er að finna mörg fágætustu myndlistarverk þjóðarinnar. Safn Landsbankans er stærst þeirra með um 1.700 verk. Í safni Arion eru 1.200 verk og tæplega 1.100 verk í safni Íslandsbanka. Um 4.000 listaverk af ýmsu tagi eru í eigu föllnu bankanna. Ríkið hefur samið um kauprétt að þeim verkum Arion sem teljast þjóðar- dýrgripir og stefnt er að því sama gagnvart Íslandsbanka. Í HNOTSKURN »Horfið var frá því að skil-greina verkin sem þjóðar- gersemar þar sem það hugtak er hvergi að finna í lögum. »Hugtakið þjóðardýrgripirer hinsvegar skilgreint í frumvarpi um menningar- minjar og var byggt á því. »Kauprétturinn er til 12 ára. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að heimilt hefði verið að kyrr- setja innistæður Baldurs Guð- laugssonar, fyrrverandi ráðuneyt- isstjóra, á bankareikningum hans. Sérstakur saksóknari fór fram á kyrrsetninguna. Baldur skaut málinu til Hæsta- réttar en héraðsdómur hafnaði þann 5. febrúar 2010 kröfu hans um að fella úr gildi þá ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 13. nóv- ember 2009 að kyrrsetja innstæð- ur á bankareikningum hans hjá Nýja-Kaupþingi hf. (nú Arion banka hf.). Fyrr í mánuðinum staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna kröfu Baldurs um að lýsa rannsókn sér- staks saksóknara á ætluðum inn- herjasvikum Baldurs ólögmæta og fella hana niður. Heimilt að kyrrsetja innistæður Baldurs Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is KVIKUINNSKOT er nú í gangi undir Eyjafjallajökli og hefur verið síðan um áramót, að sögn dr. Páls Einars- sonar jarðeðlisfræðings. Þessu hafa fylgt jarðhræringar og þensla jarðskorpunnar. GPS-mælistöð Veðurstof- unnar við Þorvaldseyri hefur færst um 30 mm til suðurs frá áramótum og einnig lyfst. Páll sagði þetta í fjórða skipti sem svona atburðarás kemur fram. Fyrst gerðist það 1994, svo 1999, aftur í fyrrasumar og var þá fremur lítið. „Það sem nú er í gangi er ekki orðið jafn stórt og 1999 en það stefnir óðfluga í það því það er mikil ferð á þessu núna,“ sagði Páll. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur á Veður- stofu Íslands, sagði að hreyfing jarðskorpunnar við Eyjafjallajökul hafi verið mjög hröð frá áramótum og sérstaklega mikil undanfarna fjóra til fimm daga. Í síð- ustu viku var færslan 5-6 millimetrar. Hjörleifur sagði að enginn gosórói hafi mælst undir Eyjafjallajökli núna. „Þetta er líklega mjög djúpt þarna ofan í,“ sagði Hjör- leifur. Kraftur í kvikuinnskoti undir Eyjafjallajökli Færsla GPS-mælis á Þorvaldseyri 1. jan. 2010 25. feb. 2010 Færsla til norðurs í mm á dag. 40 30 20 10 0 -10 -20 -30 -40 60 40 20 0 -20 -40 -60 Hækkun lands í mm á dag. Heimild:VeðurstofaÍslands Enginn gosórói hefur mælst undir jöklinum undanfarið Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is BANKAR eru á ný að verða beinir og óbeinir aðilar að svínaræktinni í landinu. Stórfelldur taprekstur er í greininni, fjármálastofnanir hafa sett afborganir í biðstöðu og dæmi er um að bankar hafi leyst til sín bú. Offramboð er á svínakjöti og verð til framleiðenda lágt um þessar mundir. Hörður Harðarson í Lax- árdal, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir að markaðurinn hafi verið að minnka vegna þess að neyt- endum hafi fækkað vegna efnahags- ástandsins. Sérstaklega hafi munað um erlent verkafólk sem vant er mikilli neyslu svínakjöts. Í skýrslu nefndar um eflingu svínaræktar kemur fram að skila- verð til framleiðenda lækkaði mjög á árinu 2009. „Það er nokkuð ljóst að öll svínabú í landinu eru rekin með tapi og allt eigið fé uppurið í grein- inni,“ segir Hörður og tekur fram að svínabændur hafi ekki heimild til að benda á úrræði til lausnar vegna ákvæða samkeppnislaga. Í erfiðleikum sem urðu fyrir nokkrum árum eignuðust bankar stórar framleiðslueiningar þegar eigendur lentu í fjárhagserfiðleik- um. Staðan er ekki betri núna. Bankar hafa sett afborganir í bið- stöðu enda eiga framleiðendur ekki fyrir breytilegum kostnaði. Hörður segir nýleg dæmi um að banki hafi sett mark sitt á þetta umhverfi og telur vafalaust að fleiri bú séu í skoðun. „Þetta eru erfið mál, ann- aðhvort þarf að loka búunum eða leggja þeim til aukið rekstrarfé,“ segir Hörður. Svínakjöt er mikilvægt hráefni í kjötvinnslunni í landinu. Ljóst er að ef hún leggst af og allt kjöt verður flutt inn mun sú atvinnugrein einnig lenda í vandræðum. Svínaræktarfélag Íslands hefur lýst ánægju með framkomna skýrslu starfshóps landbúnaðarráðherra þar sem hvatt er til þess að ríkið geri samning við svínabændur um starfs- skilyrði greinarinnar Skyldur við innanlandsmarkað Mikil samþjöppun hefur orðið í framleiðslunni. Varað er við þessari þróun í skýrslu starfshópsins. Hörð- ur segir að bú sem framleiði fyrir Evrópumarkað eða jafnvel heims- markað þurfi að nýta stærðarhag- kvæmni. Litlir möguleikar séu fyrir Íslendinga að keppa á þessum mark- aði. „Greinin hefur því fyrst og fremst þær skyldur að sjá innan- landsmarkaðnum fyrir kjöti. Þá er spurningin hvort við viljum láta þetta fara fram í fáum einingum eða miða meira við fjölskyldubú.“ Bankar komnir í svínarækt á ný  Talið að öll svínabú séu rekin með tapi » 58 framleiðendur voru í landinu 1998 » 17 framleiða nú svínakjöt » Eitt búið með um þriðjung framleiðslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.