Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 48
48 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
Fólk
Önnur kvikmyndin um Sveppa
og ævintýri hans, Algjör Sveppi
og dularfulla hótelherbergið, verð-
ur frumsýnd í Sambíóunum 10.
september. Bragi Þór Hinriksson
er leikstjóri myndarinnar og tökur
munu hefjast 25. maí næstkom-
andi. Í tilkynningu vegna þessa
segir að nokkrir af fremstu leik-
urum þjóðarinnar verði í smærri
hlutverkum í myndinni. Banda-
ríska kvikmynda- og dreifingar-
fyrirtækið Falling Letters mun
selja og dreifa fyrstu myndinni,
Algjör Sveppi og leitin að Villa, og
því má líklega spyrja: Er Sveppi
að meika’ða?
Sveppa-mynd frum-
sýnd 10. september
Bubbi Morthens nýtir sér netið,
bloggar á Bubbi.is og er einnig ið-
inn á Fésbók. Í janúar brá hann sér
í hljóðver og tók upp nokkra gamla
blússlagara. Myndbönd voru tekin
af þessu og má nú sjá nokkur slík á
YouTube en það er „gummikarl-
inn“ sem sett hefur upp rás með
þeim og eflaust eru fleiri á leiðinni.
Upptökur af blúsBubba
í hljóðveri á YouTube
Umboðsmaður Íslands, Einar
Bárðarson, á við lúxusvandamál að
stríða. Hann á of marga vini.
„Hvaða rugl er þetta? Ég má ekki
samþykkja fleiri vini á Facebook
nema ég hendi einhverjum út! Má
sem sagt ekki eiga fleiri vini en
4.927! What is the world coming
to?“ segir Einar á Fésbók. Erfitt.
Vandræði fylgja því
að vera vinmargur
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
TÓNLIST Valgeirs Sigurðssonar við
kvikmyndina Draumalandið er nú
komin út á alþjóðavísu. Platan er
gefin út af bedroom community, út-
gáfu Valgeirs sem hann stýrir í félagi
við aðra, en platan kom út hér heima
í takmörkuðu upplagi skömmu fyrir
jól.
Erlendir miðlar fylgjast með
Nú þegar hafa lofsamlegir dómar
um plötuna birst og er hún t.a.m.
plata vikunnar hjá Alarm Magazine
en auk þess er hún tilnefnd til Eddu-
verðlaunanna.
Útgáfa Valgeirs hefur komið sér
upp góðu tengslaneti hvað erlenda
miðla varðar og eru plötur hennar
dæmdar víða og hjá málsmetandi rit-
um.
„Við höfum bæði verið að afla okk-
ur aðdáenda sem fylgjast með hverju
skrefi og svo virðist þetta net okkar
vera að stækka jafnt og þétt. Við er-
um ágætlega kynntir í dag, blað eins
og Wire (biblía nr. 1 í neðanjarðar-
tónlist) er t.a.m. á tánum og stærri
blöð eins og Mojo hafa líka verið að
skrifa. Pitchfork og þessir sérhæfðu
jaðartónlistarmiðlar hafa þá verið
duglegir.“
Fljótlega eftir að Valgeir hófst
handa við verkið sá hann fram á að
tónlistin gæti staðið ein á plötu.
„Ég fór að vinna þetta lengra en
„bara“ kvikmyndatónlist. Í stað þess
að láta tónlistina elta myndina, horfði
ég fyrst á hana, lét hana blása mér
anda í brjóst, og hóf svo að vinna tón-
listina utan við myndina. Lagði hana
til hliðar og einbeitti mér eingöngu
að tónlistinni. Þegar stykkin voru
klár lagaði ég þau svo eins og þurfti
að myndinni.“
Platan stendur þannig ein og sér
sem konseptverk og á henni er
ákveðið inngangs- og leiðarstef.
„Myndin markaði ákveðna stemn-
ingu og leiddi mann á ákveðnar
brautir. Ég átti mjög gott samstarf
við kvikmyndahöfundana og þeir
kölluðu meðvitað eftir mínum vinkli á
þetta. Að einhverju leyti fannst þeim
gott að fá ferskan huga að þessu
enda orðnir sæmilega sósaðir sjálfir
af vinnu við hana.“
Einn fyrir alla, allir fyrir einn
Þannig kom Andri Snær með þá
hugmynd að nota Grýlukvæði Stef-
áns í Vallanesi í myndina („Ekki
fækka ferðir í Fljótsdalinn enn …“).
„Ég fékk Sam Amidon (einn af
bedroom community-liðum, tónlist-
armaður sem vinnur meðal annars
með appalasíu-þjóðlagatónlist) til að
syngja það. Mér fannst forvitnilegt
að sjá hvernig útlendingur myndi
nálgast svona kveðskap sem hefur
lifað með mér og fleiri Íslendingum.
Það er smáhúmor í þessu, en um
leið er þetta stef vonda kallsins ef
svo mætti segja. Draumalandið
tekst á við það hvernig erlend öfl
eru að ráðast að ósnortnum nátt-
úruauðlindum og að fá útlenska
rödd til að syngja um Grýlu gefur
laginu sérstakan blæ í því sam-
hengi.“
Valgeir fékk alla félaga sína í
bedroom community, þá Ben Frost,
Sam Amidon, Nico Muhly og Daníel
Bjarnason til að aðstoða sig við plöt-
una.
„Við vorum allir í húsinu (Gróð-
urhúsinu, hljóðveri Valgeirs) á sama
tíma; allir að vinna að eigin verk-
efnum og með marga bolta á lofti.
Allir lögðu eitthvað til og það er frá-
bært að hafa aðgang að þessum
hæfileikaríka hópi. Það er gott að fá
þeirra skoðanir og þeirra innlegg;
svona svipað og þegar hljómsveitir
starfa. Mér fannst það mikilvægt,
því annars er maður bara að tala við
sjálfan sig.“
Verður leikið á hljómleikum
Ekki stendur til að leika plötuna
sérstaklega á tónleikum en þó er
framundan annar leggur af hinum
svokallaða Whale Watching-túr þar
sem þeir bedroom-félagar leika
saman á tónleikum. Þá verða valin
verk af plötunni leikin auk nýrra.
Það ferðalag endar hér heima á
Listahátíð, hinn 16. maí, þannig að
Frónverjum gefst kostur á að berja
þá augum einnig.
„Ég er mjög áhugasamur um
svona kvikmyndatónlistarvinnu,“
segir Valgeir að lokum. „Mér finnst
skemmtilegt að vinna með sögu og
eitthvað myndrænt og ég hef fullan
hug á að fara nánar út í þessa hluti á
næstu misserum.“
„Það var alltaf hugmyndin,“
segir Valgeir. „Að mínu viti á
útgáfa að virka eins og sía,
skilja hluti frá þar til að góða
„stöffið“ er eftir. Útgáfa á ekki
að vera neitt öðruvísi en t.d.
gott veitingahús, matseðillinn
þarf að vera vel samansettur
og hráefnið meðhöndlað af
kúnst. Ef einn réttur er þér að
skapi þá ætti þig að langa að
smakka á fleiru og helst að
vera fastagestur. Þú þarft alls
ekki að reyna að höfða til allra,
þvert á móti, þeim mun sér-
viskulegra og sérstakara þeim
mun betra, það sem er vel gert
ratar á endanum til sinna. Eins
og t.d. Warp var á 10. áratugn-
um og margir aðrir í gegnum
árin, Stax, Motown, Mute og
fleiri, þó að útgáfurnar væru
kannski jafn ólíkar og þær
voru margar vissi maður alltaf
að það væri einhver fagurfræði
sem tengdi. Það er einhver
heildstæð stefna í gangi og
skýr listræn yfirsýn. Við í
Bedroom Community einbeit-
um okkur mjög markvisst að
færri útgáfum og setjum aldrei
minna en hausinn að veði."
bedroom
community
Platan Svona lítur umslag
Draumalandsins út.
Ljósmynd/Lorenza Daverio
Kvikmyndatónskáld „Ég fór að vinna þetta lengra en „bara“ kvikmyndatónlist. Í stað þess að láta tónlistina elta
myndina, horfði ég fyrst á hana, lét hana blása mér anda í brjóst, og hóf svo að vinna tónlistina utan við myndina.“
Í draumi sérhvers
manns ...
Valgeir Sigurðsson gefur tónlistina við Draumalandið
út á plötu Hluti hennar verður fluttur á Listahátíð
www.valgeir.net
www.bedroomcommunity.net