Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 50

Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN Malneirophrenia, sem er m.a. skipuð Gunnari Theodóri Eggertssyni, kvikmynda- gúrú og barnabókahöfundi, heldur upp á tíu ára af- mæli sitt í kvöld með tónleikum á Bakkus. Sveitin er nokkurs konar hálfrafmagnað klassískt strengjatríó (selló, slagharpa, rafbassi) sem leikur blending kvikmyndatónlistar, rokks og nýklass- íkur. Trommarinn leiður á skutleríi Morgunblaðið náði tali af Gunnari, rétt eftir að hann var búinn að setja kvikmynd í gang fyrir nem- endur sína í HÍ. „Við spilum mjög sjaldan, kannski tvisvar, þrisv- ar á ári,“ segir Gunnar, „og þá annaðhvort á þunga- rokkstónleikum eða í fimmtugsafmælum! Stærstu tónleikar okkar hafa verið á kvikmyndahátíðum, eins og RIFF.“ Gunnar segir að fyrir tíu árum hafi verið fleiri hljóðfæri í gangi, trommur, gítarar og svo fleira, en svo hafi liðsmenn gengið úr skaftinu einn af öðrum. Trymbillinn var sá eini sem var með bílpróf t.a.m. og var orðinn dauðleiður á öllu skutlinu. „Við vorum þrír eftir og það var annaðhvort að hætta eða halda áfram svona. Þannig að við endur- útsettum lögin fyrir þau hljóðfæri sem í boði voru og við fíluðum það vel. Ákváðum að halda í þá sér- stöðu.“ Gunnar segir að sveitin sitji nú á plötu í fullri lengd sem tekin var upp fyrir tveimur árum. Erf- iðlega gangi hins vegar að binda endahnút á ferlið af ýmsum ástæðum. „Platan var tekin upp á segulband og nú á bara eftir að hljóðblanda. Hún SKAL koma út í ár! Á þessu blessaða tíu ára afmæli okkar …“ segir Gunn- ar og hækkar róminn lítið eitt. Ný barnabók í vinnslu Að lokum er Gunnar inntur frétta af næstu barna- bók, en hann fékk sem kunnugt er Íslensku barna- bókaverðlaunin haustið 2008 fyrir bók sína Steindýrin. „Ég er klár með handrit að nýrri bók. Það er vonandi að þeir hugsi jákvætt til mín á Forlaginu.“ Aðgangur er ókeypis og tónleikarnir byrja kl. 21.30. Hljóðlistamaðurinn Narko Nilkovsky hefur leikinn með drunga og dramatík. Samhliða Malneirophreniu verður sérvöldu myndefni varpað upp á skjá, tínt til og klippt saman af Hrafni Hrólfssyni, sérstökum vel- unnara sveitarinnar. „Hún SKAL koma út í ár“  Hljómsveitin Malneirophrenia fagnar tíu ára afmæli í ár  Leikur blending kvikmyndatónlistar, rokks og nýklassíkur Langþráð plata kemur í ár Morgunblaðið/Jim Smart Helmingunartími Malneirophrenia á fimm ára afmælinu sínu. Sveitin fagnar því tíunda í kvöld. http://www.myspace.com/malneirophrenia mbl.is smáauglýsingar Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Leap Year kl. 3:30(600kr) - 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Loftkastalinn sem hrundi kl. 3(600kr) - 6 - 9 B.i. 14 ára Percy Jackson / The Lightning Thief kl. 3(600kr) - 5:30 B.i. 10 ára It‘s Complicated kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Nikulás litli kl. 3:45(600kr) - 6 LEYFÐ Wolfman kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Precious kl. 2(600kr) - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára Leap Year kl. 5:50 - 8 - 10:15 LEYFÐ Loftkastalinn sem hrundi kl. 2(600kr) - 5 - 8 - 11 B.i.14 ára It‘s Complicated kl. 8 - 10:35 B.i.12 ára Avatar 3D kl. 1:40(950kr)* - 4:50 B.i.10 ára Mamma Gógó kl. 2 - 3:50 LEYFÐ Shutter Island kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Loftkastalinn sem hrundi kl. 7 - 10 B.i. 14 ára PJ: The Lightning Thief kl. 3:50 B.i. 10 ára Wolfman kl. 6 B.i. 16 ára Skýjað með kjötbollum á köflum kl. 2(550kr) LEYFÐ Artúr kl. 2(550kr) LEYFÐ Avatar kl. 4 B.i. 12 ára PERCY JACKSON LEGGUR Á SIG MIKIÐ FERÐALAG TIL AÐ BJARGA HEIMINUM FRÁ TORTÍMINGU GUÐANNA! ÓSKARSTILNEFNINGAR M.A. BESTA MYND OG BESTI LEIKSTJÓRI9 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍOI OG REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI HHHHH -H.K., Bylgjan HHHHH -H.S., MBL HHHH+ -Ó.H.T., Rás 2 HHHHH -V.J.V., FBL HHHHH -T.V., Kvikmyndir.is SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI HHH -H.S.S., MBL HHH T.V. - Kvikmyndir.is BRÁÐSKEMMTILEG RÓMANTÍSK GAMANMYND MEÐ AMY ADAMS ÚR „ENCHANTED“ ANNA HAFÐI Í HYGGJU AÐ BIÐJA UM HÖND KÆRASTANS ÞANN 29. FEBRÚAR ...EN ÞETTA ER EKKI KÆRASTINN HENNAR! HHHH Átakanleg saga sem skilur engan eftir ósnortinn... Leikurinn er hreint út sagt magnaður!” - T.V., Kvikmyndir.is HHHH „Scorsese veldur ekki vonbrigðum frekar fyrri daginn.... Shutter Island er útpæld, vel unnin, spennandi og frábærlega leikin.” T.V. - Kvikmyndir.is *Sýningartími gildir á sunnudag Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.