Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
MIKIL óvissa er um frekari viðræður
við Breta og Hollendinga um nýtt Ice-
save-samkomulag og yfirlýsingar í
gær voru misvísandi um möguleika á
frekari samtölum. Í Financial Times
segir að viðræðurnar hafi farið út um
þúfur og hefur FT eftir einum samn-
ingamannanna að gagntilboð Íslend-
inga hafi verið úr takti við raunveru-
leikann.
Mikil umfjöllun var um stöðuna sem
upp er komin í erlendum fréttavef-
miðlum í gær. Litlar líkur eru taldar á
samkomulagi á næstunni og við blasi
að þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara
fram, þar sem Íslendingar felli örugg-
lega lögin. Tekið er í sama streng í
umfjöllun fleiri miðla. Í ritstjórnar-
grein í Financieeledagblad í Hollandi
eru Íslendingum ekki vandaðar kveðj-
urnar og sagt að ástæða þess að þeir
kjósi að fara þessa leið sé mögulega
vegna pólitísks viðvaningsháttar eða
birtingarmynd af stolti víkinga. Önnur
ástæða gæti verið sú að Íslendingar
telji sig ná sterkari samningsstöðu
þegar umheiminum verði brátt ljóst
að Bretum og Hollendingum tókst
ekki að knésetja Íslendinga.
Eftir ríkisstjórnarfund í gær höfn-
uðu forsætis- og fjármálaráðherra því
að slitnað hefði upp úr viðræðunum.
Sögðu ekki fullreynt enn og forsætis-
ráðherra sagði að enn væru tækifæri í
stöðunni sem gætu leitt til sam-
komulags áður en þjóðaratkvæða-
greiðslan á að fara fram.
Skömmu eftir að þessi orð féllu
hafði Reuter-fréttastofan eftir ónafn-
greindum heimildarmanni í hollenska
stjórnkerfinu að engar frekari við-
ræður væru á döfinni við Íslendinga.
Hollensk stjórnvöld yrðu þó áfram op-
in fyrir samskiptum. Financieele-
dagblad hafði svo eftir Steingrími J.
Sigfússyni í gær að ekki væri við því
að búast að viðræður færu strax í
gang en hann tók fram að á Íslandi
væri bæði prýðisgott net- og síma-
samband.
Vakta síma og netpóstinn
Morgunblaðið/Ómar
Til fundar Forystumenn stjórnmálaflokkanna og samninganefndin í Icesave-málinu hittust á fundi í Stjórnarráðinu
í gærkvöldi. Á myndinni kemur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðráðherra til fundarins.
Óvissa um frekari viðræður við Breta og Hollendinga Misvísandi yfirlýsingar um stöðuna Mikil
umfjöllun í erlendum miðlum Flestir virðast búa sig undir að þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram
Seinasta tilboð Íslendinga sem
samningamenn Breta og Hollend-
inga höfnuðu í fyrradag og feng-
ust ekki til að ræða efnislega eft-
ir því sem næst verður komist,
felur í sér að samningstíminn
verði til 6. júní 2016.
Tryggt yrði skv. samkomulag-
inu að lágmarksfjárhæðin á hverj-
um innstæðureikningi, 20.887
evrur á reikning, greiðist að fullu
á samningstímanum.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær fóru Íslendingar
fram á að engir vextir yrðu
greiddir til ársins 2012. Síðan
tækju við stighækkandi vextir út
lánstímann, 2,50% á árinu 2010,
2,75% á árinu 2013, 3% á árinu
2014, 3,25% á árinu 2015 og
3,50% á lokaári samningsins
2016. Meðalvextir á tímabilinu
öllu yrðu þá áætlaðir nálægt 1%.
Í íslenska tilboðinu er gengið
út frá að eignir þrotabús Lands-
bankans gangi upp í Icesave-
skuldina.
Ef einhverjar eftirstöðvar
verða af höfuðstólnum í lok láns-
tímans verði farið með þá fjár-
hæð í samræmi við samkomulag
(Shortfall Indemnity Agreement)
sem vísað er til en hefur ekki ver-
ið birt.
Icesave fullgreitt og frágengið 6. júní 2016
„ÞAÐ eru tak-
mörk fyrir því
hversu lengi
hægt er að halda
almenningi hér á
landi í mikilli
óvissu. Nú er
kominn sá tími að
okkur ber skylda
til að gefa fólki
skýrar línur um
þetta. Það er ekk-
ert annað í boði en að segja þjóðinni
að þjóðaratkvæðagreiðslan fer
fram,“ segir Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það
er ekkert tilefni til að hætta við
hana.“
Bjarni minnir á að sett hafa verið
lög um framkvæmd þjóðaratkvæða-
greiðslunnar og núna verði einfald-
lega að eyða allri óvissu um að af
henni verði. „Menn hafa reynt til
þrautar að ná samningum en án ár-
angurs. Við höfum staðið í þessu
samningaþrefi miklu lengur en við
vorum öll sammála um að hægt væri
að gera fyrir nokkrum vikum síðan.
Þá vorum við sammála um að þetta
þyrfti að vera komið á hreint um síð-
ustu mánaðamót. Við höfum dregið
þetta miklu lengur en til stóð og er
augljóst að núna þarf að skýra lín-
urnar og koma þeim upplýsingum til
fólks að þjóðaratkvæðagreiðslan
verður að fara fram.“
Kosningin
verður að
fara fram
Bjarni
Benediktsson
Bretar og Hollendingar féllust á
breytilega vexti í stað fastra vaxta,
sem miðist við LIBOR-vexti (sem
eru nú um 0,9% á ári) en í þeirra
tilboði 19. febrúar var gert ráð fyr-
ir 2,75% vaxtaálagi ofan á breyti-
legu vextina.
Minnisblað Lee Bucheit, for-
manns íslensku samninganefnd-
arinnar, þar sem gagntilboð Ís-
lendinga er rakið, var birt á
vefsíðunni WikiLeaks.org í gær.
Þar er rökstutt og gagnrýnt að til-
boð Breta og Hollendinga feli í sér
að ríkin tvö hagnist á sam-
komulaginu um sem svarar 90
milljörðum íslenskra kr. á kostnað
skattgreiðenda. Niðurfelling vaxta
í 2 ár kosti um 20 milljarða en
vaxtakostnaður Íslands vegna
2,75% vaxtaálagsins hækki
greiðslur Íslendinga um 110 millj-
arða. Eftir stæði 90 milljarða gróði
Breta og Hollendinga.
Í tilboði Breta og Hollendinga,
sem einnig var birt á WikiLeaks, er
lagt til að fyrstu tvö árin verði
vaxtalaus. Halda þeir því fram að
þetta jafngildi 450 milljónum evra
lægri vaxtagreiðslum.
Tekið er fram að Bretar og Hol-
lendingar muni áfram virða efna-
hagsfyrirvarann sem þeir féllust á
í samkomulaginu sl. haust.
Myndu hagnast um 90 milljarða
STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagði að loknum rík-
isstjórnarfundi í gær að óvíst væri
hvort hann kysi í komandi þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Jafnframt sagði
hann ljóst að ákvæði hann að mæta
á kjörstað kysi hann með samn-
ingnum.
Aðspurður hvort ekki væri óeðli-
legt að fjármálaráðherra sniðgengi
kosningarnar sagði hann að það
mætti færa rök fyrir slíku en sagði
jafnframt að kosningarnar væru
þegar orðnar úreltar þar sem betra
tilboð hefði borist frá Bretum og
Hollendingum. Þjóðaratkvæða-
greiðslan leysti ekki málið.
Fer Stein-
grímur ekki
á kjörstað?
Óvíst hvort Steingrímur kýs
mbl.is | SJÓNVARP