Morgunblaðið - 27.02.2010, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.02.2010, Qupperneq 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Best er að panta sem fyrst til að tryggja sér góðan stað í blaðinu! . Í miðri kreppu eru Íslendingar að uppgötva á nýjan leik gæði innlendrar framleiðslu. Hvar sem litið er má finna spennandi nýjar lausnir, vandaða smíði og framúr- skarandi hönnun. Viðskiptablað Morgunblaðsins skoðar það besta, snjallasta og djarfasta í íslenskri framleiðslu í veglegu sérblaði um þekkinguna og þrautsegjuna í Íslensku atvinnulífi fimmtudaginn 4. mars. MEÐAL EFNIS: Hvað eru fyrirtækin að gera og hvað hafa þau að bjóða? Hvernig hindranir þarf að fást við og hvaða möguleikar eru í stöðunni? Hverjir eru styrkleikar íslenskrar framleiðslu og hvað ber framtíðin í skauti sér? Hvaða forskot hefur íslensk framleiðsla á erlendum mörkuðum í dag? ÍSLENSKT ER BEST LANDBÚNAÐUR - HANNYRÐIR - HANDVERK - VEITINGAR - HNOSSGÆTI - FISKIÐNAÐUR LYF - LÆKNINGAR VÉLAR - TÆKIFATNAÐUR - SKARTGRIPIR - AUKAHLUTIR - MENNING - LISTIR - VERSLUN - ÞJÓNUSTA FERÐAÞJÓNUSTA - FJÖLMIÐLAR - ÚTGÁFA - TÖLVUR - TÆKNI - HÚSGÖGN - HEIMILI - FRÆÐI - RANNSÓKNIR PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 1. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Sigríður Hvönn Karlsdóttir Sími: 569 1134 sigridurh@mbl.is VIÐSKIPTABLAÐ ÍSLENDINGAR hafa nú í á annað ár deilt við Breta og Hollendinga vegna innistæðutrygginga. Stjórnvöld þessara ríkja hafa sýnt Ís- lendingum mikla óbil- girni í samninga- viðræðum og ætlast til þess að við und- irgöngumst nauðung- arsamninga sem fela í sér hærri fjárgreiðslur en ríkissjóður mun nokkru sinni geta staðið undir. Forseti Íslands sýndi mikla djörf- ung er hann synjaði svokölluðum Icesave-lögum staðfestingar á dögunum og nú þegar málið er í höndum þjóðarinnar er við hæfi að rifja upp samskipti Íslendinga og Breta í tímans rás. Greinar mínar um þessi mál verða þrjár að tölu og munu þær birtast í blaðinu á næstu dögum. Í umfjöllun minni um þessi mál þykir mér vert að greina fyrst af öllu frá þætti Breta í uppgangi öfgaafla í Weimar- lýðveldinu þýska. Versalasamningarnir Að loknum ófriðnum mikla 1914 til 1918 gerðu Bretar og Frakkar harkalegar kröfur til hins sigraða Þýskalands. Markmið breskra og franskra ráðamanna var að búa svo um hnútana að þýska þjóðin fengi aldrei risið til fyrri vegs. Samningarnir í Versölum voru nauðungarsamningar. Þýsku sendifulltrúarnir voru hafðir í gísl- ingu og sýnd hin mesta niðurlæg- ing. Á friðarþinginu í Versölum var Þjóðverjum gert að gefa eftir hundrað þúsund ferkílómetra lands, en íbúar þeirra landsvæða voru alls tíu milljónir talsins. Þá skyldu þeir láta af hendi allar ný- lendur sínar, en íbúar þar voru samtals tólf milljónir. Nýlend- urnar voru ekki teknar af Þjóð- verjum til að færa völdin í hendur innfæddra, heldur til að bæta þeim við nýlenduveldi Vest- urlanda. Þjóðverjum var gert að greiða svimandi háar skaðabætur og þeim sett margvísleg auðmýkj- andi skilyrði. Bretar og Frakkar vildu láta kné fylgja kviði í kjölfar styrjaldarinnar: Þjóðverjum skyldi ekki sýnd nein linkind. Í fararbroddi bandamanna voru David Lloyd George, forsætisráð- herra Breta, og franskur starfs- bróðir hans, Georges Clemenceau. Vitaskuld bar Þjóðverjum skylda til að greiða skaðabætur, enda höfðu herir þeirra unnið gríðarlegt tjón, sér í lagi í Belgíu og Frakklandi. Hefndarlöngun bandamanna átti sér þó fá tak- mörk og var Þjóðverjum þröngvað til að játa á sig stríðssök, þó að þeir fyndu ekki sök hjá sér. Hafn- banni var viðhaldið löngu eftir að stríði lauk sem leiddi til mann- dauða af hungursneyð. Þýskum stjórnvöldum reyndist erfitt að halda uppi friði heima fyrir. Nú var allt í uppnámi og æsingum, blóðugir bardagar voru víða, verk- föll og óeirðir verkafólks, viðskipti trufluðust og blöð hættu að koma út. Lýðræðissinnar sakaðir um drottinsvik Lýðræðisflokkarnir þýsku stóðu berskjaldaðir undir ásökunum um svik við málstað Þjóðverja, en þeim var þó nauðugur sá kostur að skrifa undir. Verkefnið að byggja upp lýðræðisþjóðfélag í Þýskalandi hvarf í skuggann af þeirri óbærilegu skyldu að greiða stríðsskaðabæturnar. Lýðræð- isþróun var heft með hinum harkalegu refsiaðgerðum. Þjóð- verjar gátu ekki með neinu móti greitt stríðsskaðabæturnar og svo fór að Frakkar sendu herlið inn í Ruhr-héruðin í árs- byrjun 1923. Banda- menn sáðu fræjum haturs og hefnd- arhugar. Í fyllingu tímans jókst hern- aðarandinn. Hern- aðarandi sem var kjörinn jarðvegur fyr- ir lýðskrumara á borð við Adolf Hitler. Hann vann hug og hjörtu Þjóðverja með því að rífa Versala- samninginn í tætlur. Hófust nú gríðarlegar framkvæmdir í Þýska- landi, meðal annars lagning hrað- brautanna, en hinn mikli upp- gangur Þýskalands í miðri heimskreppu vakti öfund víðs- vegar um álfuna. Útþenslustefna Þjóðverja mætti lítilli raunveru- legri mótspyrnu fram til þess tíma er þeir réðust inn í Pólland og Ne- ville Chamberlain, forsætisráð- herra Breta, lagði barnslegan trúnað á yfirlýsingar Hitlers um frið á fundum þeirra í München 1938. Hernaðarstefna hafði heltekið Þjóðverja í hetjudýrkun, hroka- fullri framgöngu og stórkostlegri vígvæðingu sem endaði í versta hildarleik mannkynssögunnar. Slík urðu örlög þýsku þjóðarinnar, sem verið hafði í fararbroddi menntunar og menningar á heims- vísu. Lærdómurinn af ófriðnum mikla Ófriðurinn 1914 til 1918 átti að verða „styrjöld til að binda enda á styrjaldir“. Kröfur bandamanna til Þjóðverja leiddu þvert á móti til uppgangs öfgaafla í Þýskalandi og loks enn verri styrjaldar. Telja má víst að mál hefðu þróast á annan veg ef fylgt hefði verið leiðsögn Woodrow Wilson Bandaríkja- forseta, sem lagði áherslu á að ekki mætti ganga of nærri hinu sigraða Þýskalandi. Í þessu sam- bandi er vert að minnast þess að Bretum og Frökkum hefði aldrei auðnast að hafa sigur í styrjöld- inni án þátttöku Bandaríkja- manna. Hinar harkalegu kröfur Breta og Frakka skildu eftir sár sem seint gróa að fullu. Ég tel að þessi óheyrilega framkoma gagnvart Þjóðverjum hafi lagt grundvöll að völdum nasista í Þýskalandi. Hefðu mildari viðhorf ráðið för er næsta víst að nasistar hefðu aldrei náð völdum í Þýskalandi og heimsbyggðin sloppið við hild- arleik síðari heimsstyrjaldar. Þessa sögu er vert að hafa í huga nú þegar Bretar og Hollend- ingar heimta svimandi háar fjár- greiðslur af Íslendingum, fjár- greiðslur sem Íslendingum er, líkt og Þjóðverjum forðum, fyr- irmunað að standa undir. Í næstu grein mun ég fjalla um fórnir Íslendinga í síðari heims- styrjöld og átök við Breta á mið- unum umhverfis landið. Inneign Íslendinga hjá Bretum verður ekki metin til fjár Eftir Matthías Bjarnason Matthías Bjarnason » Þessa sögu er vert að hafa í huga nú þegar Bretar og Hollendingar heimta svimandi háar fjár- greiðslur af Íslend- ingum, fjárgreiðslur sem Íslendingum er, líkt og Þjóðverjum forðum, fyrirmunað að standa undir. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, Andrés Magnússon, skrifar grein í Morgunblaðið síðastliðinn þriðjudag til stuðnings nýjum einkaspítala á Keflavík- urflugvelli. Hann fagn- ar því að „sjálfstætt starfandi heilbrigð- isfyrirtæki“ hafi nær öll gengið til liðs við samtök atvinnurek- enda, „enda líta þessi fyrirtæki á sig sem hluta af íslensku atvinnulífi“. Samtök atvinnurekenda í verslun og þjónustu vilji styðja við bakið á þess- um fyrirtækjum „með öllum ráðum“. Mikilvægt sé að starfsemi þessara fyrirtækja eflist, enda sé það hagur allra að heilbrigðisþjónustan verði rekin á eins hagkvæman hátt og kost- ur er: „Það gerist ekki með ríkisrek- inni heilbrigðisþjónustu eingöngu.“ Gamalkunn hvatning Framkvæmdastjórinn vitnar í álits- gerðir OECD máli sínu til stuðnings. Í því sambandi er vert að geta þess að fulltrúar þeirrar samkundu hafa margoft komið hingað til lands, m.a. að tala fyrir einkavæðingu á sviði heil- brigðismála og reyndar einnig hús- næðismála; ráðleggingar sem Íslend- ingar prísa sig sæla að hafa ekki tekið of alvarlega. Grein Andrésar er ekki aðeins stuðningsgrein við fyrirhugaðan nýj- an einkaspítala. Hún er jafnframt svar við skrifum mínum um sama efni. Þar hafði ég minnt á að „einkarekst- ur“ hinna „sjálfstætt starfandi heil- brigðisfyrirtækja“ væri meira og minna kostaður af skattborgaranum; að sumum þætti of langt hafa verið gengið í einkavæðingu innan heil- brigðisþjónustunnar hér á landi þótt bærileg sátt hefði þó ríkt um samsetn- inguna. Þá benti ég á það í þessum skrifum mínum að ef fjármagn færi að renna til einka- rekins spítala, gæti það bitnað á öðrum einka- praxís í heilbrigðisþjón- ustunni. Sú hætta er enn meiri á samdrátt- artímum. Launþegar hjá nýjum atvinnu- fjárfestum Andrés Magnússon staðhæfir: „Stækkandi hópur fólks vill sjálfur fá að ráða ferðinni í þessum efnum.“ Já, eflaust. En hverjir skyldu þetta vera? Hverjir vilja fara með heilbrigðisþjónustuna inn á vettvang verslunar og viðskipta? Hafa læknar, sem nú reka sinn einkapraxís, áhuga á að verða launamenn á einkareknum sjúkrahúsum, sem rekin eru til að skapa eigendunum arð? Telja sjúkra- liðar að hlutskipti sitt verði betra? Líta þeir á Samtök verslunar og þjón- ustu sem sín félagslegu heimkynni; að þeir séu bisnessfólk fremur en heil- brigðisstarfsmenn? Og hvað um skatt- borgarann? Er hann áhugasamur? Vill hann halda inn í markaðsvætt heilbrigðiskerfi? Eða stendur einhver í þeirri trú að skattborgarinn eigi hvergi að koma nærri? Halda menn að fjárfestirinn ætli ekki að hafa neitt upp úr krafs- inu? Í umræðu um einkarekna spítala á Alþingi nýlega var ég spurður hvers vegna ég vildi ekki leyfa einkaaðilum að fara sínu fram. Því er til að svara að fyrir mér mega einkaaðilar reisa alla heimsins spítala. En þegar þeir ætlast til þess að ég borgi fyrir reksturinn úr mínum skattborgaravasa þá vil ég vera með í ráðum. Vissulega eru til spítalar, sem rekn- ir eru fyrir beingreiðslur efnamanna og með fjármunum frá einkatrygg- ingum þeirra. Dæmi um slíkt þekkja menn frá Bandaríkjunum, Suðaustur- Asíu og víðar. En eftir því sem ég best fæ skilið eru forsvarsmenn hugmynd- arinnar um einkaspítalann í Keflavík helst að horfa til Evrópusambandsins um viðskiptavini og kveðast þeir vilja nýta sér heimildir innan EES um „viðskipti“ með heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Samkvæmt þessu eru það skattgreiðendur í viðkomandi ríkjum sem borga brúsann. Fram hafa komið efasemdir um þetta fyr- irkomulag og varnaðarorð um að farið verði varlega í sakirnar svo ekki verði grafið undan almannaþjónustunni. Hér ber Íslendingum að sýna ábyrgð. Einhvern tímann var sagt, það sem þér viljið að aðrir gjöri yður skulið þér og þeim gjöra! Spurningar sem verður að svara Spurningar sem verður að svara áður en haldið er út í þetta einkavæð- ingarferli snúa að íslenskum skatt- greiðendum. Munu íslenskir sjúkling- ar fá bót sinna meina á nýja sjúkrahúsinu? Koma íslenskar sjúkratryggingar til með að borga? Hvaða lög og reglur gilda um EES- sjúklingana? Hvað um réttindi þeirra sjúklinga? Ég tel þær staðhæfingar ekki standast að það sé þjóðhagslega hag- kvæmt og skynsamlegat að fara út í ríkisrekinn „einkarekstur“ í heil- brigðisþjónustunni á sama tíma og seglin eru dregin saman í almanna- þjónustunni. Verslað með heilbrigðisþjónustu Eftir Ögmund Jónasson »… fyrir mér mega einkaaðilar reisa alla heimsins spítala. En þegar þeir ætlast til þess að ég borgi fyrir reksturinn … vil ég vera með í ráðum. Ögmundur Jónasson Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.