Morgunblaðið - 27.02.2010, Qupperneq 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
✝ Alda Stef-ánsdóttir fæddist
á Dalvík 30. ágúst
1921. Hún lést á
Dalbæ, Dalvík, 25.
janúar sl. Foreldrar
hennar voru Rann-
veig Jónsdóttir, f. 17.
desember 1886 á
Skúfsstöðum í Hjalta-
dal, d. 18. október
1964, og Stefán Rögn-
valdsson, f. 4. sept-
ember 1889 á Skeggs-
stöðum í
Svarfaðardal, d. 8.
október 1979. Systkini Öldu eru: 1)
Sigríður Anna, látin, 2) Sigvaldi,
látinn, 3) Jón Skagfjörð, látinn, 4)
Gunnar Anton, látinn, 5) Þórir
Hreggviður, búsettur á Dalvík, 6)
Agnar, látinn, 7) Alma, búsett á Ak-
ureyri.
Alda giftist 30. desember 1944
Steini Símonarsyni frá Siglufirði, f.
30. ágúst 1920, d. 4. október 1998.
Börn þeirra eru: 1) Stefán Veigar,
f. 8. apríl 1947, d. 16. febrúar 2010.
2) Símon Páll Steinsson, f. 14. jan-
úar 1949, kvæntur Sigurlaugu Stef-
ánsdóttur, f. 7. maí 1952. Synir
þeirra eru: a) Steinn,
f. 26. júní 1975,
kvæntur Árnýju Elfu
Helgadóttur og eiga
þau tvö börn, Kristján
Pál og Rakel Öldu, b)
Hreggviður, f. 10. maí
1978, kvæntur Hall-
dóru Sigr. Guðvarð-
ardóttur og eiga þau
tvö börn, Dagnýju
Lind og Andra Fann-
ar, c) Hinrik, f. 30.
maí 1988, í sambúð
með Maríu Billeskov
Pétursdóttur. 3) Sig-
urlína Steinsdóttir, f. 4. mars 1957,
í sambúð með Samúel M. Karlssyni,
f. 1. mars 1958. Börn þeirra eru: a)
Jón Aldar, f. 27. mars 1991, b)
Katla, f. 26. janúar 1997.
Alda byrjaði ung að hjálpa til við
hin ýmsu heimilisstörf og á ung-
lingsárunum byrjaði hún að vinna
við beitningu og uppstokkun, einn-
ig vann hún á sumrum við síld-
arsöltun. Síðar vann hún hjá Sölt-
unarfélagi Dalvíkur og hjá Stefáni
Rögnvaldssyni ehf. síðustu árin.
Útför Öldu fór fram frá Dalvík-
urkirkju 30. janúar 2010.
Og hver á nú að blessa blóm og dýr
og bera fuglum gjafir út á hjarnið
og vera svo í máli mild og skýr,
að minni í senn á spekinginn og
barnið,
og gefa þeim, sem götu rétta flýr,
hið góða hnoða, spinna töfragarnið?
Svo þekki hver, sem þiggur hennar
beina,
að þar er konan mikla, hjartahreina.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Hvíl í friði, elsku Alda mín.
Laufey Stefánsdóttir.
Alda Stefánsdóttir
✝ Stefán VeigarSteinsson fæddist
á Dalvík 8. apríl 1947.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 16. febrúar
sl. Foreldrar hans
voru Alda Stef-
ánsdóttir, fædd á Dal-
vík 30. ágúst 1921, en
hún lést 25. janúar sl.,
og Steinn Símonarson
frá Siglufirði, f. 30.
ágúst 1920, d. 4. októ-
ber 1998. Systkini
Stefáns eru: 1) Símon
Páll Steinsson, f. 1949, kvæntur
Sigurlaugu Stefánsdóttur og eiga
þau 3 syni og 4 barnabörn. 2) Sig-
urlína Steinsdóttir, f. 1957, í sam-
búð með Samúel M. Karlssyni og
eiga þau 2 börn.
Stefán var í sambúð með Loreley
Gestsdóttur í rúmlega 20 ár. Eftir
hefðbundna skóla-
göngu á Dalvík starf-
aði Stefán við ýmis
störf á Dalvík. Árið
1981 stofnaði hann
ásamt bróður sínum,
og fleirum fyrirtækið
Stefán Rögnvaldsson
ehf. Þá starfaði Stef-
án um árabil við
kirkjugarða Dalvík-
ur. Á sínum yngri ár-
um var Stefán ágætis
íþróttamaður. Stund-
aði hann skíði og fór
einn vetur til Noregs
og vann þar á skíðahóteli. Einnig
hafði hann mikinn áhuga á fótbolta.
Stefáni fannst gaman að spila
bridge og vann til margra verð-
launa á bridgemótum.
Útför Stefáns verður gerð frá
Dalvíkurkirkju í dag, 27. febrúar
2010, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð..
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Sofðu rótt kæri vinur.
Ég votta ástvinum og ættingjum
Stebba mína dýpstu samúð.
Guð styrki ykkur í sorginni.
Lóreley.
Stefán, mágur minn, er látinn eft-
ir að hafa barist við veikindi um
skeið. Hann var þó ekki nema rúm-
lega sextugur. Stebbi, eins og hann
var alltaf kallaður, var alla tíð
heimakær og ferðaðist ekki mikið.
Honum leið best ef allt hans fólk var
í kringum hann, einkum þegar Lína
systir hans kom með sína fjölskyldu
og stoppaði í nokkra daga.
Þegar ég kynntist Stebba var
hann með kindur á fjárhúsum og
undi þar allan sinn frítíma. Þar
fengu eldri strákarnir mínir líka að
eiga kindur. Þá voru lömbin heim-
sótt á vorin og heyjað „uppi á túni“ á
sumrin. Þetta voru skemmtilegir
tímar og þarna fékk ég smáuppbót á
mína alltof stuttu sveitaveru. Alltaf
var farið í réttir og oft fórum við líka
með Stebba til Ólafsfjarðar í réttir
og stundum alla leið vestur í Fljót,
til að leita að týndum kindum. Þetta
þótti okkur öllum mjög gaman.
Haust eftir haust keyrði ég með
strákana á eftir rekstrinum úr Múl-
anum, þar sem Stebbi var gangna-
foringi. Hann var einstaklega barn-
góður og fengu allir litlir gangna-
menn að trítla með, meðan litlir
fætur gátu. Í Múlann fór hann líka
oft seinna á haustin, ásamt bróður
sínum eða föður, til að sækja ein-
hverjar kindur, sem ekki skiluðu sér
í göngum. Var þá stundum teflt á
tæpasta vað, en alltaf komu þeir
heilir heim. Svo kom riðan og þar
með var gamanið búið. Stebba lang-
aði samt alltaf til að eignast kindur
aftur, en aldrei varð úr því.
Árið 1981 stofnaði Stebbi útgerð
og fiskverkun – Stefán Rögnvalds-
son ehf. – ásamt Palla bróður sínum
og fleirum. Þá tóku við annasöm ár í
verkun á saltfiski og skreið. Þá var
ekki alltaf spurt um unninn tíma-
fjölda heldur unnið meðan þurfti og
svo var farið af stað aftur eld-
snemma næsta dag til að undirbúa
daginn. Stebbi vann alla tíð við fisk-
verkun og þótti einn af betri hand-
flökurum á staðnum. Með allri þess-
ari vinnu var hann svo grafarmaður í
Kirkjugörðum Dalvíkur í tugi ára.
Vann hann það verk af mikilli sam-
vikusemi og hugsjón, enda voru
garðarnir honum mikið áhugamál.
Önnur áhugamál Stebba voru
samt nokkur. Hann var mikið á skíð-
um á yngri árum, einnig hafði hann
mikinn áhuga á fótbolta og hélt upp
á Everton í ensku deildinni. Á seinni
árum spilaði hann bridge og á tölu-
vert safn af verðlaunagripum frá
bridgemótum.
Eins og áður sagði var Stebbi ein-
staklega barngóður og hafa öll börn
sem komu nálægt honum notið góðs
af því. Sérstaklega þótti honum
vænt um þegar börn og barnabörn
fyrrverandi sambýliskonu hans
komu í heimsókn.
Þegar heilsu tengdamóður minnar
– Öldu – hrakaði flutti Stebbi inn til
hennar og bjuggu þau saman upp
frá því. Þar var oft glatt á hjalla.
Núna eftir áramótin fór Alda inn á
Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, þar
sem hún lést svo 25. janúar sl. og
Stefán fór vegna sinna veikinda á
sjúkrahús, þar sem hann dvaldi að
mestu þar til hann lést 16. febrúar.
Elsku Stebbi minn, mikið þakka
ég þér fyrir allar skemmilegu stund-
irnar og hvað þú varst alltaf góður
við strákana mína og ekki síðri við
þeirra börn, þegar þau komu í heim-
sókn.
Sigurlaug (Silla).
Nú er komið að kveðjustund og
margs að minnast. Þegar við hugs-
um til þín eru okkur efst í huga allar
góðu stundirnar í hjólhýsinu þar
sem við spiluðum krikket, Olsen-Ol-
sen, drukkum kók og borðuðum
nammi í ómældu magni. Það var líka
gott að heimsækja ykkur Öldu á hól-
inn þar sem alltaf var tekið vel á
móti okkur. Við sátum í eldhúsinu
eða í stofunni og spjölluðum ýmis-
legt. Þú varst með þinn húmor, áttir
það til að stinga inn þínum eigin orð-
um í umræðuna eins og „ lille gúb-
ben og Rabbabara Rúna, núna“.
Þú varst gjafmildur og í mörg ár
komst þú á gamlársdag með flug-
elda handa okkur systkinunum og
hlökkuðum við alltaf jafn mikið til að
fá þig í heimsókn. Hver veit nema
við tileinkum þér einn stóran flugeld
á næstu áramótum.
Elsku Stebbi, takk fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur. Það verður
aldrei til neinn eins og þú.
Guð geymi þig.
Sæþór, Sjöfn, Sindri Ólafsbörn.
Góður maður er fallinn frá. Þegar
maður hugsar til Stebba þá koma
upp í hugann allar skemmtilegu
stundirnar með honum þegar við
systkinin vorum yngri. Stebbi
kenndi okkur ólsen ólsen, rommí og
að leggja kapal. Hann var alltaf til í
að spila og ég man laugardagana
forðum þegar bingó-lottó var sýnt,
þá keypti Stebbi alltaf miða handa
okkur og við fengum að eiga vinn-
inginn ef við urðum heppin.
Það var ævintýri að koma í hjól-
hýsið og spila krikket og fótbolta og
það var alltaf stutt í grínið. Stebbi
var alltaf svo óendanlega góður við
okkur og gaf alltaf svo mikið af sér.
Það hefur verið hefð hver jól að
koma í heimsókn á Dalvík og heilsa
upp á Stebba og Öldu og skoða flotta
jólaskrautið og bragða smá hákarl.
Það verður skrítið að koma á Dalvík
og keyra framhjá húsinu á hólnum.
Elsku Stebbi, það er svo leitt að
litla sólin mín fær ekki að hitta þig
aftur og kynnast þér betur en ég
veit að þú kíkir reglulega á okkur.
Það voru erfiðir en góðir tímar allt
spjallið á sjúkrahúsinu, þrátt fyrir
allt var stutt í grínið og það var rosa-
lega gott að koma og spjalla. Veik-
indin þín fengu mig til að hugsa og
kenndi mér svo margt um lífið og til-
veruna.
Innilegar samúðarkveðjur til ætt-
ingja og vina
Takk fyrir allt, elsku Stebbi.
Heiðrún Villa, Matthías Örn
og Stefán Þór.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt, hvað fyrir er:
grösin og jurtir grænar,
glóandi blómstrið frítt,
reyr, stör sem rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku Stebbi,
Leiðarlok eru komin, leiðir skilj-
ast. Með tárvotum augum og með
trega í brjósti kveð ég þig nú í hinsta
sinn.
Þegar ég kom í heimsókn til þín á
sjúkrahúsið í janúar þá töluðum við
saman um margt og við rifjuðum
upp gömlu góðu dagana og sérstak-
lega þann tíma þegar við vorum með
fjárhúsin uppi á túni. Þær voru ófáar
ferðirnar sem við fórum saman í
rauða voffanum upp á tún í fjárhúsin
eða fórum gangandi ef mikill snjór
var. Við rifjuðum einnig upp göng-
urnar í Múlanum og allar þær eft-
irminnilegu stundir sem þeim
fylgdu. Í þessari síðustu heimsókn
minni til þín sagði ég þér frá því
hversu vel ég geymdi þessar minn-
ingar í huga mér og hversu vænt
mér þætti um þessi ár og þennan
tíma í lífi mínu. Þú varst mér þakk-
látur fyrir að rifja þetta upp með þér
og þér verð ég ávallt þakklátur fyrir
þennan tíma sem við áttum saman.
Þegar við kvöddumst fannst mér
við báðir gera okkur grein fyrir því
að við myndum ekki sjást aftur.
Kveðjustundin var okkur báðum erf-
ið en þá stund sem við áttum þarna
saman mun ég geyma á góðum stað í
hjarta mínu.
Elsku Stebbi, hafðu þökk fyrir allt
og allt
Ég lifi í Jesú nafni.
Í Jesú nafni ég dey.
Þó heilsa og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt.
Í Kristí krafti ég segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þórir Matthíasson.
Stefán Veigar
Steinsson
• Kransar
• Krossar
• KistuskreytingarHverafold 1-3 • Sími 567 0760
Fallegar útfararskreytingar
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HULDA STEINGRÍMSDÓTTIR FÆRSETH,
Hrafnistu
í Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði
föstudaginn 12. febrúar.
Útför hennar fór fram í kyrrþey föstudaginn
19. febrúar frá Kapellunni í Fossvogi að ósk hinnar látnu.
Þökkum samúð og hlýhug við andlát hennar.
Unnur Færseth, Sigurður Kristján Friðriksson,
Steingrímur Færseth, Þórunn Steingrímsdóttir,
Einar Færseth, Dagmar Huld Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GYÐA BJÖRNSDÓTTIR,
Hrafnistu Hafnarfirði,
áður til heimilis að Sólvangsvegi 3,
lést fimmtudaginn 18. febrúar.
Bálför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Birgir Ólafsson, Margrét Salóme Gunnarsdóttir,
Ólafur Ólafsson, Sigríður Steinunn Jóhannsdóttir,
Helga Ólafsdóttir, Gunnar Stefán Gunnarsson,
Elín Jónsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR B. SIGURÐSSON,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést mánudaginn 22. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju
miðvikudaginn 3. mars kl. 14.00.
Svavar Sigurðsson,
Bogi Sigurðsson,
Enrique Llorens Izaguirre, Auður Finnbogadóttir,
Gunnar Sigurðsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Sigrún Sigurðardóttir, Hörður Ó. Helgason,
Sigurður Rúnar Sigurðsson, Rósa Finnbogadóttir,
Ómar Sigurðsson, Una Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.