Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 46

Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 46
46 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 Á SUNNUDAGINN lýkur sýningu Björns Birnir í listasal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Af því tilefni mun Björn leiða gesti um hinar „Af- leiddu ómælisvíddir“ sýning- arinnar, en á henni eru aðal- lega óhlutbundin akrílverk innblásin af árstíðunum. Björn Birnir hefur lagt stund á myndlist í meira en hálfa öld og starfaði við kennslu. Málverk Björns einkennast gjarnan af víðerni, láréttum flötum sem teygja sig eftir endilöngum dúkum hans, án þess mótvægis lóðréttra dranga eða ská- hallandi fjalla sem íslenskir áhorfendur reiða sig gjarnan á. Leiðsögnin verður kl. 14. Myndlist Leiðsögn um sýn- ingu Björns Birnir Björn Birnir TAL BEN-SHAHAR, prófess- or við Harvard-háskóla, er væntanlegur hingað til lands í næsta mánuði. Ben-Shahar hyggst flytja fyrirlestur um hamingjuna í Vodafone- höllinni 27. mars næstkomandi, en hann er höfundur bókar- innar Meiri hamingja, sem kom út hér á landi í íslenskri þýðingu Karls Ágústs Úlfs- sonar á síðasta ári. Karl Ágúst mun opna fyrirlesturinn með kynningu á dr. Ben- Shahar, en að loknum fyrirlestrinum fá gestir tækifæri til að leggja spurningar fyrir Ben- Shahar. Fyrirtækið Concert stendur að fyrirlestr- inum og hefst miðasala á mánudag á midi.is. Fyrirlestur Tal Ben-Shahar ræðir hamingjuna Tal Ben-Shahar FINNSK-SÆNSKI fræðimað- urinn Johanna Koljonen hyggst ræða hlutverkaleiki eða „larp“ í Norræna húsinu kl. 16- 18 næstkomandi mánudag. Fyrirlestur hennar ber heitið „Kafbátar, drekar og Hamlet í byrginu: Norrænir framúr- stefnu hlutverkaleikir“. Koljo- nen mun lýsa því hvernig Finn- land, Svíþjóð, Danmörk og Noregur hafa þróað einstaka menningu umhverfis hlutverkaleiki og það hvern- ig norrænt „larp“ tengist leikhúsi og nútímalist á marga vegu, en rætur þess standa föstum fótum í leikjasamfélaginu og í dag er það orðið alþjóð- legur áhrifavaldur á sviði hlutverkaleikja. Fyrirlestur Hlutverkaleikir í Norræna húsinu Johanna Koljonen Markaðssetning á vörum tengdum barnaefni beinist stíft að öðru hvoru kyninu. 49 » ÓPERA GALA flytur aríur og dú- etta á sérstökum tónleikum í Iðnó á sunnudagskvöld kl. 20:00. Flytj- endur verða söngkonurnar Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzó- sópran og Julian Michael Hewlett píanóleikari. Kristín Ragnhildur Sigurðar- dóttir hefur sungið opinberlega m.a. á Ítalíu, í Austurríki, Ung- verjalandi, Tékklandi, Sviss og hér heima á Íslandi og komið víða fram sem einsöngvari í messum og órat- oríum með kórum, sungið með Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna, hljómsveitum og kammerhópum. Hólmfríður Jóhannesdóttir er nýflutt heim frá Vín í Austurríki en þar hefur hún búið síðastliðin tvö ár og meðal annars starfað með ferða- óperu og sungið á fjölda gala- tónleika í Vínarborg. Julian Michael Hewlett hefur bú- ið hér á landi frá 1988 og m.a. starf- að sem tónlistarkennari, organisti, stjórnandi og meðleikari. Morgunblaðið/Kristinn Söngtónleikar Kristín Ragnhildur, Julian og Hólmfríður. Tónleikar Ópera Gala í Iðnó Aríur og dúettar úr þekktum óperum Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FYRIR stuttu gaf CPO-útgáfan þýska út geisladisk með þremur pí- anótríóum eftir Atla Heimi Sveins- son í flutningi Hyperion-tríósins þýska. Atli þekkir vel til CPO-útgáf- unnar, enda gaf hún út flutning Kammersveitar Reykjavíkur, kórs og einsöngvara á Tímanum og vatn- inu sem hann samdi við ljóð Steins Steinars, en Paul Zukofsky stýrði verkinu og flutt var á Listahátíð 1994. Samvinnan við Hyperion-tríóið kom aftur á móti til á óvenjulegan hátt: „Þau sögðu mér að þau hefðu heyrt músík í útvarpinu og fannst hún svo skrýtin að þau hringdu í út- varpsstöðina til að spyrjast fyrir um hvað þetta væri. Þetta var í Kölnar- útvarpinu og þar sögðu menn þeim að þetta væri nú einhver strákur sem héti Sveinsson og hefði einmitt verið í Köln einu sinni, en ég lærði einmitt þar. Þau höfðu svo samband við mig og ég var ég með eitt tríó tilbúið sem ég tileinkaði Thor Vilhjálmssyni vini mínum þegar hann var sextugur, en annað tríóið tileinkaði ég honum átt- ræðum. Svo samdi ég þriðja tríóið og það stysta og þá voru þau komin með nóg á diskinn.“ Atli Heimir segir að sér hafi þegar líkað vel við þetta unga tónlistarfólk og fundið að það var í fremstu röð. „Við röðum fólki í klassíkinni ekki eins og þeir gera í Evróvisjón,“ segir hann og hlær, „en þetta er ungt fólk á uppleið og spilar þetta mjög fall- ega og samviskusamlega og vinnur mjög vel, þau eru í úrvalsliðinu,“ segir hann og heldur svo áfram: „Og þú verður líka að láta koma fram að við eigum líka toppfólk heima sem er í úrvalsliðinu líka.“ Aðspurður hvort von sé á frekari útgáfu á verkum hans hjá CPO segir Atli Heimir að það gæti vel orðið, „en mín dagskrá breytist ekki svo mikið, ég er ekki að hlaupa eftir neinu, en vissulega er gaman að vinna með svona góðu fólki“. Píanótríó Atla Heimis gefin út ytra Morgunblaðið/Kristinn Píanótríó Atla Heimi Sveinssyni líkaði samstarfið við Hyperion-tríóið þýska: „Þetta er ungt fólk á uppleið og spilar þetta mjög fallega.“ Í HNOTSKURN » Tvö píanótríóanna vorusamin að beiðni Hyperion- tríósins og beinlínis fyrir út- gáfuna. » Hyperion-tríóið hefurstarfað í rúman áratug og er margverðlaunað. » Hyperion-tríóið skipa þauHagen Schwarzrock pí- anóleikari, Oliver Kipp fiðlu- leikari og Katharina Troe sellóleikari. Gaman að vinna með góðu fólki ÚTHLUTUNARNEFNDIR listamannalauna hafa lokið störfum og úthlutað starfslaunum til 190 einstaklinga og hópa og ellefu eldri lista- manna, en alls bárust 712 umsóknir. Flestar umsóknir bárust til launasjóðs myndlistar- manna, en þar næst kom launasjóður sviðs- listafólks. Hér eru birt nöfn þeirra sem hlutu sex mánaða laun eða meira, en listann má finna á mbl.is. Úr launasjóði tónskálda 2 ár: Tryggvi M. Baldvinsson. 1 ár: Þórður Magnússon. 9 mánuðir: Daníel Bjarnason, Hilmar Örn Hilmarsson, Hugi Guðmundsson, Sigurður Flosason. 6 mánuðir: Davíð Þór Jónsson, Egill Ólafs- son, Elín Gunnlaugsdóttir, Finnur Torfi Stef- ánsson, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Jóhann Jóhannsson, Úlfar Ingi Haraldsson, Valgeir Guðjónsson. Úr launasjóði tónlistarflytjenda 12 mánuðir: Bryndís Halla Gylfadóttir, Gerð- ur Gunnarsdóttir, Kristinn Halldór Árnason, Ragnar Bjarnason. 9 mánuðir: Melkorka Ólafsdóttir, Ögmundur Þór Jóhannesson. 6 mánuðir: Auður Gunnarsdóttir, Ásbjörn Morthens, Ástríður Alda Sigurðardóttir, Edda Erlendsdóttir, Freyja Gunnlaugsdóttir, Selma Guðmundsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Skúli Sverrisson, Sæunn Þorsteinsdóttir, Una Sveinbjarnardóttir. Úr launasjóði rithöfunda 2 ár: Sigurjón B. Sigurðsson, Sjón, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir. 12 mánuðir: Bragi Ólafsson, Einar Kárason, Guðrún Eva Mínervudóttir, Gyrðir Elíasson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Jón Kalman Stefáns- son, Ólafur Gunnarsson, Pétur Gunnarsson, Sigurður Pálsson, Steinar Bragi, Steinunn Sig- urðardóttir, Þórarinn Eldjárn. 9 mánuðir: Auður Jónsdóttir, Áslaug Jóns- dóttir, Böðvar Guðmundsson, Kristín Ómars- dóttir, Sigrún Eldjárn. 6 mánuðir: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Auður Ava Ólafsdóttir, Bergsveinn Birgisson, Bjarni Jónsson, Brynhildur Þórarinsdóttir, Ei- ríkur Ómar Guðmundsson, Erlingur Ebeneser Halldórsson, Guðmundur Páll Ólafsson, Hauk- ur Ingvarsson, Hávar Sigurjónsson, Hermann Stefánsson, Hrafn Jökulsson, Hrafnhildur H. Guðmundsdóttir, Jón Atli Jónasson, Kristín Ei- ríksdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristín Marja Baldursdóttir, Kristján Þórður Hrafns- son, Oddný Eir Ævarsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sindri Freysson, Stefán Máni Sigþórsson, Úlfar Þor- móðsson, Vilborg Davíðsdóttir, Þórarinn Böðv- ar Leifsson, Þórarinn Hugleikur Dagsson, Þór- dís Björnsdóttir. Úr launasjóði myndlistarmanna 2 ár: Anna Guðrún Líndal, Darri Lorenzen, Guðjón Ketilsson, Ólafur Árni Ólafsson. 1 ár: Brynhildur Þorgeirsdóttir, Erla Þór- arinsdóttir, Heimir Björgúlfsson, Huginn Þór Arason, Jeannette Castioni, Rósa Gísladóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Þórunn Maggý Krist- jánsdóttir. 6 mánuðir: Andrea P. Maack, Anna Hallin, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Birgir Snæbjörn Birg- isson, Einar Falur Ingólfsson, Einar Garibaldi Eiríksson, Geirþrúður Hjörvar, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Hannes Lárusson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hulda Rós Guðnadóttir, Ingirafn Steinarsson, Jón Garðar Henryson, Kristinn G. Harðarson, Kristleifur Björnsson, Ómar Stefánsson, Pétur Thomsen, Ragnar Kjartansson, Ráðhildur Ingadóttir, Sara Björnsdóttir, Sara Riel. Sigtryggur B. Sigmarsson, Unnar Örn Jónasson Auðarson. Úr launasjóði sviðslistafólks Einstaklingar: 6 mánuðir: Steinunn Ketils- dóttir, Þór Tulinius, Þórhildur Þorleifsdóttir. Hópar: 17 mánuðir: Shalala ehf. 10 mánuðir: Annað svið, Ég og vinir mínir, Herbergi 408, Soðið svið. 9 mánuðir: Lab Loki. 8 mánuðir: Darí Darí Dance Company, Fígúra ehf., Mindgroup. 6 mánuðir: Vaðall. Úthlutað úr launasjóðum listamanna 190 einstaklingar og hópar fá starfslaun Bubbi Morthens Erla Sólveig Óskarsdóttir Bragi Ólafsson Darri Lorenzen Auður Jónsdóttir Bryndís Halla Gylfadóttir Sjón Anna Hallin Þórður Magnússon Þórhildur Þorleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.