Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 28

Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 Ríkisstjórn-in hefurkomið sér í miklar og óþarf- ar ógöngur með því að knýja fram umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu. Erfið- leikarnir voru nægir og verk- efnin ærin án umsóknarinnar, en þá ákvað ríkisstjórnin að stíga þetta skref, sem lítill stuðningur er við en fyrir- sjáanleg hörð andstaða. Á tímum þegar þjóðin þurfti að standa saman, bæði gegn ásælni erlendra ríkja og um endurreisn efnahagsins, ákvað ríkissstjórnin að rjúfa friðinn með þeim hætti sem tryggastur var. Það kann að vísu að vera ósanngjarnt að tala um ríkis- stjórnina í þessu sambandi, nær er að tala um Samfylk- inguna eina, því að það er hún sem hefur þvingað fram að- ildarumsóknina. Þetta kom vel í ljós í vikunni þegar deil- ur urðu á sameiginlegum þingflokksfundi ríkis- stjórnarflokkanna um það hvort þingmenn vinstri grænna mættu tjá sig á nei- kvæðan hátt um Evrópusam- bandsaðild. Þingmenn Sam- fylkingarinnar gagnrýndu það harðlega að þingmenn samstarfsflokksins leyfðu sér að tjá skoðanir sínar á málinu og þingmenn vinstri grænna eru sumir afar ósáttir eftir yfirhalninguna. Andinn í samstarfi flokkanna hefur því enn versnað og var þó ekki góður fyrir. Með því að setja aðildar- umsókn að Evrópusamband- inu sem skilyrði fyrir ríkis- stjórnarþátttöku skapaði Samfylkingin ekki aðeins ólgu á þingi og í þjóðfélaginu. Þingmenn flokks- ins virðast ekki hafa áttað sig á því að með þessari óbilgjörnu kröfu – sem aðeins var hægt að ná fram vegna þeirra sér- stöku og erfiðu að- stæðna sem ríktu eftir hrunið – veiktu þeir eigin ríkisstjórn og gerðu henni erfiðara fyrir á öðrum sviðum. Samfylk- ingin misnotaði það erfiða ástand sem ríkti í fyrra til að knýja fram sjónarmið sem enginn flokkur styður hana í og sem almennt lítill stuðn- ingur er við. Þessi óbilgirni er nú að koma flokknum í koll. Á hinn bóginn er undan- látssemi forystu vinstri grænna að koma þeim flokki í koll. Sá flokkur var í lykil- stöðu eftir kosningar til að fá sitt fram, en í stað þess að framfylgja stefnu flokksins ákvað forystan að gefa allt eftir til að þóknast Samfylk- ingunni. Þessi hræðsla við að standa með eigin sannfær- ingu hefur orðið til þess að Samfylkingin hefur gengið á lagið og orðið æ frekari til fjörsins í samstarfinu. Til- raun þingmanna flokksins á hinum sameiginlega þing- flokksfundi er aðeins nýjasta dæmið þar um. Á meðan forysta vinstri grænna leyfir að vaðið sé yfir þingmenn flokksins, og sýnir í verki að Samfylkingin getur sagt þingmönnum hans fyrir verkum, þá þarf ekki að efast um að Samfylkingin mun halda uppteknum hætti. Sam- starf flokkanna verður þá áfram erfitt, jafnt fyrir þá sjálfa sem þjóðina, og ríkis- stjórnin verður áfram of veik- burða til að halda um stjórn- artaumana svo gagn sé að. Óbilgirni og sund- urlyndi einkenna rík- isstjórnina þegar þörf er á samstöðu innan og utan stjórnar } Ógöngur ríkisstjórnarinnar ÞingmennHreyfingar- innar og Fram- sóknarflokksins hafa lagt fram til- lögu til þingsálykt- unar um mótun efnahagsáætl- unar sem tryggi velferð og stöðugleika án aðstoðar Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Þing- mennirnir vilja að Alþingi feli fjármálaráðherra að láta vinna slíka efnahagsáætlun. Stefnan liggi fyrir 1. október nk. og komi til framkvæmda á árinu. Ályktunin er góð ábending um að nóg er kom- ið af aðgerðarleysi og að ríkisstjórnin getur ekki lengur beðið eftir að hjálpin komi utan frá. Endurreisnin þarf að hefj- ast án tafar og hún hefst ekki nema með innlendum aðgerð- um og innlendri framtaks- semi. Eilíf bið eftir ákvörð- unum erlendra þjóða eða alþjóðastofnana er ekki væn- leg til árangurs. Við höfum ekki tíma til að bíða eftir að biðstöðunni ljúki. Lausnina á efna- hagsvandanum er að finna hér á landi} Hættum að bíða Feisbúkk opnist þú, sagði unglegurmaður á miðjum aldri norður í landi ívikunni. Og sjá, hún opnaðist upp ágátt. - Kona: Mér finnst eldhúsinnréttingin okkar ljót. Þótti hún reyndar falleg en komst að því fyrir tilviljun í dag að hún var ekki nógu dýr. - Sama kona: Hann hélt þessu með verðið leyndu fyrir mér. Læt ekki bjóða mér þessa niðurlægingu. IKEA! Stofna hér með hópinn Mér finnst að þau eigi að fá sér nýja innrétt- ingu. Smelltu hér til að gerast meðlimur. - Karl: Mér finnst eldhúsinnréttingin (okkar) líka ljót. Ég hef bara aldrei þorað að segja þér það. Ýti hér með á takkann og gerist meðlimur. En við eigum ekki pening fyrir nýrri. - Kona: Hvað meinarðu? Komdu fram úr herberginu og horfðu í augun á mér meðan þú segir að við eigum ekki pening fyrir nýrri innréttingu. - Önnur kona: He he he he he... - Karl: Þú verður að trúa mér, elskan mín. Og ég þori ekki fram ef þú ert reið. - Kona: Reið? Ég er ekkert reið. Drullaðu þér bara hing- að fram. Og hvað áttu við með því að við eigum ekki fyrir nýrri. Er ekkert inni á reikningnum? - Karl: Nei. Innan svona fjármálasamstæðu geta verið ýmsar tilfærslur. Þær geta verið í allar áttir. Ég las það í blaðinu í vikunni. En hjá okkur voru þær reyndar, þér að segja, bara í eina átt. Þú veist, útrásin mín var eigin- lega innrás – í bankareikninginn okkar. Sorrí. - Kona: Viltu gjöra svo vel að koma fram. Strax! - Karl: Mér kann að hafa misheyrst. Varstu að biðja mig um að koma fram? - Önnur kona: He he he he he... - Kona: (Snökt!) Ég vil innréttingu. Og annan jeppa. - Þriðja konan: Það er gott að búa í Kópavogi. Og líka rosa fjör. Tek þátt í prófkjöri um hverja helgi og svona... Nóg af pítsum og allir vinir. - Þriðja konan: Sorrí. Ýtti óvart á send. Mér heyrðist í fréttunum að von væri á nýju framboði og held að það heiti Ruslflokkurinn? Einhver útlendingur er með þetta held ég, Moodys. Ég ætla að styðja þennan flokk ef það verður pítsa, og stofna núna hópinn Allir í rusli. Smellið hér til að vera með. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Ruslflokkur í framboð? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Atvinnumiðstöð brátt opnuð í Hafnarfirði Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur ingibjorgrosa@mbl.is A tvinnumiðstöð Hafnar- fjarðar verður opnuð á næstu vikum. Um til- raunaverkefni er að ræða sem félagsmála- ráðuneytið, Vinnumálastofnun og Hafnarfjarðarbær standa að. „Við höfum talað fyrir því í töluverðan tíma að fá starfsstöð í þessum dúr hingað til okkar og því er mjög ánægjulegt að þetta samstarf sé komið í gang,“ segir Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann segir að enn fremur verði bæjar- félagið í samstarfi við atvinnurek- endur og menntastofnanir í bænum, en í atvinnumiðstöðinni verður boðið upp á svæðisbundna vinnumiðlun og faglega náms- og starfsráðgjöf og verður sérstaklega stefnt að því að byggja upp vinnumarkaðsúrræði á borð við starfsþjálfun, vinnustað- anám og reynsluráðningar í Hafn- arfirði. Að auki mun atvinnu- miðstöðin sinna almennri ráðgjöf, atvinnutengdri endurhæfingu og sér- tækri ráðgjöf fyrir annars vegar ungt fólk og hins vegar langtímaatvinnu- lausa. Sérstök áhersla á ungt fólk Hingað til hafa atvinnulausir á stóru svæði þurft að leita til Reykja- víkur til að skrá sig og fá ráðgjöf, en með miðstöðinni verður unnið sér- staklega að atvinnumiðuðum verk- efnum í Hafnarfirði og atvinnulausir bæjarbúar efldir í virkri atvinnuleit. Þá verður lögð sérstök áhersla á ungt, atvinnulaust fólk, en Vinnu- málastofnun rekur átakið Ungt fólk til athafna, sem hefur að markmiði að finna úrræði handa atvinnulausum á aldrinum 16-24 ára. Átakinu var hleypt af stokkunum um áramótin og er markmiðið að ungt fólk sé ekki lengur en þrjá mán- uði á atvinnuleysisskrá án þess að bjóðast vinna eða virkniúrræði. Stefnt var að því að ná þessu mark- miði fyrir 1. apríl og segir Karl Sig- urðsson, sviðsstjóri vinnumála, allar líkur á að markmiðið náist, a.m.k. í aprílmánuði. Ekki eins svartsýnn og ASÍ Karl segir aldursdreifingu í hópi langtímaatvinnulausra nokkuð jafna, en fólk á aldrinum 16-24 ára er um þriðjungur þeirra á landsvísu. Lang- tímaatvinnulausir eru þeir sem hafa verið án atvinnu í 6 mánuði eða leng- ur og fer fjöldi þeirra vaxandi eftir því sem frá líður efnahagshruninu. Samkvæmt mælingu Vinnu- málastofnunar var atvinnuleysi í jan- úar 9% og segist Karl búast við því að í febrúar verði það um 9,4% en bendir á að janúar og febrúar séu þyngstu mánuðirnir og atvinnuleysi vanalega meira þá en aðra mánuði ársins. Hann sagðist ekki þekkja nógu vel til útreikninga ASÍ til að geta dæmt um nákvæmni þeirra, en hjá Vinnu- málastofnun sé ekki búist við að at- vinnuleysi fari yfir 10% líkt og hag- deild ASÍ spáir. „Það þarf eitthvað mikið að gerast á vinnumarkaði til þess að það rætist. Kannski vita sérfræðingar ASÍ meira en við um hvernig vinnumarkaðurinn á eftir að þróast, en atvinnuástand á seinni helmingi ársins þyrfti að verða verulega slæmt til að ársmeðaltal at- vinnuleysis verði svona hátt.“ Morgunblaðið/Ómar Tölur Samkvæmt mælingu Vinnumálastofnunar er atvinnuleysi nú 9%. Þjónusta og ráðgjöf verður færð til atvinnulausra í Hafnarfirði. Kópavogur og fleiri bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru áhuga- söm um að setja einnig slíkar miðstöðvar á laggirnar. Á Norðurlandi eystra eru 20% at- vinnulausra ungt fólk og segir Soffía Gísladóttir, forstöðumaður stofnunarinnar á Akureyri, að átakið Ungt fólk til athafna sé kom- ið vel á veg þar nyrðra, búið sé að ræða við nær alla í þessum aldurs- hópi um úrræði. Hún fagnar fyrir- hugaðri atvinnumiðstöð í Hafnar- firði. „Á Reykjavíkursvæðinu hefur til langs tíma aðeins verið ein skrif- stofa, sem er mjög bagalegt. At- vinnulaust fólk á ekki að þurfa að fara langar vegalengdir til að sækja þau úrræði sem því býðst. Þetta getur verið sérstaklega slæmt fyrir ungt fólk sem á ekki bíla. Net Vinnumálastofnunar er miklu þéttara á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu, á þessu svæði erum við með stórar skrifstofur á Akureyri og Húsavík en einnig skráningarstaði t.d. á Ólafsfirði, Grenivík, Þórshöfn og Kópaskeri.“ ÞÉTT NET ÚTI Á LANDI ››

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.