Morgunblaðið - 27.02.2010, Side 23

Morgunblaðið - 27.02.2010, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is STARFSMENN ríkisbankans NBI gætu átt von á vænum kaupauka á árinu 2012 eða síðar samkvæmt samkomulagi sem kröfuhafar gamla Landsbankans gerðu við fjármála- ráðuneytið. NBI gaf út 260 milljarða skuldabréf til skilanefndar Lands- bankans vegna eigna sem færðar voru yfir í nýja bankann við upp- skiptinguna. Fá allt að 500 milljón hluti Í fréttatilkynningu fjármálaráðu- neytisins kemur fram að við endur- mat á eignum NBI árið 2012 getur bankinn gefið út allt að 92 milljarða skuldabréf til viðbótar til skilanefnd- arinnar, ef verðmæti eignanna sem færðar voru yfir reynist meira en upphaflega skuldabréfið gaf til kynna. Nafnvirði hlutafjár NBI er nú 24 milljarðar króna, en gengi bréfa miðast við bókfært eigið fé og er 6,25 krónur á hlut. Ef vel gengur að auka virði eigna bankans á næstu tveimur árum munu starfsmenn fá hlutdeild af þeim ágóða. Allt að því 500.000 nýjum hlutum verður haldið fyrir starfsmennina. Ef virðisaukn- ing eigna bankans verður svo mikil að gefa þarf út alla 92 milljarðana til skilanefndarinnar, má einnig reikna með að gengi bréfa í bankanum hækki. Sé genginu haldið föstu, til hægðarauka, gætu starfsmenn bankans hins vegar átt von á kaup- auka upp á meira en þrjá milljarða. Samkvæmt upplýsingum frá NBI er útfærsla greiðslunnar eða skipting milli starfsmanna óákveðin. Hins vegar mun ekki koma til greiðslna fyrr en eignir bankans hafa verið endurmetnar á árinu 2012, og greiðslunum verður dreift yfir langt tímabil. Óttuðust pólitísk afskipti Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lagðist fjármálaráðuneytið gegn því að einhvers konar kaup- aukakerfi yrði innleitt. Kröfuhafar settu hins vegar sem skilyrði að starfsmenn bankans hefðu einhvers konar fjárhagslegan hvata í störfum sínum, enda töldu þeir æskilegt að starfsmenn bankans mynduðu mót- vægi við hvers konar pólitískum þrýstingi sem kynni að verða beitt, í ljósi meirihlutaeignarhalds ríkisins. Starfsmenn NBI eygja vænan kaupauka 2012  Erlendir kröfuhafar vildu hvatakerfi Starfsmenn NBI geta vænst þess að fá milljarða bónusgreiðslur innan þriggja ára ef vel gengur að auka virði eigna bankans. Skipting greiðslna milli starfs- manna er óákveðin. NBI Endurmat eigna 2012 mun ákvarða bónusgreiðslur. VÖRUSKIPTIN í janúar voru hag- stæð um 6,6 milljarða króna, sam- kvæmt frétt frá Hagstofu Íslands. Hagstofan hefur einnig birt bráða- birgðatölur um þjónustujöfnuð á fjórða fjórðungi síðasta árs, en samkvæmt þeim var hann jákvæður um átta milljarða króna. Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 38,7 milljarða króna og inn fyrir 32,1 milljarð króna. Verð- mæti vöruútflutnings var 4,8% meira en í janúar 2009 og verðmæti vöruinnflutnings var 12,9% minna á föstu gengi frá sama tíma. Í janúar 2009 voru vöruskiptin í járnum, samkvæmt frétt Hagstofunnar. Iðnaðarvörur verðmætari en sjávarafurðir Þar kemur fram að útflutnings- verðmæti sjávarafurða dróst saman um 10,8% og landbúnaðarvara um 24,5%. Hins vegar jókst útflutn- ingur iðnaðarvara um 21,4% og nam verðmæti þeirra 23 milljörðum króna. Hins vegar nam verðmæti sjávarafurða 13.041,3 milljónum króna á sama tíma. Skila iðnaðar- vörur því tíu milljörðum meiri út- flutningstekjum í janúar en sjávar- afurðir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílar Innflutningur minnkaði um 12,9% að verðmæti milli ára. Minni innflutningur heldur uppi afgangi Meira í leiðinni WWW.N1.IS Sími 440 1000 Þú ert fljótari í brekkurnar með N1 N1 HÖRGÁRBRAUT, AKUREYRI Þú færð lyftupassann í Hlíðarfjall á N1 Hörgárbraut. Þannig sparar þú tíma og peninga því þú færð 10% afslátt af passanum og getur náð þér í gott nesti í leiðinni. Renndu við hjá okkur áður en þú rennir þér niður Hlíðarfjall!afsláttu r af lyftupö ssum 10% Sjálfstæðir leikhópar í Borgarleikhúsinu Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar skal Leikfélag Reykjavíkur „tryggja hið minnsta tveimur öðrum leikflokkum afnot af húsnæði í Borgar- leikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað L.R. vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu.“ Auglýst er eir umsóknum leikhópa vegna leikársins 2010/2011 Með umsókn skal senda skilmerkilega greinargerð um verkefnið, greina frá aðstandendum þess, framkvæmdaaðilum, listrænum stjórnendum og þátttakendum öllum ásamt vandaðri fjárhagsáætlun. Umsóknir berist leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, Listabraut 3, 103 Reykjavík, eigi síðar en kl. 16:00 mánudaginn 22. mars 2010. Einnig er hægt að senda inn umsókn í tölvupósti, merktum „Samstarf“ á borgarleikhus@borgarleikhus.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.