Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 32
32 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
ÞAÐ ER ekkert skrýtið að Hol-
lendingar og Bretar skulu vera
vonsviknir að við Íslendingar
skulum ekki vera lengur keng-
bognir í viðræðum við þá og
skjálfandi í hnjánum. Eftir stól-
pípusamninga síðastliðins sumars
og hausts er heldur ekkert und-
arlegt að þeir skuli vera óhressir
með að við gengum ekki í gær að
þeirra „besta boði“. Í dag mæta
þeim nefnilega samhentir Íslend-
ingar og íslensk stjórnmálaöfl.
Reyndar var það eitt af þeim at-
riðum sem Hollendingar og Bret-
ar kröfðust eftir synjun forsetans
en vilja síðan ekkert með gera.
Mikilvægt er nú að þessi sam-
staða haldi áfram fram yfir þjóð-
aratkvæðagreiðsluna hinn 6. mars
– að ekki bara stjórnarandstaða
heldur stjórnarflokkarnir líka
hvetji fólk til að hafna þeim hörm-
ungarsamningi sem um er deilt á
milli þjóðanna. Þannig munum við
Íslendingar komast í gegnum Ice-
save-málið og þá vonandi í kjöl-
farið í gegnum fleiri stórmál sem
á þjóðinni hvíla. Á meðan geta
Hollendingar og Bretar, hafandi
slegið á útrétta sáttahönd, bara
beðið dóms þjóðarinnar sem verð-
ur þeim ekki í vil.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Stöndum saman
Höfundur er varaformaður
Sjálfstæðisflokksins.
TROÐFULLT var á
málstofu um makríl-
veiðar sem haldin var á
vegum sjávarútvegs-
ráðuneytisins nýlega.
Áhugi útgerðarmanna
er mikill enda ljóst að
hægt er að gera tals-
vert meiri verðmæti úr
makrílnum en gert hef-
ur verið. Útgerð-
armenn íslenskra upp-
sjávarskipa hafa náð mikilli
aflareynslu til landsins á síðustu
tveimur árum og búið til þá stöðu að
aðrar veiðiþjóðir verða að tala við
okkur.
Norðmenn hafa í gegnum árin
gert mikil verðmæti úr sínum makríl
eða rúmar 200 kr. á kg. Ef við mynd-
um ná jafnmiklum verðmætum út úr
þeim 130 þúsund tonna kvóta sem
við höfum ákveðið að veiða á þessu
ári væru verðmæti makrílafurða
sambærileg og heildarútflutningur
okkar á saltfiski árið 2009 eða um 25
milljarðar. Hver hefði trúað því að
óreyndu að ígildi saltfiskútflutnings
þjóðarinnar gæti tekið upp á því að
synda til landsins? Vandamálið er
hinsvegar að þetta eru sýnd útflutn-
ingsverðmæti en ekki gefin. Makríll-
inn er illa vinnanlegur á hluta þess
tíma sem hann sýnir sig hér við
strendur. Því þarf að stjórna veið-
unum þannig að megn-
ið af fiskinum verði
tekið á þeim tíma sem
hann er bestur til
vinnslu. Þróa þarf nýj-
ar afurðir þar sem
hægt verður að horfa
yfir allan ferilinn frá
veiðum til markaðar.
Þar sem fiskurinn er
bráðfeitur og við-
kvæmur er flottroll
ekki efst á óskalist-
anum þó svo að Írar og
Skotar hafi náð frá-
bærum árangri í vetrarveiðum í
troll. Hins vegar er ekkert veið-
arfæri eins afkastamikið og flott-
rollið þannig að verkefnið er vanda-
samt og hver útgerð verður að reyna
að hámarka sín verðmæti eftir þeim
aðstæðum sem henni eru skapaðar.
Hér stendur hnífurinn í kú Jóns
Bjarnasonar. Ráðherrann verður að
skapa aðstæður til þróunar og verð-
mætasköpunar. Horfast verður í
augu við það að engin önnur betri
leið er í boði en sú að setja afla-
markskerfi á tegundina. Segja má að
kostir núverandi fiskveiðikerfis
kristallist í makrílveiðum. Ef hver
útgerðarmaður veit ekki hvaða
magn hann má veiða og getur ekki
valið tímann til þess sjálfur, mun
enginn fjárfesta eins og nauðsynlegt
er að gera – verðmæti tapast. Eng-
inn mun fara í alvöru fjárfestingar á
næstu misserum ef veiðistjórnunin
verður eftir nefi Ólínu Þorvarð-
ardóttur þannig að óreiknanlegt
verði til hvers tíma fjárfestingin eigi
að duga og hvaða kostnað nýting-
arrétturinn muni að bera. Næg er
óvissan samt.
Veiðistjórnun ráðherrans frá síð-
asta ári verður ekki endurtekin enda
ljóst að slíkt væri ávísun á sóun gíf-
urlegra verðmæta. Í Noregi veit
hver útgerðarmaður að hverju hann
gengur og miklar fjárfestingar hafa
verið í veiðum og vinnslu undanfarin
ár. Hver útgerðarmaður á nýting-
arréttinn á sínum kvóta og getur
framselt hann með skipinu til þeirra
sem meiri hagkvæmni ná við veið-
arnar. Þar er 20% af makrílaflanum
ráðstafað til minni vertíðarskipa
sem veiða með ýmsum veiðarfærum.
Ekki væri óráðlegt að fara slíka leið
hér í upphafi og halda eftir svipuðu
hlutfalli til nýliðunar og þróunar. Nú
eru einungis 3 mánuðir þar til vænta
má þess að makríllinn syndi inn í
lögsögu Íslands og enn veit enginn
hvernig ráðherra ætlar að stjórna
veiðunum. Hann verður að haska
sér. Pólitísk hugmyndafræði verður
að bíða betri tíma – milljarðar eru í
húfi.
Sjávarútvegsráðherra
verður að haska sér
Eftir Lúðvík Börk
Jónsson »Hér stendur hníf-
urinn í kú Jóns
Bjarnasonar. Pólitísk
hugmyndafræði verður
að bíða betri tíma –
milljarðar geta verið í
húfi á komandi makríl-
vertíð.
Lúðvík Börkur Jónsson
Höfundur er frkvstj. og
áhugamaður um sjávarútveg.
JÓHANNES
Kári Kristinsson
augnlæknir skrif-
ar ágætan pistil
um auga-
steinsaðgerðir í
Morgunblaðið 23.
febrúar, en mis-
sýnist þó nokkuð þegar hann lítur til
kostnaðar Landspítalans við slíkar
aðgerðir. Hann telur kostnað LSH
við augasteinsaðgerð vera 240.000
krónur, sem er hátt miðað við þær
80.000 krónur, sem fyrirtæki Jó-
hannesar fær fyrir slíka aðgerð.
Sem betur fer er Landspítalinn ekki
alveg svona dýr. Samkvæmt upplýs-
ingum hag- og upplýsingadeildar
LSH var meðalkostnaður við auga-
steinsaðgerð á dagdeild u.þ.b. 44.900
krónur fyrir tímabilið janúar til
september 2009, en innri verðskrá
LSH fyrir 2009 setur slíka aðgerð á
61.800 krónur. Stofnkostnaður spít-
alans er ekki inni í þessum tölum
(hann telur um 5%) en hlutdeild í
sameiginlegum rekstrarkostnaði
spítalans er innifalin. Landspítalinn
ætlast ekki til hagnaðar af aðgerðum
sínum og kann það að skýra hve
ódýrar þessar aðgerðir eru á Land-
spítalanum.
240.000 króna tala Jóhannesar er
nálægt viðmiðunarverði fyrir inni-
liggjandi sjúkling sem fær auga-
steinsaðgerð. Í DRG verðskrá LSH
fyrir árið 2009 er verðið 271.000 en
raunkostnaður var 189.000 krónur
(10 sjúklingar jan.-sept. 2009). Það
eru hins vegar nærri 20 ár síðan við
hættum að leggja sjúklinga inn til
augasteinsaðgerða, nema í und-
artekningartilvikum. Íslendingar
voru með fyrstu þjóðum í Evrópu til
að gera augasteinsaðgerðir án inn-
lagnar og leiddi það til gífurlegs
sparnaðar á sínum tíma. Augndeild
Landakotsspítala taldi um 19
sjúkrarúm, en augndeild Landspít-
ala nú hefur um fjögur rúm til ráð-
stöfunar og aðgerðafjöldi hefur fjór-
faldast. Legurýmið er einungis
notað vegna mikið veikra sjúklinga
með bráða augnsjúkdóma og slys, en
einnig vegna aukaverkana í tengsl-
um við augnaðgerðir innan og utan
spítalans.
Ský á augasteini eru algengur
sjúkdómur og aðgerðir við þeim, ein
algengasta skurðaðgerð í hverju
landi, þ.á m. Íslandi. Aðgerðafjöld-
inn hér er mikill í samanburði við
flestar aðrar þjóðir, sérstaklega að
teknu tilliti til ungs meðalaldurs Ís-
lendinga. Þjónusta við íslenska sjúk-
linga með ský á augasteinum er
mjög umfangsmikil og hugsanlega
er aðgerðafjöldinn óþarflega mikill,
þó að erfitt sé að draga skýrar línur
um hver þörf á aðgerðum er ná-
kvæmlega. Átaksaðgerðir heilbrigð-
isyfirvalda hafa stytt mjög biðlista
eftir augasteinsaðgerðum og bíða nú
rúmlega 400 manns eftir slíkri að-
gerð á Landspítala. Sjúklingar í
bráðri þörf njóta forgangs og fyrir
aðra má skipuleggja aðgerð innan
fárra mánaða, sem er eðlilegt vinnu-
skipulag við aðgerðir sem þessar.
Augnaðgerðir og
kostnaður á Landspítala
Eftir Einar
Stefánsson,
Friðbert Jón-
asson, Harald
Sigurðsson og
Maríu Heim-
isdóttur
»Meðalkostnaður við
augasteinsaðgerð á
dagdeild LSH var u.þ.b.
44.900 krónur fyrir
tímabilið janúar til sept-
ember 2009.
Friðbert
Jónasson
Höfundar eru læknar á augndeild og
hag- og upplýsingadeild Landspítala.
Haraldur
Sigurðsson
María
Heimisdóttir
Einar
Stefánsson
HEILBRIGÐ-
ISRÁÐHERRAR
Vinstri grænna, núver-
andi og fyrrverandi,
hafa í vikunni báðir lýst
megnri andstöðu sinni
við uppbyggingu
einkasjúkrahúss á
gamla varnarsvæðinu á
Ásbrú. Einkasjúkra-
húss sem ætlað er að
flytja inn erlenda sjúk-
linga til ýmiss konar
aðgerða á þeirra eigin kostnað, eða
erlendra einka- eða almannatrygg-
inga.
Vandlætingin er slík að virðingin
fyrir staðreyndum hefur fengið að
víkja fyrir heiftinni í garð verkefn-
isins. Óskiljanlegri heift þegar haft
er í huga að þarna er um að ræða
uppbyggingu sem mun skila um 300
fjölbreyttum störfum í heilbrigðis-
geiranum þar sem hættan á atgerv-
isflótta er ekki bara yfirvofandi,
heldur þegar skollin á. Óskiljanlegri
heift þegar haft er í huga að áætlað
er að þessi störf muni skila hinu op-
inbera um 300 milljónum króna í
dýrmætum skatttekjum og spara
hinu opinbera um 500 milljónir sem
annars færu í að greiða atvinnuleys-
isbætur. Ég minni á að um 1.700 ein-
staklingar eru án atvinnu á Suður-
nesjum og hefur þeim bara fjölgað á
síðustu mánuðum.
Í viðleitni sinni til að bregða fæti
fyrir þetta góða verkefni hafa fé-
lagarnir farið með ýmsar rang-
færslur. Sá fyrrverandi hrópar um
tvöfalt heilbrigðiskerfi og að 100
milljónum af skattfé íslensks al-
mennings verði sólundað þarna um
leið og skorið er niður í heilbrigð-
iskerfinu hér á landi. Sá núverandi
bætir hressilega í og tífaldar 100
milljónirnar og gerir þær í einu
augabragði að 1.000 milljónum. Síð-
an er sú tala höfð eftir ráðherranum
m.a. í fréttum Ríkissjónvarpsins og
fjöðrin góða er orðin að bústinni
hænu.
Sannleikurinn í málinu er þessi.
Heildarfjárfesting Þróunarfélags
Keflavíkurflugvallar (Kadeco) í verk-
efninu er 100 milljónir sem það legg-
ur fram sem hlutafé, auk fasteignar
sem lítils virði er í dag en verður með
þessu að verðmætum sem fara að
skila arði fyrir ríkissjóð. Rétt er að
geta þess að óumflýjanleg útgjöld
ríkisins vegna spítalans væru 60
milljónir á þessu ári. Þau útgjöld eru
í tengslum við almennan rekstur
húsnæðisins og rafmagnsbreytingar
sem lagaleg skylda er að framkvæma
fyrir októberlok. Því fjármagni er því
betur varið með þeim hætti að Ka-
deco leggi 100 milljónir sem hlutafé í
nýtt félag ásamt öðrum fjárfestum,
Seltúni, sem mun eiga og endurbæta
spítalann og leigja hann
út. Staðreyndin er sú að
heildarendurbótakostn-
aður er 900 milljónir
króna sem deilast niður
á 3 ár. Fyrsti áfangi
þeirrar framkvæmdar
er áætlaður um 600
milljónir og unninn á
fyrsta ári. Heild-
arlántökuþörf Seltúns
er því áætluð um 700
milljónir sem deilist
niður á þessi 3 ár. Sá
kostnaður verður ekki
greiddur af Kadeco eins og haldið
hefur verið fram, heldur er einungis
um að ræða 100 milljóna króna fram-
lag sem félagið og ríkissjóður fá
margfalt til baka.
Hugmyndafræðin sem starfsemi
Kadeco byggist á er að koma bygg-
ingunum, sem urðu eftir þegar her-
inn fór, í arðbær borgaraleg not.
Hluti af tekjum félagsins af sölu og
rekstri eigna sem þegar er búið að
ráðstafa, er nýttur til að stuðla að
áframhaldandi uppbyggingu. Af-
gangurinn rennur í ríkissjóð og þess
má geta að hagnaður ríkisins til
þessa af starfseminni er yfir 2 millj-
arðar króna. Það er því ekki þannig
eins og tvímenningarnir halda fram
að verið sé að færa 100 milljónir (og
því síður 1000 milljónir) úr heilbrigð-
isrekstri í vasa einkaaðila. Þarna er
verið að tryggja áframhaldandi upp-
byggingu á Ásbrú eftir það mikla
áfall sem brotthvarf hersins var fyrir
atvinnulíf á Suðurnesjum.
Suðurnesjamenn eru duglegir og
seinþreyttir til vandræða. En ef
Vinstri grænir ætla að stöðva alla at-
vinnuuppbyggingu á svæðinu er okk-
ur að mæta. Hvað má eiginlega gera
Ögmundur – hvernig atvinnu megum
við eiginlega skapa Álfheiður? Þetta
verkefni er umhverfisvænt, það þarf
ekki að virkja neitt nema mannauð-
inn sem við eigum svo mikið af. Þetta
nýtir eignir sem við höfum bara
kostnað af í dag og það sem meira er
þetta verkefni glæðir von í brjósti
svo margra um að það séu betri
tímar framundan. Látið af þessari
ömurlegu kergju og fylgið okkur hin-
um í því að skapa atvinnu. Það er það
mikilvægasta sem við getum gert
akkúrat núna.
Ögmundur og Álfheið-
ur – hvaða atvinnu
má eiginlega skapa?
Eftir Ragnheiði
Elínu Árnadóttur
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
» Það er því ekki þann-
ig eins og tvímenn-
ingarnir halda fram að
verið sé að færa 100
milljónir (og því síður
1000 milljónir) úr heil-
brigðisrekstri í vasa
einkaaðila.
Höfundur er alþingismaður.