Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is MEÐ lögum 87/2009, sem tóku gildi 20. ágúst 2009, var kjararáði falið að ákveða laun æðstu yfirmanna ýmissa stofnana og ríkisfyrirtækja, sem áður hafði verið í höndum stjórna yfir viðkomandi stofnunum. Jafnframt var kveðið á um að dagvinnulaun þeirra skyldu ekki vera hærri en föst laun forsætisráð- herra, sem eru 935.000 kr. á mán- uði. Áður tóku launin mið af kjör- um stjórnenda á almennum vinnumarkaði. Eftir að hafa aflað ýmissa upp- lýsinga um starfskjör og verklýs- ingu, og eins óskað eftir athuga- semdum frá þeim sem í hlut eiga, birti kjararáð í gær ákvörðun um laun 23 „framkvæmdastjóra“, eins og kjararáð kallar þá. Tekur breyt- ingin gildi 1. mars nk. Voru með allt að 1,6 milljónir Í úrskurði kjararáðs kemur fram að framkvæmdastjórarnir voru áð- ur með frá rúmlega hálfri milljón og upp í 1.600 þúsund krónur í laun á mánuði, auk bifreiðahlunninda. Kjararáð vill ekki gefa upp hvað hver fyrir sig var með í laun. Guð- rún Zoëga, formaður ráðsins, segir að flestir hafi lækkað í launum, en einhverjir hafi hækkað. Heildarlaun nokkurra fram- kvæmdastjóranna verða eftir breyt- inguna hærri en dagvinnulaun for- sætisráðherra. Í nefndaráliti með frumvarpi að áðurnefndum lögum, 87/2009, kemur fram að frumvarpið útiloki ekki að heildarkjör embætt- ismanna sem heyra undir ráðið verði hærri en forsætisráðherra. Í myndatextum hér til hliðar má sjá laun nokkurra þeirra sem hæst laun hafa eftir breytinguna, að teknu tilliti til fastra yfirvinnutíma. Misjafnt var hvort og hvernig framkvæmdastjórarnir sendu at- hugasemdir til kjararáðs. Meðal þeirra hörðustu voru viðbrögð ný- ráðins forstjóra Landsvirkjunar, sem sagði laun kjararáðs fela í sér 33% launaskerðingu, og benti á að kjararáð þyrfti að gæta meðalhófs í ákvörðunum. Krafðist hann þess að fá tæpar tvær millj. á mánuði í heildarlaun, en hann fær rúmar 1,3 millj. Í svari útvarpsstjóra, sem sam- kvæmt ákvörðun kjararáðs fær 1.082.744 kr. á mánuði með yfir- vinnugreiðslum, ítrekar hann að fréttalestur í sjónvarpi teljist ekki til starfa útvarpsstjóra, og beri því að greiða sérstaklega fyrir það. Lækka í launum  Kjararáð kynnti í gær ákvörðun um laun ýmissa fram- kvæmdastjóra  Margir fá vel yfir milljón kr. á mánuði Kjararáð var stofnað með lögum árið 2006 og tók við af Kjaradómi, sem hafði ákveðið laun og starfskjör þjóðkjörinna fulltrúa, dómara og fáeinna embættismanna. Frá efnahagshruninu 2008 hafa verið gerðar talsverðar breytingar á lögum um kjararáð og ráðið látið þónokkuð til sín taka. Í lok árs 2008 úrskurðaði kjararáð að laun alþingismanna og ráðherra skyldu lækka um 5 til 15% frá 1. janúar 2009. Kom það í framhaldi af tilmælum frá forsætisráðherra. Frá ágúst 2009 var kjararáði svo falið að ákveða einnig laun og önnur kjör framkvæmdastjóra hlutafélaga og annarra félaga í meirihlutaeigu ríkisins. Þá var lögum um ýmsar stofnanir breytt svo hægt væri að fela kjararáði að ákveða laun æðsta yfirmanns þeirra. Valdsvið Kjararáðs útvíkkað Heildarlaun margra yfirmanna opinberra stofnana og fyrirtækja verða áfram hærri en laun for- sætisráðherra, þótt lög kveði á um að dagvinnulaun þeirra skuli ekki vera hærri launum ráð- herrans. Björn Zöega, forstjóri Landspítala, 1.339.552 kr. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkj- unar, 1.339.552 kr. Már Guðmundsson seðlabankastjóri, 1.266.347 kr. Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Lands- bankans, 1.158.614 kr. Páll Magnússon útvarpsstjóri, 1.082.744 kr. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftir- litsins, 1.083.133 kr. GERA má ráð fyrir að 100-120 kúabú, sem eru með um 20% heild- arframleiðslunnar, eigi í verulegum greiðsluvanda. Þessir aðilar munu eiga í vandræðum með að fjármagna kaup á rekstrarvörum, svo sem áburði og sáðvörum, en sá kostnaður gæti numið 4-500 milljónum á næst- unni. Þetta kom fram á fundi Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra með ýmsum hagsmunaaðilum, fulltrúum viðskiptabanka, nokkrum alþingismönnum og starfsmönnum ráðuneytisins um stöðuna í skulda- málum bænda í gær. Í fréttatilkynn- ingu segir að mikilvægt sé að mjólk- urframleiðsla dragist ekki saman, þar sem staðan á markaðnum sé þannig að framboð og eftirspurn eru í jafnvægi. Sauðfjárbúin eru ekki jafn skuld- sett og vandinn því ekki eins mikill þar. Þó má gera ráð fyrir að ein- hverjir sauðfjárbændur muni eiga í erfiðleikum með að fjármagna áburðarkaup. Úrræði banka og lána- stofnana virðast ekki duga „Staða þeirra sem verst eru settir er þannig, að úrræði banka og lána- stofnana virðast ekki duga til áfram- haldandi reksturs. Fram kom að mun hægar hefur gengið að ganga frá skuldamálum bænda en áformað var. Á því eru ýmsar skýringar, m.a. að sum fjármögnunarfyrirtækin hafa ekki unnið með bönkunum að þessum málum eins og ráð var fyrir gert. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna og fulltrúar ráðuneytisins tóku sérstaklega fram á fundinum, að mjög gott samstarf væri við bankana um þessi mál,“ segir í fréttatilkynningu. Á fundinum var ákveðið að fulltrú- ar bankanna myndu á næstu dögum gera ráðuneytinu grein fyrir hvað þyrfti að gera svo hægt væri að flýta þessu ferli, þannig að hægt væri að koma skuldamálum bænda í við- unandi farveg. Yfir 100 kúabú eru í verulegum greiðsluvanda  Áburður og sáðvörur eru dýrar  Sauðfjárbúin eru ekki jafn skuldsett Morgunblaðið/Þorkell Rólegar Þessar kýr hafa ekki miklar áhyggjur af st́öðu kúabúa. ÚTFÖR Ármanns Snævarr, prófessors og fyrrverandi rektors Háskóla Íslands og hæstaréttardómara, fór fram frá Neskirkju í gær. Séra Sigurður Árni Þórðar- son jarðsöng. Kistuna báru Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Björg Thorarensen, deildarforseti lagadeildar HÍ, Sveinbjörn Björnsson og Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi rektorar HÍ, Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti Hæstaréttar og Hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Cla- essen. Ármann lést 15. febrúar síðastliðinn, á 91. aldursári. Hann var bæjarfógeti á Akranesi á árinu 1944 og prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands 1948 til 1972. Hann var rektor Háskólans 1960 til 1969. Ármann var hæstaréttardómari 1972 til 1984. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ármann Snævarr jarðsunginn SKOPTEIKNARARNIR Halldór Baldursson, Morgunblaðinu, og Gunn- ar Karlsson, Fréttablaðinu, eru til- nefndir til Blaðamannaverðlauna árs- ins 2009 fyrir „áhrifamiklar teikningar þar sem brennandi samfélagsmál eru sett í hárbeitt en um leið skoplegt ljós.“ Auk þeirra eru tilnefnd til verð- launanna þau Jóhann Hauksson, DV, fyrir leiðandi umfjöllun um fall og myndun ríkisstjórna og fréttaskýr- ingar um mikilvæg þjóðfélagsmál, og Þóra Arnórsdóttir, Kastljósi RÚV, fyrir mjög vel undirbúin og útfærð við- töl við innlenda og erlenda sérfræð- inga um ýmis málefni sem hátt bar í þjóðfélagsumræðunni. Blaðamannaverðlaunin verða af- hent laugardaginn 6. mars nk. Rannsóknarblaðamennska og besta umfjöllun Tilnefningar fyrir rannsóknarblaða- mennsku hlutu Þórður Snær Júlíus- son, Viðskiptablaðinu, áður á Morg- unblaðinu, fyrir upplýsandi fréttir og greinaflokka um aflandsfélög og skattaskjól, einkavæðingu bankanna og umsvifamikil viðskipti stórfyrir- tækja, Guðný Helga Herbertsdóttir, Stöð 2, fyrir fjölmargar áhugaverðar fréttir um skattalega meðferð mála í tengslum við fjármálakreppuna og fyrir fjölbreyttar og upplýsandi frétt- ir um hrunið hér heima og erlendis og Ingi F. Vilhjálmsson, DV, fyrir skrif um kúlulán og fjölmargar afhjúpandi fréttir um viðskiptahætti auðmanna og stórfyrirtækja í aðdraganda og eftirmálum hrunsins. Tilnefndir fyrir bestu umfjöllun ársins eru Magnús Halldórsson og Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu, fyrir skilmerkilega, myndræna og upplýsandi umfjöllun sem varpaði ljósi á erfitt ástand á fasteignamark- aði á Íslandi, Lóa Pind Aldísardóttir, Stöð 2, fyrir vandaðar og aðgengileg- ar fréttaskýringar um flókin mál, sem varða almenning miklu, svo sem um fjármál heimilanna og aðild Íslands að Evrópusambandinu og Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu, fyrir skil- merkilegan og ítarlegan fréttaskýr- ingarflokk um endurskoðun stjórnar- skrárinnar. Skopteiknarar blaða tilnefndir  Morgunblaðið með þrjár tilnefningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.