Morgunblaðið - 27.02.2010, Side 37

Morgunblaðið - 27.02.2010, Side 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 ✝ Þórir Bjarnasonfæddist á Efri-Ey í Meðallandi í Skaft- árhreppi 5.12. 1941. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans 19. febrúar sl. Foreldrar hans voru Bjarni Árnason, f. 1.5. 1911, d. 12.7. 1996, og Guðbjörg Runólfs- dóttir, f. 29.12. 1919, d. 30.9. 1997. Systkini Þóris eru Guðgeir Bjarnason, f. 10.6. 1944, maki Sig- rún Sæmundsdóttir, f. 28.11. 1944. Arndís Eva Bjarnadóttir, f. 2.11. 1946, maki Gunnar Þorsteinsson, f. 16.3. 1946, d. 14.2. 2003. Runólfur Rúnar Bjarnason, f. 4.7. 1949, maki Anna Árnadóttir, f. 16.7. 1954. Gunnhildur Bjarnadóttir, f. 8.6. 1954 maki Sigurjón Einarsson, f. 12.3. 1950. Eftirlifandi eignkona Þóris er Sara Karlsdóttir, f. 1.4. 1948 á Fljóts- bakka í Reykjadal í Suður-Þing. Börn hennar og fyrrver- andi maka Lýður B. Skarphéðinsson, f. 22.6. 1965, maki Elva Björk Sveinsdóttir, f. 29.8. 1975. Börn þeirra Skarphéðinn Haukur Lýðsson og Sara Kristín Lýðs- dóttir, börn af fyrra sambandi Guðjón Pét- ur Lýðsson og Krist- ján Lýðsson. Einar Þór Skarphéð- insson, f. 24.10. 1968, maki Þóra Þorkelsdóttir, börn þeirra Þorkell Már Einarsson og Anton Elí Ein- arsson. Sigrún S. Skarphéð- insdóttir, f. 8.5. 1970, barn hennar Andrea Björk Sigrúnardóttir. Útför Þóris fer fram frá Lang- holtskirkju í Meðallandi, 27. febr- úar 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Í dag kveðjum við þig með söknuði, kæri Þórir, alltof snemma. Við kveðj- um þig með þakklæti fyrir þann stutta en mjög svo ánægjulega tíma sem við áttum saman. Við þökkum fyrir þá hlýju sem þú ávallt sýndir og tókst alltaf á móti okkur inn á þitt heimili með opnum örmum. Afa Þóris verður sárt saknað og á Skarphéðinn Haukur eftir að geyma margar góðar minningar af dráttar- vélaferðum ykkar út og suður þegar þú m.a. leyfðir honum að „keyra“ dráttarvélina. Samverustundirnar í útihúsunum urðu líka margar og munu þessar minningar lifa og er Skarphéðinn staðráðinn í að verða ömmu Söru góður og duglegur vinnu- maður eins og þú kenndir honum best. Þér gafst því miður ekki tími til að stússast svo mikið með Söru Kristínu litlu, en frá fyrstu kynnum ykkar átti hún athygli þína alla og húsið iðaði af lífi þegar börnin komu í sveitina, það leiddist þér nú ekki. Við þökkum þér fyrir að hafa veitt mömmu, tengdamömmu, ömmu Söru þá vináttu, ást og hamingju í þann tíma sem þið áttuð saman, þó svo að okkur finnist lífið hafa verið afar ósanngjarnt að binda enda á ykkar tíma með þessum hætti. Nú vitum við að þú hefur fengið hvíld frá veikind- um þínum og munum við aðstoða sem mest við getum í sveitinni. Hvíl í friði. Lýður, Elva og börn. Ég var ekki há í loftinu þegar ég kom í mína fyrstu sumardvöl að Efri- Ey, hjá Guðbjörgu föðursystur minni og hennar fjölskyldu. Heimilisfólkið tók vel á móti mér og alltaf leið mér vel þessi sumur sem ég var þar. Þar kynntist ég Þóri. Ég man varla eftir honum öðruvísi en að vinna við bú- skapinn. Þórir var vinnuþjarkur, hon- um féll sjaldan verk úr hendi. Það þurfti m.a. að sinna skepnunum, heyja og gera við vélarnar. Allt lék í höndum hans. Minningarnar eru margar úr sveit- inni. Við Gunnhildur áttum bú sem meðal annars Þórir hjálpaði okkur að koma upp. Það var oft mikið að gera í búinu og ósjaldan voru haldnar veisl- ur. Þó að mikið væri að gera gaf Þórir sér samt oft tíma til að koma og þiggja veitingar sem voru moldarkök- ur, fallega skreyttar með blómum. Þórir var ekki að spara hrósið fyrir veitingarnar og þar kom það best í ljós hvernig mann hann hafði að geyma, að strákur um tvítugt skyldi gefa sér tíma í dagsins önn til að setj- ast niður og spjalla við okkur litlu stelpurnar. Árin liðu og alltaf fór ég austur öll sumur eftir að ég var komin með fjöl- skyldu. Við Þórir sátum oft lengi og spjölluðum. Hann var fróður um margt, fylgdist vel með og hafði skoð- un á flestu. Síðustu árin var hann mikið á spítala og þar áttum við oft langar og góðar stundir saman. Alltaf spurði hann um börnin mín og aðra í fjölskyldunni. Ég mun sakna þess að geta ekki sest niður og skipst á skoðunum við Þóri frænda minn því að í mínum aug- um er hann einn af bestu mönnum sem ég hef kynnst. Hann kom alltaf heiðarlega fram, var nægjusamur og algjört ljúfmenni. Ég og fjölskylda mín vottum eig- inkonu, systkinum og öðrum aðstand- endum samúð okkar. Elsku Þórir, ég þakka þér fyrir allar okkar stundir, guð geymi þig. Þín frænka, Guðrún Þorbjörnsdóttir. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar við minnumst þín, elsku Þórir, eru allar góðu stundirnar í sveitinni. Eftir að við fluttum úr Með- allandi og til Hafnar var beðið með eftirvæntingu eftir páskunum og vor- inu á hverju ári því þá fengum við að fara í gömlu sveitina okkar og dvelja um stund í Efri-Ey hjá ömmu, afa, Gunnu og Þóri. Það var alltaf tekið vel á móti okkur í Efri-Ey og við vorum alltaf velkomin þar. Störfin í sveitinni voru óteljandi eins og lög gera ráð fyrir og með þér fékk maður næstum því að vera full- orðinn og taka þátt í öllum störfunum. Það var alveg sama hvaða börn komu að Efri-Ey, öll hændust þau að þér og það virtist alltaf vera nóg pláss fyrir alla í kringum þig. Það er með söknuð í hjarta sem við minnumst þín og allra yndislegu stundanna í sveitinni. Hvíldu í friði, elsku frændi. Einar, Björg, Heiðar og Ósk. Þórir frændi í sveitinni, eins og hann var alltaf kallaður í minni fjöl- skyldu, var minn uppáhaldsfrændi. Ég var í sveit hjá honum, og afa og ömmu, níu sumur og var jafnan mætt- ur í sauðburðinn í byrjun maí. Fyrstu árin var nú trúlega ekki mikið gagn í mér en alltaf fékk ég að fara með hon- um að sinna fénu og hann var óþreyt- andi að útskýra allt milli himins og jarðar fyrir forvitnum gutta þótt mik- ið væri að gera. Sauðfé var hans líf og yndi og hann var búinn að rækta mjög fallegan alhvítan fjárstofn. Hann hélt þó alltaf eftir nokkrum skrautlegum til að lífga upp á fjár- húsin. Þórir átti engin börn sjálfur en langflest systkinabörn hans voru í sveit hjá honum á sumrin. Hann var afar barngóður og leit á okkur systk- inabörnin sem sín eigin og var mikill áhrifavaldur í okkar uppeldi. Hjá hon- um öðluðumst við dýrmæta reynslu á mörgum sviðum, reynslu sem við bú- um enn að. Mína fyrstu ökukennslu fékk ég t.d. hjá honum sjö ára gamall. Þá var ég settur undir stýri á Land Rovernum hans og látinn keyra í hringi á túni í fyrsta lága með herfi til að dreifa úr hrossataði aftan í. Ég var svo stuttur að ég þurti að sitja á kindabyssukassa til að sjá út og hoppa niður ef ég vildi stíga á kúp- linguna og stoppa. Ég var að sjálf- sögðu einn í heiminum við þessa iðju en ég hef trú á að frændi hafi fylgst náið með mér úr hæfilegri fjarlægð. Aðdáun mín á Þóri frænda og jepp- anum hans skaut rótum mjög snemma. Þriggja ára eignaðist ég bróður og að sjálfsögðu vildi ég láta skíra barnið Land Rover. Eitthvað gekk mér illa að sannfæra foreldra mína um það og sættist því á næst- besta kostinn, að skíra í höfuðið á eig- anda Land Roversins. Þóri var margt til lista lagt. Við- gerðir á vélum og tækjum virtust oft vonlausar þegar ekki voru til vara- hlutir og langan tíma tók að panta þá. Þórir var ótrúlega útsjónarsamur við að bjarga málunum og nánast und- antekningalaust tókst að gera við a.m.k. til bráðabirgða þangað til vara- hlutirnir bárust. Ef ekki reyndist hægt að gera við bilaða hlutinn var jafnvel smíðaður nýr. Þórir ber mikla ábyrgð með því að hafa kynnt mig fyrir tólum eins og slípirokk og suðu- vél en enn er ekki séð fyrir endann á viðskiptum mínum við slík tól. Sú lexía sem helst situr eftir frá tíma mínum með Þóri er að gefast aldrei upp, sumir hlutir taka bara lengri tíma en aðrir en alltaf er hægt að klára málið. Eftir þessu lifði hann alveg fram á síðasta dag. Hann var ekkert á leiðinni frá okkur og var fram á síðustu stundu að skipuleggja búskapinn í Efri-Ey. Veikindin sem hann hafði strítt við undanfarin ár höfðu þó betur að lokum en minningin um uppáhaldsfrændann mun lifa um ókomna tíð. Bjarni Gunnarsson. Þórir Bjarnason ✝ Elskulegur bróðir minn, mágur og vinur, MARKÚS JÓNSSON fiskmatsmaður, Álfheimum 64, lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtudaginn 11. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón Kr. Jónsson, Ólöf Valdimarsdóttir, Regína Steinsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR MEYBURG lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þriðjudaginn 9. febrúar. Kveðjuathöfn hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur Indriðason Meyburg, systkinabörn og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN ÖRN KRISTJÁNSSON, Hólagötu 37, Njarðvík, lést á Landspítalanum í Reykjavík þriðjudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðju- daginn 2. mars kl. 13.00. Ólöf Ásta Þorsteinsdóttir, Kristján Örn Kristjánsson, Ellert Stefán Birgisson, Ásthildur Lísa Guðmundsdóttir, Eydís Stefanía Kristjánsdóttir, Pétur Ingi Kolbeins, Þorsteinn Hermann Kristjánsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN JÓNSSON, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju mánudaginn 1. mars kl. 13.00. Hulda Svansdóttir, Ágústa Margrét Þorsteinsdóttir, Gauti Ástþórsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Karl G. Kristinsson, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Hjalti J. Guðmundsson og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN JÓN JÓHANNSSON, Skipalóni 20, Hafnarfirði, áður Hellubraut 7, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, þriðjudaginn 2. mars kl. 13.00. Friðbjörg Kristjana Ragnarsdóttir, Jóhann Þór Jóhannsson, Rúna Baldvinsdóttir, Ragnar Steinþór Jóhannsson, Friðjón Viðar Jóhannsson, Edda Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Rúnar Páll Brynjúlfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SVEINBJARGAR HEIÐRÚNAR ARNMUNDSDÓTTUR, sem lést á Landspítalanum að morgni þriðjudagsins 16. febrúar, verður frá Hallgrímskirkju mánudaginn 1. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sveinusjóð - sem stofnaður var til uppbyggingar sumarbúðastarfi KFUM og KFUK í Ölveri. Kt. 420369-6119, reikningsnúmer 0701-05-302000. Einnig er tekið við minningargjöfum í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK við Holtaveg eða í síma 588 8899. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Inga Þóra Geirlaugsdóttir, Jón Dalbú Hróbjartsson, Kári Geirlaugsson, Anna J. Guðmundsdóttir, Hörður Geirlaugsson, Sigrún Gísladóttir, Þuríður Erna Geirlaugsdóttir, Laufey G. Geirlaugsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson, Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, Kristján Harðarson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, MAGNEU ÞÓRU GUÐJÓNSDÓTTUR. Birna Óskarsdóttir, Ingvar Elísson, Ingvar Óskarsson, Birna Ósk Björnsdóttir, Eyrún Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Már Óskar Óskarsson, Ingunn Ragnarsdóttir, Sigurður Óskarsson, Guðrún Leifsdóttir, Birgir Óskarsson, Guðrún Þ. Kristjánsdóttir, Kornína Óskarsdóttir, Hlöðver Pétur Hlöðversson, Erla Óskarsdóttir, Karl J. Valdimarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.