Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 29

Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 Ernir Fjör Snjórinn er mörgum kærkominn og fögnuðu þessir Breiðholtsbúar honum með því að renna sér saman niður brekku og skemmtu sér vel. ÍSLENSK heimili standa frammi fyrir mikl- um vanda vegna mikilla skulda og vaxandi at- vinnuleysis. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við vandanum með til raunverulegum aðgerðum og öll fyrirheit um títtnefnda skjaldborg heim- ilanna eru orðin tóm. Það verður ekki lengur beðið með að taka á vanda heimila og fyr- irtækja sem í flestum tilvikum eru fórnarlömb efnahagskreppunnar á Íslandi. Þegar horft er til þeirra leiða sem færar eru má þó aldrei missa sjónar af rót þess vanda sem margir eiga við að glíma; atvinnuleysinu. Við getum unnið að ýmsum félagslegum leiðum, s.s. greiðslu- jöfnun, greiðslufrestun, seinkun uppboða og fleiru. En ef við lítum framhjá hinu raunveru- lega vandamál mun vandinn einfaldlega vaxa. Nú dugar ekkert annað en að blása til sóknar í atvinnulífinu. Ef atvinnuleysið verður viðvar- andi bætist stöðugt í hóp þeirra sem ekki ráða við skuldir sínar, einkaneysla dregst saman og við festumst í vítahring gjaldþrota, atvinnuleys- is og minnkandi umsvifa og skatttekna þar með. Tækifærin eru til staðar en því miður er glíman við atvinnuleysið vitnisburður um magnleysi ríkisstjórnarinnar. Þær leiðir sem vinstristjórnin hefur gripið til með skattahækk- unum á fyrirtæki og einstaklinga munu ekki skila þeim árangri sem að er stefnt. Þetta sést glöggt á fyrstu vikum þessa árs með fréttum um að skatttekjur skili sér ekki eins og áætlað var. Það er dapurlegt þegar fjármálaráðherr- ann getur einungis nefnt góða blómasölu á konudaginn sem dæmi um þróun neyslu í sam- félaginu. Ríkur orðrómur er um aukna svarta atvinnustarfsemi sem gjarnan er dyggur fylgi- fiskur skattahækkana. Efnahagstillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram síðasta vor og aftur á haust- mánuðum byggðu á allt annarri nálgun. Þar var skattahækkunum hafnað, boðaður raunhæfur niðurskurður í rekstri hins opinbera á sama tíma og aukið fjármagn yrði sett í fram- kvæmdir á vegum þess. Reiknað var með að ganga að frestuðum skattgreiðslum á séreign- arlífeyrissparnað til að mæta þessum tíma- bundnu aðstæðum. Í nýlegri fréttatilkynningu frá iðnaðarráð- herra segir m.a. „Á vettvangi ríkisstjórn- arinnar verði efld yfirsýn yfir aðgerðir ráðu- neyta, stofnana, aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóða í atvinnumálum og greitt fyrir framgangi fjárfestingarverkefna“. Í marg- ræddum stöðugleikasáttmála ríkisstjórn- arinnar við aðila vinnumarkaðarins segir að viðræðum við þá og lífeyrissjóði landsins um þátttöku þeirra síðarnefndu í fjármögnun verk- efna, skyldi lokið fyrir 1. september sl. Fyrst hálfu ári síðar boðar ráðherra aukna yfirsýn ríkisstjórnarinnar á aðgerðir aðila á eflingu at- vinnulífs. Það er óhætt að segja að góðir hlutir gerast hægt á ríkisstjórnarheimilinu! Eins og áður sagði eru tækifærin til staðar og nú þegar er hægt að grípa til aðgerða sem skila sér fljótt í fjölgun atvinnutækifæra og aukinni bjartsýni í samfélaginu. Vegagerð Þau verkefni stór og smá sem Vegagerðin hefur slegið á frest eru fjölmörg. Um er að ræða verkefni sem búið var að bjóða út en hætt var við og verkefni sem tilbúin eru í útboð en frestað. Kostnaðaráætlanir fyrir þessi verkefni hljóð- ar samtals upp á 8,4 milljarða króna. Stærstu verkefnin eru Álftanesvegur 1,389 milljónir, Arnarnesvegur 1,260 milljónir, Hringvegur 1, Draugahlíðarbrekka að Fossvöllum 1,150 millj- ónir, Norðausturvegur og Dettisfossvegur 1,785 milljónir. Önnur verkefni eru 16 talsins á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Heildarkostnaður við þessi verkefni er áætl- aður 8.400 milljónir sem þýðir um 20.000 millj- óna aukningu í efnahagsumsvifum í þjóðfélag- inu. Áætluð ársstörf bein og óbein eru um 1.500. Til viðbótar þessu má nefna að Norð- fjarðargöng eru þegar hönnuð og tilbúin til út- boðs en áætlaður kostnaður við þau nemur um 9.000 milljónum og um 250 bein og óbein árs- störf myndast við byggingu þeirra. Það sama gildir um Vaðlaheiðargöng sem tilbúin eru til útboðs. Margfeldisáhrif þýða að reikna má með að öll þessi verkefni leiði af sér allt að 3.500 árs- störf. Framkvæmdir þessar er að mestu leyti hægt að fjármagna innanlands þar sem sáralít- ill innflutningur á hráefni fylgir þeim. Með þessari aðgerð kæmi til atvinna fyrir þann hóp sem hvað verst hefur farið út úr samdrætt- inum. Sjávarútvegur Við þær erfiðu aðstæður sem uppi eru er réttlætanlegt að auka aflaheimildir á yfirstand- andi fiskveiðiári. Hófleg aukning aflaheimilda má þó ekki ganga á vöxt fiskistofnanna til fram- tíðar en við þessar aðstæður er réttlætanlegt að hægja á honum. Ef heimilað yrði að veiða 25.000 tonn til viðbótar má reikna með að afla- verðmæti myndi aukast um allt að 12.000 millj- ónir. Miðað við núverandi stöðu munu margar útgerðir, sérstaklega minni og meðalstórar, stöðvast á næstu vikum. Það hefði í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir rekstur þeirra og afkomu. Það sama gildir fyrir minni fisk- vinnslufyrirtæki um allt land sem eru háð afla þessara útgerða. Veiðar og vinnsla þessa afla mun skila allt að 850 ársstörfum og þar sem margfeldisáhrif í sjávarútvegi á atvinnulíf eru mikil má reikna með allt að 2.500 ársstörfum vegna þessarar aflaaukningar. Ef ekkert verð- ur að gert mun það leiða af sér ótímabær gjald- þrot í greininni sem og aukið atvinnuleysi. Vegna alvarlegrar stöðu og óvissu í greininni m.a. vegna fáránlegra hugmynda um fyrningu aflaheimilda hafa viðskipti við fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveg dregist umtalsvert sam- an. Sú þróun heldur áfram að óbreyttu. Orkufrekur iðnaður Eitt af þeim fjöreggjum sem við Íslendingar eigum er orkan í fallvötnum og iðrum jarðar. Ríkistjórnin virðist ekki bera gæfu til að stuðla að nýtingu þessara auðlinda okkur öllum til hagsbóta. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar leggja hins vegar lykkju á leið sína til að leggja stein í götu stóriðjuframkvæmda og annarra verkefna sem krefjast verulegrar raforku. Svo einbeittir eru þeir við þessa iðju að ekki er annað hægt en dást að staðfestunni. En aðdáunin er skammvinn þegar ístöðuleysið í öllum öðrum málum sem varða þjóðarhag er haft í huga sem og afleiðingarnar fyrir þjóðfélagið. Að framlengja ekki vilja- yfirlýsingu vegna framkvæmda á Bakka er hneisa og framgangan varðandi Helguvíkurframkvæmdina er fáheyrð. Þá endurspeglar seinagangur og úrræða- leysi varðandi uppbyggingu gagnavera algert skilningsleysi. Óskiljanleg er sú ákvörðun að setja aðeins 3% af fyrirhug- uðum framkvæmdum við Búðarháls- virkjun í útboð. Í samvinnu við lífeyr- issjóði á að tryggja fjármögnun á Búðarháls- og Hverahlíðarvirkjunum. Það er full þörf fyrir orkuna frá þessum virkjunum og framkvæmdir við þær geta hafist strax. Þetta myndi skapa hundruð starfa á framkvæmdatímanum. Aðrar framkvæmdir Þessi upptalning er ekki tæmandi. Það má til viðbótar nefna t.d. opnun einkasjúkrahúsa eins og hugmyndir hafa verið uppi um á Suð- urnesjum. Þar er reiknað með að starfsmenn geti orðið allt að 300. Ríkisstjórnin hefur tafið framgang þess máls og var ótrúlegt að fylgjast með hrokafullri afstöðu heilbrigðisráðherrans í garð þessa verkefnis á Alþingi á fimmtudag. Umtalaður landflótti er ekki síst í heilbrigð- isstéttum og læknar sem verið hafa í sérnámi erlendis skila sér ekki heim. Það er raunhæft og bráðnauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða sem hér hafa verið talin upp. Slíkt myndi hafa í för með sér aukna bjart- sýni og neyslu sem er þjóðinni nauðsynleg á þessum erfiðu tímum. Mörg þúsund ársstörf myndu skapast og flest þeirra í greinum sem hvað verst hafa farið út úr yfirstandandi kreppu. Alþingi og ríkisstjórn bera hér mikla ábyrgð og andstæðingar uppbyggingar í at- vinnulífi verða að leggjast á árarnar með okkur hinum til að koma íslensku samfélagi úr spor- unum. Niðurstaða Ef horft er yfir sviðið hvað varðar atvinnu- mál blasir við auðn. Engar nýjar raunhæfar hugmyndir eru uppi þótt stöðugt sé talað um að allt sé fullt af tækifærum. Ef innt er eftir því hver þau séu verður fátt um svör. Talað er óljóst um nýsköpun, ferðamennsku og smáiðn- að, en á sama tíma eru skattar hækkaðir á þessar greinar sem auðvitað er til þess eins fallið að troða niður allan nýgræðing. Nú er kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum. Úr sporunum Eftir Jón Gunnarsson og Tryggva Þór Herbertsson »Nú dugar ekkert annað en að blása til sóknar í atvinnulífinu. Ef atvinnu- leysið verður viðvarandi bæt- ist stöðugt í hóp þeirra sem ekki ráða við skuldir sínar, einkaneysla dregst saman og við festumst í vítahring gjaldþrota, atvinnuleysis … Jón Gunnarsson Höfundar eru þingmenn og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd. Tryggvi Þór Herbertsson ÍSLENDINGAR sitja uppi með utanrík- isráðherra sem sat sem ráðherra í þeirri rík- isstjórn sem var á vakt þegar bankarnir hrundu á haustdögum 2008. Sé eitthvert eitt atriði nefnt sem rýrir traust Íslands erlendis er það utanrík- isráðherra, forsætisráð- herra og samgöngu- málaráðherra en þeir eiga það sameiginlegt að hafa tilheyrt hrun- stjórninni. Heldur Össur Skarp- héðinsson að hann þekkist ekki? Víkur nú sögunni að Icesave- málinu og þætti Össurar í því. Hinn 19. febrúar sl. kom fram í fréttum að utanríkisráðherra hefði hvatt starfs- menn sína til að tala máli Íslands tæpitungulaust við starfsmenn sendi- ráða annarra ríkja. Svo opinmynntir voru starfsmenn utanríkisráðuneyt- isins að orðrétt var haft eftir Össuri á netmiðlum að „þeir hafi verið að reyna að særa stuðningsyfirlýsingu út úr Bandaríkjamönnum á trún- aðarfundunum um Icesave-deiluna sem haldnir voru í janúar“. Meira að segja gengu starfsmenn ráðuneyt- isins svo langt að tilkynna Sam Wat- son, forstöðumanni bandaríska sendi- ráðsins, að hlutleysi Bandaríkjamanna væri ekki val- kostur í þessari deilu því ef Icesave-málið myndi dragast á lang- inn yrði Ísland gjald- þrota árið 2011. Ekk- ert annað en stuðningur í Icesave væri tekið gilt. Össur sagðist að- spurður í morg- unútvarpi Rásar 2 vera stoltur af starfs- mönnum sínum og þeirri hörku sem þeir sýndu Watson. Í framhjáhlaupi má geta þess að bandaríska sendiráðið hefur verið sendiherralaust frá ársbyrjun 2009. Carol von Voorst yfirgaf stöðu sína í fússi vegna „ekki-orðuveiting- ar“ og ekki hefur nýr sendiherra ver- ið skipaður því Robert S. Connan, sem Obama tilnefndi, hætti við að þiggja embættið á sumardögum 2009. Þau eru því frekar súr samskiptin milli þjóðanna og er það miður því Bandaríkin eru vinaþjóð okkar til margra áratuga. Þeir urðu fyrstir til að lýsa yfir stuðningi við sjálfstæði okkar og einnig voru þeir öflugir liðs- menn í landhelgisdeilunni. Bandaríski herinn fór héðan 2006. NATÓ ákvað að færa varnarlínuna til Evrópu og taldi útvarðagæslu hér í Norðurhöfum óþarfa. Sumir halda því fram að þá hafi þegar verið ákveð- ið að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum yrði beitt hér á landi í þágu erlendra auð- hringja og ekki gengi að hafa Banda- ríkjaher í landinu á sama tíma. Eitt er víst að Bretar beittu á friðelskandi NATÓ-þjóð hryðjuverkalögum í hruninu. Mér er til efs að það hefði gerst hefði bandaríski herinn verið hér. Í ljósi þessa er bandarískt til- hlaup Össurar utanríkisráðherra nú stórundarlegt. Össur á að vita að Bandaríkin geta ekki aðstoðað Ísland í Icesave-deilunni því þau þurfa lið- styrk Breta og Hollendinga í Afgan- istan. Það er skylda NATÓ-þjóða sem hafa her að standa saman í stríðsrekstri. Fór framhjá utanríkisráðherra að hollenska ríkisstjórnin er fallin vegna ágreinings um tímalengd og viðveru hermanna landsins í Afganistan? Við- talspöntun ráðherrans við Hillary Clinton hlýtur því að vera enn eitt bjölluatið og ætlað til þess eins að slá pólitískar keilur til heimabrúks. Utanríkisráðherra til heimabrúks Eftir Vigdísi Hauksdóttur Vigdís Hauksdóttir » Sé eitthvert eitt at- riði nefnt sem rýrir traust Íslands erlendis er það utanríkisráð- herra, forsætisráðherra og samgöngumálaráð- herra en þeir eiga það sameiginlegt að hafa til- heyrt hrunstjórninni. Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.