Morgunblaðið - 27.02.2010, Side 24

Morgunblaðið - 27.02.2010, Side 24
24 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Forvarna- og framfara- sjóði Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð er að finna á vef Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg kallar eftir góðum hugmyndum á sviði forvarna og fegrunar í hverfum borgarinnar > Fegurri ásýnd hverfis > Eflingu lýðheilsu > Aukið öryggi íbúa > Forvarnir í þágu barna og ungmenna > Samstarf íbúa, félagasamtaka, fyrirtækja og borgarstofnana Verkefnin geta komið frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum en þau verða að fela í sér eitt af eftirfarandi: Enn betri Reykjavík www.reykjavik.is/ennbetri SKOÐANAKÖNNUN, sem breska dagblaðið The Daily Telegraph birti í gær, bendir til þess að Verka- mannaflokkurinn hafi saxað á for- skot Íhaldsflokksins og verði stærsti flokkurinn á breska þinginu eftir kosningar sem eiga að fara fram ekki síðar en 3. júní. Könnunin bendir til þess að fylgi Íhaldsflokksins sé nú 37%, Verka- mannaflokksins 32% og Frjálslyndra demókrata 19%. Yrði þetta niður- staða kosninganna fengi enginn flokkur meirihluta þingsæta, en vegna kjördæmaskiptingar fengi Verkamannaflokkurinn nítján fleiri þingsæti en Íhaldsflokkurinn. Talið hefur verið að Gordon Brown forsætisráðherra boði til kosninga 6. maí en nokkrir stjórn- málaskýrendur sögðu í gær að nýj- ustu skoðanakannanir ykju líkurnar á því að Brown boðaði til kosninga í mars eða apríl. Könnunin byggist á svörum 1.533 Breta og var gerð 19.-22. febrúar. Flokkur Browns stærstur? Í HNOTSKURN » Landsframleiðslan í Bret-landi jókst um 0,3% á síð- asta fjórðungi liðins árs og mun meira en búist var við, skv. nýjum hagtölum. » Brown kveðst ætla aðsetja efnahagsmálin á odd- inn í kosningabaráttunni. BÖRN í skrautlegum búningum taka þátt í skrúðgöngu í Tel Aviv í aðdraganda gyðingahátíðarinnar Purim sem hefst um sólarlag í kvöld og stendur í sólarhring. Hefðin er sú að unga fólkið klæðist grímubúningi vegna hátíðarhaldanna. Hátíðin er til minningar um björgun gyðinga frá útrýmingu í Persíu til forna. Reuters BJÖRGUN GYÐINGA Í PERSÍU MINNST GRÍÐARSTÓR hafísbreiða, sem losnaði frá jökli á Suðurskautsland- inu fyrr í mánuðinum, gæti raskað sjávarstraumum og breytt veður- fari víða um heim þegar fram líða stundir. Hugsanlegt er meðal ann- ars að nýja hafísbreiðan geti leitt til kaldari vetra í Norður-Atlantshafi, að sögn vísindamanna. Þeir segja þó að áhrifanna á veðurfar myndi ekki gæta fyrr en eftir áratugi eða lengri tíma. Á stærð við Lúxemborg Hafísbreiðan er 2.550 ferkíló- metrar og á stærð við Lúxemborg. Hún losnaði frá Mertz-jökultung- unni 12. eða 13. þessa mánaðar. Ástralskir vísindamenn segja að hafísbreiðan geti lokað svæði sem framleiðir þéttan, mjög kaldan og selturíkan sjó sem sekkur í hafs- botninn og knýr sjávarstraumana. Vísindamennirnir segja að hægi á þessari kólnun geti það breytt sjávarstraumunum þannig að vet- urnir verði kaldari í Norður- Atlantshafi. Hefur áhrif á keisaramörgæsir „Frá þessu svæði koma um 25% af framleiðslu botnsjávar við Suðurskautslandið,“ hafði frétta- vefur breska ríkisútvarpsins, BBC, eftir Neil Young, jöklafræðingi við áströlsku stofnunina Miðstöð rann- sókna á loftslagi og vistkerfum í Suðurskautslandinu. Hann bætti við að þetta myndi því hægja á myndun hafstraumanna en sú þró- un tæki langan tíma. „Og þetta mun einnig hafa áhrif á mörgæsir og fleiri dýr sem nota þetta svæði til fæðuöflunar.“ Hafísinn gæti meðal annars rask- að fæðuöflun keisaramörgæsa ná- lægt Dumont d’Urville þar sem franskir vísindamenn eru með rannsóknastöð. Háð rekstefnu íssins Nýja hafísbreiðan losnaði í árekstri annars hafíss, B-9B, sem losnaði frá jöklinum árið 1987. Vís- indamennirnir taka fram að hafís- breiðurnar hafi ekki áhrif á sjávar- straumana ef þær færast austur og festast við jökulbreiðuna, eða í norður á hlýrra svæði. „En ef þær haldast á þessu svæði – sem er lík- legt – geta þær hindrað framleiðslu kalda sjávarins,“ hafði fréttastofan AFP eftir franska jöklafræðingnum Benoit Legresy. bogi@mbl.is Heimildir: Antarctic Climate & Ecosystems Cooperative Research Centre, British Antarctica Survey RISASTÓR HAFÍSBREIÐA LOSNAR Hafís á stærð við Lúxemborg hefur losnað frá jökli á Suðurskautslandinu eftir að annar stór hafís rakst á hann, að sögn vísindamanna í gær. Þetta gæti orðið til þess að sjávarstraumar breyttust og leitt til kaldari vetra í Norður-Atlantshafi Íslaust berg Jökulbreiða Ísþilja Mertz-jökull Fljótandi hluti jökulsins, sem var eitt sinn 160 km langur, er nú aðeins 80 km langur Nýi hafísinn er 78 km langur, 33 km til 39 km breiður og meðalþykkt hans er 400 metrar Árekstur hafíssins B-9B við jökultunguna varð snemma í mánuðinum Um 10% hafíssins er ofan sjávar 7. FEB. 2010 Hafís B-9B 20. FEB. 2010 Hafís B-9B Nýr hafís 7. JAN. 2010 Hafís B-9BTunga í Mertz-jökli Sprungur AUSTUR- JÖKULBREIÐA VESTUR- JÖKULBREIÐA Suðurpóllinn Ross-ísþilja Viktoríuland Wilkes- land Mertz-jökull Ronne- ísþilja AtlantshafSUÐURSKAUTSLANDIÐ Kyrrahaf 500 km Gæti raskað sjávarstraumum  Ný hafísbreiða gæti hugsanlega valdið kaldari vetrum í Norður-Atlantshafi „ÞETTA er svo sem ekki óskyn- samleg ágiskun hjá þeim, en ég tel að það þurfi að leggja áherslu á að svolítið meira þurfi til,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur um kenningu ástralskra vísindamanna þess efnis að hafísbreiða sem losn- aði frá jökli á Suðurskautslandinu geti valdið kaldari vetrum í Norður- Atlantshafi. Þór segir að þetta sé sama þróun og verið hafi undanfarin ár, þ.e. að stórir jakar losni frá suðurheim- skautinu. „Ég á bágt með að trúa að svona fleki einn og sér geti breytt sjávarstraumum til lengdar. Ef hann fer langt í norður og bráðnar smám saman hefur hann kannski áhrif á yfirborðslögin um tíma, en það yrði staðbundið.“ Til þess að þau áhrif verði sem vísindamenn lýsi þurfi fleiri stórir jakar að brotna af reglulega á næstu árum. Hafísþekjan í lágmarki Á suðurhveli jarðar getur hafís dreifst tiltölulega óhindraður í allar áttir frá Suðurskautslandinu. Ný- myndaður hafís flyst auðveldlega út á hafsvæði þar sem hann bráðnar á næsta ári. Í febrúar er hafísþekjan í lágmarki á suðurhveli en í hámarki á norðurhveli jarðar. Ágæt ágiskun en meira þarf til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.