Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 26
26 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
.
Föstudaginn 5.mars kemur út hið
árlega Fermingarblað Morgunblaðsins.
Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin-
sælustu sérblöðum Morgunblaðsins í
gegnum árin og verður blaðið í ár
sérstaklega glæsilegt.
Fermingarblaðið verður borið frítt inn
á heimili allra fermingarbarna á öllu
landinu.
Látið þetta glæsilega Fermingarblað
ekki framhjá ykkur fara.
MEÐAL EFNIS:
Veitingar í veisluna.
Mismunandi fermingar.
Skreytingar í veisluna.
Veisluföng og tertur.
Fermingartíska.
Hárgreiðsla fermingarbarna.
Fermingarmyndatakan.
Fermingargjöfin í ár.
Hvað þýðir fermingin.
Viðtöl við fermingarbörn.
Nöfn fermingarbarna.
Fermingarskeytin
Og fullt af öðru
spennandi efni.
FERMINGAR
PANTAÐU AU LÝSINGAPLÁSS FYRIR 1. MARS
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 1. mars.
Ferm
ing
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | „Kirkjan býr að
einstökum hópi fólks sem leggur
henni lið og hefur gert kirkjunni
kleift að bæta þjónustuna. Eftir
stefnumótunarvinnu árið 2007 var
ákveðið að setja æskulýðsmál, kær-
leiksþjónustu, tónlistar- og menn-
ingarlíf í forgang, auk þess að efla
tengslin við aðra hópa og félög í
samfélaginu,“ sagði séra Skúli S.
Ólafsson, sóknarprestur í Keflavík-
urkirkju, í samtali við blaðamann er
kirkjan fagnar nú 95 ára afmæli.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Kefla-
víkurkirkju hafa haft í nógu að snú-
ast síðustu daga þar sem hver dag-
skrárliðurinn hefur rekið annan í
veglegri afmælisveislu. Sjálfur af-
mælisdagurinn var 14. febrúar, sem
fagnað var með hátíðarguðsþjón-
ustu, sögusýningu og söguþingi.
„Saga Keflavíkurkirkju er fyrir
margar sakir einstök. Eftir að gamla
timburkirkjan, sem stóð neðar í
bænum en núverandi kirkja, skekkt-
ist í ofsaroki árið 1902 var ákveðið að
nýja kirkjan ætti að rísa á traustum
grunni og ofar í byggðinni þar sem
minni hætta væri á að særokið lemdi
á henni. Þó fannst mönnum mikil-
vægt að kirkjan heilsaði sæfar-
endum þegar þeir sigldu inn til hafn-
ar í Keflavík. Kirkjuturninn skyldi
blasa við hafi og var hann því hafður
á austurgafli kirkjunnar. Þar skyldi
inngangurinn í kirkjuna og vera,
sem leiddi til þess að kirkjan snýr
„öfugt“ við það sem hefðbundið er
með kirkjur – altarið vísar til vest-
urs en ekki austurs svo sem venjan
er,“ sagði Skúli.
Sálfboðaliðsvinnan efld
Starf Keflavíkurkirkju byggist
mikið á sjálfboðaliðsvinnu enda kom
það skýrt fram í stefnumótuninni að
sérstök rækt yrði lögð við þá vinnu.
Í kjölfarið hefur sjálfboðaliðum
fjölgað mikið, sem er að vonum mik-
ið gleðiefni fyrir kirkjuna og starf-
semi hennar. „Þetta gerir að sama
skapi aðrar kröfur til þeirra sem
leiða starfið því vel þarf að halda ut-
an um hópinn og vera til staðar fyrir
þá sem gefa af örlæti sínu til kirkj-
unnar. Dagskrá kirkjuvikunnar hef-
ur að stórum hluta verið í höndum
þessara sjálfboðaliða og í tilefni af-
mælisins verður systrafélag Kefla-
víkurkirkju endurvakið. Þá er fyrir-
hugað að stofna bræðrafélag
kirkjunnar á aðalfundinum sem
haldinn verður 14. mars næstkom-
andi,“ sagði Skúli.
„Vinir og vandamenn“ var yfir-
skrift fyrirlestra og viðburða sem
komu frá nágrannasóknum Kefla-
víkurkirkju, prófastsdæminu og
ýmsum öðrum samstarfshópum, svo
sem sveitarfélaginu og Hjálpræðis-
hernum. Meðal annars var efnt til
málþings þar sem farið var yfir
ávinninginn af vinnu við greiningu á
stöðu skilnaðarbarna, námskeiðs-
haldi fyrir fráskilda foreldra og
myndun stuðningshóps fyrir skiln-
aðarbörn í framhaldi af því. Kefla-
víkurkirkja hefur um þriggja ára
skeið unnið að því verkefni með
Kjalarnesprófastsdæmi og Reykja-
nesbæ. Starfsfólk Keflavíkurkirkju
setti á ný söngleikinn „Ljós um nótt“
á svið, en hann var frumfluttur á
menningarhátíð Reykjanesbæjar,
Ljósanótt, í september sl. Höfundar
eru séra Skúli og Arnór Vilbergsson
organisti, sem fjalla í verkinu um
ljósið og trúna, vináttuna og hug-
rekkið. Sjálfir leika þeir persónur
verksins, Skúla ref og Arnór fugl, en
Erla Guðmundsdóttir, prestur í
Keflavíkurkirkju, túlkar engla-
drottninguna sem m.a. miðlar mál-
um milli refsins og fuglsins. Um tón-
listarflutning sáu Talenturnar,
hljómsveit sem skipuð er sjö með-
limum kórs Keflavíkurkirkju. Elstu
leikskólabörnum í Reykjanesbæ var
boðið á sýninguna og komu 500 börn
á sýningarnar tvær sem haldnar
voru.
Afmælisveislunni lauk sl. laugar-
dag en þá leiðbeindu listakonurnar
Sossa og Fríða Rögnvalds börnum í
listasmiðju og sundmenn Íþrótta-
bandalags Reykjanesbæjar söfnuðu
í velferðasjóðinn. „Það fór vel á því
að enda þessa hátíð með því að horfa
til framtíðar og leggja lok hennar
undir dagskrá fyrir komandi kyn-
slóðir,“ sagði Skúli.
Kirkja sem horfir til tveggja átta
Keflavíkur-
kirkja fagnar
95 ára afmæli
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Í netinu Börnin í Reykjanesbæ fengu í lok afmælisdagskrárinnar að búa til fiska og mála og hengja í net. Listakon-
an Fríða Rögnvalds aðstoðaði börnin, en smiðjunni stjórnuðu hún og listakonan Sossa.
Kirkjan býr að einstökum
hópi fólks sem leggur
henni lið og hefur gert
kirkjunni kleift að bæta
þjónustuna.
AXEL Jónsson matreiðslumaður
hélt matreiðslunámskeið þar sem
fjallað var um biblíumat og fisk-
réttur Símonar Péturs eldaður.
„Kirkjunnar menn hafa fundið
ýmsar uppskriftir í Biblíunni og
upplýsingar um krydd sem notuð
voru í þá daga, en eins og kunnugt
er þá voru fiskveiðar og akuryrkja
algengustu starfsgreinarnar,“
sagði Axel. Skúli S. Ólafsson, sókn-
arprestur í Keflavíkurkirkju, hafði
samband við Sigurð Árna Þórðar-
son, prest í Neskirkju, sem hefur
staðið fyrir slíkum máltíðum um
nokkurt skeið. Eldað var eftir upp-
skrift af fiskrétti sem nefnist fisk-
réttur Símonar Péturs, en sá var
fiskimaður í Galíleu og veiddi í Galí-
leuvatni áður en hann fór að fylgja
Jesú.
„Sjálfsagt hafa menn aðallega
veitt vatnafiska af silungs- og
karfategundum, en einnig fisk úr
Miðjarðarhafinu, t.d. makríl, sar-
dínur og tilapia [hvítfisk],“ sagði
Axel og ákvað að deila uppskrift-
inni með lesendum, enda einföld og
fljótleg.
Fiskréttur
Símonar Péturs
Fiskur að vild
steiktur í olíu
kryddaður með Maldon-
saltflögum
Soðsósa, krydduð með kúmeni
og kóríander.
Borið fram með Kus Kus og
skreytt með klettasalati krydd-
uðu með balsamic-ediki.
Axel bauð svo gestum og gang-
andi að smakka á fiskréttinum í
versluninni Nettó í síðustu viku
en á sama tíma stóð kirkjan fyrir
fiskmarkaði þar sem allur ágóði
sölunnar rann til Velferðasjóðs
Suðurnesja. Fiskútflytjendur á
svæðinu gáfu fiskinn og var þar
úr ýmsu að velja. Harmónikku-
leikarar léku sjómannalög og
fjöldi fólks lagði leið sína í versl-
unina og keypti soðningu um leið
og hann styrkti gott málefni.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Gamaldags Bæjarbúar keyptu fisk frá fiskútflytjendum á svæðinu og slógu
tvær flugur í einu höggu, fengu í soðið og styrktu Velferðarsjóð Suðurnesja.
Gamaldags fiskmarkaður