Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
Síðasta fimmtudag í mánuði býður veitingastaðurinn Prikið á Laugavegi
„litla manninum“ ókeypis máltíð um hádegisbil. MR-ingar létu þetta ekki
fram hjá sér fara sl. fimmtudag og gæddu sér á rjómasveppasúpu. Síðast
bauð Prikið ókeypis hamborgara og myndaðist þá röð fyrir utan staðinn.
Morgunblaðið/Ernir
Frí súpa á fimmtudegi
Gjafmildi á Prikinu við Laugaveg
KJARADEILU samninganefnda
stéttarfélaga og forsvarsmanna
Norðuráls hefur verið vísað til rík-
issáttasemjara. Á samningafundi í
gær lögðu forsvarsmenn Norðuráls
fram nýtt tilboð en of mikið þykir
bera á milli og á þeirri forsendu
ákvað samninganefnd stéttarfélag-
anna að vísa kjaradeilunni til ríkis-
sáttasemjara, að því er segir á vef
Verkalýðsfélags Akraness.
„Héðan í frá mun Ríkissáttasemj-
ari því sjá um verkstjórn kjara-
viðræðna. Áttu formaður Verka-
lýðsfélags Akraness og forstjóri
Norðuráls samræður við Ríkis-
sáttasemjara í [gær]morgun um
næstu skref. Hefur ríkissáttasemj-
ari nú þegar boðað til næsta fundar
á mánudaginn kemur,“ segir í frétt
frá Verkalýðsfélaginu.
„Krafa stéttarfélaganna er skýr,
það er að launakjör starfsmanna
Norðuráls verði með sama hætti og
gerist hjá öðrum sambærilegum
stóriðjum,“ segir ennfremur.
Kjaradeilu Norður-
áls vísað til ríkis-
sáttasemjara
KRISTÍN Ing-
ólfsdóttir er
sjálfkjörin í emb-
ætti rektors Há-
skóla Íslands
næstu fimm árin,
þar sem enginn
sótti um emb-
ættið á móti
henni samkvæmt
upplýsingum frá
starfsmannasviði
HÍ. Umsóknarfrestur um embættið
rann út á mánudag.
Kristín var skipuð í embættið að
undangengnum kosningum í mars
2005 og hefur því setið eitt kjör-
tímabil. Kristín er 28. rektor Há-
skóla Íslands og fyrsta konan sem
gegnir embættinu.
Kristín sjálfkjörin
í embætti rektors
Kristín
Ingólfsdóttir
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
STARFSMENN Áburðarverksmiðj-
unnar sýndu af sér saknæma hátt-
semi með því að vara nágranna
Áburðarverksmiðjunnar ekki við og
lýsa því yfir við einn þeirra að ekki
væri hætta á ferðum þegar 510 kg af
ammoníaki var hleypt út í tveimur
lotum 30. september 1998.
Verið var að ræsa sýruverksmiðj-
una í Gufunesi en til þess þurfti að
sleppa ammoníakinu. Venjulega
hafði þess verið gætt að vindur stæði
á haf út þegar ræst var, en að þessu
sinni stóð vindur á íbúðarhús sem
standa í um 380 metra fjarlægð.
Nágrannar sem grennsluðust fyrir
um sterka ammoníakslykt hjá verk-
smiðjunni fengu þau svör að engin
hætta væri á ferðum. Einn þeirra er
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir.
Heilsu Ingibjargar hrakaði mjög
hratt eftir þann dag og hefur hún
ekki náð sér. Meðal annars glímir
hún við þrálát einkenni frá öndunar-
færum með takmörkun á áreynslu-
þoli. Skaðabótakröfu hennar var
hafnað og því fór hún í mál. Krafðist
hún 4,4 milljóna króna í skaða- og
þjáningarbætur.
Héraðsdómur sýknaði Áburðar-
verksmiðjuna og taldi Ingibjörgu
ekki hafa hlotið varanlegan miska og
örorku vegna losunarinnar. Lungna-
skaða mætti fremur rekja til tóbaks-
reykinga. Þeirri niðurstöðu sneri
Hæstiréttur við og taldi miskann og
örorkuna stafa af innöndun ammoní-
aks og annarra lofttegunda sem sleppt
var. Segir í dómnum að þó lungna-
varnir hennar hafi verið veikar fyrir
vegna reykinga skerði það ekki rétt
hennar til skaðabóta. Voru henni
dæmdar tæpar 4,2 milljónir króna.
„Þó svo að þetta séu engar bætur til
þess að gera miðað við tjónið og
heilsuleysið er sigur að fá þetta við-
urkennt,“ segir Ingibjörg. „Þetta hef-
ur verið löng og erfið leið og gott að
hún sé að baki. En niðurstaðan breytir
í sjálfu sér engu. Ég fæ ekki heilsuna
til baka.“
Ingibjörg segir heilsu annarra íbúa í
hverfinu hafa hrakað einnig, þó það
hafi ekki komið upp á yfirborðið. Og í
raun sé það rannsóknarefni.
„Sigur að fá þetta viðurkennt“
Hæstiréttur féllst á skaðabótaábyrgð Áburðarverksmiðjunnar vegna losunar 510 kg af ammoníaki
Ingibjörg Magnúsdóttir fagnar niðurstöðunni en segir hana þó ekki færa henni heilsuna aftur
Baráttu Ingibjargar Guðrúnar
Magnúsdóttur gegn Áburðarverk-
smiðjunni lauk fyrir Hæstarétti í
vikunni, tólf árum eftir að amm-
oníaki í formi heitrar gufu var
hleypt yfir heimili hennar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Barátta Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir hefur háð baráttu gegn Áburð-
arverksmiðjunni undanfarin tólf ár. Henni lauk fyrir Hæstarétti.
» Dæmdar 4,2 milljónir
króna í skaðabætur
» Losunin fór fram í
september árið 1998
ÁTTA prófkjör vegna sveitarstjórn-
arkosninganna í vor fara fram í
Reykjanesbæ, Sandgerði, Kópa-
vogi, Mosfellsbæ, á Akranesi og
Ísafjarðarbæ í dag. Sjálfstæðis-
menn eru með tvö prófkjör, Fram-
sóknarmenn tvö, Samfylkingin eitt,
VG eitt forval og síðan eru tvö sam-
eiginleg prófkjör.
Í Reykjanesbæ verður prófkjör
hjá sjálfstæðismönnum og Samfylk-
ingunni klukkan 10-18.
Sameiginlegt prófkjör Samfylk-
ingar, K-lista og óháðra í Sandgerði
verður í dag kl. 10-18.
Forval Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs í Kópavogi verður
kl. 10-18 og á sama tíma verður
prófkjör framsóknarmanna í bæn-
um.
Prófkjör framsóknarfélaganna í
Mosfellsbæ verður kl. 10-15.
Prófkjör sjálfstæðismanna á
Akranesi verður kl. 10-18.
Prófkjör Í-listans, sameiginlegs
framboðs, Samfylkingar, Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs,
Frjálslyndra og óháðra til bæj-
arstjórnarkosninga í Ísafjarðarbæ,
fer fram á fjórum stöðum. Kjör-
fundur á Ísafirði verður kl. 10-18 en
kl. 10-16 á Flateyri, Suðureyri og
Þingeyri.
Átta prófkjör á sex stöðum
Fyrstu tölur eru
væntanlegar
síðdegis í dag
Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur
ingibjorgrosa@mbl.is
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur
ákvarðað að Lyf og heilsa hafi mis-
notað markaðsráðandi stöðu sína til
að hindra að nýr keppinautur á Akra-
nesi næði fótfestu. Sumarið 2007 var
nýtt apótek opnað á Akranesi, Apó-
tek Vesturlands. Í kjölfarið bauð Lyf
og heilsa verulega afslætti á mikil-
vægum lyfjum, en einungis í útibúinu
á Akranesi.
Ári áður hafði Samkeppniseftirlitið
ógilt samruna systurfélags Lyfja og
heilsu við samkeppnisaðilann Lyfja-
ver og lagt til grundvallar að Lyf og
heilsa og Lyfja væru í sameiginlegri
markaðsráðandi stöðu og samruninn
hefði styrkt þá stöðu talsvert.
Við rannsóknir á málunum tveimur
voru framkvæmdar húsleitir og hald
lagt á tölvur. Kom fram að það hefði
verið skýr stefna Lyfja og heilsu að
keppa ekki í lyfjaverði við Lyfju. Hins
vegar hafi verið ljóst að Lyf og heilsa
vildi útrýma nýrri samkeppni á Akra-
nesi. Framkvæmdastjóri Lyfja og
heilsu ræddi í tölvupósti við eigendur
fyrirtækisins um fyrirsvarsmann
Apóteks Vesturlands og aðgerðir
gegn þessum nýja keppinaut: „Mér
finnst hæpið að hann hafi úthald lengi
miðað við þessar forsendur en helst
myndi ég vilja sjá lyfseðlafjölda hjá
honum fara niður fyrir 30% þá er
þetta örugglega búið.“ Samkeppnis-
eftirlitið segir Lyf og heilsu hafa
brotið alvarlega gegn samkeppnis-
lögum.
Lyf og heilsa sagði í yfirlýsingu í
gær að fyrirtækið furði sig á niður-
stöðu Samkeppnisstofnunar og hygg-
ist leita til dómstóla.
Alvarlegt brot á
samkeppnislögum
Afslættir í verðstríði á Akranesi
Happdrætti
húsnæðisfélagsins SEM
útdráttur 24. febrúar 2010
Ferðavinningur frá Heimsferðum, verðmæti 200.000 kr.
Vinninga ber að vitja innan árs birt án ábyrgðar.
Þökkum stuðninginn á liðnum árum
Ferðavinningar frá Heimsferðum, verðmæti 100.000 kr.
1058 16365 30826 61509 71617 85747 94038 105068 124678
1387 17552 41189 63231 75393 87138 94559 106819 129869
4066 19942 41352 64129 75531 88342 99068 107113 131510
4769 22536 50335 68226 77408 89311 99725 109017 132019
6064 22846 57878 68783 80125 89792 100603 111703
7831 26368 59318 69604 84913 90942 101134 114860
141 14635 28090 46187 61505 71313 87570 103643 121250
156 15067 29331 46471 62294 71684 88116 105282 122588
835 15486 30444 46892 63704 73574 88338 105306 122840
1088 15906 32326 47046 64617 74324 88935 106594 122843
1560 16843 32767 47290 64812 74788 89611 107119 123430
1827 18266 33675 48264 64931 75154 91047 108316 123514
2562 18861 35444 48843 65041 75419 91146 108556 124557
3539 19251 36292 48982 65318 75719 91278 108816 124611
3553 19271 36924 49151 65507 76301 91403 109899 126329
4738 19836 39085 49266 65750 76385 91900 110542 126404
5214 21011 40347 49999 66457 77917 93247 110739 126805
7031 21336 40699 50888 66524 79301 93377 111355 127300
7982 21517 41156 52209 67052 79536 94098 111832 127878
8006 21668 41186 52241 67260 80236 94108 113556 128422
8083 22863 41315 52317 67692 81022 97427 113729 128601
8297 23153 41391 53659 67851 82525 97943 114225 128711
8414 23367 41648 56290 68759 82579 98050 114479 129803
10268 23427 41854 56678 69153 83448 98692 114634 129847
10851 23685 41925 57003 69191 83952 98850 114842 130038
11343 24140 44979 57673 69476 84146 99163 118069 130362
12003 24811 45250 58503 69548 84419 100117 118413 130691
13315 26030 45424 59537 70249 85293 101959 118430 131586
13556 26820 45533 60305 71119 86473 102948 118867
14382 26854 46054 61034 71299 87158 103632 119335