Morgunblaðið - 27.02.2010, Qupperneq 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
✝ Guðrún Bárð-ardóttir fæddist á
Ísafirði 8. janúar
1927. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suður-
lands 19. febrúar sl.
Foreldrar hennar
voru Bárður Guð-
mundsson, f. 27.9.
1871, d. 12.7. 1952,
frá Blámýrum í Ög-
urhreppi, N.-Ís. og
Emilía Hólmfríður
Guðmundsdóttir, f.
15.4. 1890, d. 23.9.
1933, frá Bæ í Tré-
kyllisvík, Árneshreppi. Systkini
Guðrúnar voru Guðmundur, f. 9.2.
1918, d. 27.6. 1977, og Kristín, f.
10.7. 1922.
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
rúnar er Árni Guðmundsson, f. 13.
mars 1926. Foreldrar hans voru
Guðmundur Jóhannesson, f. 9.9.
1900, d. 20.2. 1968, og Ingibjörg
Árnadóttir, f. 6.6. 1895, d. 22.12.
1971. Synir Guðrúnar og Árna eru
1) Guðmundur, f. 27. mars 1955,
börn hans eru a) Helga, f. 1982, og
b) William Thomas, f.
1987. 2) Bárður, f. 17.
maí 1965, kvæntur
Aðalbjörgu Skúla-
dóttur f. 4. apríl 1971,
synir þeirra eru a)
Árni, f. 2002, og b)
Skúli, f. 2003.
Guðrún ólst upp á
Ísafirði og lauk gagn-
fræðaprófi þar. Hún
starfaði við Lands-
banka Íslands á Ísa-
firði til ársins 1953
þegar hún flutti á Sel-
foss og hóf búskap
þar. Á Selfossi starfaði hún við af-
leysingar hjá Landsbankanum og
frá árinu 1968 hjá Rafveitu Selfoss
og síðar sem skrifstofustjóri hjá
Selfossveitum til starfsloka 1995.
Guðrún starfaði í Kvenfélagi Sel-
foss og sat um tíma í stjórn Sam-
bands Sunnlenskra kvenna. Þá
starfaði hún með félagi eldri borg-
ara á Selfossi.
Útför Guðrúnar fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 27. febrúar 2010,
og hefst athöfnin kl. 13.30.
Mig langar að minnast tengdamóð-
ur minnar sem nú er látin. Ég man
eftir Guðrúnu alla tíð í mínum upp-
vexti á Selfossi. Hún var glæsileg
kona og alltaf fín og falleg. Oftast sá
ég hana með Árna sínum en þau voru
einstaklega samrýnd hjón. Það var
svo fyrir rúmum áratug að ég kom á
heimili þeirra í Þóristúninu, þegar við
Bárður byrjuðum að vera saman. Þar
fékk ég ávallt góðar og hlýjar mót-
tökur. Hún Guðrún hugsaði mjög vel
um karlana sína og allt á heimilinu
bar hennar merki með smekkvísi og
snyrtimennsku. Hún vann ýmsa
handavinnu og sérstaklega allt sem
var mjög smátt og fínlegt. Hún bjó til
jólaskraut úr agnarsmáum perlum og
saumaði út jólakort og afmæliskort
voru jafnan útsaumuð. Bútasaum
lagði hún fyrir sig og sótti námskeið
til að læra hann. Allt var þetta svo fín-
legt og smekklegt.
Á sl. árum höfum við farið nokkrar
ferðir saman til Reykjavíkur og kíkt í
búðir. Guðrún hafði gaman af og mín
var ánægjan. Þetta voru góðar stund-
ir sem við áttum saman og deildum
áhuga okkar á að skoða falleg föt.
Guðrún bar aldur sinn mjög vel. Oft
voru ferðirnar til Reykjavíkur tengd-
ar læknisheimsóknum. Í einni slíkri
ferð fyrir stuttu, kom læknir fram á
biðstofu að kalla á hana og hafði þá
orð á því að hann hefði verið að svip-
ast um eftir konu sem gæti verið orð-
in þetta gömul en fann enga. Þessar
stundir eru mér dýrmætar miningar
um þessa góðu konu. Strákarnir okk-
ar Bárðar eiga líka góðar minningar
um ömmu sína en hún átti alltaf til
góðgæti handa þeim, kex eftir sér-
þörfum þeirra hvors um sig og deildi
því út eftir ákveðnum reglum. Þeir
eiga fallega hluti sem hún bjó til
handa þeim og hjálpar þeim að muna
eftir Guðrúnu ömmu.
Ég vil þakka fyrir þau ár sem ég
fékk að kynnast Guðrúnu og hennar
verður sárt saknað.
Elsku Árni, missir þinn er mikill.
Guð gefi þér styrk í sorginni.
Aðalbjörg Skúladóttir.
Guðrún Bárðardóttir föðursystir
okkar, eða Unna eins og við systkinin
kölluðum hana, var 6 ára þegar móðir
hennar dó. Fór hún þá ásamt Kristínu
systur sinni til frænda okkar Bárðar
Tómassonar og Ágústu konu hans.
Eftir um tveggja ára dvöl þar var
Unna vegna veikinda lögð inn á
sjúkrahúsið á Ísafirði og lá þar í eitt
ár. Þegar hún kom af sjúkrahúsinu
hafði afi fengið ráðskonu, sem hét Sal-
óme Guðmundsdóttir og var frá Graf-
argili í Valþjófsdal. Við kölluðum
hana alltaf Lölu. Það má nærri geta
að móðurmissirinn og sjúkrahúslegan
hafi markað djúp spor í unga sál. Sal-
óme reyndist Unnu frænku afar vel.
Á sumrin fór hún með Unnu í Graf-
argil og dvölin í sveitinni gerði henni
mjög gott.
Afi átti hús í Fjarðarstræti 32 og
þar hófu foreldrar okkar búskap.
Fólkið í Fjarðarstræti 32 var afar
samhent og oft var glatt á hjalla. Eftir
að gagnfræðaprófi lauk fékk Unna
starf hjá Landsbankanum á Ísafirði
og varð fljótlega gjaldkeri bankans. Á
þeim tímum voru ekki margir kven-
gjaldkerar starfandi. Þegar við systk-
inin vorum lítil var Unna ung stúlka í
föðurhúsum og minnumst við hennar
sem frænkunnar sem alltaf var okkur
svo góð. Í herberginu hennar var allt í
röð og reglu og afar snyrtilegt, þann-
ig var hún, snyrtileg, smekkleg og
alltaf vel til höfð. Minnisstætt er okk-
ur þegar hún var að klæða sig í silki-
sokkana sína með hanska á höndun-
um svo ekki kæmi lykkjufall. Dönsku
blöðunum hennar máttum við fletta
en passa bara að rífa ekki. Þannig
umgekkst hún alla hluti með natni og
umhyggju. Unna hafði ákveðnar
skoðanir á málefnum líðandi stundar.
Var hreinskilin og heiðarleg, sam-
viskusöm og afar vandvirk.
Árið 1951 fór Unna í ferðalag til
Finnlands og kynnist þar eftirlifandi
eiginmanni sínum, Árna Guðmunds-
syni, og heyrðum við á tali fullorðna
fólksins að það lýsti ánægju sinni með
Árna og hvað það var gott að afi
skyldi fá að kynnast honum, en afi lést
haustið 1952 og Salóme sama ár.
Unna og Árni giftu sig 1953 og var
haldin ógleymanleg veisla í Hús-
mæðraskólanum á Ísafirði. Ungu
hjónin fluttu á Selfoss og bjuggu þar
allan sinn búskap en góð tengsl héld-
ust alltaf milli systkinanna og fjöl-
skyldna þeirra. Allt sem Unna tók sér
fyrir hendur var mjög vel gert og
vandað. Heimili þeirra hjóna bar vott
um það. Sama má segja um jólagjaf-
irnar til okkar sem hún bjó alltaf til
sjálf. Vinna hennar utan heimilisins
lýsti vandvirkni og heiðarleika. Unna
fór að vinna í Landsbankanum og síð-
an hjá Rafmagnsveitunni og eftir
sameiningu veitnanna var hún skrif-
stofustjóri þar. Eftir að Bárður og
fjölskylda fluttu á Selfoss skapaðist sú
hefð að jólin hjá þeim byrjuðu þegar
Unna, Árni og strákarnir komu til
þeirra á aðfangadag í miðdagskaffi og
smákökur.
Unna frænka okkar var með lífi
sínu góð fyrirmynd og fyrir það og all-
ar ljúfu stundirnar sem við áttum með
henni viljum við og fjölskyldur okkar
þakka. Samúðarkveðjur sendum við
til Árna, Guðmundar, Bárðar og fjöl-
skyldna þeirra.
Hólmfríður, Snjólaug og
Bárður Guðmundarbörn.
Látin er kær vinkona okkar, Guð-
rún Bárðardóttir, 83 ára, vissulega er
aldurinn hár en andlátið bar að svo
óvænt að erfitt er að átta sig.
Auðvitað vissum við allar í sauma-
klúbbnum, að Guðrún heitin gekk
ekki heil til skógar en við vonuðum að
stór aðgerð sem hún gekkst undir fyr-
ir nokkru myndi heppnast og leiða til
betri heilsu en það fór á annan veg.
Guðrún Bárðardóttir var ættuð frá
Ísafirði. Hún giftist Árna Guðmunds-
syni, sem ættaður er frá Arnarhóli í
Gaulverjabæjarhreppi og hafa þau átt
heima hér á Selfossi allan sinn bú-
skap. Strax við fyrstu kynni kom í ljós
að Guðrún var traust og vönduð kona
og féll hún vel inn í vinkvennahópinn í
saumaklúbbnum. Við áttum allar
ótrúlega vel saman, þó ólíkar værum
og héldum við hópinn og hittumst
reglulega í rúm 50 ár. Auk þess fórum
við í leikhúsferðir til Reykjavíkur og
að ógleymdum sumarferðum um Suð-
urland og voru þá makar okkar með,
þá var nú glatt á hjalla. Margs er að
minnast frá þeim árum.
Guðrún var fjölhæf og listræn kona,
allt lék í höndunum á henni, sauma-
skapur, prjón, hekl og vefnaður, öll
hennar verk voru falleg og vel unnin.
Á vinnustöðunum þar sem Guðrún
vann, bæði í Landsbankanum og Raf-
veitu Selfoss, var hún mikilsvirt bæði
af yfirmönnum og starfsfólki. Guðrún
var í stjórn Kvenfélags Selfoss í mörg
ár og einnig í stjórn Sambands sunn-
lenskra kvenna í báðum þessum fé-
lögum voru henni falin mörg trúnað-
arstörf sem hún leysti af hendi með
miklum sóma.
Guðrún og Árni eignuðust tvo góða
og trausta syni sem hafa reynst for-
eldrum sínum mjög vel. Bárður er
kvæntur Aðalbjörgu Skúladóttur sem
hefur verið tengdaforeldrum sínum,
eins og besta dóttir.
Árni og Guðrún byggðu fallegt hús
við Þóristún, með glæsilegu útsýni,
Selfosskirkja, Ölfusá, Brúin, og Ing-
ólfsfjall blasa við í norðri og fallegur
garður allt um kring, sem þau hjónin
hugsuðu sérstaklega vel um.
Við hugsum til Árna og fjölskyld-
unnar allrar, missirinn er mikill en
minningarnar eru margar að ylja sér
við.
Árni minn, við saumaklúbbssystur
og makar sendum ykkur öllum inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu góðrar konu.
F.h. saumaklúbbsins,
Þorbjörg Sigurðardóttir.
Guðrún Bárðardóttir
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
RUDOLF FRIEDEL,
Steini,
Munchenerstrasse 110,
47249 Duisburg,
Þýskalandi,
lést í Duisburg mánudaginn 8. febrúar.
Útförin fór fram miðvikudaginn 17. febrúar.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu.
Munda Friedel,
Edda Schwarz, Thomas Schwarz,
Marc Julian Schwarz,
Chiara Celine Schwarz.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
AXEL EYJÓLFSSON
fv. útgerðarmaður,
Faxabraut 13,
Keflavík,
áður til heimilis að
Smáratúni 6,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi þriðjudaginn 23. febrúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 2. mars kl. 13.00.
Guðmundur Axelsson, Margrét Hjörleifsdóttir,
Elsa Hall, Kristján Hall,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HELGA HELGADÓTTIR,
Garði,
Kópaskeri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn
25. febrúar.
Útförin fer fram frá Snartastaðakirkju laugardaginn
6. mars kl. 14.00.
Pétur Einarsson,
Einar Pétursson, Valgerður Áslaugsdóttir,
Helgi Pétursson, Sóley Jónsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, dóttir mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og amma,
GUÐRÚN ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR,
andaðist miðvikudaginn 24. febrúar.
Útför fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. mars
kl. 13.00.
Sigurður Gizurarson,
Júlía Jónsdóttir,
Dagmar Sigurðardóttir, Baldur N. Snæland,
Magnús Sigurðsson, Karen Z. Zurga,
Júlía Sigurðardóttir,
Gizur Sigurðsson,
Ólafur Sigurðsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Arnar Loftsson,
systkini og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
KRISTÍN BERGLJÓT ÖRNÓLFSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
áður búsett á Hóli,
Bolungarvík,
lést miðvikudaginn 24. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 6. mars
kl. 14.00.
Helga Guðmundsdóttir,
Margrét Fanney Guðmundsdóttir, Karl Gústaf Smith,
Bárður Guðmundsson, Svala Hermannsdóttir,
Karitas Magný Guðmundsdóttir,
Örnólfur Guðmundsson, Svanborg Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.