Morgunblaðið - 27.02.2010, Side 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
EVRÓPUÞINGIÐ fjallaði í vikunni
um skýrslu sjávarútvegsnefndar
þingsins sem gerð var um svonefnda
Grænbók frá framkvæmdastjórn
ESB um breytingar á stefnu sam-
bandsins í málaflokknum. Þingið hef-
ur umsagnarrétt um hugmyndirnar
sem fara nú á ný til stjórnarinnar í
Brussel. Skýrslan var samþykkt með
verulegum breytingum á fundi þings-
ins á fimmtudag.
Gert er ráð fyrir að nýjar reglur
hljóti endanlega afgreiðslu í sam-
bandinu á næsta ári. Skoski íhalds-
þingmaðurinn Struan Stevenson
hafði gagnrýnt hart ákvæði þar sem
gefið var undir fótinn með að leyfðir
yrðu framseljanlegir veiðikvótar.
Stevenson sagði að breytingar í þeim
anda gætu endað með því að spænsk-
ir stórútgerðarmenn myndu rústa
skoskan sjávarútveg.
Almennt er viðurkennt að sjávar-
útvegsstefna sambandsins, sem var
formlega tekin upp 1983, sé eitt alls-
herjarklúður og hefur Stevenson ver-
ið framarlega í flokki gagnrýnenda.
Hann er ekki ekki síður andvígur
hugmyndum um að slakað verði á
reglum sem kveða á um svonefnda
hlutfallslega veiðireynslu. þ.e. að
söguleg veiði-
reynsla ráði.
Margir álíta að
reglan gæti dugað
Íslendingum til að
halda ESB-
skipum utan lög-
sögunnar.
„Ég er býsna
ánægður með að
við höfum náð
fram mikilvægum tilslökunum í
tveim grundvallarmálum sem ollu
breskum sjómönnum áhyggjum: að-
ganginum að miðunum og framselj-
anlegu kvótunum,“ sagði Stevenson í
samtali við blaðamann. „Okkur tókst
að ná fram mikilvægum breytingum
á textanum. Ég lagði fram breytinga-
tillögu þar sem sagði að ef gerð yrði
einhver tilraun til að breyta núver-
andi reglum um aðgang að miðum
yrði ávallt tryggt að sjómenn á staðn-
um hefðu forgang þegar kæmi að
veiðirétti.“
Álítur Ísland víti til varnaðar
Stevenson er ósáttur við að hægt
sé að framselja kvóta í sambandinu
þótt hugsanlega geti einstakar þjóðir
notað slíkar aðferðir í einhverjum
mæli. En hættan sé alltaf að fram-
salsheimildin grafi undan hlutfalls-
lega stöðugleikanum, kvótinn verði
seldur fyrirtækjum í öðru landi. Þá
geti menn búist við „að sama staða
komi upp og á Íslandi þar sem fáein-
ar auðugar útgerðir voru fljótar að ná
tökum á öllum veiðikvótunum sem
varð til þess að mörg lítil fyrirtæki
lögðu upp laupana“, segir hann á
heimasíðu sinni.
Aðspurður segir Stevenson að nið-
urstaðan á Evrópuþinginu hljóti að
vera góð tíðindi fyrir Íslendinga sem
vilja ekki að Spánverjar og fleiri
ESB-þjóðir fái að veiða hér eins og
heimamenn. Nú séu auknar líkur á að
reglan um hlutfallslegan stöðugleika
haldi, segir hann. Hins vegar sé að
sjálfsögðu ekki hægt að útiloka neitt,
alltaf sé hægt að breyta reglum af
þessu tagi síðar. En gera breskir sjó-
menn sér vonir um aðgang að Ís-
landsmiðum?
„Þið getið ekki gengið í klúbbinn
okkar með skuldirnar einar í eftir-
dragi, þið verðið að taka eignirnar
ykkar með líka! Þið yrðuð að hleypa
ESB-skipum inn, nokkrum skipum
þótt megnið af veiðunum yrði á ykkar
hendi. En íslensk skip fengju á móti
aðgang að miðum í öðrum ESB-
ríkjum.“
– Er einhvern fisk að hafa þar?
Stevenson hlær við. „Nei þar er
ekkert að hafa núna en við vonum að
stofnarnir rétti úr kútnum.“
„Yrðuð að hleypa ESB-skipum inn“
Skoskur Evrópuþingmaður berst gegn tilslökunum á reglum um söguleg veiðiréttindi
Er afar sáttur við fyrstu afgreiðslu þingsins á tillögum um umbætur á sjávarútvegsreglum
Í vanda Skoskir sjómenn hafa átt mjög í vök að verjast vegna lítillar veiði, hér eru nokkrir bátar í höfn.
Þegar endanlegar tillögur um
breytingar á reglunum um sjáv-
arútveg verða lagðar fram mun
ESB-þingið þurfa að samþykkja
þær til að þær öðlist gildi. Er um
að ræða breytingar vegna Lissa-
bon-sáttmálans sem m.a. kveð-
ur á um aukið vægi Evrópu-
þingsins.
Þingið ákveður þó ekki heild-
arafla eða kvóta; þær ákvarð-
anir verða áfram teknar á fund-
um sjávarútvegsráðherra
aðildarríkjanna.
Þing með aukin völd
Struan Stevenson
Heilbrigðisráðuneytið leggst alfarið
gegn því að heimilað verði að opna
spilavíti á Íslandi og tekur undir orð
landlæknis um neikvæð áhrif spilavíta
á heilsu landsmanna. Þetta kemur
fram í svari ráðuneytisins við fyrir-
spurn frá iðnaðarráðuneytinu þar sem
óskað er eftir óformlegri umsögn heil-
brigðisyfirvalda um lögleiðingu á
starfsemi spilavíta hér á landi.
Ráðuneytið óskaði umsagnar land-
læknis en embættið leitaði upplýsinga
hjá SÁÁ, Félagi sálfræðinga og Félagi
spilafíkla. Einungis það síðastnefnda
sendi inn umsögn. Ennfremur leitaði
embættið sérstakrar umsagnar hjá
dr. Daníel Ólasyni, dósent við sál-
fræðideild Háskóla Íslands, en hann
er meðal þeirra fræðimanna hér á
landi sem einna mest hefur kynnt sér
og rannsakað spilamennsku og spila-
fíkn meðal Íslendinga, segir á heima-
síðu ráðuneytisins.
Kallaði á veruleg fjármagni í
forvarnir og meðferð spilafíkla
Í lokaorðum umsagnar landlæknis
segir m.a. að það sé niðurstaða Land-
læknis að opnun spilavíta á Íslandi
geti haft neikvæð áhrif á heilsu lands-
manna. Spilafíkn sé vaxandi vandamál
á Vesturlöndum samhliða sífellt fleiri
möguleikum til að stunda peningaspil,
t.d. á veraldarvefnum. Opnun spilavíta
yrði vafalítið nýr og spennandi val-
kostur notenda. Vafasamt sé að slíkt
væri æskileg þróun í ljósi hugsanlegra
áhrifa á heilsu íbúanna...
...Landlæknir leggur áherslu á að ef
opnun spilavíta verði að veruleika á
Íslandi kalli það á að verulegu fjár-
magni verði varið í forvarnarstarf og
meðferð spilafíkla. Einnig krefst slík
ákvörðun þess að nægilegt fjármagn
verði lagt í rannsóknir til að fylgja eft-
ir hugsanlegum áhrifum aukins fram-
boðs peningaspila á heilsu íbúanna,
segir í umsögninni.
Gegn
opnun
spilavíta