Morgunblaðið - 27.02.2010, Qupperneq 47
Menning 47LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
OPNUÐ verður einkasýning á verk-
um Óla G. Jóhannssonar listmálara í
Seoul í Suður-Kóreu 24. júní næst-
komandi. Sýningin er á vegum
Opera-gallerísins, sem verið hefur
umboðsaðili Óla undanfarin ár.
„Það er allt klárt af minni hálfu,
búið að pakka verkunum og senda
þau af stað. Þetta verður mjög
spennandi,“ segir Óli.
Búið er að plægja akurinn eystra
og segir Óli galleríið vilja fá hann
með fyrstu skipum til Seoul til að
svara kalli blaða og tímarita. „Það
var fjallað svolítið um mig í Suður-
Kóreu í tengslum við sýningu sem
ég hélt í New York um árið og nú
þarf karlinn víst að standa fyrir máli
sínu. Þegar boltinn byrjar að rúlla
verður maður víst að hlaupa á eftir
honum,“ segir Óli hlæjandi. Hann
reiknar með að vera kominn á stað-
inn viku til tíu dögum fyrir opnun.
Það er í mörg horn að líta hjá Óla
um þessar mundir. Á dögunum átti
hann verk á samsýningu í Opera-
galleríinu í Lundúnum í tilefni af
Valentínusardeginum og eftir mán-
uð verður hann þátttakandi í sam-
sýningu Opera í Dúbaí sem hverfist
um hesta. „Galleristinn hringdi og
sagði ekki hægt að ganga fram hjá
mér þar sem ég væri sjálfur hesta-
maður,“ segir Óli.
Í kjölfar frumbyggja
Opera fer með umboðsmál Óla í
þeim löndum sem galleríið er með
rekstur. Nýverið lokaði Opera gall-
eríi sínu í Feneyjum og hyggst flytja
það til Berlínar. Það þýðir að Óla er
frjálst að leita hófanna um sýningar-
hald á Ítalíu, en þar hefur hann
dvalist við vinnu sína. „Ég er orðinn
hagvanur á Ítalíu og við brotthvarf
Opera þaðan opnuðust nýir mögu-
leikar. Ég er kominn í samstarf við
gamalreyndan sýningarstjóra og
hann er að vinna í mínum málum.“
Þegar hefur ein sýning verið
ákveðin, einkasýning í La Montina-
listasafninu í Franciacorta á vordög-
um 2011. „Þeir vildu raunar fá mig
fyrr en ég ákvað að seinka því að-
eins til að hafa ekki allt í fanginu á
sama tíma. Þetta er mjög flott safn
og menn fullyrða við mig að fimmtán
til tuttugu þúsund gestir komi til
með að sjá sýninguna en hún mun
hanga uppi í tvo mánuði,“ segir Óli.
Hann segir La Montina-safnið
sækjast sérstaklega eftir listamönn-
um frá jaðarsvæðum en á undan
honum verður í safninu sýning á
verkum ástralskra frumbyggja.
Ævintýri að sýna í Moskvu
Einnig standa yfir þreifingar í
Moskvu og Óli staðfestir að allt
bendi nú til þess að hann verði þar
með einkasýningu næsta vetur.
„Það eru tveir möguleikar uppi á
borðinu og við erum að skoða hvor
þeirra er heppilegri í listrænu tilliti.
Ég get ekki tjáð mig frekar um
þetta að svo stöddu en þarna er öfl-
ugt fólk á ferðinni. Ég er farinn að
vinna á fullu fyrir þetta verkefni en
fer ekki nema ég sé tilbúinn. Það
yrði óneitanlega mikið ævintýri að
sýna í Moskvu.“
Og fleiri stórborgir eru í sigtinu.
„Opera opnar gallerí í Peking á
næsta ári og þá gætu komið upp
möguleikar þar. Það var mikil guðs-
gjöf að komast um borð í þessa
Opera-hringekju.“
Hlaupið á eftir boltanum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Listamaðurinn Óli G. Jóhannsson á vinnustofu sinni í Glerárhverfi á Akureyri.
Óli G. Jóhannsson með einkasýningu í Suður-Kóreu, á
Ítalíu og væntanlega í Moskvu „Spennandi,“ segir Óli
Þjóðmenningarhúsið – The Culture House
National Centre for Cultural Heritage
Hverfisgötu 15 · 101 Reykjavík
Sími 545 1400 · www.thjodmenning.is
Sýningar · leiðsögn · verslun
Opið daglega kl. 11.00 – 17.00
Aðrar sýningar: Íslendingar, Póstkortaár,
Flora Islandica, Handritin.
Leiðsögn án endurgjalds í boði fyrir skólahópa.
Veitingar á virkum dögum.
SÝNINGAR Á
ÖLLUM HÆÐUM
Z
IK
Z
A
K
–
D
ag
ur
K
ár
i:
Th
e
G
oo
d
H
ea
rt
ÍSLAND :: KVIKMYNDIR
BERLÍN – KAUPMANNAHÖFN – REYKJAVÍK
Kvikmyndasögusýningin ÍSLAND :: KVIKMYNDIR hefur verið framlengd
til hausts og nýlega var bætt við myndbrotum úr The Good Heart,
Sólskinsdreng, Brúðgumanum og Sveitabrúðkaupi. Auk myndbrota á
11 skjáum sem endurspegla andrúmsloft og umfjöllunarefni mikilvægra
íslenskra kvikmynda er hægt að horfa á yfir 100 kvikmyndir að eigin vali
í fullri lengd.
Sýningin er miðuð við aldurshópinn 16 ára og eldri. Frítt er á sýninguna
fyrir framhaldsskólanema, eldri borgara og öryrkja. Ýmsir viðburðir eru
áformaðir á sýningunni til hausts. Upplýsingar á thjodmenning.is.
aga Borgarættarinnar > Land og synir > Börn náttúrunnar > Nói Albinói > A Little Tr
1904-2009
LISTAVERK
Í EINKAEIGU
Listasafn Íslands fyrirhugar sýningu í nóvember
á verkum Karls Kvaran (1924-1989) listmálara.
Vegna undirbúnings óskar safnið eftir upplýsingum
um listaverk eftir listamanninn sem til eru
í einkaeigu.
Eigendur listaverka eru beðnir að hafa samband við
Bergsvein Þórsson á netfangið bokasafn@listasafn.is
eða hafa samband við
Nínu Njálsdóttur í síma 515 9600
fyrir 19. mars næstkomandi.
SVISSNESKI listaverkasafnarinn
Ernst Beyeler er látinn, 88 ára að
aldri. Beyeler var einn þekktasti
listaverkasafnari heim og nútíma-
listaverkasafn hans er eitt það
merkasta í heimi.
Samkvæmt tilkynningu frá Beye-
ler-stofnuninni í Basel lést Beyeler í
svefni á heimili sínu. Beyeler vakti
fyrst athygli er hann sýndi japönsk
tréverk árið 1947 en talið er að um
16 þúsund verk hafi farið um hend-
ur hans síðustu fimmtíu árin.
Meðal bestu vina Beyeler var
Pablo Picasso og árið 1966 gaf Pi-
casso honum tuttugu og sex verk að
eigin vali. Beyeler var hagfræð-
ingur og sölumaður en áhugi hans á
list ágerðist mjgö er hann vann í
fornbókabúð í Basel á fimmta ára-
tugnum. Hann átti síðar eftri að
reyta búðinni í gallerí með dyggri
aðstoð konu sinnar, Hildy. Hljóp
verulega á snærið hjá okkar manni
er hann eignaðist um 340 verk á
sjöunda áratugnum eftir meistara
eins og Cezanne, Paul Klee, Monet,
Picasso, Matisse, Leger og Mondri-
an. Safn Beyelers var sýnt í fyrsta
skipti í heild sinni árið 1989, sjö ár-
um eftir að samnefnd stofnun hafði
verið sett á laggirnar.
Reuters
Safnarinn Ernst Beyeler fékk söfnunarbakteríuna í fornbókabúð.
Ernst Beyeler látinn
Þekktasti listaverkasafnari heims
Yfir 16.000 verk fóru um hendur hans