Morgunblaðið - 27.02.2010, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.02.2010, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 KR. Á MÁN. SKJÁRBÍÓ VOD SKJÁREINN & SKJÁRFRELSI INNIHELDUR: SKJÁREINN + ALLT 7.400 + + + + + + + Sk já rB íó V O D ,S kj ár Fr el si og Sk já rH ei m ur er að ge ng ile gt um Sj ón va rp Sí m an s. M eð D ig it al Ís la nd + fæ st að ga ng ur að Sk já Ei nu m og Sk já Fr el si . E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 6 8 9 SKJÁREINN FÆRIR ÞÉR SVO MIKLU MEIRA EKKERT VENJULEGT SJÓNVARP SkjárEinn býður þér glæsilegt úrval af íslensku og erlendu sjónvarpsefni á sérlega hagstæðu verði. Ef þú missir af uppáhaldsþættinum þínum á SkjáEinum getur þú horft á hann hvenær sem þér hentar með SkjáFrelsi. Áskriftin færir þér aðgang að þúsundum nýrra og klassískra bíómynda í SkjáBíói og frábæru úrvali af ókeypis barnaefni. Ofan á allt saman getur þú valið á milli mismunandi pakka af heimsklassa skemmtun, fræðslu og fréttum með yfir 60 erlendum sjónvarpsrásum. Veldu áskrift á skjareinn.is: Skjáreinn 2.200 kr. | Allt 5.200 kr. | Skjáreinn + Allt 7.400 kr. UM MIÐJAN gærdag höfðu 1.547 kosið utan kjörstaða í Laugardals- höll, í þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt laga nr. 1/2010, þ.e. Ice- save-lögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Samkvæmt upplýsingum frá kjör- stjórn er kjörsókn minni en fyrir síð- ustu þingkosningar. Á kjörskrár- stofnum vegna þjóðaratkvæða- greiðslunnar eru 230.014 kjósendur. Upplýsingar um kosninguna má finna á www.kosning.is og www.thjodaratkvaedi.is. Yfir fimmtán hundruð hafa kosið um Icesave Morgunblaðið/Ernir Kosið Hægt er að kjósa utan kjörfunda í Laugardalshöll og er opið alla daga frá kl. 10-22 fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars næstkomandi. HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá kröfu ákæruvaldsins um að tveimur fréttamönnum Stöðvar 2 verði gert að greiða réttarfarssekt fyrir að skýra opinberlega frá því sem gerð- ist í lokuðu þinghaldi án leyfis dóm- ara. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki sé gert ráð fyrir því í lögum að málsaðili geri kröfu um réttar- farssekt. Því sé kröfunni vísað frá. Málið snýst um fréttir, sem Stöð 2 sagði úr réttarhaldi í máli þar sem sex karlmenn eru ákærðir fyrir man- sal. Féllst dómurinn á kröfu réttar- gæslumanns litháískrar stúlku, sem er fórnarlamb í málinu, um að rétt- arhöldin væru lokuð. Ákæruvaldið taldi að fréttastofa Stöðvar 2 hefði ítrekað brotið gegn bannákvæði sakamálalaga í frétta- flutningi sínum af málinu með því að skýra opinberlega frá því sem gerst hafði í hinum lokuðu þinghöldum án leyfis dómara. Máli fréttamannanna vísað frá í Hæstarétti  Þurfa ekki að greiða réttarfarssekt NÚ er að hefjast átak sem beinist að fermingar- börnum og forráðamönn- um þeirra þar sem bent er á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. Skilaboðin eru frá Félagi íslenskra húðlækna, Geislavörnum ríkisins, Krabba- meinsfélaginu, Landlæknisembætt- inu og Lýðheilsustöð. Þetta er sjö- unda árið sem farið er í fræðsluherferð undir slagorðinu „Hættan er ljós“. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbameins- félagsins greinast að meðaltali 50 manns á ári með sortuæxli í húð, 60 með önnur húðæxli og um 225 manns með svonefnd grunn- frumuæxli í húð. Á allra síðustu ár- um hefur heldur dregið úr tíðninni. Ár hvert deyja að meðaltali níu Ís- lendingar úr sortuæxlum í húð. Vakin verður athygli á því að börn og unglingar séu næmari en aðrir fyrir skaðlegum áhrifum geislunar frá ljósabekkjum og sól. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist mikið á síðustu áratugum, einkum tíðni svonefndra sortuæxla, en þau eru alvarlegasta tegund húð- krabbameins og algengasta tegund krabbameins hjá konum á aldr- inum frá 15 til 34 ára. Ung fólk forðist bekkina Átak sem beinist að fermingarbörnum ÁTTUNDI mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í til- efni dagsins efna mörg félaga- samtök, þ.á m. KRFÍ, til dag- skrár í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur þann dag milli kl. 17 og 18:30, undir yfirskrift- inni „Við getum betur“. Erindi flytja: Andrés Ingi Jóns- son: Framtíð ófæddra barna, Bar- bara Kristinsson: Við getum betur, Guðrún Hallgrímsdóttir: Hælisleit- endur, Helga Sif Friðjónsdóttir: Heilsugæsla fyrir jaðarhópa, María S. Gunnarsdóttir: Framlag okkar til friðvænlegri heims, Þóra Kristín Ás- geirsdóttir: Fjölmiðlar og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir: Kynbundið of- beldi. Kvennakór Háskóla Íslands syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Fundarstjóri verður Kolbrún Halldórsdóttir. „Við getum betur“ á baráttudegi Kolbrún Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.