Morgunblaðið - 27.02.2010, Side 31

Morgunblaðið - 27.02.2010, Side 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s GRANDAVEGUR 3 - LAUS - 2-3JA HERB. ÞORLÁKSGEISLI 25 - FALLEG ÍBÚÐ Falleg vel skipulögð 2ja her- bergja íbúð á 2.hæð í góðu ál- klæddu lyftuhúsi sem staðsett er á mjög góðum stað neðst í dalnum. Vandaðar innréttingar, granít á borðum. Sérþvottahús. Góðar svalir. V. 17,9 m. 5363 OPIÐ HÚS Á MÁNUDAG FRÁ KL. 17:00 - 18:00. VÍÐIMELUR - GÓÐ ÍBÚÐ 3ja herbergja hæð (1.hæð) á eftirsóttum stað. Íbúðin skiptist í gang, eldhús, stofu, stórt svefnherbergi, barnaherbergi og baðherbergi. Í kjallara fylgir sér geymsla eða herbergi sem er parketlagt. V. 17,9 m. 5475 BJARMALAND - NEÐST Í FOSSVOGINUM Glæsilegtsamtals 228,5 fm einlyft einbýlishús með tvöföldum bílskúr. Eignin skiptist m.a. í hol, fjögur herbergi, baðherbergi, snyrtingu, sjónvarpshol, borðstofu, stofu og eldhús. Búið er að endurnýja m.a. allt gler, raflagnir, hitalagnir, allar innréttingar, setja hita í gólf, ný gólf- efni, nýtt þak o.fl. Lýsing frá Lúmex. Allar innréttingar sérsmíðaðar eftir teikningu Albínu Thor- darson arkitekts. Gegnheilt parket. Stór garður í mikili rækt. Rólegur staður í botnlanga. Allar nánari uppl. veita Kjartan Hallgeirsson í síma 824-9093 eða Magnús Geir Pálsson í síma 892-3686 V. 95,0 m. 4444 ERLUHÓLAR - NEÐRI HÆÐ - GLÆSILEGT ÚTSÝNI Vönduð mikið endurnýjuð 4ra herbergja 115,6 fm neðri sérhæð í tvíbýlishúsi á einstaklega góðum útsýnisstað neðst við óbyggt svæði við Erluhóla. Nýl. eldhús, baðherbergi, gólfefni, innréttingar, raflagnir og nýl. 40 fm timburverönd. Útsýnið er mjög glæsilegt með fjalla- og sjávarsýn til vesturs og fjallasýn til norðurs og yfir bæinn. V. 26,9 m. 5466 Bólstaðarhlíð - 60 ára og eldri Fal- leg 85,4 fm 3ja herbergja þjónustuíbúð fyri 60 ára og eldri. Íbúðin er á 4. hæð og er með fallegu útsýni. Íbúðin sem er nýmáluð er laus strax. V. 21,5 m. 5470 Tangarhöfði Hér er um að ræða 283,5 fm iðnaðarhúsnæði í jarðhæð með góðum innkeyrsludyrum. Húsið er byggt árið 1979 og er steinsteypt. Húsnæðið er með glugga á þrjá vegu og hefur gott auglýsingargildi. V. 37 m. 7348 Lækjarbakki - mikið útsýni Nýlegur og mjög fallegur 76 fm sumarbústaður með mikið útsýni. Húsið sem er í Grímsnes-og Grafningshreppi skiptist í forstofugang, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofu, eldhús- krók og svefnloft. Húsið stendur á 7.504,0 m² eignarlandi. V. 15,0 m. 5460 Kýrholt - Borgarbyggð Nýr 96,1 fm sumarbústaður skammt frá Borgarnesi. Hús- ið skiptist í forstofuhol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofu með eldhúskrók, svefnloft og geymslu. Húsið stendur á 8.625,0 m² eignarlandi. V. 19,0 m. 5428 Höfum til sölu íbúðarrétt að þjónustuíbúðum fyrir aldraða hjá Sunnuhlíðarsamtökunum. Studío íbúð 50 fm að Kópavogsbraut 1B verð: 13,8 milljónir 2ja herb. íbúð 61 - 66 fm að Kópavogsbraut 1A og 1B verð: 17,7 - 20,5 milljónir. Notalegar íbúðir og fallegt umhverfi. Góð þjónusta. Stór sameign. 5444 OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS ÍBÚÐIR VIÐ KÓPAVOGSBRAUT Í KÓPAVOGI HÚSNÆÐI ÓSKAST Skrifstofuhúsnæði óskast - æskileg stærð 2200 - 2500 fm Traust fyrirtæki óskar eftir allt að 2500 fm skrifstofuhúsnæði í Reykjavík (Reykjavíkursvæðinu) til leigu eða kaups. Góð aðkoma og góð bílastæði æskileg. Heil húseign kæmi vel til greina. Staðgreiðsla eða bankatrygging. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Sérhæð óskast Traustur kaupandi óskar eftir 140-170 fm sérhæð. Þessir staðir koma til greina: Vesturbær, hlíðar og nágrenni Miklatúns. Allar nánari uppllýs- ingar veita Sverrir Kristinsson og Hilmar Þór Hafsteinsson. Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80-140 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson í síma 861-8514. Einbýlishús í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 250-350 fm einbýli í Vesturborginn. Verð mætti vera á bil- inu 90-140 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson í síma 861-8514. Falleg 3ja herb. (skráð 2ja) 72,2 fm endaíbúð á jarðhæð í góðu vel stað- settu fjölbýli. Parket, góðar innrétting- ar. Sérverönd út af stofu. Laus strax lyklar á skrifstofu. V. 18,5 m. 5467 OPIÐ HÚS Á MÁNUDAG FRÁ KL 17:00 - 18:00. Í UMRÆÐUNNI um niðurskurð kvik- myndasjóða hafa kom- ið í ljós ýmsar rang- hugmyndir um fjármögnun kvik- myndaverka og fram- lag opinberra aðila til kvikmyndagerðar. Í nýrri könnun kvik- myndaframleiðenda sem gerð var á fram- leiðslukostnaði yfir 100 kvikmynda- verka sem framleidd voru á árunum 2006-2009 kemur fram ýmislegt sem varpar betra ljósi á umfang og raun- framlög til kvikmyndagerðar á Ís- landi. Í könnuninni, sem nær til allra gerða af kvikmynduðum verk- efnum, kemur í ljós að fram- leiðslukostnaður þessara verkefna er 10,5 milljarðar króna. Framlag íslenskra kvikmyndasjóða til þess- ara verkefna er um 1,5 milljarðar og endurgreiðslur vegna fram- leiðslukostnaðar sem fellur til inn- anlands á vegum iðnaðarráðuneytis eru um 900 milljónir. Samtals vega þessir tveir liðir 23% í heild- arframleiðslukostnaði verkanna. Önnur inn- lend fjármögnun nem- ur 37% fram- leiðslukostnaðar og það sem kann að koma mörgum á óvart, er að erlent fjármagn er að baki 40% fram- leiðslukostnaðar þess- ara verka. Þegar svo hins vegar eru skoðaðir launaliðir fram- leiðslukostnaðar verkanna kemur í ljós að miðað við 27% almennt skatt- hlutfall og greiðslur trygging- argjalds á tímabilinu þá nemur greiðsla á launasköttum og launa- tengdum gjöldum um 2,4 millj- örðum króna eða jafnt framlagi op- inberra aðila til verkanna. Þá eru ótaldir aðrir beinir og óbeinir skatt- ar og hliðræn áhrif kvikmyndagerð- arinnar. Til að orða þetta rétt; rík- issjóður hagnast á því að leggja fé í kvikmyndasjóði! Það hlýtur á allan hátt að teljast góð fjárfesting hins opinbera sem þannig getur tryggt framboð á íslensku kvikmynda- og sjónvarpsefni sem hefur ótvírætt menningarlegt gildi og er mikil eft- irspurn eftir af hálfu almennings. Framlag íslenskra kvikmynda- sjóða er gífurlega mikilvægt fyrir íslenska framleiðendur. Framlag úr kvikmyndasjóðum er skilyrði fyrir því að sækja um fjármagn í erlenda kvikmyndasjóði til að finna það fjár- magn sem eftir stendur til að tryggja framleiðslu verkanna. Vil- yrði frá íslenskum kvikmyndasjóð- um eru þannig aðgöngumiði að frek- ara fjármagni. Þann aðgöngumiða greiða kvikmyndaframleiðendur að fullu til baka við framleiðslu verk- anna samkvæmt könnuninni. Ernst & Young gerðu árið 2008 úttekt á hagrænum áhrifum af kvik- myndagerð fyrir yfirvöld í New Mexico í Bandaríkjunum, en kvik- mynduð verkefni geta fengið end- urgreidd allt að 25% fram- leiðslukostnaðar sem fellur til í ríkinu. Niðurstöður úttektarinnar eru mjög skýrar. Hvert starf í kvik- myndagerð skapar þrjú önnur störf. Það er engin ástæða til að ætla að málum sé öðruvísi háttað hér. Árið 2008 voru 300 ársverk í kvikmynda- iðnaðinum á Íslandi og því skapaði greinin um 1.200 störf hér á landi. Þegar ákveðið var að skera niður samning kvikmyndaiðnaðarins við mennta- og fjármálaráðherra frá 2006 um 35% við samþykkt fjárlaga 2010, þá var verið að skera burt yfir 400 störf hér á landi og ríkissjóður verður af samsvarandi skatttekjum. Það er því ljóst að það verður seint kölluð skynsamleg ráðstöfun að skera niður kvikmyndasjóði eins og gert var við afgreiðslu síðustu fjárlaga. Ráðherra menningarmála og þingmenn hafa nú tækifæri til að breyta rétt við gerð næstu fjárlaga og færa 400 manns störfin sín aftur. Ríkissjóður hagnast á framlögum í kvikmyndasjóði Eftir Hilmar Sigurðsson »Ráðherra menn- ingarmála og þingmenn hafa nú tæki- færi til að breyta rétt við gerð næstu fjárlaga og færa 400 manns störfin sín aftur. Hilmar Sigurðsson Höfundur er frkvstj. CAOZ og er ritari SÍK – Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda 4.500 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 M IS K Opinbert fjármagn Launatengd gjöld Innlent fjármagn Erlent fjármagn 23% 37% 40% 23% Fjármögnun kvikmyndaverka 2006 - 2010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.