Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 19

Morgunblaðið - 27.02.2010, Síða 19
Fréttir 19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010 BANDARÍSKA ferðatímaritið Bus- iness Traveler hefur valið Reykja- vík sem bestu borgina til að synda í, bæði vegna sundlauganna sem eru úti um allt, en líka fyrir nálægðina við Bláa lónið. Sérstaklega er mælt með því að taka sundsprett um miðjan vetur í niðamyrkri og vona að heppnin verði með manni og norðurljósin lýsi upp himininn. Í öðru sæti á listanum var Las Vegas fyrir fjölskrúðugar hótel- laugar, í þriðja sæti er Barcelona fyrir strendurnar í borginni, í fjórða sæti er Sydney sem er valin fyrir Ólympíulaugina sem byggð var fyrir leikana árið 2000, og í fimmta sæti var Búdapest sem var útnefnd Spaborgin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugin Sú besta í heimi. Besta sundborgin Í DAG, laugardag, kl. 15 standa Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland fyrir 12. kröfufundi vetrarins á Austurvelli. Í tilkynn- ingu frá samtökunum segir að um 44.500 heimili verði komin í veru- lega fjárhagslega stöðu fyrir árslok nema að gripið verði til almennra leiðréttinga tafarlaust. „Ætla landsmenn að láta stjórn- völd, fjármálafyrirtæki og laun- þegahreyfinguna draga sig enda- laust á asnaeyrunum? Það er ljóst að þessir aðilar eru ekki að gæta hagsmuna heimilanna. Er ekki kominn tími til að sýna þeim hvort við ætlum að sætta okkur við gegndarlaust óréttlæti áfram?“ Kröfufundur á Austurvelli SUMARSKÓLI Háskólans í Reykja- vík verður starfræktur í sumar í fyrsta sinn. Nemendum munu standa til boða tíu námskeið á sviði viðskipta, tölvunarfræða, verk- fræði, hagfræði, lögfræði og íþróttafræði. Öll kennsla fer fram á ensku og munu námskeiðin standa dagana 14. júní til 2. júlí. Nemendur víða að úr heiminum sækja sumarnámskeið Háskólans í Reykjavík. Þar gefst nemendum tækifæri til þess að njóta fræðslu og leiðsagnar sérfræðinga í fremstu röð á sínu sviði á sama tíma og þeir eignast vini og kunningja af fjöl- mörgu þjóðerni, sem þeir búa að um langa framtíð. Sumarskóli HR EFTIR gagn- gerar endur- bætur á kirkju- turni Hallgríms- kirkju og viðamiklar lag- færingar, hreins- un og málun að innan, verður kirkjan opnuð á nýjan leik. Um leið verða teknar í notkun nýjar, veglegar útihurðir úr bronsi, sem eru listaverk eftir Leif Breiðfjörð. Hefst nú hefðbundið helgihald í kirkjunni. Á sunnudag nk. kl. 11 verður hátíðarmessa þar sem prestar og djákni kirkjunnar þjóna ásamt messuþjónum og Mót- ettukór Hallgrímskirkju tekur lag- ið. Kl. 14 verður svo ensk messa í kirkjunni. Hallgrímskirkja opn- uð eftir endurbætur STUTT Eftir Sigríði G. Ásgeirsdóttur STJÓRNMÁLASKÓLI, óháður öll- um stjórnmálaflokkum, hefur verið stofnaður. Fyrsta námskeiðið hefst 1. mars. Það eru þau Þórdís K. Pét- ursdóttir og Gísli Blöndal sem standa að skólanum, en þau hafa bæði víðtæka reynslu á þessu sviði. Þórdís segir að skólinn sé ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í þjóðmálaumræðu, stjórn- málum eða öðrum félagsmálum. „Við erum ekki að túlka eða kenna ákveðna stjórnmálastefnu, heldur koma aðilar frá flokkunum og kynna sín stefnumál. Við erum að þjálfa fólk í ræðumennsku, greinaskrifum og að stjórna fund- um. Einnig fær það leiðsögn í samskiptum við fjölmiðla. Svo bætum við nokkrum nýjum liðum við, eins og að efla sjálfs- traust, að takast á við breytingar, og ýmsu fleira sem er bara fyrir alla“. Þórdís segist verða vör við aukinn áhuga fólks á að taka virkan þátt í um- ræðunni og skólinn hafi fengið mjög góðar viðtökur. „Við erum ekki bara með námskeið hérna í Reykjavík, við ætlum líka að fara út á lands- byggðina. Við ætlum að byrja á stærstu stöðunum og vera með helgarnámskeið þar, en námskeiðið í Reykjavík tekur þrjár vikur.“ Fyrsta námskeiðið úti á landi verð- ur á Ísafirði 5.-7. mars. Í framhald- inu verða námskeið á Akureyri og Egilsstöðum. Gísli og Þórdís kenna almennu fögin en fá að auki með sér gesta- leiðbeinendur. „Þetta er mjög blandaður hópur sem hefur skráð sig hjá okkur, af báðum kynjum og á öllum aldri,“ segir Þórdís. Þeir sem vilja kynna sér námskeiðin geta skoðað heimasíðu skólans: www.stjornmalaskolinn.webs.com Nýr stjórnmálaskóli  Óháður stjórnmálalaflokkum og starfar um allt land Þórdís K. Pétursdóttir HEIMSSÝN boð- ar til fundar um Evrópusam- bandið þriðju- daginn 2. mars á Hótel Ísafirði kl. 20. Tilgangurinn er að upplýsa um ESB og skapa umræðu um umsókn Íslands. Páll Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Heimssýnar, flytur erindið ,,Hvað er Evrópusambandið og hvað ekki?“ Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar, flytur erindið ,,Hvers vegna Ísland á ekki heima í Evrópusambandinu“. Fundurinn er öllum opinn. Heimssýn heldur fund á Ísafirði PwC á sér rætur í íslensku viðskiptalífi frá 1924 ... „Hjá PwC vinn ég með traustum hópi að krefjandi sérfræðiverkefnum. Við njótum þess að vera í alþjóðlegu samstarfi um verklag og þekkingu við úrlausn flókinna verkefna. Ég hef sérstaka ánægju af því að starfa með sterkum hópi sérfræðinga og eiga þátt í að veita afbragðsþjónustu”. Ragnar Oddur Rafnsson, fjármálaráðgjafi hjá fyrirtækjaráðgjöf PwC „Sérhvert dagsverk er uppfullt af spennandi áskorunum”... E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.