Morgunblaðið - 27.02.2010, Qupperneq 40
40 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2010
✝ Geirrún JóhannaViktorsdóttir
(Rúna Viktors) fædd-
ist á Hóli í Siglufirði
13. júlí 1932. Hún lést
á fjórðungssjúkra-
húsi Akureyrar hinn
17. febrúar síðastlið-
inn.
Foreldrar hennar
voru Björg Þorsteins-
dóttir frá Hamri í
Fljótum f. 4. júní
1903, d. 22. nóvember
1981 og Sigurjón
Viktor Finnbogason
frá Hnífsdal f. 9. september 1907,
d. 3. mars 1946. Bróðir Rúnu sam-
feðra var Sigurður Björn Vikt-
orsson, f. 18. júní 1929, d. 20. apríl
2001. Bróðir sammæðra er Sig-
urður Þorsteinn Jóhannsson f. 29.
nóvember 1945, kvæntur Helgu
Jónu Lúðvíksdóttur f. 31. des.
1959.
Barnsfaðir Rúnu, Zophanías
Márusson f. 23. desember 1919.
Þeirra dóttir: 1) Björg Viktoría f.
sambýlismaður Þorgeir Valur Ell-
ertsson og á hún einn son.
Hinn 30. desember 1970 kvæntist
Rúna Sigurði Ágústi Jónsyni f. 13.
maí, d. 16. ágúst 1993. Foreldrar
hans voru Jón Friðrik Marinó Þór-
arinsson f. 2. maí 1905, d. 20. mars
1979 og Sigrún Ólafía Mark-
úsdóttir f. 27. okt. 1907, d. 2.okt.
1982. Saman eiga þau börnin: 3)
Sigurður Ólafur f. 30. desember
1959. Sambýliskona Margrét
Bjarnadóttir f. 20. janúar 1964.
Þeirra barn er: a) Ólöf Steinunn b)
Geirrún Jóhanna úr fyrri sambúð
með Guðbjörgu Aðalbjörnsdóttur
og tvö uppeldisbörn, Bylgja og Að-
albjörn. Börn Margrétar úr fyrri
sambúð eru Bjarni og Hansína. 4)
Svala Hólmfríður f. 23. desember
1963. Synir hennar eru. a) Reynir
Valdimar Freysson, sambýliskona
Hafdís Gunnarsdóttir, þau eiga
einn son. b) Kristinn Axel Sigurð-
arson, sambýliskona Sólveig Anna
Brynjudóttir. c) Hlynur Geir Sig-
urðarson. 5) Steindóra Ágústa f.
14. október 1966, sambýlismaður
Stefán Jón Stefánsson f. 16. sept-
ember 1963. Börn hennar: a) Rúnar
Óli Hjaltason. b) Vaka Rán Þór-
isdóttir c) Viktor Snær Þórisson.
Útför Rúnu Viktors fer fram frá
Siglufjarðarkirkju laugardaginn
27. febrúar og hefst athöfnin kl. 14.
28. maí 1952. Maki
Sverrir Sævar Ólason
f. 4. apríl 1949. Börn
þeirra eru. a) Björn,
maki Una K. Árna-
dóttir, þau eiga tvö
börn, fyrir átti Una
tvö börn. b) Óli Brynj-
ar á þrjú börn og eina
uppeldisdóttur. c)
Elva Dögg, sambýlis-
maður Ólafur Viggó
Sigurðsson, þau eiga
þrjú börn. Fyrir átti
Elva tvö börn af fyrra
hjónabandi. d) Heim-
ir, sambýliskona Eygló Þóra Ótt-
arsdóttir, þau eiga eina dóttur. e)
Karen Sif, maki Þórarinn Magn-
ússon. Sambýlismaður Rúnu var
Sigurður Kristjánsson f. 14. desem-
ber 1925, d. 19. mars 1987. Þeirra
sonur er: 2) Jón Friðrik f. 4. desem-
ber 1953 sambýliskona Steinunn
Jónsdóttir f. 21. júní 1955. Þeirra
börn eru. a) Sigurður Ágúst, sam-
býliskona Hafdís Reynisdóttir, þau
eiga þrjá syni. b) Særún Björg,
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín,
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best,
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson.)
Hafðu hjartans þökk fyrir allt,
elsku mamma.
Steindóra.
Vertu blessuð, elsku amma,
okkar hugsun með þér fer
yfir hafið hinum megin
horfnir vinir fagna þér.
Þó við dóminn skapa ei skiljum,
skýrist margt við kærleiks yl.
Lítil barnssál líka getur
leitað, saknað, fundið til.
(Höf. ók.)
Okkur langar að þakka fyrir allar
þær stundir sem við áttum með
henni og við munum geyma minn-
ingu hennar í hjörtum okkar.
Vaka Rán og Viktor Snær.
Í dag kveð ég elskulegu ömmu
mína.
Ég á margar skemmtilegar minn-
ingar um hana ömmu, eins og þegar
við fórum á rúntinn, ég keyrði en
amma stjórnaði hvert skyldi fara.
Þetta gátu verið skemmtilegir og
fróðlegir bíltúrar. Að eiga ömmu er
það besta sem er hægt að hugsa sér
því ömmur eru dýrgripir.
Síðustu stundirnar sem ég átti
með ömmu voru þegar hún kvaddi
og mikið var mikill friður yfir henni.
Ég sakna þín sárt, elsku amma.
Það verða skrítin næstu jól og
áramót þegar engin amma er.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því́
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig héŕ
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þinn ömmustrákur,
Rúnar Óli.
Mig langar að minnast hennar
Rúnu í fáeinum orðum. Ég hef
þekkt Rúnu frá því að ég var
krakki en hún var ein af vinkonum
mömmu minnar. Rúna var vön að
venja komur sínar til mömmu á
fimmtudagskvöldum en það voru
kvöldin sem sjónvarpsdagskráin lá
niðri. Þær vinkonurnar voru vanar
að hittast til að spjalla og grípa í
spil. Mér fannst ávallt spennandi
þegar Rúna kom og fékk stundum
að sitja hjá kellunum í eldhúsinu.
Rúna kom yfirleitt með nýjustu
fréttirnar og sagði skemmtilegar
sögur og ég unglingurinn drakk í
mig hverja söguna á fætur annarri.
Mikið sem mér fannst Rúna alltaf
fylgjast vel með því sem var að ger-
ast í okkar litla samfélagi á Siglu-
firði.
Vinskapur þeirra mömmu hélst
alla tíð þótt nú síðustu árin hafi
orðið minna um samskipti sökum
veikinda þeirra beggja. Rúna var
þekkt fyrir að liggja ekki á skoð-
unum sínum og gat átt það til að
vera harðorð þegar hún reiddist.
Ég get þó ekki sagt að ég hafi þurft
að þola slíkt af hálfu Rúnu þar sem
okkur samdi alltaf vel. Rúna var
barngóð og þess urðu börnin mín
vör þegar þau voru í kringum Rúnu
því slíkt finna börn. Í nokkur ár
vann Rúna í myndbandaleigunni
sem rekin var í bænum og þegar
krakkarnir mínir komu til að velja
sér spólur tók Rúna ávallt vel á
móti þeim og gaf sér tíma í að svara
endalausum spurningum um hinar
og þessar myndir. Nú síðustu ár
hefur Rúna ekki mikið farið út sök-
um heilsubrests og þau skipti sem
ég hef hitt hana hefur það verið
þegar hún hefur þurft að leggjast
inn á sjúkrahúsið hér í bæ. Þau
skipti sem Rúna dvaldi á sjúkrahús-
inu var hún vön að kíkja inn til
mömmu sem þar liggur rúmföst og
halda henni félagsskap í svolitla
stund. Þar hitti ég Rúnu síðast í
janúar síðastliðnum og átti við hana
gott spjall. Síðan þá hef ég aðeins
heyrt í henni í síma en við töluðum
reglulega saman í gegnum símann.
Með þessum orðum kveð ég
Rúnu og votta börnunum hennar
Björgu, Jóni, Óla Sigga, Svölu og
Dóru og fjölskyldum þeirra samúð
mína.
Guðrún Pálsdóttir.
Ég kynntist henni Rúnu fyrst um
vorið 1977 þegar ég bjó á Grund-
argötu 14, við hliðina á húsinu á
horninu með skrýtnu svölunum þar
sem hún bjó svo lengi. Við höfðum
fram að þeim tíma aldrei átt orða-
stað og jafnvel litið hvort annað svo-
litlu hornauga. En allt breyttist
þetta í einu vetfangi og það svo um
munaði. Segja má að frá þeirri
stundu sem hún rölti yfir og bauð
hina nýju nágranna sína velkomna
varð hún einfaldlega ómissandi.
Alltaf tilbúin og til staðar ef hún
taldi sig geta orðið að liði, sem var
ósjaldan, svo óendanlega hjálpfús
og því bæði kærkominn gestur og
húsvinur.
Margt kvöldið var setið og rætt
ýmist um hin dýpri eða grynnri
gildi lífsins og tilverunnar, eða þá
bara hvunndaginn og það sem hon-
um tilheyrði. Á þessum árum komst
ég að því sem ég hef vitað svo vel
allar götur síðan, að undir svolítið
hrjúfu yfirborðinu var að finna bæði
ofurmjúka manneskju en ekki síður
stórt hjarta. Þar var ávallt til staðar
einlæg vinátta og velvild sem alla
tíð síðan hefur reynst traust eins og
klettur sem hin hvítfyssandi brot-
alda stórsjóanna vinnur ekki á.
Og kallið mikla kemur alltaf fyrr
eða síðar. Því verðum við öll að
svara og fáum um það engu ráðið
hvort sem við teljum okkur tilbúin
eður ei, hvort sem við teljum vitj-
unartímann sanngjarnan eða ótíma-
bæran. Sorgin býr um sig í hjarta
okkar um tíma og við þurfum að
hlúa að henni. Deila henni með okk-
ur sem syrgjum, en við megum
samt ekki gleyma því að systir
hennar er gleðin og henni ber líka
sinn vitjunartími. Verum þakklát
fyrir það sem var gott og það sem
var gleðilegt. Góðu stundirnar sem
liðu hjá og skildu eftir sig minning-
arnar sem eru svo dýrmætar.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að vera nágranni þinn, vinur
og samferðamaður hluta af þeirri
leið í þeim lífsins ólgusjó sem við öll
velkjumst um í mislangan tíma. Ég
vil þakka þér fyrir samfylgdina þá
stund sem hún varaði. Nú er kom-
inn tími á dulmögnun hinna dimmu
vetrarnótta að senda norðurljósin í
stórfiskaleik um himinhvolfið þér til
heiðurs, sem og sólargeisla sumars-
ins bjarta að fylla okkur þeim kær-
Geirrún Jóhanna
Viktorsdóttir
✝ Pálína HelgaKristín Guð-
mundsdóttir Kröyer
fæddist 16. sept-
ember 1923 á Siglu-
firði. Hún lést á
Siglufirði þann 23.
september 2010.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur Sig-
urðsson (1879-1965)
fæddur og uppalinn á
Flatey í Breiðafirði
og Guðfinna Páls-
dóttir (1887-1941)
fædd og uppalin í
Höfn á Siglufirði. Pálína giftist
Ingólfi Arnarsyni Stangeland
(1922-2003), f. á Fá-
skrúðsfirði. Þeim
varð sjö barna auðið:
Guðfinna (1944),
Helga (1946), Guð-
mundur (1948), Anna
(1952), Arnar (1953)
Páll Kröyer (1954-
1962) og Sólveig
(1961) Barnabörn
þeirra eru 18 og
barnabarnabörnin
eru orðin 15 talsins.
Jarðaförin fer
fram frá Siglufjarð-
arkirkju laugardag-
inn 27. febrúar og hefst athöfnin
kl. 10.30.
Valkyrja er fallin frá. Þegar við
hugsum til baka koma upp margar
minningar í hugann. Frásagnir þínar
af uppvextinum á sveitabæ á fyrri
hluta 20. aldarinnar, fyrir tíma heim-
ilistækja, eru okkur enn ferskar í
minni. Hvernig konurnar fyrst unnu
við hlið karlmannanna og síðan tók-
ust á við heimilisstörfin þegar komið
var heim af túni. Hvernig var að
berjast við berklana, missa bæði
móður sína og eldri systur í hend-
urnar á þessum óvini og sjálf liggja
mánuðum saman í einangrun. Þú
sagðir okkur frá Guðfinnu ömmu
sem mundi eftir því þegar konur
fengu kosningarrétt. Þegar þú sem
lítil stelpa upplifðir að missa heimili
þitt í bruna og frá byggingu nýju
Hafnar, hússins sem enn stendur í
dag. Hvernig þú og pabbi kynntust í
Gagnfræðaskólanum á Siglufirði.
Hvernig þessi ljóshærði Austfirðing-
ur hafði heillað þig. Minningar frá
Stríðinu eins og þú kallaðir það. Sög-
ur af hermönnum sem þú og pabbi
opnuðuð heimili ykkar fyrir, ungum
mönnum sem voru langt frá fjöl-
skyldum sínum. Ljósmyndir af elstu
systkinunum uppáklæddum í jólaföt-
unum, öll handprjónuð í vöruþurrð
eftirstríðsáranna. Hvernig var að
reka heimili og ala upp börn á þess-
um tíma. Allt var gert heima, hvort
sem var að baka brauðið eða sauma
fötin á börnin. Þú varst virkilega bú-
stýra á þínu stóra heimili.
Árin í Fljótunum sem báru með
sér bæði sorg og gleði lifa enn í
minningunum. Þar kom í heiminn
þitt yngsta barn, nokkrum mánuðum
áður en litli bróðir okkar sagði skilið
við þann sama heim. Sama er að
segja um sögurnar frá síldinni á
Sigló, þegar unnið var myrkranna á
milli til þessa að bjarga verðmætum.
Minningar frá því hvernig nýir tímar
og ný tækni var tekin inn á heimilið,
fyrsta þvottvélin, fyrsti ísskápurinn.
Þegar þú og pabbi stofnuðu verk-
stæði og raftækjabúð á Siglufirði.
Þín saga og þínar frásagnir gerðu
það að verkum að við börnin urðum
hluti af stærri heild og fengum með
okkur í vegarnesti, að hlutirnir ger-
ast ekki sjálfkrafa.
Þínir grænu fingur eru kafli út af
fyrir sig. Þú varst brautryðjandi í
garðræktinni á Siglufirði. Það voru
ótal skipti sem pabbi fékk að reka
burt rollurnar úr garðinum ykkar
því það var ekki bara mannfólkið
sem var hrifið af honum. Það var há-
tíðleg viðhöfn þegar við fengum að
smakka á fyrstu jarðaberjunum sem
þú ræktaðir úti í garði. Fyrsta gróð-
urhúsið entist ekki lengi. Þegar við
komum heim í hádeginu einn
stormasaman vetrardag, þá var það
fokið. En ekki gáfust þið upp fyrir
því. Í stað þess var hafist handa við
að breyta gamla fjósinu í gróðurhús.
Þegar kom að ræktuninni skiptust
þið pabbi á að leika flugur. Og hvað
gúrkur, tómatar og jafnvel epli
brögðuðust vel frá ömmu og afa á
Sigló, en það voru barnabörnin og
barnabarnabörnin sem voru ykkar
stærsti fjársjóður. Hvort sem það
snérist um að baka, búa til kókoskúl-
ur, fara út í gróðurhús eða smíða
dúkkurúm með afa, var alltaf jafn-
spennandi að fara í heimsókn í Höfn.
Nú er þessi tími liðinn en við berum
með okkur allar þessar minningar
bæði í huga okkar og hjarta og áfram
til næstu kynslóða.
Sólveig, Arnar, Anna,
Guðmundur, Helga og
Guðfinna.
Pálína í Höfn, nágranni okkar í
rúm þrjátíu ár, er dáin. Ég man ekki
hvernig við Pálína kynntumst, en
Pálína Guðmunds-
dóttirKröyer
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem
birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.