SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 2
2 6. mars 2011
Við mælum með …
7. mars
Bolludagurinn er nú á mánu-
daginn og þá er til siðs að úða í
sig gómsætum vatnsdeigs-
bollum með rjóma og sultu. Eða
í raun hverri þeirri fyllingu sem
fólki dettur í hug. Þessum degi
fylgir líka gerð bolluvanda sem
hefðin segir til um að yngri
kynslóðin noti til að vekja for-
eldrana með. Nú er um að gera
að vera duglegur að borða, enda
bara bolludagur einu sinni á ári!
Morgunblaðið/Sverrir
Bolla, bolla, bolla!
6 Stríðsyfirlýsing gjörningahóps
Er það list að velta lögreglubílum eða standa fyrir kynsvalli? Rúss-
nesk stjórnvöld hafa í það minnsta ekki húmor fyrir því.
8 Galliano kveður
Síðasta tískusýning Gallianos fyrir Dior var haldin
í gær, en hann var rekinn frá tískuhúsinu fyrir um-
mæli um Hitler og helförina.
16 Bjartsýni í Egyptalandi
Skákmeistarinn Omar Salama býr hér á landi og
fylgdist áhyggjufullur með mótmælunum í Kairó,
þar sem ættingjar hans og vinir búa.
18 Heil á húfi og eigum fötin
Akureyrsk fjölskylda í Christchurch í óvissu eftir jarðskjálftann.
24 Djarfir diskóboltar
Ragnar Axelsson segir söguna bakvið myndina af hvolpunum á Græn-
landi sem verða að vera harðir af sér.
26 Samtímadans og sirkuslist
Íslenski dansflokkurinn bregður á leik með óvenjulegt verk, þar sem
sirkusrólur, pípuhattar og steppskór koma við sögu.
31 Myndaalbúm Björgvins
Björgvin Halldórsson flettir albúmum og rekur ferilinn. Kunnuglegum
andlitum bregður fyrir.
34 Týndust í Argentínu
Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari og Sæmund-
ur Norðfjörð voru settir í stofufangelsi er þeir
unnu að bókinni Lost in Argentina.
38 Kynbomba kveður
Leikkonan Jane Russell var sú dökkhærða sem
lék á móti Marilyn Monroe í Herramenn kjósa ljóskur.
47 Virkjanir og glæpasögur
Verkfræðingurinn og rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir ræðir afstöðu
sína til Kárahnjúkavirkjunar og virkjun sköpunarkraftsins.
Það rýkur enn úr hrauninu á Eyjafjallajökli, gígurinn í baksýn, á mynd Árna Sæbergs.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Sigurgeir Sigurðsson.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson.
20
8
34
Augnablikið
Þ
að þarf hárnákvæma þekkingu á hegðun
Ham-tónleikagesta til að geta stillt sér
upp nákvæmlega við endimörk slamm-
pyttsins áður en hljómsveitin stígur á svið
og þar af leiðandi áður en pytturinn myndast. Slík
innsýn í hegðun Ham-tónleikagesta myndast ekki
á einum degi heldur liggur mikil vinna þar að baki
en ég sleppti vart úr tónleikum með þessari geð-
þekku sveit (eins og Árni Matthíasson kallaði hana
jafnan) á fyrri hluta tíunda áratugarins. Ekki verður
reiknað út hér hversu langt er síðan ég fór á fyrstu
tónleikana með hljómsveitinni en það var eins og
það væri vart liðin vika frá síðustu tónleikum þegar
Ham-liðar stigu á svið á Nasa á föstudaginn fyrir
viku. Eftirvæntingin var mikil fyrir tónleikana og
hef ég vart fundið til slíkrar eftirvæntingar frá því
að yngri drengurinn var í móðurkviði.
Aftur að slammpyttinum. Ég hef ekkert á móti
því að lenda í smátroðningi og er ýmsu vön en
það er algjör óþarfi að lenda í miðri rokkhring-
ekju og fá risastóran karlmannsskó í andlitið. Al-
veg eins og í gamla daga var hringekjan á fullri
ferð, þeir sem stukku út yfir hópinn lentu sumir
harkalega á gólfinu og ekki leið á löngu áður en
skór höfðu týnt eiganda sínum.
Annað og ekki síður mikilvægt. Hér með legg
ég til að orðið flösuþeytir verði lagt niður. Kven-
menn hlusta líka á rokk og þeyta hvorki né
feykja flösu. Þær sveifla sannarlega makkanum
en þá auðvitað á munaðarfullan og taktvissan
hátt.
Upprisa holdsins og eilíft Ham-líf. Vinsamleg-
ast spilið fljótt aftur. Amen.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Mikill meirihluti tónleikagesta var karlkyns á tónleikum Ham á Nasa á föstudagskvöldið fyrir viku.
Ljósmynd/Goddur
Upprisa holdsins
6. mars
Kanntu að búa til
öskupoka og
bolluvendi?
Námskeið fyrir
krakka á öllum
aldri í Gerðu-
bergi þar sem
kennd verður listin að búa til
öskupoka og bolluvendi. Full-
orðnir eru velkomnir með!
6. mars
Listamað-
urinn Magnús
Pálsson tekur
þátt í leiðsögn
um Sýningu
sýninganna, Ísland í Feneyjum í
50 ár, á Kjarvalsstöðum.
10. mars
Hljómsveitin Brother Grass
heldur gleði á Café Haiti. Á dag-
skránni verða ný lög leikin í
bland við annað.