SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 26
26 6. mars 2011 M ikil dansveisla var í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið þegar Íslenski dans- flokkurinn frumsýndi þrjú ólík verk. Veislan ber titilinn Sinnum þrír og segir í tilkynningu að áhorfendur muni upplifa „kraftmikinn dans, ærslafullan kabarett og sirkuslistir“. Verkin þrjú sem sýnd eru heita Grossstadtsafari, sem er nýtt verk eftir Jo Strömgren, Heilabrot eftir tvíeykið Brian Gerke og Steinunni Ketilsdóttur og White for Decay eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur sem kemur nú til liðs við Íslenska dansflokkinn í fyrsta sinn. Meðfylgjandi myndir sýna brot úr síðastnefnda verk- inu ásamt undirbúningi. Sigríður Soffía stundaði nám við fremsta sirkusskóla Evrópu og er í nýja verkinu blandað saman samtímadansi og sirkuslist. Sýningin Sinnum þrír er sýnd á Nýja sviði Borgarleik- hússins núna í mars. Sigga Soffía höfundur og dansari, Chris sviðsstjóri ásamt dönsurunum Hannesi Þór og Ásgeiri Helga gera sig klár fyrir fyrsta ljósa- og tæknirennslið. Cameron hitar upp fyrir rennsli en hann dansar í öllum þremur verkunum sem sýnd eru á Sinnum þrír. Það er steppatriði í upphafi verksins og eru búningarnir við hæfi. Bak við tjöldin Samtímadans og sirkuslist Verkið White for Decay er eitt þriggja sem er til sýninga á vegum Íslenska dansflokksins á kvöldstundinni Sinnum þrír. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.