SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 8
8 6. mars 2011 Christian Dior og John Galliano hafa átt marga aðdáendur enda tísku- húsið eitt hið allra stærsta í heiminum og það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif hneyksl- ismálið hefur á söluna. Óskarsleikkonan Natalie Portman steig fram og fordæmdi Galliano og sagðist ekki vilja tengj- ast honum á neinn hátt. Hönnuðurinn Diane von Furstenberg sagði um- mælin „óafsakanleg“ en hún væri viss um að þessi „viðkvæmi“ vinur hennar hefði verið „espaður upp“ í að láta orðin falla. Chanel-kóngurinn Karl Lagerfeld sagði Galliano hafa fært skömm yfir tískuheiminn á meðan Patricia Field, stílisti Beðmála í borginni, sýndi honum meðaumkun. Viðbrögð vina Reuters T ískuhúsið Christian Dior hélt sýningu sína á haust- og vetrartískunni 2011-12 á tískuviku í París síðdegis á föstudag þrátt fyrir að John Galliano, aðalhönnuður tískuhússins, hefði verið rekinn með skömm í vikunni. Galliano var ekki aðeins hönnuður heldur líka listrænn stjórnandi Dior, sem er eitt- hvert allra stærsta tískuhús í heimi. Sömuleiðis er Galliano einhver skær- asta stjarna sem hefur skinið í tísku- heiminum síðustu áratugi. Það var því mikið áfall fyrir tísku- heiminn og óteljandi aðdáendur Gal- lianos þegar myndband af honum þar sem hann sagðist elska Hitler barst eins og eldur í sinu um netheima. Í myndbandinu sést Galliano segja við konu á kaffihúsi í París: „Ég elska Hit- ler. Fólk eins og þú hefði verið drepið. Móðir þín og forfeður hefðu lent í gas- klefanum.“ Eftir þessi orð spurði kon- an Galliano hvort eitthvað amaði að honum. Svarið var: „Já, þú. Þú ert ljót.“ Framkvæmdastjóri Dior, Sidney To- ledano, ávarpaði gestina við upphaf sýningarinnar þar sem hann sagðist harma þessa „mjög svo sársaukafullu stöðu að horfa upp á nafn Dior tengt þessum hneykslanlegu orðum“. Hann bað um að fólk færði athyglina frá hneykslismálinu að þeim listamönnum sem vinna hjá Dior. „Hjarta Dior slær hjá „litlu höndunum“. Það sem þið er- uð að fara að sjá ber vott um gífurlega vinnu þeirra,“ sagði Toledano en í frönsku er „litlu hendurnar“ eða „les petites mains“ notað yfir starfsmenn- ina sem búa yfir mikilli og sértækri þekkingu og vinna hörðum höndum á vinnustofum stærstu tískuhúsanna og þá hvað mest við hátískusýningar. Galliano í meðferð? Galliano var sjálfur ekki viðstaddur sýninguna, sem er venjulega einn af hápunktum tískuvikunnar í París, há- borg tískunnar. Hönnuðurinn er þekktur fyrir mikið sjónarspil á glæsi- legum sýningum sínum. Orðrómur er uppi um að hönnuðurinn sé kominn í meðferð í Arizona en Dior hefur ekki staðfest það. Tískusýningin fór fram í tjaldi í garði við Rodin-safnið og var umhverfið skreytt til að líkjast smekklegri Haus- mann-íbúð í París. Línan var í anda áttunda áratugarins og var með bó- hemísku yfirbragði. Í lok sýningarinnar stigu tugir starfsmanna vinnustofu Dior fram íklæddir hvítum sloppum og klöppuðu gestirnir, sem voru um þúsund talsins, fyrir þeim í um mínútu. Venjulega er klappað fyrir Galliano, sem birtist gestum íklæddur á íburðarmikinn hátt. Stórstjörnurnar skrópuðu Stærstu bandarísku stjörn- urnar, kenndar við A-lista, sem eru oftast á fremsta bekk á sýningum Dior, virtust hafa sniðgengið sýninguna. Di- or hafði gefið út lista yfir stjörnur sem búist var við fyrir sýninguna en á hon- um voru mörg frönsk stór- og smástirni á borð við Melanie Laurent og Alyssob Paradis, systur Vanessu. Öryggisgæslan á tískusýningunni var óvenjulega mikil og var sjónvarpsfréttafólki meinað að ræða við gest- ina. Gallino er ennfremur með eigin fatalínu sem til stóð að sýna samkvæmt venju á tískuvikunni í París. Hætt hefur verið við sýn- inguna en í staðinn heldur tískumerkið kynningu fyrir nokkra útvalda gesti en gestalistinn hefur ekki verið gefinn upp. Stjörnu- hrap í París John Galliano var rekinn frá Dior fyrir gyðingahatur John Galliano (í miðið) mætti til skýrslutöku hjá lögreglu á mánudaginn ásamt lögfræðingi sínum Stephane Zerbib (t.v.). Reuters Vikuspegill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Úr næstu haust- og vetrarlínu Dior. Franskir saksóknarar segja að réttað verði í máli Gallianos á fyrri hluta þessa árs. Verði hann sak- felldur gæti hann átt sex mánaða fangelsisdóm og 3,6 milljóna króna sekt yf- ir höfði sér. Hönnuðurinn hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni og að kynþáttahatur eigi ekkert erindi í samfélaginu. Hann neitar hins vegar ásökunum um gyðingahatur og segist hafa sýnt lög- reglunni samstarfs- vilja. Réttað yfir Galliano Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn 7. mars, kl. 18 N ína Tryggvadóttir Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd í dag, laugard. 11–17, sunnud. 12–17, og mánud. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.