SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 35
6. mars 2011 35 L jósmyndabókin Lost in Argentina er komin út á Íslandi, en hún var gefin út í Argentínu í nóvember í fyrra. „Við ætluðum að gefa bók- ina út árið 2007, en gerðum okkur ekki grein fyrir að hlutirnir ganga hægar fyrir sig erlendis,“ segir ljósmyndarinn Sigurgeir Sigurjónsson. „Hér á landi kemur maður með bók til Forlagsins og hún er komin út um leið,“ bætir hann við og smellir fingrum til að undirstrika það. Sigurgeir gaf áður út ljósmyndabókina Lost in Ice- land, sem hefur selst vel undanfarin ár. Það var hug- mynd Sæmundar Norðfjörð að fylgja eftir velgengni hennar og sækja til annars lands. Og kom hann að gerð bókarinnar. „Mér fannst þetta fáránleg hugmynd,“ segir Sig- urgeir brosandi. „Argentína er fimmtán sinnum stærri en Ísland – og hvað vitum við Íslendingar um Argent- ínu? Ekkert eiginlega! En þegar Sæmundur benti mér á að það væri eiginlega alltaf sumar þarna, þá varð það vendipunkturinn. Ég gat alveg hugsað mér að fara þangað, ganga í verkið af fullum krafti, og líta á það sem gott sumarfrí ef það gengi ekki upp.“ Vann með De Niro „Ég vissi hinsvegar að þetta myndi ganga,“ segir Sæ- mundur. „Ég vinn í kvikmyndabransanum og mikið er um að útlendingar komi til Íslands til að sækjast eftir fegurð landslagi. Þeir hafa líka nefnt Argentínu við mig – að hún hafi eitthvert dulmagn yfir sér. Ég þekki fólk þaðan úr kvikmyndabransanum og það aðstoðaði okk- ur við að finna réttu staðina.“ Roy Easdale, sem er sérfróður um tökustaði, kom að skipulagningu ferðarinnar með Sigurgeiri og Sæmundi, en hann sá meðal annars um að velja tökustaði í stór- myndinni Mission með Robert De Niro og Jeremy Irons. „Við hittum hann fjórum til fimm sinnum, hann skipulagði ferðirnar og sagði okkur að vera á einum stað að morgni, öðrum að kvöldlagi,“ segir Sæmundur. Á vegi sem liggur við hlið „Tren a las Nubes“ eða Skýjalestinni var stúlka sem virtist hafa fallið af himnum ofan.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.