SunnudagsMogginn - 06.03.2011, Blaðsíða 44
44 6. mars 2011
Joseph W. Campbell – Getting It Wrong
bbbbn
Eins og aðrar starfsstéttir hafa blaða- og
fréttamenn sínar goðsagnir, sem ganga
manna á milli og nýjar kynslóðir éta upp eftir
þeim eldri. Sumar þeirra eru jákvæðar og eiga
að sýna hvernig óttalausir fréttamenn, fullir
réttlætiskenndar, geta breytt heiminum. Aðr-
ar eru sagðar til viðvörunar og snúast um það
hvað getur gerst þegar fréttamenn misnota
aðstöðu sína eða láta undan þrýstingi frá
valdamönnum.
Í bókinni Getting It Wrong: Ten of the Grea-
test Misreported Stories in American Journalism fjallar Joseph
Campbell um tíu slíkar goðsagnir, sem allar eiga það sameiginlegt
að vera rangar. Lesturinn er gríðarlega áhugaverður, ekki síst vegna
þess að jafnvel þeir sem ekki starfa innan stéttarinnar þekkja mörg
þessara mála, en einnig vegna þess að unun er að horfa á hve lip-
urlega Campbell rífur niður þessar heilögu kýr.
John Birmingham – Without Warning bbbmn
Það eru margir sem eru sannfærðir um það að
heimurinn væri betri, réttlátari og friðsamari
ef Bandaríkjanna nyti ekki við. Í Evrópu hefur
þessi skoðun fylgismenn bæði til hægri og
vinstri í stjórnmálum og þá er auðvelt að full-
yrða að í Mið-Austurlöndum nýtur hún fylgis
bæði meðal hryðjuverkahópa og einræð-
isherra.
Í vísindaskáldsögunni Without Warning
reynir Ástralinn John Birmingham að ímynda
sér hvað yrði um heiminn ef Bandaríkin hyrfu
því sem næst af kortinu. Sagan hefst árið 2003 og eru bandarískir
hermenn við það að keyra yfir landamæri Íraks þegar eitthvert óút-
skýrt náttúrufyrirbæri drepur nær allt líf í Kanada, Bandaríkjunum
og Mexíkó.
Leifar Bandaríkjanna, einkum Havaí, Alaska og Seattle-borg, reyna
að halda þjóðinni saman en möguleikar Bandaríkjanna til að leika
lögreglumann heimsins eru horfnir. Afleiðingarnar, í þessari sýn
Birminghams, eru skelfilegar. Allir einræðisherrarnir sem héldu
aftur af sér af ótta við Bandaríkin ganga lausir, borgarastríð brjótast
út og ekki líður á löngu þar til kjarnavopnin fljúga. Alltaf má deila
um það hve raunveruleg þessi sýn er, en bókin er stórskemmtileg.
Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is
Erlendar bækur
13.-26. febrúar
1. Ég man
þig – Yrsa
Sigurð-
ardóttir /
Veröld
2. Sjöundi
himinn –
James
Patterson
/ JPV útgáfa
3. Máttur viljans – Guðni
Gunnarsson / Salka
4. Skólaljóð – Ýmsir höfundar
/ Námsgagnastofnun
5. Sumarlandið – Guðmundur
Kristinsson / Árnesútgáfan
6. Candida sveppasýking –
Hallgrímur Þorsteinn Magn-
ússon / Salka
7. Eldskírnin – Margit Sand-
emo / Jentas
8. Fátækt fólk – Tryggvi Em-
ilsson / Forlagið
9. Brothætt – Jody Picoult /
JPV útgáfa
10. Svar við bréfi Helgu – Berg-
sveinn Birgisson / Bjartur
Frá áramótum
1. Léttir réttir
Hagkaups
– Friðrika
Hjördís
Geirs-
dóttir /
Hagkaup
2. Candida
sveppa-
sýking – Hallgrímur Þorsteinn
Magnússon / Salka
3. Ég man þig – Yrsa Sigurð-
ardóttir / Veröld
4. Svar við bréfi Helgu – Berg-
sveinn Birgisson / Bjartur
5. Almanak Háskóla Íslands
2011 – Þorsteinn Sæmunds-
son o.fl. / Háskóli Íslands
6. Utangarðsbörn – Kristina
Ohlsson / JPV útgáfa
7. Prjónaklúbburinn – Kate Ja-
cobs / JPV útgáfa
8. Skólaljóð – Ýmsir höfundar /
Námsgagnastofnun
9. Máttur viljans – Guðni Gunn-
arsson / Salka
10. Konur eiga orðið allan ársins
hring – Kristín Birgisdóttir /
Salka
Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar,
Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bóka-
búðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hag-
kaupi, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-Eymundssyni og Sam-
kaupum. Rannsóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga
fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda.
Bóksölulisti
Lesbókbækur
Ó
jöfnuður og misskipting í Egyptalandi
hefur um árabil verið tilefni ólgu og
mótmæla og hinn fallni forseti, Hosni
Mubarak, var rúinn trausti og trú-
verðugleika hjá almenningi í landinu löngu áður
en hann féll af stalli. Hvað eftir annað hefur komið
til mótmæla í landinu af ýmsum tilefnum, allt frá
hækkandi matarverði til afskiptaleysis egypskra
stjórnvalda gagnvart framgöngu Ísraela á her-
numdum svæðum Palestínumanna.
Í bókinni Egypt on the Brink (Egyptaland á
barminum), sem kom út í kilju í upphafi þessa árs
lýsir Tarek Osman landi mótsagna; vonar og von-
leysis; framsýni og afturhalds; krafts og dáðleysis.
Osman fjallar um þróun egypsks þjóðfélags síð-
ustu öldina.
Hið opna samfélag, sem var við lýði í Egypta-
landi upp úr aldamótunum 1900, var um margt
athyglisvert. Kaíró dafnaði og varð miðstöð
menningar og var kölluð „París við Níl“ og kaup-
hallirnar voru með þeim stærstu í heiminum. Í
landinu ríkti umburðarlyndi og virtir kennimenn
múslíma horfðu ekki austur heldur yfir Miðjarð-
arhafið til Evrópu og leituðu leiða til að sætta íslam
við vestræna menningu. Þessir straumar léku hins
vegar aðeins um takmarkaða hluta samfélagsins –
ekkert var gert til að draga úr örbyrgð almennings
– og í þokkabót laut Egyptaland valdhöfum, sem
komið höfðu að utan.
Þegar Gamal Abdel Nasser komst til valda í
byltingu 1952 gerði hann gagngerar breytingar.
Hann gerði umbætur í landbúnaði, tók land af
stórum landeigendum og færði bændum, bauð
stórveldunum byrginn með því að taka yfir Súes-
skurðinn og gerði tilkall til forustu í arabaheim-
inum. Þegar tilraun Breta, Frakka og Ísraela til að
halda Súesskurðinum með valdi var hrundið varð
Nasser hetja araba. Afhroð Egypta í sex daga stríð-
inu við Ísrael var hins
vegar alvarlegt áfall fyrir
stuðningsmenn hans,
þótt áfram nyti hann
hylli.
Arftaki Nassers,
Anwar Sadat, kúventi.
Hann sneri að miklu leyti
baki við sósíalisma for-
vera síns og boðaði inti-
fah eða opnun í efna-
hagsmálum og leyfði
fjárfestingu í einkageir-
anum. Sadat hallaði sér að vestrinu, en uppskar
harða gagnrýni í arabaheiminum þegar hann gerði
friðarsamninginn við Ísrael, sem kenndur er við
Camp David. Sadat var ráðinn af dögum 1981 og
Mubarak, sem þá var varaforseti, settist í forseta-
stól.
Osman lýsir því hvernig Mubarak tókst ekki á
tæpum þremur áratugum á valdastóli að ná til
egypsku þjóðarinnar. Í valdatíð hans hafi ríkt
stöðnun og ólgan farið vaxandi. Hann hafi stjórnað
í nafni ótta og 18 þúsund manns verið í haldi án
dóms og laga, margir við skelfilegar aðstæður,
þegar bókin var skrifuð. Á nánast öllum sviðum
hafi verið farið út fyrir mörk hins eðlilega: „Lýð-
ræðisríki þar sem völd ganga í erfðir; framlenging
á nánast 30 ára valdatíma þrátt fyrir ærandi kröfur
um breytingar; bandalag peninga og valda þvert á
viðvarandi fátækt og örvæningarfulla millistétt;
óvinsæla utanríkisstefnu án grundvallar fyrir
samþykki (eða tilraunar til að selja hana); og sjálf-
tekið umboð í úthafi höfnunar og þverrandi
trausts. Hin ráðandi yfirstétt reynir ekki einu sinni
að koma sér í mjúkinn hjá æfum fjöldanum.“
Þótt Osman hafi ekki séð byltinguna í Egypta-
landi fyrir lýsir hann í bókinni þeim aðstæðum,
sem leiddu til þess að Mubarak hraktist frá völd-
um. Bókin er skrifuð af glöggu innsæi og höfund-
urinn dregur fram hvernig ólík öfl togast á í land-
inu, kröfur ungs fólks um opið samfélag, átök
umburðarlyndis og bókstafstrúar meðal múslíma.
Af bókinni má ráða hvað gæti tekið við í Egypta-
landi þótt ekki séu gefin ákveðin svör. Vandamálin
eru gríðarleg en Osman segir að „kraftur ungra
Egypta á okkar tímum og vonbrigði þeirra í garð
yfirvalda og sögu samtímans gæti markað frávik
frá því [að Egyptar sætti sig við alræði] og leitt til
innleiðingar umbreytinga undir forustu fólksins“.
Egypski fáninn á lofti á fjöldafundi til stuðnings lýðræði á Tharir-torgi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands.
Reuters
Rætur ólgunnar
í Egyptalandi
Byltingin í Egyptalandi varð
ekki upp úr þurru. Í bókinni
Egyptaland á barminum er
gerð grein fyrir undiröld-
unni í egypsku samfélagi.
Karl Blöndal kbl@mbl.is